Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Blaðsíða 22
22 Fólk 20. febrúar 2012 Mánudagur Berleggjaður í Kastljósinu Mörgum áhorfendum brá í brún á fimmtudagskvöldið þegar Helgi Seljan ræddi við Árna Pál Árnason alþingis- mann í Kastljósi en engu lík- ara var en Helgi væri berleggj- aður í viðtalinu. Þegar betur var að gáð kom í ljós að Helgi klæddist ljósbrúnum galla- buxum en slíkar buxur þykja afar flottar þessa dagana hjá karlpeningnum. Helgi var að yfirheyra Árna Pál um nýfall- inn hæstaréttardóm um aft- urvirka innheimtu vaxta svo ef einhver hefði átt að vera spurður spjörunum úr hefði það frekar átt að vera fyrrver- andi efnahagsráðherra. M aður ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægst- ur. Enda er engin ástæða til þess. Það má eiginlega segja að ég hafi tekið u-beygju í því sem ég var búinn að sökkva mér í eftir að ég kom heim úr atvinnumennskunni,“ segir handboltakappinn Logi Geirsson sem er staðráðinn í að koma landanum í betra form. Logi hafði verið markaðs- stjóri hjá Einari Bárðarsyni og vörumerkjastjóri hjá Asics en hann stundar nú nám við Háskólann á Bifröst í við- skiptafræði með áherslu á markaðssamskipti. „Ég ákvað að einbeita mér að því sem ég er bestur í. Ég sá að það vantar stöðugt fyrirmyndir og mín leið til þess að koma með skemmtilegan vinkil inn í samfélagið var að setja upp 90 mínútna fyrirlestur sem hefur algjörlega slegið í gegn. Ég er viss um að ég hafi komið fram hátt í 50 sinnum úti um allt land,“ segir Logi en fyrirlestur hans heitir Það fæðist enginn atvinnumaður. „Þetta er ekki bara um það hvernig maður nær langt í íþróttum heldur í lífinu al- mennt – vera jákvæð, vera fyrirmynd, setja sér markmið og hafa gaman af því að vera til. Markmiðið er að brjóta heilann hjá fólki og veita inn- blástur og ég man ekki eftir því að neinn hafi þurft á kló- settpásu að halda. Sem segir mér að fólk vill ekki missa af einni mínútu,“ segir Logi og bætir við að hann stefni á að fylla salinn í Hörpu í sumar. Logi útskrifaðist ásamt unnustu sinni, Ingibjörgu Elvu, sem IAK-einkaþjálfari frá Keili 2010 og hefur síðan þjálfað nokkra útvalda. „Eftir fyrirlestr- ana bauð ég fólki fría ráðgjöf og það rigndi inn pósti og þá aðallega um heilsu og þjálfun. Það varð í rauninni kveikj- an að því sem ég er að gera núna. Ég hef gaman af því að prófa eitthvað nýtt og í stað þess að sitja og vorkenna mér vegna meiðsla ákvað ég að halda áfram og finna mér stað í lífinu sem ég vil vera á. Það er mitt mottó,“ segir Logi sem er með nokkrar tegundir af þjálfun þótt sú vinsælasta sé fjarþjálfunin. „Mig grunaði ekki hvað margir fara bara í ræktina og sjá engan árangur og missa móðinn. Ég er með ákveðna formúlu sem gengur alltaf upp. Eini staðurinn sem ég auglýsti á var Facebook þar sem ég er með 5.000 vini og það varð strax allt yfirfullt,“ segir Logi sem er kominn með fólk í vinnu. „Það lúxus- vandmál er nú leyst og er ég nú í óða önn að opna skrifstofur og að- stöðu í Hafnarfirði þar sem ég ætla að fá fólk í kaffi, mælingar og halda áfram að vera persónu- legur. Fólk treystir á það sem ég geri og tengir að sjálfsögðu við það að ég var atvinnumaður þar sem ég vann til fjölda stórra verðlauna, ber fálkaorðuna og fólk veit að ég veit hvað ég syng. Líkaminn var mín vinna í sex ár og ég hef gengið í gegnum það að þyngja mig um næstum 20 kíló og svo létta mig um 10 kíló á 4 mánuðum þannig að ég hef svörin.“ Hægt er að fræðast meira um fjarþjálfun Loga á síð- unni logigeirsson.is indiana@dv.is Logi tekur u-beygju n Ætlar að koma landanum í gott form n Einbeitir sér að því sem hann er bestur í Atvinnumaður Logi lagði handboltas- kóna á hilluna síðasta sumar vegna meiðsl a en hefur nú fundið sér nýtt markmið í lífinu . Borðaði „sjálfa sig“ Veitingastaðurinn Saffran hefur tekið höndum saman við Ólympíufara Íslands og verður réttur skírður í höfuðið á þeim öllum og seldur í tvær vikur í senn. Hundrað krónur af verði hvers réttar renna til styrktar viðkomandi íþrótta- manni á leið hans á Ólympíu- leikana. Sunddrottningin og fyrirsætan Ragnheiður Ragn- arsdóttir reið á vaðið í vikunni og er nú hægt að fá „Ragn- heiði“ á Saffran sem er ljúf- fengur kjúklingaréttur. Ragn- heiður stóðst ekki mátið sjálf og borðaði „sjálfa sig“ á laug- ardaginn. „Ég elska þennan mat. Ragnheiður á Saffran er klárlega málið,“ skrifaði hún á Facebook-síðu sína og hlekkj- aði við mynd af matnum. Skilningsríkur Svavar Fréttamaðurinn og þátta- stjórnandinn Þóra Arn- órsdóttir var valin sjón- varpsmaður ársins á Edduverðlaunahátíðinni sem fór fram í Gamla bíói á laugardagskvöld. Af því tilefni steig hún á svið og fór með þakkarræðu sem hún beindi sérstaklega til eiginmanns síns Svavars Halldórssonar fréttamanns. Sérstaklega vildi hún þakka fyrir skilning- inn sem Svavar hefur sýnt henni þegar viðveran er lítil á heimilinu, sagði hann aldrei kvarta yfir því að hún væri mikið í vinnunni og þess utan stæði hann í byggingafram- kvæmdum fyrir fjölskylduna. Kannski ekki vanþörf á þar sem Þóra á von á sjötta barni fjölskyldunnar snemma í vor. S tefán Karl Stefáns- son leikari og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hafa notið þess að dvelja hér á landi og verið áberandi í menningarflórunni upp á síð- kastið. Aðeins nokkrar vikur eru síðan þau fluttust hingað til lands frá austurströnd Bandaríkjanna undir því yfir- skini Steinunnar Ólínu að hún ætli sér í forsetaframboð. Þar hafa þau dvalið í sex ár og svo komið að yngstu börn þeirra, Þorsteinn og Júlía, eru fædd í Bandaríkjunum og eru þar af leiðandi bæði bandarískir og íslenskir ríkisborgarar. Börn þeirra hafa nú fengið inni í leikskóla og grunnskóla sem skiptinemar eins og DV sagði frá á dögunum. Fyrir áttu Stefán Karl og Steinunn Ólína þær Bríeti og Elínu. Fjölskyldan hefur notið þess að eyða tíma sínum hér á landi og fundið sér ýmsa dægradvöl. Þau rak þó í rog- astans er þau gerðu sér ferð í Skemmtigarðinn í Smára- lind um helgina og leist ekki á blikuna. Stefán Karl sagði frá því á Facebook-síðu sinni að honum fyndist Skemmti- garðinum svipa til spilavítis Rauða krossins. „Fórum í Skemmtigarðinn í Smáralind í dag. Kemur á óvart að þetta skuli vera sett upp sem fjár- hættuspil fyrir börn. Þú kaupir inneign, eyðir henni í kass- ana og svo safnarðu stigum og færð dót í staðinn. Þetta er ekkert frábrugðið því að setja pening í Rauða kross kassa, þú eyðir 5000 kr í þá en getur labbað út með algert tap eða verið heppinn og unnið fullt af dóti. Skrítið að þetta skuli ekki vera bannað innan 18 ára.“ Fjárhættuspil fyrir börn n Stefáni Karli finnst Skemmtigarðurinn settur upp sem fjárhættuspil fyrir börn Eins og að setja pening í spilakassa Stefáni Karli blöskraði fyrir- komulag Skemmtigarðsins. Engir kapítalistar Stefáni Karli finnst Skemmtigarðinum svipa til spilavítis fyrir börn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.