Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Blaðsíða 6
L aun lykilstjórnenda Icelandair Group og dótturfélags þess Icelandair, hafa hækkað um tugi prósenta á undanförnum misserum. Þannig hafði Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, um 1,9 milljónir króna í laun á mánuði árið 2010. Hann fékk hins vegar ríflega hækkun á síðasta ári og er nú kominn með tæpar 2,9 milljónir króna á mánuði. Samkvæmt ársskýrslu Icelandair Group fyrir 2011, var hagnaður á rekstrinum um 4.452 milljónir króna á síðasta ári. Alls voru 800 milljónir króna greiddar út í formi arðs til hlut- hafa vegna rekstrarársins. Laun stjórnenda hækka veruLega 6 Fréttir 20. febrúar 2012 Mánudagur Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is „Þannig hækkuðu laun Boga Nils Bogasonar, fjármála- stjóra Icelandair Group, úr 1,7 milljónum króna á mánuði árið 2010 í 2,8 milljónir króna á mánuði í fyrra. n Laun framkvæmdastjóra Icelandair hækkuðu um 33 prósent Björgólfur Jóhannsson Icelandair gerir vel við lykilstarfsmenn félagsins. Laun þeirra hækkuðu um tugi prósenta á síðasta ári. Rífleg hækkun Laun Birkis hækkuðu úr 1,9 milljónum í tæpar 2,9 milljónir króna. Fjármálastjóri Laun Boga hækkuðu úr 1,7 milljónum króna í 2,8 milljónir króna. Gleðskapur fór úr böndunum: Ungir drengir slógust Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði gleðskap á Rauða ljóninu á Eiðistorgi skömmu eftir klukkan eitt aðfaranótt sunnudags. Í til- kynningu frá lögreglu kemur fram að fjöldi ölvaðra unglinga hafi verið á staðnum og voru margir hverjir í annarlegu ástandi. Átök brutust á milli nokkurra ungra drengja og var mikill sóðaskapur við staðinn. Þá var bifreið ekið á staur við Gullinbrú um tvö leytið aðfaranótt sunnudags. Ökumaðurinn reynd- ist vera mjög ölvaður en eldur kom upp í bifreiðinni eftir árekstur- inn. Leigubílstjóri sem átti leið hjá náði að slökkva eldinn með hand- slökkvitæki sem hann var með í bifreið sinni. Ökumaðurinn reynd- ist óslasaður og var hann sendur rakleiðis í fangageymslu til að sofa úr sér ölvímuna. Bifreiðin er ónýt. Borguðu ekki fyrir pítsuna Pítsusendill óskaði eftir aðstoð lögreglu við gistiheimili í austur- bænum snemma á sunnudags- morgun. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að sendillinn hafi ekki fengið greitt fyrir pítsu sem hann fór með þangað. Lögreglumenn tóku þá tali sem pöntuðu pítsuna og ráku svo augun í vímuefni. Tveir menn voru handteknir og var lagt hald á töluvert magn af vímuefnum. Um fimmleytið að morgni sunnudags braut karlmaður upp útidyrahurð hjá fyrrverandi kær- ustu sinni á Laugaveginum. Mað- urinn vildi ræða við konuna en hún kallaði til lögreglu. Lögregla vísaði manninum burt og kallaður var til smiður sem lagaði hurðina. Framtakssjóður Íslands á 19 pró- senta hlut í Icelandair Group, en Framtakssjóður Íslands er að stærstu leyti í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Stjórnendur græða vel Birkir Hólm er ekki eini hástökkv- arinn í launum í hópi æðstu stjórn- enda Icelandair Group og Ice- landair. Þannig hækkuðu laun Boga Nils Bogasonar, fjármálastjóra Ice- landair Group, úr 1,7 milljónum króna á mánuði árið 2010 í 2,8 millj- ónir króna á mánuði í fyrra. Þetta er hækkun upp á ríflega 1.100 þúsund krónur á mánuði á milli ára. Björgólf- ur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, hefur einnig fengið að njóta góðs af hagnaðinum, því laun hans hækkuðu um 250 þúsund krónur á mánuði í fyrra og voru í árslok tæpar 3,5 milljónir króna á mánuði. Hagnaður ársins 2011 var nánast sá sami og hagnaður ársins 2010 og því eru ekki að sjá augljósar ástæður fyrir þessum miklu launahækkunum milli ára. „Það er breytilegt eftir árum hvernig útkoman í þessu er,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Ice- landair Group, þegar hann er beð- inn um útskýra hvernig hækkanirn- ar eru til komnar. Hann segir að um sé að ræða laun og hlunnindi og út- reikningur á hlunnindum geti breytt launatölunni. „Þetta eru ekki hækk- anir á launum umfram það sem gengur og gerist. Þetta helst í hendur við góða afkomu að einhverju leyti,“ segir Björgólfur. Margfalt meiri hækkun en hjá flugfreyjum Flugfreyjur hjá Icelandair stóðu í harðri kjarabaráttu síðasta haust. Flugfreyjufélag Íslands hafði boðað til verkfalls eftir langar samningavið- ræður þar sem lítið miðaðist áfram. Verkfallinu var svo afstýrt naumlega þegar flugfreyjur samþykktu nýja kjarasamninga þann 20. október í fyrra. Helstu kjarabætur flugfreyja í þeim samningum eru að 1. október hækkuðu laun og launataxtar þeirra um 4,25 prósent. Önnur hækkun tók svo gildi 1. febrúar síðastliðinn þegar laun þeirra hækkuðu um 3,50 prósent til viðbótar. Séu hækkanir launa flugfreyja – starfsfólksins á gólfinu – bornar saman við hækkanir launa lykilstjór- nenda, kemur í ljós mikill munur. Birkir Hólm hækkaði um 32,8 pró- sent í launum á síðasta ári og Bogi Nils fjármálastjóri hækkaði um 37,35 prósent í launum. Hækkun launa lykilstjórnenda er allt að þrjátíuföld hækkun launa flugfreyja. Vart þarf að taka fram að miklu munar einnig í krónutölum. Flugfreyja sem hafði 420.000 krónur í mánaðar- laun fyrir hækkun, fær um 452.000 krónur á mánuði eftir hækkun. Aðspurður hvort ekki hefði verið svigrúm til að hækka laun flugfreyja meira miðað við það hversu mikið laun lykilstjórnenda hækkuðu segir Björgólfur að svo hafi ekki verið. „Nei, það var nú ekki okkar mat á þeim tíma. Við erum í alþjóðlegri samkeppni og það er verulega stór hópur starfsmanna sem er flugfreyj- ur og við þurfum að sjálfsögðu að horfa til þess. Laun forstjóra þessa félags eru töluvert úr samhengi við laun forstjóra annarra félaga þó það skipti í sjálfu sér ekki máli,“ segir Björgólfur og nefnir fyrirtækin Össur og Marel í því samhengi. Varaformaður Flugfreyjufélags Ís- lands, Kristín Bjarnadóttir, sagðist ekkert vilja tjá sig um málið þegar DV leitaði eftir því. „Ég vil ekkert blanda mér í þetta, takk,“ sagði hún.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.