Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 20. febrúar 2012 Mánudagur Þúsundir sóttu reiknivélina n Margir reikna út hversu mikið þeir ofgreiddu í vexti U m það bil tíu þúsund manns sóttu gengislánareiknivél Sparnaðar síðastliðinn föstu- dag. Með reiknivélinni er hægt að reikna út hversu mikið við- komandi hefur ofgreitt í vexti af ólöglega gengistryggðum lánum miðað við niðurstöður Hæstaréttar Íslands. Reiknivélin miðast við dóm Hæstaréttar frá því síðastliðinn mið- vikudag um að samningsvextir lána eigi að standa fram að lagasetningu á Alþingi um að gengistryggð lán eigi að miðast við óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands. Í samtali við DV segja forsvars- menn Sparnaðar að mikil aukning hafi verið á umferð um vefsíðu fyrir- tækisins eftir að reiknivélin var gerð aðgengileg. Aðsókn á milli vikna tuttugufaldaðist og hafði vefþjónn fyrirtækisins erfitt með að anna eftirspurninni. Sérstaka athygli vakti að umferð frá Noregi og öðr- um Norðurlöndum margfaldaðist. Leiða má að því líkur að Íslendingar sem hafa flutt til Noregs eftir efna- hagshrunið 2008, þegar íslenska krónan hrundi og gengistryggð lán ruku upp, fylgist vel með gangi mála hér heima. Gestur Breiðfjörð Gestsson, framkvæmdastjóri Sparnaðar, sagði á föstudag að upp hafi komið nokk- ur dæmi um að neytendur hafi grætt á því að reikna lánin út sjálf eða með aðstoð þriðja aðila. „Við höfum séð dæmi þess. Við höfum reiknað upp fyrir einstaklinga lán frá fjármögn- unarfyrirtækjum og það hefur kom- ið oftar en einu sinni fyrir að út- reikningar fyrirtækjanna hafa ekki verið í samræmi við okkar útreikn- inga og neytendur fengið frekari leiðréttingar,“ sagði Gestur. adalsteinn@dv.is B jarni Benediktsson, núver- andi formaður Sjálfstæðis- flokksins, vissi að búið var að greiða upp rúmlega tíu milljarða króna lán eignar- haldsfélagsins Þáttar International við bandaríska fjárfestingarbankann Morgan Stanley með láni frá Glitni þegar hann skrifaði undir veðsamning vegna lánsins þann 11. eða 12. febrú- ar 2008. Greiða þurfti upp lán Þáttar International hjá Morgan Stanley fyrir klukkan þrjú síðdegis, föstudaginn 8. febrúar, og var þetta gert. Veðsamn- ingurinn sem Bjarni skrifaði undir var hins vegar vegna láns til eignar- haldsfélagsins Vafnings sem átti að hafa verið veitt þann 8. febrúar en var í reynd veitt þann 12. febrúar. Bjarni hefur neitað því að hafa vitað af því að eignarhaldsfélagið Milestone hafi fengið lánið frá Glitni þann 8. febrúar 2008. Bjarni greindi frá þessu í yfirlýsingu í síðustu viku: „Þess má geta að ég hafði enga vitneskju um lánveitingar til Milestone í tengslum við þetta mál fyrr en það varð opin- bert í desember síðastliðnum.“ Með lánveitingu Glitnis til Milestone fóru áhættuskuldbindingar Milestone við bankann yfir lögbundið hámark. Hvað vissi Bjarni? Þetta þýðir að Bjarni hlýtur að hafa talið sem svo að Vafningur, ekki Mile- stone, hafi fengið lánið þann 8. febrúar 2008 og greitt upp lánið hjá Morgan Stanley. Þetta þýðir hins vegar að þeg- ar Bjarni skrifaði undir veðsamning- inn í málinu 11. eða 12. febrúar hef- ur hann talið að Vafningur hafi fengið rúmlega 10 milljarða lán án nokkurra veða þann 8. febrúar. Bjarni hefur því væntanlega talið að Vafningi hafi verið veitt lánið þann 8. febrúar en að veðin fyrir því hafi verið lögð fram síðar. Ef hann hefði ekki litið svo á málið hefði hann vitandi vits verið að skrifa upp á skjal, veðsamning, sem hann vissi að var rangur þar sem fram kom í samn- ingnum að lánið til Vafnings hefði verið veitt þann 8. febrúar. Svo vill hins vegar til að við vitum, út af ákæru sérstaks saksóknara, að þessi skilningur Bjarna var ekki réttur þar sem Milestone fékk lánið frá Glitni þann 8. febrúar og Vafningur fékk svo annað lán frá Glitni sem notað var til að greiða upp lán Milestone við bank- ann. Því var látið líta út fyrir að lánið til Milestone hafi aldrei verið veitt þann 8. febrúar. Gekk út frá því að viðskiptin væru lögleg Bjarni hefur ekki svarað nánari spurn- ingum um þennan þátt Vafningsmáls- ins sem DV sendi honum fyrir helgi. Í Kastljósþætti í síðustu viku greindi Bjarni frá því að hann hefði fengið að vita að endurfjármagna þyrfti lán Þátt- ar International í þessari sömu viku, 4. til 8. febrúar 2008. Hann sagði jafn- framt að honum þætti að sjálfsögðu ekki eðlilegt að Milestone hefði með lánveitingunni frá Glitni farið yfir lög- bundin mörk um hámarkslánveiting- ar til einstakra aðila: „Að sjálfsögðu geng ég út frá því að bankinn sé að stunda þessa lánastarfsemi, veita þetta lán, á grundvelli gildandi laga og reglna sem voru í bankanum á þess- um tíma.“ Sérstakur saksóknari hefur ákært tvo af starfsmönnum Glitnis, þá Lárus Welding og Guðmund Hjaltason, fyrir umboðssvik í málinu. Ákæran snýst um að þeir Lárus og Guðmundur hafi misnotað aðstöðu sína í bankanum og stefnt fé hans í stórfellda hættu með lánveitingunni til Milestone þann 8. febrúar. Lán út á engin veð Ef þessi skilningur á vitneskju Bjarna um lánið er réttur – hann segist ekki hafa vitað að Milestone fékk lánið frá Glitni þann 8. febrúar og hlýtur því að hafa haldið að Vafningur hafi fengið lánið – felst í því að Bjarni hafi ekki verið meðvitaður um atriðið sem ákært er fyrir í málinu þegar hann skrifaði undir veðsamninginn þann 11. eða 12. febrúar. Hann hlýtur aft- ur á móti að hafa haldið að Vafningur hafi tekið við láninu þann 8. febrúar. Í þessari túlkun á vitneskju Bjarna felst líka að hann hafi haldið að Vafning- ur hafi fengið lánið án veða þann 8. febrúar 2008 þar sem veðsamningur- inn var ekki undirritaður fyrr en þann 11. eða 12. febrúar. Miðað við þetta vissi Bjarni ekki nákvæmlega hvernig Vafningsflétt- unni var háttað þegar hann tók þátt í henni þann 11. og 12. febrúar og var því ekki meðvitaður um hugsan- leg lögbrot sem starfsmenn kynnu að hafa framið með lánveitingunni til Milestone nokkrum dögum áður. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Spurningar til Bjarna sem hann svarar ekki 1 Þegar þú skrifaðir undir veðsamn-inginn í Vafningsmálinu þann 11. eða 12. febrúar 2008 var Milestone búið að fá lán frá Glitni til að endurgreiða Morgan Stanley lán Þáttar International. Þetta gerðist þann 8. febrúar. Vissir þú að búið var að greiða lánið þann 8. febrúar? 2 Þegar þú komst að því að taka Vafningslánið var því búið að borga upp skuldina sem lánið átti að greiða upp. Hver hélstu þá að hefði tekið við láninu sem greitt var til Morgan Stanley þann 8. febrúar? Þú hefur sagt að þú hafir ekki vitað að Milestone tók við láninu þann 8. Þannig að þú hlýtur að hafa haldið að lánið hefði runnið til Vafnings og þaðan til Morgan Stanley. Er þetta rétt? 3 Ef skilningurinn í spurningu (3) er réttur þá vaknar sú spurning hvaða veð hafi átt að vera fyrir láninu til Vafnings sem þú hélst að hefði verið greitt til félagsins þann 8. febrúar. Miðað við það að þú skrifaðir undir veðsamninginn þann 11. eða 12. þá sýnist mér að þú hljótir að hafa metið stöðuna sem svo að lánið hefði verið veitt án veða 8. febrúar og að veðin fyrir láninu hafi verið lögð fram eftir á, þegar þú undirritaðir veðsamninginn. Er þetta réttur skilningur? 4 Vissir þú hvaða veð lágu að baki láninu til Vafnings þegar þú skrifaðir undir veðsamninginn? 5 Hvaðan komu þeir fjármunir sem þú notaðir til að kaupa hlutabréfin í Glitni sem þú seldir í febrúarmánuði 2008? Vissi að lánið hefði Verið borgað upp n Segist ekki hafa vitað af lögbroti n Taldi Vafning hafa fengið lán án veða „Að sjálfsögðu geng ég út frá því að bankinn sé að stunda þessa lánastarfsemi, veita þetta lán, á grund- velli gildandi laga og reglna sem voru í bank- anum á þessum tíma. Vitneskja Bjarna Bjarni Benediktsson virðist ekki hafa vitað að Milestone fékk rúmlega 10 milljarða lán frá Glitni þann 8. febrúar 2008. Mikil aðsókn Með reiknivélinni er hægt að reikna út hversu mikið viðkomandi hefur of- greitt í vexti af ólöglegum gengistryggðum lánum miðað við dóm Hæstaréttar. „Vægt til orða tekið áhuga- samur“ „Á fundinum gerðum við Tho- mas Hammarberg meðal annars grein fyrir því að enn væru íslensk stjórnvöld ekki búin að bregð- ast við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá 12. des- ember 2007 og gert breytingar á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi í samræmi við kröfur Mannrétt- indanefndarinnar.“ Þetta segir Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi þingmaður Frjáls- lynda flokksins, í tilkynningu fyrir hönd Samtaka íslenskra fiski- manna. Fulltrúar Samtaka íslenskra fiskimanna sátu nýlega fund með mannréttindafulltrúa Evrópu- ráðsins, Thomas Hammarberg. Í tilkynningu segir að stór hluti fundarins hafi snúist um stöðu ís- lenska fiskveiðistjórnunarkerfisins og stöðu þess gagnvart alþjóðleg- um mannréttindasáttmálum sem Ísland hefur undirgengist, þar á meðal gagnvart Mannréttindasátt- mála Evrópu. „Thomas Hammarberg var vægt til orða tekið áhugasamur um allt sem við kemur málinu og óskaði sérstaklega eftir að fá skýrslu um það, sem mun verða send honum á næstu dögum.“ Má ekki heita Ektavon Mannanafnanefnd sendi frá sér úrskurð þann 2. febrúar síðast- liðinn þar sem karlmannsnafninu Ektavon var meðal annars hafnað sem eiginnafni á þeim forsendum að það væri í raun kvenmanns- nafn. Það var hins vegar sam- þykkt af nefndinni sem millinafn. Nöfnin Ermenga, Úlftýr, Voney og Amír voru hinsvegar samþykkt af nefndinni og færð í mannanafna- skrá. Í úrskurði nefndarinnar um karlmannsnafnið Ektavon segir orðrétt að í lögum um manna- nöfn segi: „Stúlku skal gefa kven- mannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn. Eðlilegt er að líta svo á að nafnið Ektavon sé sam- sett úr fyrri liðnum ekta og síðari liðnum von. Síðari liðurinn er kvenkynsorð og kvenmannsnafnið Von er á mannanafnaskrá. Því er ekki mögulegt að fallast á beiðni um eiginnafnið Ektavon sem karl- mannsnafn. Af þessu tilefni skal tekið fram að Ektavon uppfyllir ákvæði 6. gr. laganna, um millinöfn. Millinafn- ið Ektavon er dregið af íslenskum orðstofnum, hefur ekki nefnifalls- endingu og hefur hvorki unnið sér hefð sem eiginnafn kvenna né sem eiginnafn karla. Nafnið er ekki heldur ættarnafn í skilningi 7. gr. laga um mannanöfn. Því er mögulegt að samþykkja millinafn- ið Ektavon.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.