Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Blaðsíða 17
Dómstóll götunnar Ég fíla spandex Hitler þolir mig ekki Ég bara grét og hrein- lega trúði þessu ekki Þórunn Antónía slær í gegn í nýju myndbandi. – DV Sigga Lund um uppsögnina á 365. – DV Skandall! „Nei.“ Óli Jónsson 73 ára ellilífeyrisþegi „Já, ég fæ mér alltaf bollur með rjóma og sultu.“ Lúðvík Viggósson 73 ára ellilífeyrisþegi „Já, ætli það ekki.“ Sindri Smárason 25 ára starfsmaður hjá Norðuráli „Já, auðvitað.“ Unnur Jónsdóttir 26 ára grafískur hönnuður „Já! Ég ætla að fá mér bollur.“ Emilía Valdimarsdóttir 25 ára nemi Ætlar þú að fá þér bollu? S tjórnmálaaflið Björt framtíð var formlega stofnað í upphafi mán- aðarins á fjölmennum fundi. Þar voru samþykkt lög og kosið í stjórn og embætti. Allur var fundurinn hinn skemmtilegasti. Afslappaður og uppbyggilegur andi sveif yfir. Almenn yfirlýsing um stjórnmál – nokkur mikil- væg orð – var samþykkt með lófataki. Hana má lesa á heimasíðu Bjartrar framtíðar: www.heimasidan.is. Hún lýsir nálgun BF á stjórnmál, hvernig við ætlum að vinna, haga okkur, tala um aðra og hvaða gildi við ætlum að hafa í hávegum. Í stjórn Bjartrar framtíðar voru vald- ir 40 einstaklingar. Þeir koma alls stað- ar að og búa yfir fjölbreyttri reynslu. Sumir eru leiðandi í sveitarstjór- num, þarna eru skólastjórar og fram- kvæmdastjórar, listafólk og athafnafólk af öllu tagi. Semsagt: Alls konar fólk með alls konar reynslu. Stjórnin hittist á fyrsta stjórnar- fundi núna um helgina. Þar var tekin góð umræða um málefnastarfið sem er framundan. Við ætlum að semja stefn- una saman. Við ætlum ekki að fara hina hefðbundnu leið íslenskra stjórn- mála, sem hefur verið dálítið mikið tekin á undanförnum árum, að tveir eða þrír semji stefnuna í öllum aðalat- riðum og allir hinir samþykki svo hana. Þannig ætlum við ekki að vinna. Vettvangur Björt framtíð er vettvangur. Þetta er svæði, ef svo má segja, fyrir fólk sem deilir vissri lífssýn, frjálslyndri, grænni og alþjóðlega sinnaðri. Þarna getur svoleiðis fólk komið saman, talað frá hjartanu, skipst á upplýsingum og skoðunum og mótað markmið og leið- ir fyrir þjóðfélagið í sameiningu. Hér er farið fram á frumkvæði allra félags- manna. Þátttakendur í Bjartri framtíð eru semsagt ekki þiggjendur stefnu að ofan, heldur mótendur hennar og gerendur. Til grundvallar þessari nálg- un liggur sú trú, sem er m.a. leiðar- minni í klassískri frjálslyndisstefnu, að allir einstaklingar eigi að hafa sitt til málanna að leggja. Þetta er hið frjálsa markaðstorg skoðana, sem John Stuart Mill talar um. Þetta er sú trú, að ef tími er gefinn fyrir umræðu og skoðana- skipti – þar sem margir einstaklingar koma saman – verði niðurstaðan alltaf betri en hugmyndin sem lá á borðinu í upphafi. Þetta kallar á breytta stjórnmála- menningu. Lög flokksins bera öll þessi merki, að stefnt er að því að innleiða í flokksstarfinu samtal og samvinnu í stað átaka. Þess vegna var til dæm- is ákveðið að hafa tvo formenn. Við Heiða Kristín Helgadóttir vorum kjörin til þeirra embætta. Þetta er gert til þess að gefa tóninn um samtal og sam- ábyrgð. Á milli þessara formanna, sem heita stjórnarformaður og formaður, ríkir viss verkaskipting. Lykilatriðið er hins vegar það, að þessir tveir skulu leysa hvor annan af og í lögum flokks- ins segir að þeir skuli vera sammála um allar stórar ákvarðanir. Þetta er nýbreytni, en á sér þó stórar fyrirmyndir. Svona er til dæmis Evrópu- sambandið uppbyggt. Í framkvæmda- stjórninni skulu allir 27 meðlimirnir vera sammála. Og það gengur upp. Viðbrögðin Sitt sýnist hverjum um Bjarta fram- tíð. Margir eru jákvæðir og sjá í þessu von og vettvang sem þeir eru tilbúnir að starfa í. Aðrir eru beinlínis reiðir. Þótt jákvæðnin sé fremur það sem ég finn, þá er neikvæðnin athyglisverð. Það er umhugsunarefni hvað það er sem hreyfir svona við fólki – eins og til dæmis leiðarahöfundi Morgunblaðsins – þannig að það verði reitt yfir því að nýr flokkur hafi verið stofnaður. Engin lög eru í landinu sem banna slíkt. Þörfin á nýjum flokkum er mörgum algerlega augljós. Hana hef ég fundið á eigin skinni. Það þarf flokka sem eru hannaðir fyrir nútímann. Árið er 2012, en ekki 1916. Margir kjósendur fagna fleiri val- kostum. Hér er semsagt komið grænt, frjálslynt og alþjóðlegt lýðræðisafl sem vill breyta stjórnmálamenningunni. Margir fagna þessu. En svo má heldur ekki gleyma því, að fólk getur kosið það sem það vill. Enginn verður neyddur til að kjósa Bjarta framtíð. Fólk getur alltaf kosið hina áfram, ef það vill það frekar. Af hverju er þá sumt fólk svona reitt út af þessu? Ég hef ekki svarið, en ég ætla að skilja eftir spurninguna lesend- um til umhugsunar. Á kommentakerfi vefmiðla hafa margir látið gamminn geisa. Uppáhaldskommentið las ég undir frétt um að stofnfundur Bjartrar framtíðar hefði farið fram. Þetta kom- ment var einfalt en lýsti svo ágæt- lega þessari óútskýrðu reiði, kannski hræðslu, sem fyrir hendi er. SKANDALL!!!! stóð þar, í hástöfum og með mörgum upphrópunarmerkj- um. Mér fannst það fyndið. Og athyglis- vert. „SKAND- ALL!!!! stóð þar, í hástöfum og með mörgum upphrópunar- merkjum Konudagur Það var nóg við að vera í blómabúðunum á sunnudag, Konudaginn. Víða mátti sjá karlpeninginn í löngum röðum með blómabúnt. Oftast voru þó konurnar sjálfar að setja saman vendina. Mynd SIGTRyGGUR ARIMyndin Umræða 17Mánudagur 20. febrúar 2012 1 Brown gekk út úr jarðarförinni Bobby Brown, fyrr- verandi eiginmaður Whitney Houston, gekk út úr jarðarför hennar á laugardag. 2 Tav útilokar ekki barneignir með Lindu Tav MacDougall, kærasti Lindu Pétursdóttur, útilokar ekki að þau eignist barn saman. 3 Ólíkindatólið Ólafur Ekki er úti-lokað að Ólafur Ragnar Grímsson bjóði sig fram til forseta á nýjan leik. 4 Landsliðskempur með nýja greiðslu Guðjón Valur Sigurðs- son og Snorri Steinn Guðjónsson skarta nýrri hárgreiðslu eftir að hafa tapað veðmáli í fótboltaleik á dögunum. 5 Unglingasamkvæmi stöðvað Samkvæmi var stöðvað á Rauða ljóninu aðfaranótt sunnudags en þar var fjöldi ölvaðra unglinga. 6 Vímuefnaneytendur borguðu ekki fyrir pítsuna Lögregla handtók tvo menn sem neituðu að greiða pítsusendli fyrir pítsur sem hann kom með til þeirra. 7 Tilboð í Perluna Garðar K. Vilhjálms- son héraðsdómslög- maður átti hæsta tilboðið í Perluna. Til- boðin sem gerð voru í Perluna voru á bilinu 500 til 1.688 milljónir. Mest lesið á DV.is Kjallari Guðmundur Steingrímsson Hugleikur Dagsson bjó til myndband þar sem Hitler deilir á listamannalaun. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.