Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Blaðsíða 18
Emo-útgáfan af Lisbeth Salander B ók Haruki Mura­ kami,1Q84 er í heild sinni heilar 926 blað­ síður. Hún saman­ stendur af þremur bókum, bók 1, 2 og 3. Bækurnar mynda eina heild. 1Q84 á sér stað í Tókýó árið 1984. Fyrsta bók rekur atburði frá apríl til júní, önnur frá júlí til september og sú þriðja frá október til desem­ ber. Í sögunni skarast frásagnir tveggja aðalsöguhetja, Ao­ mame og Tengo, sem tengd­ ust órjúfanlegum böndum í æsku eina svipstund. Þau fjarlægjast og lifa hvort sínu lífinu en þrá bæði að samein­ ast aftur. Haruki Murakami er rit­ höfundur sem hefur sterk sérkenni og kunnugleg minni birtast í þessari sögu. Konur hverfa iðulega í bókum Mura­ kamis og söguhetjur bóka hans flakka á milli heima. Fantasían umlykur sögurnar á lágstemmdan máta. Hann notar hæga og persónulega frásögn og endurtekur sig markvisst. Tónlist, kynlíf og matreiðsla markar frásögnina eins og mörgum sinnum áður. Það er ekki óalgengt að aðdá­ endur Murakamis skiptist á lagalistum úr bókum hans eða uppskriftum. Öll hans brögð til að toga lesandann í langt ferðalag (926 blaðsíðna ferðalag) virka á lúmskan máta. Bókin 1Q84 er vissulega langdregin í heild sinni því er ekki að neita. En á sama tíma er viss ánægja fólgin í því að draga ferðalag­ ið á langinn og velta fyrir sér öllum þeim spurningum sem hann veltir upp á leiðinni. Heimspekilegum spurn­ ingum um raunveruleikann. Hvað er raunverulegur heim­ ur okkar, hvar skorðast hann? Murakami rær á dýpið. Hann fer lengra en hann hefur nokkru sinni gert í fyrri skáldsögum sínum. Hann fjallar öðrum þræði um of­ beldi gegn konum og tekur loksins lengra það bragð sitt að láta konur hverfa. Heim­ ilisofbeldi, kynferðislegt of­ beldi gegn konum og börnum stillir hann fram með áleitn­ um hætti. Aðalsöguhetjan Aomame er „emo“­útgáfan af Lisbeth Salander. Hún myrðir menn sem hata konur. Mura­ kami fjallar einnig um sér­ trúarsöfnuði, smættuð sam­ félög sem hverfast um einn sannleika. Það er kröftug og ógnvekj­ andi frásögn sem vekur upp margar spurningar um hvað við teljum vera satt og sam­ þykkt þegar kemur að konum sem hverfa. Saga Murakamis er hins vegar fyrst og fremst saga af ást og samstöðu. Þar er vonin. Ást milli tveggja einstaklinga, þessi epíska ást sem sigrast á öllum hindrunum og nær til „handanheimsins“. Mér komu til hugar Orfeus og Evridís. Í ástinni og samstöðunni er vonin og Murakami still­ ir henni sterkt á móti þeim hryllingi sem blasir við kon­ um og börnum þessa heims. 18 Menning 20. febrúar 2012 Mánudagur Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Bækur 1Q84 Höfundur: Haruki Murakami Útgefandi: Knopf 926 blaðsíður Murakami rær á dýpið Hann fer lengra en hann hefur nokkru sinni gert í fyrri skáldsögum sínum. Samstarf listmiðla Flakkið ­ kabarett úr verk­ um Brechts og Kurt Weill verður sýndur í menningar­ húsinu Hofi á Akureyri á þriðjudagskvöld. Listamenn taka sig saman og rifja upp listasöguna í gegnum list­ miðlana tónlist, leiklist og myndlist. Sýningin byggir á miklu samstarfi en leikarar frá Silfurtunglinu og Leik­ félagi Akureyrar leiklesa brot úr Villiöndinni eftir Hen­ rik Ibsen, Fröken Júlíu eftir August Strindberg og Kirsu­ berjagarðinum eftir Anton Chekhov. Nemendur Mynd­ listarskólans á Akureyri teikna upp leikmynd fyrir verkin og þeim varpað upp og nemendur úr Tónlistar­ skólanum á Akureyri leika tónlist í takt við verkin. Boðið í ferðalag Sópransöngkonan Þóra Ein­ arsdóttir og píanóleikarinn Steinunn Birna Ragnars­ dóttir bjóða til hádegistón­ leika á þriðjudag klukkan 12.15. Þar flytja þær söng­ lög Henri Duparc á þessum fyrstu hádegistónleikum Ís­ lensku óperunnar í Hörpu, undir yfirskriftinni „Boðið í ferðalag“. Tónleikarnir fara fram í Norðurljósum og taka um hálftíma í flutningi. Líkt og venja var á hinum marg­ rómuðu hádegistónleikum Íslensku óperunnar í fyrra húsnæði sínu í Gamla bíói geta tónleikagestir keypt sér hressingu fyrir og eftir tónleika og þannig nælt sér í andlega og líkamlega næringu í einu og sama há­ degishléinu. Yfirskrift tón­ leikanna vísar til kvæðis Baudelaire, L‘Invitation au Voyage. Alþjóðlegur móður- málsdagur Þriðjudagurinn 21. febrúar er alþjóðlegur móðurmálsdagur. Af því tilefni blæs aðal­ safn Borgarbókasafns Reykjavíkur til dagskrár tileinkaða því. Skemmti­ atriði verður á vegum félagsins Móðurmál og einnig verður hægt að fara á tungumálatorgið og nálgast hin mismun­ andi móðurmál á marg­ víslegan hátt, hlusta á sögur, búa til ljóð, fara í leiki og fleira. Frú Vigdís Finnbogadóttir er heið­ ursgestur samkomunn­ ar sem hefst klukkan 17 og fer fram í aðalsafni Borgarbókasafns Íslands, Tryggvagötu 15. É g skemmti mér vel,“ segir sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sem var kynnir á Eddunni í ár. Logi byrjaði kvöldið með vel heppnuðu uppistandi þar sem hann skaut í allar áttir og lét kollega sína finna fyrir því. Gerði hann stólpagrín að mörgum miður heppnuðum verkefnum í sjónvarpi á árinu við hlátrasköll í Gamla bíói þar sem Eddan var haldin í ár. „Ég fékk bara góð við­ brögð,“ segir Logi. „Það höfðu allir gaman af þessu. Ég skaut nú aðeins þarna á Sjónvarpið því tilnefningarnar í ár voru svolítið sérstakar. En það þýðir ekkert að fara í fýlu,“ segir Logi sem tók þætti eins og Tríó og Kexvexsmiðjuna af lífi. Einn sem hló þó ekki var Rúnar Rúnarsson, leikstjóri Eldfjalls. Í myndinni er Theó­ dór Júlíusson, aðalleikari myndarinnar, mikið að pússa bát og sagði Logi að framhald væri á döfinni. Hún myndi fjalla um mann sem væri að bóna bíl allan tímann. „Ég horfði beint á Rúnar þegar ég sagði þetta og hann var alveg stjarfur. Það var bara ekkert að frétta,“ segir Logi og hlær við. Rúnar gat þó brosað í enda kvöldsins enda tók Eldfjall öll stóru verðlaun kvöldsins. Logi segir hugmyndina að byrjuninni vera sótta til stærri hátíða eins og Óskarsverð­ launanna og Emmy þar sem vel þekktir grínistar og sjón­ varpsfólk gerir grín að elít­ unni. „Það var svona pælingin. Það er nefnilega margt fyndið í sjónvarpssögu okkar þó hún sé ekkert rosalega löng og við höfum alveg húmor fyrir okk­ ur. Þeir sem geta ekki hlegið verða vera í öðrum bransa. Mér finnst að svona athafnir eigi að vera skemmtilegar,“ segir Logi. Eitt starf kynnis á svona hátíðum er að passa fara ekki of langt yfir tímann en leik­ konan María Heba Þorkels­ dóttir gerði Loga erfitt um vik með það. María vann Edduna fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir leik sinni í kvikmyndinni Okkar eigin Osló. Hún eyddi öllum tímanum sem hún hafði í að þakka leikstjóranum, Reyni Lyngdal, og þegar músíkin gaf til kynna að hún ætti að ljúka sér af sagði hún: „Ég er ekki búin.“ Hún var heldur ekkert að grínast og fór svo langt yfir tím­ ann að músíkin stoppaði. Logi skellihlær. „Ég hélt að það væri nú bara eitthvað vinnustaðagrín eða einhver gjörningur. Tónlistin hækkaði og hækkaði en hún fór hvergi. Mér fannst það og þegar Pétur Jóhann kom fram í hlébarða­ gallanum fyndnast á kvöldinu. En annars jafnaðist tíminn út og við fórum bara þrjár mín­ útur fram yfir,“ segir Logi. Eftir að útsendingu lauk urðu allir eftir í Gamla bíói og áttu stund saman. „Menn voru þarna að reyna við Íslandsmet­ ið í trúnó. Eftir það fóru menn hingað og þangað,“ segir Logi Bergmann Eiðsson. tomas@dv.is „Rúnar var alveg stjarfur“ n Logi Bergmann Eiðsson fór á kostum sem kynnir Eddunnar Skaut í allar áttir Logi Bergmann fór á kostum sem kynnir Eddunnar. Mynd PreSSPHotoS Hló ekki Rúnari Rúnarssyni stökk ekki bros á vör við brandara Loga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.