Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Blaðsíða 11
Fréttir 11Mánudagur 20. febrúar 2012 Sími: 561 1433 • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 • Fálkagötu 18 • Lönguhlíð góðar ástæður til að heimsækja ...okkur 3 mánudaga-föstudaga...........7.30 -17.30 laugardaga.........................8.00 -16.00 KONUDAGUR....................8.00 -18.00 BOLLUDAGUR....................7.30 -18.30 B O LLU R Á B O LLU D A G IN N U R Á UU D U D U D G A G A G A G INININ NNN B R A U Ð O G R Ú N STY K K I A LLA D A G A B R A U Ð O G R Ú N S A L A L A LLALALA DDD G A G A G A G AAA B O LLU O B O B O B O LLLLLLUUUU STY K K I K A K A Á R SIN S 2 0 1 2 Á K O N U D A G IN N P R EN TU N .IS n Minnihluti þingmanna samþykkti gengislánalögin Níu þingmenn fjarverandi Þ að er alveg sama hvað Stein- grími og Jóhönnu finnst um niðurstöðu Hæstaréttar. Dómurinn segir beinlínis að ákvæði laganna brjóti í bága við stjórnarskrána,“ segir Sig- urður Hreinn Sigurðsson sem ný- lega vann ásamt konu sinni Elviru Mendez mál gegn Frjálsa fjárfest- ingabankanum vegna gengis- tryggðra lána. Hann segir ummæli oddvita ríkisstjórnarinnar ekki hafa aðra vigt en að vera þeirra persónu- legu skoðun. Niðurstaða Hæstarétt- ar standi í dómnum og sé skýr. Í dómi Hæstaréttar er vitnað til laga um breytingar á vöxtum og verðtryggingu sem sett voru í kjöl- far tveggja dóma Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána. Lög- in sem Árni Páll Árnason, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, mælti fyrir voru tilraun til þess að slá á óvissu í kjölfar dómanna. Helsta niðurstaða Hæstaréttar er að ekki sé heimilt að breyta lánasamn- ingum aftur í tímann með almennri lagabreytingu eins og gert var ráð fyrir í lögunum. Reyndu sjálf að vara Alþingi við lagasetningunni Bæði Sigurður Hreinn og Elvira Mendez skiluðu á sínum tíma um- sögn til efnahags- og skattanefndar vegna fyrirhugaðrar lagasetning- ar. Í umsögn Sigurðar segir segir að verði frumvarpið að lögum sé það ekki til þess fallið að skapa sátt eða leiða til sanngirni. Þá segir að þau muni hafa í för með sér veru- legar breytingar sem varðar samn- ingsskilmála gengistryggðra lána. „Með neikvæðum og ófyrirséðum afleiðingum fyrir efnahag þúsunda neytenda.“ Sigurður segir að hvorki hann né Elvira hafi fengið viðbrögð frá öðrum þingmönnum en Hreyf- ingunni og Lilju Mósesdóttur. Elvira, sem er sérfræðingur í Evr- ópurétti, segir í sinni umsögn að lögin gætu brotið í bága við neyt- endatilskipun EES, sem sé í fullu gildi hér á landi. Þá segir að þótt markmið lagasetningarinnar sé að tryggja rétt neytenda í kjölfar dóma Hæstaréttar sé margt í frumvarp- inu sem seinna varð að lögum, sem vinni gegn því markmiði. Sigurður segir umsagnir þeirra hjóna ekki hafa beinlínis með eigin málaferli að gera. Þau hafi hins veg- ar haft færi á að kynna sér hlutina vegna eigin málaferla. „Áður en lög- in voru samþykkt þá hafði ég kynnt mér drögin vel. Ég hafði svona lán og því hafði ég allar forsendur til þess að reikna út hver niðurstað- an yrði. Ég komst að því að miðað við frumvarpið myndi þetta þyngja greiðslubyrðina verulega,“ segir Sig- urður. Samþykkt með þingminnihluta Lögin númer 151/2010, sem köll- uð hafa verið Árnalög, voru sam- þykkt með atkvæðum 27 þing- manna stjórnarmeirihlutans en aðeins þingmenn Hreyfingarinnar lögðust gegn lögunum. Athygli vek- ur að Lilja Mósesdóttir, þingkona Samstöðu, sem farið hefur mikinn undanfarið kaus með lögunum á fyrri stigum málsins en gekk að eig- in sögn úr sal fyrir atkvæðagreiðslu í þriðju umræðu. Sömuleiðis hefur Guðmundur Steingrímsson, þing- maður Bjartrar framtíðar, gefið skýringu á sinni fjarveru en í ræðu á þingi sagðist hann ekki hafa mætt vegna þess að hann sjálfur hefði gengistryggt lán. Hafa verður í huga að á þessum tíma var þingmeirihluti ríkisstjórn- arflokkanna fjórir þingmenn en ekki einn eins og í dag. Sé lokaat- kvæðagreiðsla laganna skoðuð má sjá að ellefu þingmenn voru fjar- verandi en tveir stjórnarliðar höfðu tilkynnt fjarvist. Níu þingmenn mættu ekki til atkvæðagreiðslu og tilkynntu ekki fjarvist. Þar af fimm stjórnarliðar. Fjórir þingmenn stjórnarandstöðunnar voru fjar- verandi, tuttugu og tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar voru í saln- um en sátu hjá við atkvæðagreiðslu. Sé þetta haft og huga og sú staða að lög á Alþingi falla á jöfnu má leiða að því líkur að sjaldan hafi stjórnar- andstaðan haft jafn góðan mögu- leika á að fella lög. Í þessu samhengi er þó mikil- vægt að hafa í huga að líklega hefði meirihlutinn brugðist við með sama hætti og smalað stjórnarlið- um til kosningar. Því er ekki hægt að skella skuldinni vegna laganna á stjórnarandstöðuna. Það vekur hins vegar óneitanlega athygli að svo mikilvæg og afgerandi lög hljóti brautargengi löggjafans með sam- þykkt þingminnihluta en meiri- hluta greiddra atkvæða, án þess að þingmenn hafi tilkynnt fjarveru. Þau skrópuðu n Árni Johnsen n Björgvin G. Sigurðsson n Einar K. Guðfinnsson n Guðmundur Steingrímsson n Jón Bjarnason n Kristján Þór Júlíusson n Lilja Rafney Magnúsdóttir n Lilja Mósesdóttir n Össur Skarphéðinsson Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is „Með neikvæðum og ófyrirséðum afleiðingum fyrir efnahag þúsunda neytenda. Vann málið Sigurður Hreinn skilaði umsögn til efnahags- og skattanefndar vegna fyrirhugaðrar lagasetningar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.