Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Blaðsíða 20
20 Sport 20. febrúar 2012 Mánudagur
L
íðanin er virkilega góð,“ segir
Sverrir Sverrisson, þjálfari
kvennaliðs Njarðvíkur, í viðtali
við DV. Sverrir stýrði Njarðvík-
urstúlkum um helgina til síns
fyrsta titils þegar þær lögðu Snæfell,
84–77, í bikarúrslitum í Laugardals-
höll. „Þetta var virkilega gaman fyrir
alla, leikmenn, þjálfara og stjórnar-
menn. Það var fagnað vel í gærkvöldi
og maður er bara hress í dag,“ segir
Sverrir. Sigurhefð Njarðvíkur í körfu-
bolta þekkir hver íþróttaáhugamaður
enda á karlaliðið að baki þrettán Ís-
landsmeistaratitla og átta bikarmeist-
aratitla. Á meðan strákarnir liggja nú
aðeins í dvala og byggja upp ungt lið
hafa stúlkurnar stigið fram á sviðið og
bætt nú í annars glæsilegt bikarasafn-
ið í Ljónagryfjunni.
Smá kæruleysi
Njarðvík virtist vera að stinga af í úr-
slitaleiknum í byrjun seinni hálfleiks
en Snæfell sýndi mikinn karakter og
bjó til leik í fjórða og síðasta leikhlut-
anum. Á endanum var Njarðvík, sem
er tíu stigum á undan Snæfelli í deild-
inni, of sterkt fyrir stúlkurnar frá Stykk-
ishólmi. „Þær komu sér inn í þetta og
mér fannst þá fullmikið kæruleysi hjá
mínum stúlkum. Við slökuðum full-
mikið á,“ segir Sverrir um sitt reynslu-
litla lið en aðeins tvær úr hópnum
höfðu spilað í bikarúrslitum áður.
„Auðvitað fer þetta í reynslubank-
ann en þetta er bara spurning um að
halda áfram sama agaða leiknum. Mér
leið nú aldrei þannig að við værum
að fara klúðra þessu. Mínir leikmenn
héldu ró sinni og við fórum að taka
betri ákvarðanir í sókninni og verjast
betur. Sem betur fer lönduðum við
þessu þó leikurinn hafi verið orðinn
spennandi,“ segir Sverrir.
Stoltur brautryðjandi
Sverrir segist stoltur að vera fyrstur til
að koma með titil í kvennaboltann í
Njarðvík. „Það er virkilega gaman að
eiga þátt í þessu. Þetta er bara annað
árið mitt með liðið og það hafa komið
nýjar stelpur inn sem hafa lagt mikið
á sig. Liðið er bara að uppskera núna,“
segir Sverrir. Njarðvík hefur þar til í
fyrra ekki þótt mikill risi í kvennabolt-
anum en aðeins eru fimm ár síðan liðið
skráði sig aftur til leiks á Íslandsmótinu.
„Það var ekki nægilega mikill
metnaður og þetta hefur verið lagt
niður tvisvar sinnum á undanförnum
fimmtán árum held ég. En nú er ég
með stóran hóp stúlkna sem leggja
mikið á sig. Svo erum við að uppskera
úr yngri flokka starfinu og þar koma
nokkrar stelpur upp á hverju ári.
Njarðvík á nokkrar stelpur í unglinga-
landsliðum þannig að vonandi eru
bara spennandi ár fram undan,“ segir
Sverrir sem stefnir nú á Íslandsmeist-
aratitilinn. „Við verðum með í úr-
slitakeppninni og þangað fer enginn
bara til þess að vera með. Við stefnum
auðvitað á að vinna Íslandsmeistara-
titilinn.“
Fjögurra ára bið lokið
Keflvíkingar urðu bikarmeistarar
karla eftir sigur á Tindastóli, 97–95.
Fjögurra ára bið Suðurnesjapilta
eftir bikarnum lauk því í Höllinni á
laugardaginn. Keflvíkingar höfðu
frumkvæðið allan leikinn en Skag-
firðingarnir sóttu heldur betur á
undir lokin og fengu tvö dauðafæri
til að jafna metin þegar stutt var eftir.
Keflvíkingar héldu þó út og tryggði
Magnús Þór Gunnarsson þeim sigur-
inn af vítalínunni sekúndu fyrir leiks-
lok. Þröstur Leó Gunnarsson, leik-
maður Tindastóls, skoraði reyndar
síðustu körfuna yfir endilangan völl-
inn en hún skipti því miður engu
máli. Skagfirðingar fjölmenntu í Höll-
ina og bjuggu til frábæra stemningu
ásamt sigurreifum Keflvíkingum.
n Kvennalið Njarðvíkur bikarmeistari í fyrsta sinn n Tíundi titill karlaliðs Keflavíkur
Nýtt afl í Njarðvík
Tómas Þór Þórðarson
tomas@dv.is
Körfubolti
Hoppað af gleði
Sverrir Sverrisson og
stúlkurnar í Njarðvík
skála í kampavíni
eftir sigurinn.
Mynd ToMaSz KolodziejSKi
Meistarar Magnús Þór Gunnarsson fyrirliði Keflavíkur lyftir bikarnum. Mynd ToMaSz KolodziejSKi
A
rsenal átti enn eina mar-
traðarvikuna nú síðustu viku.
Strákarnir hans Wengers eru
nánast dottnir út úr Meist-
aradeildinni eftir niðurlægjandi,
4–0, tap gegn Milan og um helgina
féll liðið úr ensku bikarkeppninni
eftir tap gegn Sunderland á útivelli,
2–0. Arsenal hefur verið duglegt
undanfarin ár að missa af tveimur
til þremur titlum á einni og sömu
vikunni.
Sjónvarpsmaðurinn Piers Morg-
an, sem er harður stuðningsmaður
Arsenal, var sársvekktur eftir tapið
og byrjaði að láta liðið heyra það
á samskiptasíðunni Twitter. „Það
er betra að Wenger hætti núna á
meðan við elskum hann og virðum.
Betra en að horfa á þessa hnignun
liðsins verða meiri og meiri,“ skrifaði
Morgan meðal annars á Twitter en
orð hans fóru illa í ungstirnið Emm-
anuel Frimpong sem svaraði Morg-
an fullum hálsi.
„Hættu þessu kjaftæði. Þú veist
ekkert um fótbolta. Þú situr bara
við ferðatölvuna og bullar,“ skrifaði
Frimpong og Morgan var ekki lengi
að svara. „Er það, herra Frimpong?
Sannleikurinn er sár, ljúfur, og ég er
óhræddur við að segja hann. Hafðu
þig bara hægan, litli. Ég hef fylgst
með Arsenal í 42 ár, tvisvar sinnum
lengur en þú hefur lifað.“
Frimpong, sem er skrautlegur
bæði innan sem utan vallar, svaraði
þá Morgan: „Hvenær sástu síðast
leik á Emirates-vellinum en ekki
á internetinu? Hvað hefur þú gert
fyrir Arsenal undanfarin 42 ár? Ekk-
ert. Lið eiga góða og slæma tíma í
fótboltanum en DYGGIR stuðnings-
menn muna eftir þeim góðu og bíða
eftir meira af honum.“ Morgan svar-
aði: „Ég hef stutt þá, ekkert meira,
ekkert minna. Eina sem ég vil er að
við verðum samkeppnishæfir aftur,
ekki eilífðarlúserar.“
Frimpong sagði þá Morgan hafa
rétt á sinni skoðun en hann ætti
ekki að segja þeim tveimur milljón-
um sem fylgjast með Morgan svona
þvælu um Arsenal. „Þú byrjaðir
þetta með því að hrauna yfir harðan
stuðningsmann liðsins. Það gerir
lítið úr þér, Emmanuel. Ég hélt þú
værir betri en þetta.“
Morgan lenti svo í orðaskaki
við óþekktan tónlistarmann áður
en hann lauk
ræðu sinni um
Arsenal með
þessum orð-
um: „Úr leik í
báðum bikar-
keppnum, úr
leik í Meist-
aradeildinni,
úr leik í úrvals-
deildinni þar sem
við erum að reyna ná
4. sæti. Færri mæta á völlinn og við
höfum ekki unnið titil í sjö ár. Tak-
ist á við raunveruleikann, Arsenal-
menn.“
n Piers Morgan og emmanuel Frimpong lenti saman á Twitter eftir tap arsenal
Sjónvarpsstjarna reifst við leikmann
Reiður Frimpong reiddist
við að lesa orð Morgans.
MyndiR ReuTeRS
Úrslit
Enski bikarinn
Chelsea - Birmingham 1-1
0-1 Murphy (19.), 1-1 Sturridge (62).
Millwall - Bolton 0-2
0-1 Miyaichi (4.), 0-2 N’Gog (59.).
Everton - Blackpool 2-0
1-0 Drenthe (1.), 2-0 Stracqualursi (7.).
Norwich - Leicester 1-2
0-1 St Ledger (5.), 1-1 Hoolahan (23.), 1-2
Nugent (72.).
Sunderland - Arsenal 2-0
1-0 Richardsson (39.), 2-0 Oxlade-Cham-
berlain (77. sm.).
Crawley - Stoke 0-1
0-1 Walters (41. víti).
n Rory Delap, Stoke (16.).
Stevenage - Tottenham 0-0
Liverpool - Brighton 6-1
1-0 Skrtel (5. ), 1-1 Lua Lua (17.), 2-1 Bridcutt
(44. sm.), 3-1 Carroll (57.), 4-1 Bridcutt (71.
sm.), 5-1 Dunk (75. sm.), 6-1 Suarez (85.)
Championship-deildin
Barnsley - Portsmouth 2-0
Crystal Palace - Watford 4-0
Ipswich - Cardiff 3-0
Leeds - Doncaster 3-2
Nott. Forest - Coventry 2-0
Peterborough - Bristol City 3-0
Southampton - Derby 4-0
Staðan
1. Southampton 32 17 8 7 58:32 59
2. West Ham 30 17 6 7 47:31 57
3. Reading 31 16 6 9 39:27 54
4. Cardiff 32 14 11 7 50:39 53
5. Blackpool 31 14 10 7 52:38 52
6. Birmingham 30 14 9 7 47:27 51
7. Hull 30 15 5 10 31:25 50
8. Middlesbrough 30 13 11 6 35:31 50
9. Brighton 31 14 7 10 36:33 49
10. Leeds 32 14 6 12 52:48 48
11. Burnley 32 14 5 13 44:37 47
12. Cr.Palace 31 11 10 10 33:30 43
13. Leicester 31 11 9 11 42:37 42
14. Barnsley 31 12 6 13 44:48 42
15. Derby 31 12 6 13 33:41 42
16. Ipswich 31 12 4 15 50:57 40
17. Watford 32 10 10 12 36:47 40
18. Peterborough 31 10 7 14 50:51 37
19. Portsmouth 31 9 8 14 33:34 35
20. Millwall 31 7 10 14 30:41 31
21. Bristol City 32 8 7 17 27:49 31
22. Nottingham F. 31 8 4 19 26:49 28
23. Coventry 32 6 7 19 28:46 25
24. Doncaster 30 6 6 18 26:51 24
Klitschko
varði titilinn
Vitali Klitschko varði heims-
meistaratitill sinn í þungavigt
um helgina þegar hann lagði
Bretann Briton Chisora á
stigum. Nú hefur annar Breti,
hinn háværi David Haye,
upplýst að hann sé við það að
fá bardaga gegn Vitali í sum-
ar. Eftir að Vitali vann Haye
auðveldlega á síðasta ári
hætti Bretinn í hnefaleikum
en honum snérist fljótlega
hugur. Vitali Klitschko hefur
nú varið heimsmeistaratitil
sinn tíu sinnum í röð.