Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 20. febrúar 2012 Mánudagur Sviptur öku- leyfi í 5 ár Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í fimm mánaða fangelsi fyrir rangar sakargiftir og fyrir að hafa ítrekað ekið undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá var hann sviptur öku- réttindum næstu fimm árin. Samkvæmt ákæru var maður- inn ýmist undir áhrifum amfeta- míns eða kókaíns þegar lögregla stöðvaði akstur hans í fjögur skipti á tímabilinu frá júlí 2010 til mars 2011. Í öll skiptin gaf hann upp nafn annars manns á upplýsinga- blað lögreglustjórans á höfuð- borgarsvæðinu um ölvunarakstur og varð það til þess að rangur maður fékk senda sektargerð vegna málsins. Maðurinn játaði brot sín við þingfestingu málsins en sakaferill hans nær allt aftur til ársins 2002. Auk þess að fá fangelsisdóm og ökuleyfissviptingu var manninum gert að greiða 940 þúsund krónur í sakarkostnað og málsvarnarlaun verjanda síns. Ráðist á leigubílstjóra Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu hafði hendur í hári manns sem réðst á leigubíl- stjóra skömmu eftir hádegi á sunnudag. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að bíl- stjórinn hafi náð að komast að lögreglustöðinni við Dalveg þar sem árásarmaðurinn var handtekinn. Urðu nokkur átök á milli bílstjórans og mannsins í bifreiðinni. Árásarmaðurinn var vistaður í fangageymslu en hann var í annarlegu ástandi þegar hann var handtekinn. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að maðurinn réðst á bíl- stjórann. Þá kom ekki fram í tilkynningu lögreglu hvort bíl- stjórinn hafi slasast. Hreyfingin vill fá rann- sóknarnefnd Þingmenn Hreyfingarinnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um skipun rannsóknarnefndar til að skoða starfshætti forsætisráðu- neytis, fjármálaráðuneytis, við- skiptaráðuneytis og Seðlabanka Íslands. Í tillögunni segir að skipa skuli sérstaka þriggja manna rann- sóknarnefnd sem geri sjálfstæða og óháða rannsókn á starfsháttum forsætisráðuneytis, fjármálaráðu- neytis, viðskiptaráðuneytis (síðar efnahags- og viðskiptaráðuneytis) og Seðlabanka Íslands. Einnig að nefndin skuli kanna hvort og þá hvaða meinbugir voru á starfs- háttum ráðuneytanna og Seðla- bankans í aðdraganda hrunsins og hvað hefur verið gert til úrbóta. Rannsóknartíminn skuli vera frá ársbyrjun 2005 til loka ársins 2011. Rannsóknin taki sérstaklega til samskipta milli ráðuneyta, Seðla- banka Íslands og Fjármálaeftir- litsins, ákvarðana sem teknar voru á tímabilinu og atburða sem tengj- ast falli bankanna. O ddvar Örn Hjartarson verð- ur gjarnan fyrir augnaráði og glósum í karlaklefanum í sundi. Í kjölfar umræðu um hommafordóma barna- skólakennara á Akureyri fékk hann nóg og ákvað að standa á sínu. Sjálfur upplifði hann alvarlegt einelti í gagn- fræðiskóla og segir að þröngsýnir kennarar eigi ekki að miðla skoðun- um sínum til ungmenna. „Kona með skegg!“ Síðastliðinn fimmtudag fór hann í sund og fyrir tilviljun var hann í klef- anum á sama tíma og strákar í sjötta bekk nærliggjandi skóla. „Mig lang- aði helst að hverfa, frekar en að sturta mig með brjáluðum pollum á leið á gelgjuskeið. En hvað um það, ég var ekki mikið klæddur, í sundskýlu með teygju í hárinu, ekki á háum hælum eða með sólhlíf á öxlinni, þegar ég geng inn í hópinn og finn fyrir kunn- uglegri stemningu. Síðan heyri ég að einhver segir, „kona með skegg!“ Rembingstónninn barst frá þeim minnsta. Mér var misboðið og ég varð reiður. Ég sneri mér að þeim stutta og sagði: „Það er rétt.“ Hann leit undan og sagðist ekki hafa sagt þetta við mig og hinir strákarnir öpuðu eftir hon- um. Ég sagði þá við hann: „Veistu, það særir mig hvernig þú talar“.“ Léttir að svara fyrir sig Oddvar lét ekki þar við sitja heldur sneri sér að hinum strákunum sem brostu allir og spurði hvort þeir væru allir svona meðvirkir. „Hvað er það?“ spurði einn og Oddvar svaraði: „Til dæmis þegar mjög stjórnsamur ein- staklingur nær tökum á skoðunum, hegðun og lífi veikburða fólks, þar sem enginn þorir að andmæla, segja sína skoðun eða sitja hjá. Þið vitið að þið eruð að stuðla að einelti með því að hegða ykkur svona.“ Þá steig einn fram og sagðist ekki hafa tekið þátt. Oddvar hrósaði hon- um fyrir það og sneri sér svo að sturt- unni. Axlirnar voru komnar hálfa leið til himna, svo mikið var honum létt. Hann hafði staðið með sjálfum sér og leið vel í hjartanu. „Mér leið vel af því að ég var svo innilega hreinn.“ Sumir segja að börn séu bara börn og það eigi ekki að taka það of alvar- lega ef þau eru með stæla. Oddvar segir hins vegar að það sé mikilvægt að tala við börn, þau séu svo skýr og eiga rétt á því að fá aðstoð sem fyrst. Þá vegni þeim líka betur í lífinu. Þetta atvik var eins og svo mörg önnur í hans barnæsku. Munurinn er hins vegar sá að þá gat hann ekki svarað fyrir sig en núna getur hann það. „Ég fékk ekki stuðninginn sem ég þurfti til að rísa upp gegn skóla- félögunum, hvorki frá foreldrum mínum né kennurum.“ Þröngsýni kennara skapar togstreitu Það er heldur ekkert einsdæmi að hann verði fyrir áreiti í karlaklefan- um. „Þetta er alltaf svona þegar ég Reis upp gegn foRdómunum Stendur núna á sínu Oddvar var lagður í einelti sem barn. Ný rannsókn sýnir að samkynhneigðir unglingar eru líklegri til að verða þunglyndir, kvíðnir og líða illa í skólanum. Mynd Sigtryggur ari Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Viðtal n Oddvar Örn Hjartarson hefur fengið nóg af fordómum gegn hommum fer í karlaklefann, þá er alltaf einhver rembingur í gangi. Stundum langar mig bara að loka augunum því ég fæ augnaráð og glósur.“ Hann segist vera karlmannlega vaxinn, með loðna bringu og mikinn skeggvöxt. „Ef ég yrði settur á pásu væri ég mjög karlmannlegur en svo er ég með sál sem er frekar kvenleg. Og um leið og tek upp kinnalitinn þá breytist andrúmsloftið. Það er mjög klassískt að karlarnir fari að prumpa, ropa og tala um kerlingar og skytterí. Umburðarlyndið er svo lítið.“ Það væri mikill sigur ef karlmenn gætu losað sig úr höftum gamal- dags karlaveldis segir hann. Það sé til dæmis sorglegt að hlusta á menn eins og Snorra Óskarsson, kenndan við Betel, tjá sig um samkynhneigð, ekki síst þar sem hann er kennari. „Mér finnst alltaf varhugavert þegar fólk setur sig á einhvern stall. Ég held að við séum öll litlir prestar þar sem við höfum öll eitthvað að segja og getum kennt öðrum af okkar reynslu. En ég tengi vel við það að þurfa að sitja í tímum sem eru hundleiðinleg- ir en gætu verið mjög skemmtilegir ef það væri ekki kennt út frá persónu- legum og þröngsýnum skoðunum. Það getur ekki aðeins skemmt nám heldur getur það einnig skemmt ein- staklinga sem þurfa að sitja undir því. Ég held að það sé ekki gott að láta unglingum líða eins og þeir séu skrýtnir. Sérstaklega ekki þegar þeir eru á kynþroskaaldrinum. Þá þarf að hlúa vel að þeim. Um leið og einhver sem ég lít upp til byrjar að tala svona fer ég strax að gagnrýna sjálfan mig og í vörn, ég hugsa að ég sé ekki eins og hann segi. Inni í mér myndast togstreita og ég verð rosalega reiður, ekki bara út í þessa manneskju heldur einnig út í sjálfan mig fyrir að passa ekki inn í normið. Og ég held að það komi alltaf fram í kennslunni ef kennarinn er reið og þröngsýn manneskja. Eins skilar það sér alltaf ef fólk er hamingjusamt og lifir í sátt við umhverfið og tilveruna. Það eru bestu fyrirmyndirnar.“ Lagður í einelti Oddvar þekkir vel hvernig það er að vera samkynhneigður unglingur í vanlíðan en samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar Þórodds Bjarna- sonar og Ársæls Más Arnarssonar, prófessora við Háskólann á Akur- eyri, er lífsánægja samkynhneigðra unglinga minni en á meðal jafnaldra þeirra. Þeir eru líklegri til að vera þunglyndir, kvíðnir og líða illa í skól- anum. Þá eru þeir líklegri til að finn- ast skólafélagarnir óvingjarnlegir. Þetta stemmir vel við reynsluheim Oddvars: „Ég er eineltisbarn,“ segir Oddvar. Hann ólst upp í Mosfellsbæ og fékk að heyra það áður en hann var byrjaður í barnaskóla, var kall- aður stelpustrákur. „Ég hegðaði mér eins og stelpa, kannski var ég bara eins og barn, en ég vildi eiga netaskó, hvíta skó og doppótta úlpu. Um leið var ég á skjön við samfélagið. Við lif- um í karllægu samfélagi og allt sem minnir á karlmenn er rosalega gott en um leið og karlmaður sýnir kven- lega takta þá verður það neikvætt og áberandi. Þá kemur þessi kvenfyrir- litning upp. Samt eru kvenlegir takt- ar jafn eðlilegir og karllægir taktar. Samfélagið hefur bara ekki umbyrð- arlyndi fyrir fjölbreytileika.“ Foreldrar Oddvars voru af gamla skólanum og hann segist ekki hafa fengið mikinn stuðning heima. „Ég hélt bara áfram að vera ég sjálfur en fyrir vikið lenti ég í rosalega miklu einelti. Sem er svolítið merkilegt því ég lék alveg við strákana, þeir komu í heimsókn, við gistum saman og fór- um saman út í sveit. Þá léku þeir með Barbie-dótið mitt og Pony-hestana og það var rosagaman. En þegar ég hitti þá með öðrum strákum í skól- anum daginn eftir þá köstuðu þeir mandarínuberki í mig, hræktu á mig, slógu mig og uppnefndu. En það var öðruvísi með stelpurnar. Og enn í dag á ég fleiri stelpuvini en strákavini en þeir strákar sem eru vinir mínir eru svo miklir femínistar, hugsjóna- menn og góðhjartaðir að það ætti að friðlýsa þá.“ Eitt af því sem Oddvari kveið mikið var að fara frá barnaskóla yfir í gagnfræðiskóla. „Það var líka ömurlegt. Þetta var algjört helvíti og það endaði með því að ég fór í heimavistar skóla út af eineltinu.“ Hreinsunarferli í Listaháskólanum Lífið varð ekki betra fyrr en hann fór í Kvennó þar sem hann var loks viður- kenndur af skólafélögunum og eign- aðist góðan vin í Hugleiki Dagssyni, kom út úr skápnum og fór að standa með sjálfum sér. Þaðan lá leiðin í Listaháskólann þar sem hann fékk í fyrsta sinn stuðning frá kennurun- um, stuðning sem hann segist hvorki hafa fengið í barna- né gagnfræði- skóla. „Það breytti mjög miklu fyrir mig. Listaháskólinn var besti skóli allra tíma. Ég fékk að vera ég sjálfur og fékk tíma til að spá í lífið og til- veruna. Þá fór í gang einhver hreins- un þar sem ég endurskoðaði öll þessi fallegu orð sem sögð voru með ljót- um og neikvæðum tón. Hommi er fallegt orð og sömuleiðis stelpust- rákur. Og nú er ég konumaður,“ segir hann og hlær. n „Þetta er alltaf svona þegar ég fer í karlaklefann, þá er alltaf einhver rembingur í gangi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.