Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Blaðsíða 13
Þ rjú hundruð börn deyja í heiminum á hverri einustu klukkustund vegna vannær- ingar og fjórðungur barna fær ekki nógu mikla næringu til að þroskast eðlilega. Þetta kem- ur fram í nýrri skýrslu samtakanna Barnaheilla (e. Save the Children) sem varpar ljósi á þann vanda sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir, meðal annars vegna hækkandi mat- vælaverðs. Í skýrslunni kemur fram að 170 milljónir barna undir fimm ára aldri þroskist ekki eðlilega vegna þess hversu litla næringu þau fá. Börn hætta í skóla til að vinna Í skýrslunni, sem heitir A Life Free from Hunger: Tackling Child Mal- nutrition, var sjónum einna helst beint að Afganistan, Pakistan, Bangladess, Indlandi, Perú og Níger- íu. Í þessum löndum býr helmingur allra vannærðra barna í heiminum og neyðast foreldrar margra þessara barna til að draga börn sín úr skóla og senda þau út á vinnumarkaðinn til að eiga fyrir salti í grautinn. Skýrslan byggist á rannsókn sem framkvæmd var í umræddum lönd- um og voru tekin viðtöl við foreldra sem eru illa staddir fjárhagslega. Þriðjungur þeirra foreldra sem rætt var við sagði að börn þeirra kvörtuðu reglulega undan því að fá ekki nóg að borða. Tæplega fimmtungur foreldra sagðist aldrei hafa efni á að kaupa mjólk, kjöt eða grænmeti. Ástandið virðist vera einna verst í Afganistan þar sem sex af hverjum tíu börnum þjást af vaxtarskerðingu (e. stunted growth) sem er bein afleiðing viðvar- andi vannæringar. Matvælaverð hækkar og hækkar „Ef ekki verður gripið til viðeigandi ráðstafana munu 500 milljónir barna þjást af vaxtarskerðingu á næstu fimmtán árum,“ segir Justin Forsyth, framkvæmdastjóri Barnaheilla í Bretlandi, í samtali við Independent um niðurstöður skýrslunnar. Á undanförnum fimm árum hef- ur matvælaverð í heiminum farið hækkandi. Ástæðan er sú að veðurfar hefur verið sveiflukennt og hafa flóð og þurrkar haft slæm áhrif á upp- skeru víða um heim. Þá er í síaukn- um mæli farið að vinna lífeldsneyti á svæðum sem áður voru notuð sem beitilönd og leiða þessir þættir – og fleiri til – til hækkandi matvælaverðs. Samkvæmt skýrslu Barnaheilla hef- ur matvælaverð í Afganistan hækkað um 25 prósent á undanförnum fimm árum en í ríkjum á borð við Kenía hefur það hækkað um 40 prósent. Og þeir fátækustu verða sem fyrr verst úti vegna þessarar þróunar. Vill aðgerðir – strax Á undanförnum árum hefur tölu- verður árangur náðst í baráttunni gegn hungursneyð í heiminum. Þannig hefur „óþörfum“ dauðsföll- um barna fækkað úr tólf milljónum á árinu í 7,6 milljónir. Forsyth seg- ir að hækkandi matvælaverð stofni þessum árangri í mikla hættu ef ekki verður gripið til ráðstafana strax. „Oft var þörf en nú er nauðsyn,“ segir For- syth sem hefur kallað eftir því að Da- vid Cameron, forsætisráðherra Bret- lands, kalli þjóðarleiðtoga saman til að ræða þessi mál af fullum þunga. Forsyth áætlar að tíu milljarða dala, 1.230 milljarða króna, fjárveiting til hinna bágstöddu, muni duga til þess að bjarga tveimur milljónum manns- lífa á hverju ári. sveltandi börn send út að vinna Erlent 13Mánudagur 20. febrúar 2012 n Ástrali dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að útvega félaga sínum svæfingarlyf Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Þörf á aðgerðum Justin Forsyth, fyrir miðju á myndinni, segir að nú sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða. Á myndinni sést hann ræða við börn í Dadaab-flóttamannabúðunum í Kenía. Minna Snickers Súkkulaðiframleiðandinn Mars Inc., sem framleiðir meðal annars Snickers-súkkulaðið vinsæla, hef- ur ákveðið að hætta framleiðslu á súkkulaðistykkjum sem innihalda meira en 250 hitaeiningar. Ákvörð- unin tekur gildi frá og með næsta ári og á hún við um öll dreifingar- svæði samkvæmt frétt Daily Mail. Þetta mun væntanlega þýða að Ís- land sé þar með talið. Fyrirtækið framleiðir meðal annars Twix, Mars og Snickers en súkkulaðistykkin hafa öll verið til í „king-size“ stærð sem inniheldur allt að 540 hitaeiningum. Stúlkum víxlað á fæðingardeildinni Tvær rússneskar konur hafa höfðað mál á hendur sjúkrahús- inu í Belyaevsk í Rússlandi. Önnur kvennanna, Olga Buyanova, ákvað að láta framkvæma DNA-próf þar sem hana grunaði að hún væri ekki líffræðileg dóttir foreldra sinna. Niðurstöður DNA-rann- sóknarinnar voru skýrar og reynd- ist grunur hennar á rökum reistur. Konan hafði samband við for- svarsmenn sjúkrahússins sem fóru að gramsa í gögnum og kanna hvaða konur hefðu verið á fæðingardeildinni sama dag og móðir hennar. Leitin skilaði árangri og kom í ljós að Olgu og annarri stúlku, Nataliu Arhipova, hefði verið víxlað á fæðingardeild- inni. Höfðu foreldrar Olgu fengið Nataliu í hendurnar og öfugt. Kon- urnar hafa nú höfðað mál þar sem þær krefjast þess að fá 48,6 millj- ónir króna samanlagt í bætur. Vannæring Þrjú hundruð börn deyja á hverri einustu klukkustund vegna van- næringar. Þessi drengur heitir Ranbir og er tveggja ára og aðeins fimm kíló. n Á hverri klukkustund svelta 300 börn í hel n Fjórða hvert barn vannært „Tæplega fimmt- ungur foreldra sagðist aldrei hafa efni á að kaupa mjólk, kjöt eða grænmeti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.