Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn E nn og aftur hefur verið stað- fest að það er óskynsamlegt að haga sér skynsamlega í fjár- málum á Íslandi. Nýjasta stað- festingin er dómur Hæsta- réttar um gengislán, sem leiðir til þess að þeir sem tóku áhættumestu hús- næðis- og bílalánin borga langminnst af öllum. Skynsamt fólk á Íslandi gerði allt öfugt við það sem hefði verið skyn- samlegast. Það vann árum saman til þess að safna sér fyrir útborgun í fasteign til að forðast að skuldsetja sig um of. Það borgaði jafnvel inn á hús- næðislánið sitt til að lækka lánið sem hraðast. Skynsamir gerðu allt til þess að tryggja að þeir stæðu það af sér ef það gæfi á bátinn. Það var vitlaust. Með 110% leiðinni var staðfest að það var heimskulegt að hafa ekki endurfjármagnað húsnæðislánið sitt í góðærinu upp í 100% og eytt mis- muninum í vitleysu. Það er líka stað- fest að sparnaður er glapræði. Ef þú átt sparnað er ígildi hans dregið af af- skriftinni sem þú færð. Sá sem hefur hins vegar veglegan yfirdrátt getur vænst þess að í skuldauppgjöri sé yfirdrátturinn umsvifalaust látinn hverfa. Sá sem eyddi í svokallaða vitleysu fór best með peningana sína, svo lengi sem vitleysan flokkist ekki sem eign, því þá er afskriftin minnk- uð. Heimskulegast af öllu var að taka húsnæðislán hjá lífeyrissjóðnum sín- um. Skynsamir héldu að lífeyrissjóð- urinn væri öruggur lánveitandi, því þetta eru eftir allt sam- an þeirra eigin pening- ar. Þeir standa uppi með það að hafa þurft að veita veð í annarri fasteign, sem þýðir að þeir fá ekki að fara í gegn- um 110% leiðina, þótt lánið sé orðið 140% af virði eignarinnar. Sá skynsami sem sparaði, tók ekki gengislán og engan yfirdrátt, lágmark- aði húsnæðislánið sitt og vann fyrir hlutunum í staðinn fyrir að taka þá að láni, reyndist hafa hegðað sér sérstaklega heimskulega. Það er erfitt að vera skynsamur í landi þar sem skynsemi er óskynsamleg. Verst er ef hinir skyn- sömu hafa lært að hegða sér ekki skynsam- lega. Hver á þá að borga? Opinberun Helga n Hæstaréttarlögmaðurinn, Helgi Jóhannesson, skrifaði innblásna ádrepu í Frétta- blaðið í síð- ustu viku. Þar réðst Helgi til atlögu við „skolpræsa- hermenn“ fjölmiðla og bloggheima sem „ráðast að rótum réttar- ríkisins“ með umfjöllun sinni um hrunið og uppgjörið við það. Á vaðli Helga er helst að skilja sem fjölmiðlar og ákæruvaldið eigi helst að láta kyrrt liggja. Athygli margra lesenda greinar Helga beind- ist hins vegar ekki að inntaki hennar, sem var að mestu illa rökstutt fjas, heldur hvað hún var illa skrifuð: Lögmað- urinn er vart sendibréfsfær. Helstu tíðindi greinarinnar eru því að Helgi hefur opin- berað eigin takmarkanir. Davíð og frændinn n Ólafur Börkur Þorvalds- son, hæstaréttardómari og frændi Davíðs Oddssonar Moggaritstjóra, stóð fyrir sínu í Hæstarétti á föstu- daginn þegar hann skilaði sératkvæði í máli Baldurs Guðlaugs- sonar. Ólafi Berki var komið inn í Hæstarétt með póli- tískum af- skiptum Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma. Ólafur Börkur vildi vísa máli Baldurs frá dómi. Eins og frægt er orðið stöðvaði Davíð Oddsson umfjöllun Morgunblaðsins um rannsóknina á Baldri á sínum tíma þegar hann stakk fréttinni undir stól í viku- tíma. Davíð og Baldur eru aldavinir. RÚV skúbbaði svo frétt Moggans sem ritstjór- inn ætlaði að reyna að þagga niður. r. Arfleiðin er vantrú n Sératkvæði Ólafs Barkar Þorvaldssonar sýnir vel fram á þær efasemdir um sjálfstæði dómstóla sem geta grafið um sig í samfélaginu vegna pólitískra skipana í embætti hæstaréttardómara. Hæsti- réttur er í reynd orðinn póli- tísk stofnun þar sem vitað er að einstaka dómarar eins og Ólafur Börkur og Jón Steinar Gunnlaugsson eru markaðir af pólitískum hagsmunum og tengslum við frændann og briddsfélag- ann í Há- degismóum. Þannig þykj- ast kunnugir til dæmis sjá handbragð Jóns Steinars á pólitískum skrifum sem aðrir menn eru skrifaðir fyrir í blaðagreinum, bókum og jafnvel erindum til Hæsta- réttar. Þessar efasemdir um heilindi einstakra hæstarétt- ardómara grafa undan trú al- mennings á æðsta dómstól landsins. Þetta er arfleið Dav- íðs Oddssonar. Við hefðum ekki átt að láta prenta þá Það var strax einhver tenging á milli okkar Sigríður M. Oddsdóttir segir það hafa verið mistök að prenta límmiða til að fela Gillz. – Fréttablaðið Tav MacDougall er ástfanginn af Lindu Pé. – DV Refsing skynsamra„Sá sem eyddi í svokallaða vitleysu fór best með peningana sína S íðastliðinn fimmtudag fór fram umræða á Alþingi um nýút- komna skýrslu um lífeyrissjóð- ina. Almennt þótti mér umræð- an góð. Margir vildu skilja fortíð til að byggja á nýja framtíð. Vonandi var þetta vísbending um vilja til að læra af brotalömum í kerfinu, mistökum liðins tíma í lagasmíð og fjárfestingar- stefnu. Forsenda þess að eitthvað gott komi út úr þessari naflaskoðun varð- andi lífeyriskerfi framtíðarinnar er gagnrýnin og upplýst hugsun. En þá duga heldur ekki alhæfingarnar. Meðvirknin söm við sig Alhæfingarnar hafa hins vegar ekki látið á sér standa eftir að skýrslan kom út. Mér sýnist að því minna sem menn vita þeim mun alhæfingar- samari verði þeir. Þannig var að skilja á stöku þingmanni við umræðuna á fimmtudag að vandi lífeyrissjóðskerf- isins væri sá einn að allir stjórnar- menn í öllum lífeyrissjóðum hefðu verið „bullandi meðvirkir“ í arfavit- lausri fjárfestingastefnu lífeyrissjóð- anna. Þetta var í góðum samhljómi við þær raddir sem nú heyrast að allir þeir sem enn sitja í stjórn lífeyrissjóða og voru þar fyrir hrun, eigi að hypja sig hið bráðasta því þeir hafi farið illa með fjármuni almennings. Einskorð- ist umræðan við þetta er hætt við að hún skili okkur afar litlu til framtíðar. Meðvirkni getur nefnilega birst okkur í ýmsum myndum, líka í því að taka gagnrýnislaust undir síðustu kenni- setninguna sem fram er sett. Tíu milljarðar á mánuði! Íslenskir lífeyrissjóðir fjárfesta á ári hverju á bilinu 110–120 milljarða króna. Lífeyrissjóður starfsmanna rík- isins fjárfestir þannig í mánuði hverj- um um það bil tvo milljarða króna. Tvö þúsund milljónir! En hvar á að setja fjármunina svo þeir tapist ekki? Þetta er viðfangsefnið sem verður að ræða og er jafn nauðsynlegt að tak- ast á við, burtséð frá því hverjir sitja í stjórn lífeyrissjóðanna. Ef menn trúa því, sem ég geri, að vandinn sé kerfis- lægur þá verður hann ekki leystur með því að skipta um áhöfn. Þar þarf annað og meira að koma til. Samkvæmt lögum mega lífeyris- sjóðirnir ekki fara með meira en helm- ing eigna sinna út fyrir landsteinana. Eftir standa þá að lágmarki 60 millj- arðar sem beina þarf inn í fjárfestingu hér á landi. Ekki bara einhverja, heldur fjárfestingu sem skilar verulegum og varanlegum arði. Að öðrum kosti rís sjóðaleiðin ekki undir sjálfri sér. Rostungur í baðkari Á árunum í aðdraganda hrunsins gáfu ríki og sveitarfélög út takmark- að magn af skuldabréfum. Þá var ekki annað að gera en að snúa sér til markaðarins en lögum samkvæmt máttu sjóðirnir aðeins fjárfesta í skráðum félögum – eðlilega. Á okkar litla landi var ekki um mjög auðugan garð að gresja fyrir risafjárfestingar lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins var einhverju sinni líkt við rostung í baðkari. Nokkuð er til í því, þegar litið er til umfangsins, annars vegar fjárfestinganna og hins vegar okkar agnarsmáa hagkerfis. Á árunum upp úr aldamótum fjár- festu lífeyrissjóðirnir um 30% eigna sinna í hlutabréfum og skuldabréf- um öflugustu fyrirtækja landsins, almennt í samræmi við stöðu þeirra í Úrvalsvísitölunni. Stærst voru fjármálafyrirtækin en síðan var reynt að leita jafnvægis hjá öflugum framleiðslufyrirtækjum: Össuri, Marel, Bakkavör og fleirum. Rökstuddum grun um misferli eytt Síðar kom á daginn hve feyskið kerf- ið allt var og hve víða það byggði á sviksemi. Mikilvægt er að rökstudd- um grunsemdum um misferli verði svarað með viðeigandi rannsókn. Það er mikilvægt allra vegna, ekki síst þeirra sem sjálfir tengjast eða hafa tengst þessu kerfi og kæra sig ekki um að sitja undir órökstuddum dylgjum. Sjálfur hef ég sannfæringu fyrir því að okkar smáa hagkerfi rísi ekki undir því fyrirkomulagi sem við höfum smíðað og að við verðum að endur- skoða sjálfan grunninn. Í því sam- bandi er vert að íhuga að smæð hag- kerfis okkar er ekki einn áhrifavaldur. Þessa dagana erum við að verða vitni að fallvaltleika á kauphallarmörkuð- um víðs vegar um heiminn. Nýtt fyrirkomulag Við umræðuna á Alþingi setti ég fram tillögu að slíkum umræðugrundvelli, með nýrri blöndu almannatrygginga og sjóða. Ég tel að minnka þurfi sjóðs- hluta kerfisins, hverfa frá áformum um að láta lífeyrissjóði alfarið taka yfir hlutverk almannatrygginga hvað varð- ar lífeyri og hugleiða nýja tekjustofna sem ætla má að verði viðvarandi til framtíðar. Þar kæmi helst til álita Auð- lindasjóður sem rætt er um að koma á laggirnar. Nú þurfum við á nýhugs- un að halda. Kerfið í sinni núverandi mynd þarf að taka breytingum svo það verði traustara auk þess sem mikil- vægt er að þannig sé búið um hnútana að ævisparnaði okkar sé þannig varið að hann gagnist sem allra best til sam- félagslegrar uppbyggingar. Lífeyriskerfið þarf að stokka upp „Sjálfur hef ég sann- færingu fyrir því að okkar smáa hagkerfi rísi ekki undir því fyrirkomulagi sem við höfum smíðað og að við verðum að endur- skoða sjálfan grunninn. Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 20. febrúar 2012 Mánudagur Kjallari Ögmundur Jónasson Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.