Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Blaðsíða 14
P appadiskar, pítsukassar, ör- bylgjupopp og skjólfatn- aður eru meðal þeirra þess sem inniheldur eða er úðað með tilbúnum efnum sem kallast PFC. Þau hafa skaðleg áhrif á heilsuna og geta haft afgerandi áhrif á ónæmissvörun hjá börnum. Þetta sýnir ný rannsókn sem fram- kvæmd var á færeyskum börnum og sýndi sterka fylgni milli magns PFC-efnanna og mótefnamyndunar barnanna. Þetta skýrist af uppsöfn- un efnanna hjá grindhvölum og síð- ar hjá mönnum sem borða mikið af grindhvalskjöti. Þrátt fyrir að við Ís- lendingar borðum lítið af grindhval þá erum við einnig útsett fyrir þess- ari mengun þar sem efnin eru notuð í ýmsar umbúðir utan um mat og í skjólfatnað. Þaðan berast þau svo út í náttúruna og í fæðukeðjuna. Þrávirk efni „Rannsóknin er ein sú fyrsta sem sýnir vísbendingu um hve skaðleg þessi efni geta verið mönnun. Þegar þau eru farin að hafa áhrif á svörun barna við bólusetningum þá sýn- ir það bein inngrip í ónæmiskerfi manna,“ segir Vilhjálmur Ari Ara- son læknir um PFC-efni og vitnar hann í rannsókn sem birtist í banda- ríska læknatímaritinu The Journal of the American Medical Association (JAMA) fyrir skömmu. Vilhjálmur hefur fjallað töluvert um rannsókn- ina og PFC-efni á bloggsíðu sinni en um er að ræða svokölluð „perfluor- inated alkylated“-efni (PFAS) sem eru þrávirk og safnast upp smám saman í náttúrunni og meira eftir því sem ofar kemur í fæðukeðjuna. Lýðheilsulegt vandamál Vilhjálmur segir að eins og með önn- ur þrávirk efni þá séu þessi PFC-efni ekki eiturefni í litlum mæli en þegar þau eru komin upp í visst magn þá geta þau farið að virka sem slík og hugsanlega haft heilsuskaðleg áhrif. Rannsóknin sem gerð var á Fær- eyingum sýndi sterka fylgni á milli hárra gilda á PFC í blóði verðandi færeyskra mæðra og ónæmisbæl- ingar hjá börnum þeirra síðar við 5 og 7 ára aldur. Börnin héldu ekki mótefnamyndun gegn stífkrampa og barnaveiki þrátt fyrir endurteknar bólusetningar á fyrsta ári. Nú er mælt með endurbólusetningu hjá hátt í 10 prósentum barnanna og Vilhjálmur segir að það sýni vel klín- ískan og lýðheilsulegan alvarleika málsins. Um er að ræða fjölkeðja kolefna- sambönd sem eru með flúorsam- eind bundna á flestum endum sem gefur kolefnakeðjunni þann hæfi- leika að geta jafnt bundist fast á yf- irborð náttúrulegra efna, jafnframt að fæla frá sér vatn og fitu. Þau eru tilkomin með iðnaðarframleiðslu til að nýta þennan hæfileika og eru afar sterk og brotna því seint niður í náttúrunni og safnast þar fyrir. Mest safnast þau fyrir í fiski og hvölum sem eru efstir í fæðukeðjunni, næst- ir á undan okkur mönnunum. Matvælaumbúðir úðaðar með efninu PFC-efnin hafa verið notuð í um hálfa öld og má helst finna í ýms- um matvælaumbúðum. Til dæmis eru pítsukassar úðaðir með þeim til að pítsan festist ekki við yfirborðið. Pokar undir örbylgjupopp innihalda einnig efnin sem Vilhjálmur seg- ir að berist í poppið og jafnvel guf- una sem stígur upp úr pokanum þegar hann er opnaður. „Það sama á við um teflon-húðuð eldhúsáhöld svo sem potta og pönnur og ýmsan skjólklæðnað, til dæmis „goretex“- fatnað.“ Vilhjálmur segir að tilgangur rannsóknarinnar hafi meðal annars verið að vekja áhuga fólks á að horfa betur í neysluvenjur sínar. „Að öllu óbreyttu getur þetta farið að hafa áhrif á fólk og náttúruna almennt. Samkvæmt niðurstöðum rannsókn- arinnar þá getur PFC hugsanlega haft áhrif á aðrar bólusetningar og ónæmiskerfið almennt, ónæmisbil- anir, sjúkdóma sem tengjast ónæm- iskerfinu og hugsanlega krabba- mein. Þetta þarf samt að skoða nánar enda aðeins um eina fylgnirannsókn að ræða. Þessi efni eru þó sérstök að því leytinu að þau festast auð- veldlega á próteinbindingar í frum- um enda eru þau eru byggð upp til að festast fast á yfirborði hluta. Það gerir þau að sama skapi varasamari.“ Verum meðvituð Aðspurður hvort það sé mögulegt fyrir neytendur að sneiða hjá vörum sem innihalda PFC-efnin segir hann að svo sé. „Þetta er spurning um neysluvenjur og það magn sem þú hugsanlega kemst í snertingu við dagsdaglega. Það má segja að þetta sé það sem við fórnum fyrir að neyta skyndibita auk hugsanlegrar ann- arrar óhollustu. Við vitum að holl- ustan liggur í því að elda sjálfur mat og nota hreint hráefni. Við verðum að vera meðvituð um neysluvenjur okkar, hvernig við matreiðum mat- inn, hvaða pakkningar við notum. Þetta getum við gert og sér í lagi þurf- um við að huga að þessu sem ábyrgir foreldrar. Rannsóknin sýnir að efnin koma hvað verst niður á fóstrum en þau berast auðveldlega frá móður til barns á sama tíma og vefir fóstursins eru að myndast. Ég tel því að verð- andi mæður ættu að skoða sérstak- lega vel neysluvenjur sínar.“ Menn hafa verið sofandi Hann segir það áhugavert að saman- burðarrannsóknir á bandarískum og færeyskum börnum sýna svipað magn af efnunum í þessum löndum. „Það er líklegt að færeysku börnin fái efnin í sig meira úr sjónum og börn- in í Bandaríkjunum meira úr til- búnum mat. Þá má velta því fyrir sér hver staðan er hér á landi þar sem við erum með bandarískar neyslu- venjur en borðum jafnframt hráefni úr sjónum.“ Hann segir menn hafa verið sof- andi gagnvart þessu og líklega hugs- að að snefilefni skipti ekki svo miklu máli, en þau safnist hins vegar mis- mikið upp eins og PFC-efnin sanna. „Ég held hins vegar að við nálgumst óðfluga það sem spáð var að hugs- anlega gæti gerst langt fram í fram- tíðinni. Ef þetta er farið að sjást með jafn afgerandi hætti í ónæmissvör- un barna og rannsóknin sýndi að þá erum við komin á ansi tæpt vað.“ n EiturEfnin lEynast víðaElds n ey ti Bensín Dísilolía Algengt verð 250,6 kr. 258,5 kr. Algengt verð 250,3 kr. 255,9 kr. Höfuðborgarsv 250,2 kr. 255,8 kr. Algengt verð 250,6 kr. 258,5 kr. Algengt verð 252,9 kr. 258,8 kr. Melabraut 250,3 kr. 255,9 kr. 14 Neytendur 20. febrúar 2012 Mánudagur Gott vöruval n Lofið að þessu sinn fær blómabúðin Rauðar rósir í Hamraborg í Kópavogi. Við- skiptavinur búðarinnar vildi koma því á framfæri að þar sé afar góða þjónustu að fá og að gott vöruval þar sé al- gerlega til fyrirmyndar. 300 krónur fyrir hverja síðu n Lastið fær Landsbankinn en við- skiptavinur bankans hafði sam- band við bílafjármögnunarsvið bankans og bað um tilteknar upp- lýsingar úr upprunalegum bíla- samningi við SP-fjármögnun, sem tilheyrir nú Landsbankanum. Hann bað aðeins um upplýsingar um lánstíma og lánsfjárhæð. Þjón- ustufulltrúi sagði að til þess yrði viðskiptavinurinn að fá ljósrit af lánasamningnum, og spurði með nokkru þjósti hvort hann væri ekki með sitt afrit samningsins. Ef svo hefði verið hefði viðskiptavinur- inn auðvitað ekki þurft að hringja. Honum var tjáð að ljósritið kostaði 300 krónur fyrir hverja blaðsíðu og að skjölin væru ekki til á rafrænu formi. Þjónustufulltrúinn gæti enn fremur ekki flett því upp. Við- skiptavinurinn gæti valið um að sækja gögnin í bankann eða fá þau heimsend með tilheyrandi send- ingarkostnaði. „Það er erfitt að tjá sig um sím- tal sem maður er ekki vitni að, en almennt ekki gott ef viðskipta- vinur telur sig ekki fá þjónustu hjá okkur eða réttar upplýsingar,“ segir Kristján Kristjánsson, upp- lýsingafulltrúi Landsbankans. „Grunnupplýsingar um lán og stöðu láns getur hver og einn nálgast á „sínum síðum“ á heima- síðu okkar. Allir viðskiptavinir hafa lykil orð, það er aðgengilegt í heimabankanum og hægt að fá það sent í pósti. Getur verið að viðkomandi hafi viljað fá upp- gefna stöðu á láni í gegnum síma án þess að geta gert grein fyrir sér með fullnægjandi hætti,“ spyr Kristján og bætir við: „Það kostar ekkert að fá upp- gefna stöðu á lánasamningi, en ef þarf að sækja samninginn, sögu samskipta við viðskiptavin, leita að efni innan úr samningi, sækja afrit, kvittanir eða annað þá er það fjöldi skjala sem þarf að finna til og/eða skanna inn og þá kostar sú vinna. Það er heldur ekki rétt að viðkomandi þurfi að sækja þau gögn til okkar, þau getur hann fengið send rafrænt ef hann gefur upp fyrrgreint lykilorð. Kostnaður- inn er þá lagður við lánið. Mér sýnist þetta last því vera á frekar veikum grunni byggt.“ SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last 665 börn skoðuð Vitað var frá 2008 að fólk sem neytir mikils magns grindhvalskjöts í Færeyjum mælist með há PFC-gildi í blóði. Því var þessi rannsókn gerð á verðandi mæðrum og börnum þeirra síðar. n Ónæmiskerfi barnanna var mælt með aðstoð mótefna gegn stífkrampa og barnaveiki, sem öll börn eru bólusett gegn. n Áhrif PFC á börnin var mælt á þremur tímapunktum; með blóðprufu úr móður á með- göngu, með blóðprufu við fimm ára aldur og aftur með blóðprufu við sjö ára aldur. n Rannsóknin sýndi að börn sem útsett eru fyrir PFC á fyrsta hluta meðgöngu eiga erfiðara með að mynda mótefni til lengdar. Áhrifanna gætti mest hjá sjö ára börnum en tvöfalt magn PFC í blóðinu leiddi til helmingi minni getu til að mynda mótefni. n Tilgangurinn með bólusetningu barnanna gegn hinum ýmsu sjúkdómum er að ná langtíma- og helst lífstíðarmótefnamyndun. Bólusetningin Efnin hafa áhrif á mótefnamyndun barna. n Þrávirk efni safnast saman í náttúrunni og mælast í mönnum n „Komin á ansi tæpt vað,“ segir Vilhjálmur Ari Arason læknir Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is „Að öllu óbreyttu getur þetta farið að hafa áhrif á fólk og náttúruna almennt. Vilhjálmur Ari Arason Segir að við verðum að fara að skoða neysluvenjur okkar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.