Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Qupperneq 8
8 Fréttir 11.–13. maí 2012 Helgarblað Olíutankur týndur í Mývatni n „Mér finnst þetta afleitt,“ segir Árni Einarsson líffræðingur Þ úsund lítra olíutankur, sem sennilega er fullur af olíu, liggur á botni Ytriflóa Mývatns. Olíu- tankurinn týndist af dráttarbáti Kísiliðjunnar hf. síðasta sumarið sem hún starfaði. Þetta kemur fram í við- auka við verndaráætlun Mývatns og Laxár. „Mér finnst þetta afleitt,“ segir Árni Einarsson, líffræðingur hjá Nátt- úrurannsóknastöðinni við Mývatn, í samtali við Akureyri vikublað sem greindi frá málinu á fimmtudag. Árni segir að óhappið hafi orðið síðustu dagana sem dráttarbátur Kísil- iðjunnar í Mývatnssveit var starfrækt- ur og að minnstu hafi munað að bát- urinn sykki. Starfsmenn sem voru á bátnum urðu þess hins vegar ekki varir fyrr en þeir sigldu í land að olíutankur- inn hafði horfið í vatnið. Í kjölfarið var leitað nokkrum sinnum í vatninu sum- arið 2004 en án árangurs. Olíutankurinn er tifandi meng- unartímasprengja en Mývatnssvæðið er sérlega viðkvæmt. Þar er búsvæði margra fuglategunda og silungur er í vatninu, auk þess sem svæðið þykir gífurlega fallegt. Árni segir þó erfitt að kalla menn til ábyrgðar þar sem átta ár eru liðin frá því að Kísiliðjan hætti störfum. Hann bindur vonir við að tankurinn finnist í leitaraðgerðum í sumar. Samkvæmt Akureyri vikublaði var um tíma bauja þar sem starfsmenn töldu líklegast að tankinn væri að finna en baujan er ekki lengur á vatn- inu. Tankurinn er talinn liggja á svæði austan Slútness. 40 ökumenn eiga von á sekt Brot 40 ökumanna voru mynd- uð í Arnarbakka í Reykjavík á miðvikudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Arn- arbakka í vesturátt, við Dverga- bakka. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 84 ökutæki þessa akstursleið og því ók tæplega helmingur ökumanna, eða 48 prósent, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 46 kílómetr- ar á klukkustund en þarna er 30 kílómetra hámarkshraði. Tíu óku á 50 kílómetra hraða eða meira, en sá sem hraðast ók mældist á 58. J óhannes Jónsson verður eftir sumarið ekki lengur þekktur sem Jóhannes í Bónus, heldur Jóhannes í Iceland. Hann, ásamt Malcolm Walker, eiganda bresku verslanakeðjunnar Iceland, hafa náð samkomulagi um sérleyfa- samning og mun fyrsta Iceland-mat- vöruverslunin verða opnuð á Íslandi síðsumars. „Já, þetta er spennandi verkefni,“ segir Jóhannes sem vill þó ekkert gefa upp um það hvar verslun- in verði til húsa en staðsetningin hef- ur verið ákveðin engu að síður. Fjöldi verslana mun ráðast af eftirspurn. „Við förum bara fetið,“ segir Jóhannes. Sextíu prósent íslenskar vörur Aðspurður hvort hann telji þetta muni hafa góð áhrif á íslenskan mat- vörumarkað segist Jóhannes vona það. Iceland-verslanirnar hafa verið þekktar fyrir lágt vöruverð í Bretlandi, en líklega er óraunhæft að ganga út frá sömu verðlagningu þar og hér vegna flutningskostnaðar á matvöru til Íslands. Verslanir Iceland eru 850 og markaðsstærð á breskum mat- vörumarkaði er um 1,8 prósent. Ice- land hefur sérhæft sig að miklu leyti í frosinni matvöru en þó selur verslun- in einnig þurrvöru. Mikið af varningi sem seldur er innan Iceland- versl- anakeðjunnar er matur sem er fram- leiddur undir merkjum hennar. Jóhannes segir að verslunin hér á landi komi til með að selja bæði þurrvöru og frosna matvöru. „Ég kem til með að versla mikið við inn- lenda birgja, allt að sextíu prósent íslenskar vörur, sem markaðurinn hérna þekkir og vill,“ segir hann. Iceland kostaði 300 milljarða Malcolm Walker stofnaði Iceland- keðjuna árið 1970 en árið 2001 lét hann af störfum hjá fyrirtækinu. Þeg- ar íslenska fyrirtækið Baugur, sem var í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannesson- ar, tók yfir fyrirtækið kom Walker aft- ur til starfa hjá Iceland. Eftir íslenska bankahrunið eignaðist Landsbank- inn 77 prósenta hlut í Iceland og vann Walker að því leynt og ljóst að eign- ast aftur fyrirtækið líkt og Jóhannes reyndi að gera gagnvart Bónus. Í febrúar greindi breska dagblaðið The Telegraph frá því að Walker hafi leitað meðal annars til fjölskyldu og vina, fjölmargra stórra banka, á borð við Deutsche Bank, til að fjármagna kaupin sem The Telegraph segir einn- ig að hluta til fjármögnuð með 250 milljóna punda láni frá Landsbank- anum og Glitni. Fréttir bárust af því í mars að Malcolm Walker hefði tryggt sér verslanakeðjuna Iceland aftur og greiddi fyrir hana 1.550 milljónir sterlingspunda eða sem nemur um 300 milljörðum íslenskra króna. Jó- hannes segir samstarfið við Malcolm Walker hafa komið til nokkru áður en Walker keypti verslanakeðjuna á vor- dögum. „Hann er gamall kunningi og vinur. Hann var búinn að vinna hjá okkur í mörg ár,“ segir hann og segir að því hafi verið auðvelt að hefja sam- starf við hann.Sonur Jóhannesar, Jón Ásgeir, er ekki tengdur þessum samn- ingi. Walker á í fleiri viðskipum hér- lendis en hann er aðalfjárfestirinn að baki kaupum á Catco vínum ehf., fé- lagi sem var í eigu Ölgerðarinnar og rekur brugghús í Borgarnesi. Catco sér meðal annars um framleiðslu á hinum vinsæla Reyka Vodka. Bolað út af markaði Jóhannes segist hafa stefnt að því lengi að hefja rekstur á matvöru- markaði á Íslandi aftur. Jóhannes var ósáttur við skilnaðinn við Haga og Bónus og segir að sér hafi verið bol- að út af markaði. Því hafi hann stefnt að því síðan að koma aftur inn á ís- lenskan matvörumarkað. „Jú, löng- unin hefur verið til staðar. Það var ekkert hlustað á nein tilboð frá okk- ur í það fyrirtæki,“ segir Jóhannes. „Þá verður maður bara að gera eitt- hvað annað, en ég er búinn að gera þetta í 50 ár,“ segir hann. Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is „Ég kem til með að versla mikið við innlenda birgja. Jóhannes í Iceland n Jóhannes Jónsson snýr aftur n Walker„er gamall vinur“ Kunningjar Malcolm Walker, forstjóri Iceland Foods, vann að því leynt og ljóst að eignast aftur Iceland eftir íslenska bankahrunið. Hann og Jóhannes þekkjast frá gamalli tíð. Verslar við íslenska birgja Jóhannes segir að verslunin hér á landi komi til með að selja bæði þurrvöru og frosna matvöru. Mývatn Svæðið er sérlega viðkvæmt en þar heldur til fjöldi fuglategunda auk þess sem silungur er í vatninu. Mótmæla dómi harðlega Málefnahópur Dögunar, samtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði, gagnrýnir harðlega dóm héraðs- dóms yfir tveimur drengjum, hæl- isleitendum frá Alsír, sem segjast vera 15 og 16 ára. Þeir voru dæmdir í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum vega- bréfum við komuna til landsins. „Talið er að héraðsdómur hafi með dómnum brotið flótta- mannasamning Sameinuðu þjóðanna þar sem segir að hælis- leitendur sem framvísi fölsuð- um skilríkjum eigi að fá vernd gagnvart refsingu fyrir slíku, en í gegnum tíðina hafa íslenskir dómstólar sætt athugasemdum frá Sameinuðu þjóðunum vegna endurtekinna brota á umrædd- um samningi. Þá er sérstaklega ámælisvert að börn skuli hafa ver- ið vistuð í fangageymslum enda brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér. Lögreglustjórinn á Suður- nesjum sendi frá sér tilkynningu á miðvikudag vegna fréttar RÚV um málið, sem greindi fyrst frá því, þar sem dómur héraðsdóms var var- inn. „Umræddir aðilar framvísuðu fölsuðum skilríkjum við landa- mæraeftirlit og höfðu engin önnur skilríki í fórum sínum og hafa því ekki getað sannað á sér deili. Um- ræddir aðilar hafa til meðferðar hælisumsóknir í Finnlandi og er mál þeirra til rannsóknar hjá þar- lendum yfirvöldum sem telja rök- studdan grun fyrir því að aðilarnir séu eldri en þeir halda fram en það mun þurfa að leiða í ljós með ald- ursgreiningarrannsókn.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.