Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Qupperneq 14
14 Fréttir 11.–13. maí 2012 Helgarblað Þ etta var full vél af ullarþvotti og flísþvotti, nánast öll úti- fötin hennar dóttur minnar, þannig að þetta er talsvert mikið,“ segir Anna Kristín Óskarsdóttir, íbúi í Eskihlíð í Reykja- vík. Anna Kristín varð fyrir þeirra óskemmtilegu reynslu á dögunum að fötum af eins og hálfs árs gamalli dóttur hennar var stolið úr þvottavél að nóttu til. Tóm vél „Ég fór og setti í vél um kvöldið og gleymdi svo að ná í þvottinn. Síð- an fór ég morguninn eftir niður í þvottahús til að athuga með þvottinn og þá blasti við mér tóm vél,“ segir hún. „Ég trúði þessu nú ekki fyrst og hugsaði með mér hvort ég væri búin að ná í þvottinn. Ég var ekki búin að því og því augljóst að einhver hafði komið þarna yfir nóttina og rænt blautum þvotti,“ segir Anna Kristín sem er nokkuð hissa á atvikinu. Ekki víst að tjónið verði bætt Í vélinni voru útiföt dóttur hennar, dýr ullar- og flísföt, og því ljóst að tjónið hleypur á tugum þúsunda. Hún segir ekki ljóst hvort tjónið fá- ist bætt frá tryggingunum. „Ég læsti millihurðinni þegar ég fór úr þvotta- húsinu en þetta er gömul hurð og erfitt að vita hvort einhver hafi far- ið þarna í millitíðinni og kannski gleymt að læsa. En það er algjör- lega fáránlegt ef maður fær þetta ekki bætt út af því að þetta er stór stigagangur og mikið af fólki sem býr hérna og ómögulegt fyrir mann að standa yfir þvottavélinni meðan hún klárar og passa upp á að þvotta- húsið sé læst. Það er líka útihurð þar sem fólk fer inn og út með hjólin sín og kannski hefur einhver komist þar inn,“ segir Anna Kristín en fjölmarg- ar íbúðir eru í stigaganginum. Leita að barnafötum „Mér finnst eiginlega bara dálítið óhugnanlegt að það virðist einhver hafa verið að leita að barnafötum því það var tekið úr okkar vél og líka barnaföt frá nágrannakonu okkar. Það er óþægilegt að vita til þess að einhver hafi farið í gegnum þvott- inn manns,“ segir Anna Kristín sem var á leið með kvittanir til trygging- arfélags síns en þeim safnaði hún saman með því að fara á milli þeirra búða sem fötin voru keypt í. „Þetta eru ábyggilega föt upp á 70 þúsund krónur eða eitthvað þar í kring. Þetta eru líklega svona dýrustu fötin sem börnin eiga og því kannski eftirsókn- arvert fyrir einhverja að ná í þau,“ en nánast öll útiföt dóttur hennar voru í vélinni. Vonast til að fá þvottinn bættan Þetta er ekki í fyrsta skipti sem frétt- ir berast af þjófnaði tengdum þvotti í Eskihlíðinni. DV sagði frá því síðast- liðið haust að tveimur þvottavélum hefði verið stolið í Eskihlíð með tæp- lega mánaðar millibili. Um mánuði áður var þvottavélaþjófur á ferðinni annars staðar í Hlíðunum sem rændi tveimur þvottavélum og tveimur þurrkurum úr þvottahúsi í fjölbýlis- húsi. Anna Kristín hefur kært þjófn- aðinn og vonast til þess að fá fötin til baka eða þvottinn bættan. Stálu barnafötum Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is n Fullri þvottavél af barnafötum stolið n Tjónið hleypur á tugum þúsunda„Mér finnst eigin-lega bara dá- lítið óhugnanlegt að það virðist einhver hafa verið að leita að barnafötum. Tæmdi vélina Blautur þvottur var tekinn ófrjálsri hendi úr vélinni. Um var að ræða ullar- og flísföt í eigu 1 og hálfs árs stúlku. Tjónið hleypur á tugum þúsunda. mynd SigTryggur Ari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.