Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Qupperneq 17
Fréttir 17Helgarblað 11.–13. maí 2012 A ð sjálfsögðu munum við verða við þessari ábendingu. Við erum bara mjög ánægð með Ríkisendurskoðun og að hún standi þétt við bakið á okkur í þessu eftirlitshlutverki,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formað- ur fjárlaganefndar Alþingis. Ríkisend- urskoðun hefur beint þeim tilmælum til nefndarinnar að hún kalli mennta- málaráðherra, innanríkisráðherra, vel- ferðarráðherra og umhverfisráðherra á sinn fund og krefji þá svara um hvern- ig tekið verði á rekstrarvanda stofnana með verulegan uppsafnaðan halla. Mikill halli Í frétt sem birtist um málið á vef Rík- isendurskoðunar á miðvikudag kem- ur fram að Ríkisendurskoðun telji að taka verði á vanda þessara stofnana. Það þjóni engum tilgangi að láta slíkan halla hvíla á stofnunum ef ekki sé tal- ið raunhæft að ætla að þær muni geta greitt hann upp. Í fréttinni voru birtar upplýsingar um nítján stofnanir sem glímdu við verulegan uppsafnaðan halla í árslok 2011, þar af eru þrjár sem glímdu ekki við neinn halla árið á und- an. Meðal þeirra nítján stofnana sem sérstaklega er fjallað um er Landspít- alinn með tæpa þrjá milljarða, Land- búnaðarháskóli Íslands með rúmar 300 milljónir og Lögreglustjórinn á Suðurnesjum með rúmar 140 milljón- ir króna. Brugðist við Sigríður segir að fjárlaganefnd hafi fengið skýrslu frá Ríkisendurskoðun í febrúar um skil á rekstraráætlunum ríkisstofnana sem þær eigi að skila í byrjun janúar. Það hafi verið yfirfarið og leitað til fjármálaráðuneytisins um svokallað veikleikamat á framkvæmd fjárlaga árið 2012. „Síðan höfum við ætlað okkur að skila skýrslu til þings- ins um framkvæmd fjárlaga 2012 og helstu veikleika núna fyrir þinglok. Í aprílbyrjun sendum við bréf til fjár- málaráðuneytisins þess efnis að við myndum kalla fulltrúa þeirra fyrir nefndina um mánaðamótin apríl/ maí til að fá uppfært veikleikamat sem þeir höfðu unnið í samráði við hin ráðuneytin,“ segir Sigríður og bætir við að fulltrúar fjármálaráðu- neytisins hafi komið á fund nefndar- innar á miðvikudag ásamt fulltrúum Ríkisendurskoðunar með nýtt veik- leikamat. Í millitíðinni hafi ráðu- neytisstjórar þriggja af þeim fjórum ráðuneytum sem um ræðir verið kall- aðir fyrir nefndina. Á nefndardög- um í næstu viku verði þessir fjórir ráðherrar kallaðir fyrir nefndina og skýrslunni verði skilað fyrir þinglok. Bregðast strax við n Ríkisendurskoðun vill að fjárlaganefnd kalli ráðherra á fund vegna halla ríkisstofnana „Að sjálfsögðu munum við verða við þessari ábendingu. Uppsafnaður halli í árslok 2011 í millj. kr. Vandi m. v. áætlun 2012 Landbúnaðarháskóli Íslands 317 Óleystur Hólaskóli – Háskólinn á Hólum 134 Óleystur Fjölbrautaskólinn við Ármúla 18 Gæti leyst Tilrst. Háskólans að Keldum 25 Óleystur Ríkislögreglustjóri 59 Óleystur Lögreglustj. á höfuðbsvæðinu 73 Óleystur Lögreglustj. á Suðurnesjum 141 Óleystur Sýslumaðurinn í Borgarnesi 25 Óleystur Rannsóknarnefnd umferðarsl. 8 Óleystur Útlendingastofnun 29 Óleystur Landspítali 2.967 Óleystur Heilsugæsla á höfuðbsvæðinu 449 Óleystur Heilbrigðisst. Austurlands 114 Óleystur Heilbrigðisst. Suðurlands 137 Óleystur Sólvangur, Hafnarfirði 127 Engin svör Lyfjastofnun 184 Óleystur Vatnajökulsþjóðgarður 169 Engin svör Veðurstofa Íslands 56 Óleystur Stofnanir með verulegan uppsafnaðan halla Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Ánægð með Ríkisendurskoðun Sigríður Ingibjörg segist sátt við að Ríkisendurskoðun standi við bakið á nefndinni. n Þekkt heilkenni erlendis n Skordýrafræðingur veit um nokkur tilvik hér á landi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.