Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Blaðsíða 20
Láttu ekki pLata þig
20 Fréttir 11.–13. maí 2012 Helgarblað
NIP + FAB krem
Hvað gerir það: Stækkar brjóst
Hvernig: Kremið inniheldur virk efni sem
unnin eru úr plöntum sem hjálpa til við
að virkja uppsöfnun
fitu og gefur þar með
brjóstunum fyllingu.
Afraksturinn eru
stinnari og stærri
brjóst, fallegri og fyllri
brjóstaskora,
kvenlegra útlit og
mýkri húð.
Það má einnig fá krem frá sama fram-
leiðanda sem minnkar magamál.
Hvar: Hagkaup, snyrtivöruverslanir og
apótek
Verðdæmi: 3.299 krónur
Hvað segir sérfræðingurinn? Svanur
Sigurbjörnsson læknir hlær þegar hann er
spurður um hvort krem geti stækkað brjóst.
„Mér finnst nú bara sorglegt að apótekin
séu að selja svona rusl.“ Hann bendir á að ef
til væri efni sem hefði áhrif á vefi líkamans
og á niðurrröðun og lögun fitufrumna,
þá væri það mjög líffræðilega virkt og
sterkt efni. „Þá værum við komin með lyf
í hendurnar sem mætti að sjálfsögðu ekki
selja sem krem. Það er því auðvelt að sjá að
þetta er lygi. Það segir sig sjálft.“ Aðspurður
hvort það megi selja vörur með slíkum full-
yrðingum segir hann að svo sé ekki. Sam-
kvæmt neytendalögum sé ekki leyfilegt
að lofa nokkru um vöru sem stenst ekki.
Einhverra hluta vegna sé það auðveldara
að kvarta yfir til dæmis sjónvarpi sem
virkar ekki, heldur en vöru sem svíkur okkur
varðandi heilsu.
Fitusugan
Hvað gerir hún: Fitusugan sýgur í sig fituna
af yfirborði matarins fljótt og örugglega á
auðveldan hátt.
Hvernig: Hafðu
fitusuguna að
lágmarki 2,5 klst. í
frystihólfinu í
ísskápnum áður en þú
notar hana í nokkrar
sekúndur á heitan
matinn. Fitan sest á
fitusuguna (málmplötuna) og má síðan
hreinsast burt með skeið eða hníf. Notaðu
fitusuguna á pottrétti, kínverskan mat og á
allan fitugan mat.
Hvar: belis.is
Verð: 4.990 krónur
Hvað segir sérfræðingurinn? Borghildur
Sverrisdóttir hjá Mataski segist ekki alveg
skilja hvers vegna fólk eigi að vilja soga
alla fitu úr mat. „Við fyrstu sýn þá er þetta
bara grín. Þú vilt ekki soga alla góða fitu úr
matvælum. Þetta er bara til að gera matinn
næringarrýrari þannig að í rauninni skil ég
ekki hvað þetta á að gera. Á að nota þetta
á djúpsteiktan mat? Til hvers þá að djúp-
steikja? Það er eins og með kjöt, bragðið
kemur úr fitunni og við þurfum öll pínulitla
fitu.“
Ristilskolun
Hvað gerir hún: Mælt er með henni til
að afeitra líkamann og til að vinna gegn
harðlífi, vindgangi og meltingartruflunum,
gigt, húðsjúkdómum (psoriasis, bólum og
húðblettum), ofnæmi, há- og lágþrýstingi
og höfuðverk, astma, nikótín-, áfengis- og
lyfjaeitrun, sveppa- og candida-sýkingum í
ristli, viðvarandi sjúkdómum í innri líffærum,
fyrirbyggjandi afeitrun líkamans.
Hvernig : Eiturefni sem safnast fyrir eru
skoluð út.
Hvar: Heilsuhótel Íslands
Verð: 9.900 krónur
Hvað segir sérfræðingurinn? Svanur
Sigurbjörnsson læknir segir að fyrst og
fremst sé ekki vitað um hvaða eiturefni
sé að ræða þegar talað er um afeitrun
eða detox. „Það er vitað að sum fæða er
mögulega krabbameinsvaldandi, svo sem
mikið pæklaður matur og unnin matvæli.
Í þessum mat eru efni sem eru óæskileg í
miklum mæli en það er of seint að fara að
skola þeim út í hinum endanum, þegar þú
ert búinn að láta matinn fara í gegnum allan
líkamann. Ef þú ætlaðir virkilega að gera
eitthvert gagn með slíkri skolun og ef öll
þessi eiturefni væru þarna í afturendanum
þyrftir þú væntanlega að framkvæma hana
daglega, ef ekki nokkrum sinnum á dag. Eitt
skipti gerir ekki neitt.“
Hann segir að það sé einföld lógík: Að
sleppa því að láta slíkan mat ofan í sig til að
byrja með. Svanur bendir einnig á að upp-
talningin á því sem ristilskolun á að laga sé
algjör staðleysa og í raun lygar. „Fyrrverandi
landlæknir, meltingarlæknar, sem og fleiri
sérfræðingar segja að það séu engar rann-
sóknir sem styðja þetta.“
Bathmate
Hvað gerir það: Þetta er tól sem stækkar
getnaðarliminn
Hvernig: Á aðeins 15 til 20 mínútum á dag
í stuttar sex vikur mun Bathmate gefa þér
þykkari, lengri og heilbrigðari lim. Tólið
bætir 30 prósentum við þykkt limsins og allt
að 40 prósentum við rúmmál.
Hvar: elskendur.is
Verð: 17.191 krónur
Hvað segir sérfræðingurinn? „Það eru
ekki til neinar einustu rannsóknir sem sýna
fram á að þetta virki. Það eru ekki til nein
tól eða tæki sem gera þetta. Þetta er bara
einhver sölumennska. Þetta er bara eins og
allt annað í þessum bransa, bara einhver
peningagræðgi,“ segir þvagfæraskurðlæknir
sem DV ræddi við.
Sjónþjálfun
Hvað gerir hún: Lagar sjónina með því að
gera réttar æfingar
Hvernig: Námskeið
sem kennir fólki að
gera æfingar til þess
að laga sjónina. Á
nokkrum mánuðum
getur þú farið úr -5 í
sjón í fullkomna sjón
og losað þig við
gleraugun.
Hvar: nysyn.is
Verð: 29.900 krónur
Hvað segir sérfræðingurinn? „Í stuttu
máli hafa engar rannsóknir sýnt að þetta
sé mögulegt á nokkurn einasta hátt. Það
er verið að leika sér með taugateygjur
í augasteininum sem við notum til að
fókusera. Hann stirðnar hægt og bítandi og
er orðinn frekar gagnslaus upp úr fertugu.
Þess vegna þurfum við öll lesgleraugu, það
er þó mismikið og gerist mishratt. Það er
einstaka sinnum hægt að ná pínu árangri
með smá þjálfun en það er allt dæmt til að
hverfa með tímanum út af öldrun,“ segir
augnlæknir sem DV ræddi við.
Lifewave-plástur
Hvað gerir hann: Vinnur gegn tauga-
veiklun, óróleika, eirðarleysi, langvarandi
þreytu, þróttlausum vöðvum, syfju og sleni
n Aðferðir sem sagðar eru losa fólk við ýmsa kvilla n Fólk hvatt til að vera á varðbergi n „Ef það hljómar of vel til að vera satt þá er það líklega ósatt“
Ó
trúlegur fjöldi af framandi
heilsuvörum, óhefðbundn-
um meðferðum og bylting-
arkenndum tækjum hafa
flætt inn á markaðinn hér
á landi. Flestar eiga þessar vörur
það sameiginlegt að lofa, eða að
minnsta kosti ýja að, ótrúlegri
virkni. Engiferdrykkur er sagður
vera góður við kvefi, mígreni, gigt,
ógleði, ferðaveiki, sjóveiki, melting-
artruflunum, fótasveppum, svita-
lykt og mörgu fleira. Lúpínusaft er
sögð vinna gegn krabbameini.
Plástur á að vinna gegn tauga-
veiklun, óróleika, eirðarleysi, lang-
varandi þreytu, þróttlausum vöðv-
um, syfju og sleni og erfiðleikum
með að festa svefn og sérstakt tól
sem kostar 17 þúsund krónur á að
stækka getnaðarliminn verulega.
DV hefur leitað til fagfólks sem seg-
ir að í flestum tilvikum séu mjög
veikar, ef nokkrar, vísindalegar
sannanir að baki því sem lofað er
að vörurnar geri.
„Þarna greinir á milli hjátrúar
og vísinda,“ segir Vilhjálmur Ari
Arason, heimilislæknir og einn af
álitsgjöfum blaðsins. „Vísindi eru
sönnuð eins langt og það nær og
við erum allavega nálægt sannleik-
anum með því að beita þeim. Svo
er annað sem byggist bara á algjör-
um hindurvitnum. Það getur tengst
trúarbrögðum og það er þá ekkert
á bak við það. Stundum hafa menn
reynt að sýna fram á virkni með vís-
indum en ef það tekst ekki þá fara
menn bara fram hjá þeim og þykj-
ast vera að beita vísindum. Þeir
nefna eitthvað sem ekkert stenst.
Það er hrikalega ljótur leikur og af-
bökun á sannleikanum. Það er svo
margt í gangi sem stenst engin vís-
indi,“ segir Vilhjálmur Ari.
Fagfólk sem DV leitaði til segir
oft að einu upplýsingarnar sem
fólk fái um þessar vörur komi frá
söluaðilunum sjálfum – frá fólki
sem hefur beinan hag af því að láta
vöruna hljóma eins spennandi og
magnaða og mögulegt er. Vilhjálm-
ur Ari segir að oft sé reynt að plata
fólk. „Umburðarlyndi hefur verið
afskaplega mikið hjá læknum og
landlæknisembættinu. Mörkin eru
að ef það hefur ekki skaðleg áhrif þá
er það látið óáreitt.“ Hann segist oft
vera hissa á því hvað er látið óáreitt
í umræðunni og að það komi út
eins og þögn sé sama og samþykki.
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Taktu þessar vörur með fyrirvara
Viðmælendur
n Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir
n Steinar B. Aðalbjörnsson næringar-
fræðingur
n Svanur Sigurbjörnsson sérfræðingur í
lyflækningum
n Borghildur Sverrisdóttir einkaþjálfari
og framkvæmdastjóri MatAsk ehf.
Framandi lyf og heilsuvörur
Það má finna ógrynni af slíkum
vörum nú til dags og erfitt að átta
sig á hvaða fullyrðingar eru sannar.