Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Qupperneq 22
22 Fréttir 11.–13. maí 2012 Helgarblað
Blóðgreining
(basískt/súrt)
Hvað gerir hún: Blóð okkar mengast
og líkaminn sýrist daglega af völdum
þungmálma, umhverfismengunar, streitu,
lélegrar næringar og aukaefna úr mat og
drykkjarvörum. Ef þú ert í undir- eða yfirvigt,
ert orkulaus, með verki eða oft lasin/n
þá getur verið að blóð þitt sé mengað og
pH-gildi líkamans of lágt. Enginn er heil-
brigðari en blóðið segir til um. Markmiðið
með blóðmælingum er að upplýsa og kenna
fólki um mikilvægi þess að hafa sýrustig
líkamans í jafnvægi. Að gera sér grein fyrir
að of lágt pH-gildi orsakar sýrusöfnun í
vefjum og mengun í blóði og hvernig best sé
að taka á því.
Hvernig: Notast er við smásjá sem les bæði
lifandi blóðsýni og þurrkuð. Þannig sést á
einfaldan og áhrifaríkan hátt hvert stefnir
með heilsu þína. Skoðað er allt sem býr í
blóðinu. Eru blóðkornin kringlótt og eðlileg
eða eru þau klesst saman? Eru sveppir,
bakteríur eða jafnvel sníkjudýr í blóði þínu?
Þú færð ráðgjöf sem þú getur nýtt þér til að
hreinsa blóðið.
Hvar: Ph-lífsstíll
Verð: 15.000 krónur
Hvað segir sérfræðingurinn? „Í fyrsta lagi
þá er þetta ekki viðurkennd aðferð við að
mæla sýrustig og þú getur ekki mælt sýru-
stig út frá útliti einhvers,“ segir Svanur og
bendir á að allir læknar gangi í gegnum mjög
nákvæma kúrsa um blóð og hvernig hægt
sé að skoða það og lesa úr því. „Það er hægt
að sjá margt með því að skoða blóð en pH-
gildi er ekki þar á meðal. Sýrustig er mælt
með ákveðnum efnaprófunum. Sýrustiginu
er stýrt mjög nákvæmlega í líkamanum og
þetta er mjög flókið úrvinnsluatriði sem
krefst mikillar menntunar og reynslu í að
túlka. Það er margt sem kemur þarna inn
í og þú ferð alls ekki á einhverja stofu til
ófaglærðrar persónu og lætur hana túlka
þetta,“ segir hann og bætir við að þetta séu
gervifræði og enginn fótur fyrir slíkri með-
ferð. „Þetta er eins og taka Krísuvíkurleiðina
til Akureyrar að ætla að skoða breytingar á
sýrustigi með því að skoða blóðið.“
Höfuðbeina-
og spjaldhryggs-
meðferð
Hvað: Höfuðbeina- og
spjaldhryggsmeðferð
er mjúk líkamsmeð-
höndlun sem leggur
áherslu á að
meðhöndla höfuðbein
og spjaldhrygg til að
hafa áhrif á flæði heila- og mænuvökva og
þær himnur sem umlykja hann. Með því
tekst að hafa áhrif á stoðkerfi og önnur
líkamskerfi.
Hvernig: Höfuðbeina- og spjaldhryggs-
meðferð byggir á því að hreyfing vökvans
sem umlykur heila og mænu (heila- og
mænuvökvi) myndar taktbundna hreyfingu
sem er mikilvæg fyrir almenna starfsemi
líkamans.
Hvar: Víða
Verðdæmi: 6.000 krónur á klukkutímann
hjá Hamingjulindinni
Hvað segir sérfræðingurinn? Svanur segir
að slík meðferð sé alls ekki viðurkennd en
hún byggir á þeirri tilgátu að hausamótin
skekkist eða hreyfist til í fæðingu og það
hafi áhrif á mænuvökvann. „Öll kenningin
á bak við þetta stenst hvorki fræðilega né
aðferðafræðilega skoðun. Sumum gæti liðið
vel við að einhver leggi hendur yfir höfuðið
og við nærveruna en þá er hinn sami að
borga fyrir allt annan hlut en honum var
lofað.“
My Secret
Hvað gerir hann: Heilsubætandi engifer-
drykkur
Hvernig: Hjálpar til við hreinsun og
þyngdarlosun. Blandan á að vera góð
við kvefi og öðrum flensueinkennum. My
Secret á að vera fyrirbyggjandi við mígreni.
Þá á það að hjálpa þeim sem glíma við
gigt. Það á að losa um bólgur og opna fyrir
blóðflæði líkamans. Þá segir seljandinn
að My Secret sé gott við ógleði, ferðaveiki,
bílveiki, flugveiki og sjóveiki. Einnig virkar
það gegn þreytu, sleni, meltingartruflunum,
fótasveppum, svitalykt, kláða og rauðum
upphlaupum á húð og er kynörvandi.
Hvar: Í flestum matvörubúðum
Verð: 4 lítrar á 2.000 krónur
Hvað segir sérfræðingurinn?
„Það fyrsta sem manni dettur í hug er að
ef það hljómar of vel til að vera satt þá er
það líklega ósatt,“ segir Steinar B. Aðal-
björnsson næringarfræðingur. „Málið með
ýmislegt sem er markaðssett er að margir
hlutir geta verið góðir og haft jákvæð áhrif
og heilsu og líðan fólks, bara eins og allur
matur. Það sem gerist oft er að markaðsað-
ilar fara fram úr sér í markaðssetningu og
kasta fram sumum hlutum sem er ekki
nema í mesta lagi veikur stuðningur við
úr vísindaheiminum. Hófsemi í markaðs-
setningu er alltaf af hinu góða. Það þýðir þá
hins vegar að fólk selur hugsanlega minna
af vörunni en ég minni á að ef varan er svona
góð eins og þeir segja þá selur hún sig sjálf.“
Hann bendir hins vegar á að rannsóknir
hafi sýnt fram á að engifer geti verið góður
við særindum í hálsi og sé vatnslosandi.
„Það er svo margt sagt sem er með veikum
stuðningi vísindanna. Það hefur engum
orðið meint af því drekka engifer í hóflegu
magni – en trúin flytur fjöll og því eru
engiferdrykkir ekki verra en margt annað.“
Lúpínuseyði
Ævars
Hvað gerir það: Talið er að seyðið hafi áhrif
á krabbamein.
Hvernig: Sumir hafa
drukkið seyðið sér til
almennrar heilsubótar
án þess að vera með
nokkurn heilsubrest á
meðan aðrir hafa
drukkið það eftir að
hafa verið greindir
með alvarlega
sjúkdóma eða endurteknar sýkingar og/eða
veikindi sem benda til að ónæmiskerfið sé
ekki nógu öflugt. Flestir hafa notað það
meðfram lyfja- og geislameðferð við
krabbameini.
Ekki er hægt að útiloka áhrif lúpínurótar á
mannslíkamann, en það hefur ekki verið
sýnt fram á neitt með rannsóknum.
Hvar: lupina.is, apótek og heilsuvörubúðir
Verð: 3.000 krónur
Hvað segir sérfræðingurinn? Steinar
B. Aðalbjörnsson, næringarfræðingur hjá
Matís, segir að lúpínuseyðið, eins og margt
annað sem fylgt hafi Íslendingum lengi,
vera ágætis vöru. „Þessar vörur hafa verið í
kringum okkur Íslendinga með beinum eða
óbeinum hætti lengi. Maður slær hins vegar
strax varnagla þegar ýjað er að því að hin
eða þessi matvæli geti læknað sjúkdóma.
Auðvitað er útgangspunkturinn að hollt og
gott mataræði getur stuðlað að því að þú
fáir ekki sjúkdóma. Krabbameinssjúklingar
eru mjög viðkvæmur hópur. Þeir standa
oft og tíðum frammi fyrir dauðanum og
vilja að sjálfsögðu gera allt sem þeir geta
til að koma í veg fyrir það. Þess vegna er
mikilvægt að það séu heilindi á bak við
auglýsingarekstur og herferðir í kringum
þessi mál. Menn eiga ekki að segja vissa
hluti nema hægt sé að styðja það með
niðurstöðum góðra rannsókna.“
Blómadropar
Hvað gera þeir:Blóm jurtanna eru sett í
skál með vatni og þar eru þau látin liggja í
vissan tíma en síðan er þessi vökvi settur í
flöskur samkvæmt smáskammtafræðinni
flöskurnar eru síðan fylltar með eðal kon-
íaki. Koníakið er til þess að dropablandan
geymist betur en við það að blanda koníaki
í hana geymist hún út í það óendanlega ef
flaskan er óopnuð. Bach-blómadroparnir,
heita eftir Edward Bach sem þróaði þá og
eru 38 talsins. Þeir hafa verið til á markað-
inum í um 80 ár og verið rannsakaðir og
þróaðir áfram af ýmsum læknum og með-
ferðaraðilum. Þeir vinna inn á tilfinningar og
líkama og hver remedía tilheyrir ákveðinni
tilfinningu, líkamssvæði og orkubraut. Hægt
er að nota dropana á margvíslegan hátt
Hráfæði
Hvað: Öll matvæli eru hrá.
Hvernig: Hráfæði nærir líkama og
frumur með vítamínum, steinefnum,
ensímum og öðrum næringarefnum
sem skemmast annars þegar við
eldum matinn. Það eru margir þættir
sem mæla með hráu og lifandi
fæði til þess að næra líkamann en
tveir eru þó mikilvægastir, það eru
ensímin sem við fáum og svo að
líkaminn verður basískari. Þegar við
hitum mat yfir 47°C eyðileggjast öll
ensím sem hráefnið hafði að geyma
fyrir hitun. Þetta er líklega af því
að maturinn er ekki lengur lifandi
þegar hann hefur verið hitaður svo
mikið og allt sem er lifandi reiðir sig
á ensím. Við þurfum ensím til þess
að gera allt sem við gerum svo sem
að melta matinn, ganga, tala og anda. En hráfæði er ekki bara orkumeiri matur en
eldaður heldur finna flestir fyrir því þegar þeir hafa verið á hráfæði í nokkra daga
að hugsunin verður skírari, skapið betra og lundin öll léttari ásamt innri ró. Það er
líka vegna þess að heilinn er bara eins og hvert annað líffæri sem þarf næringu
Hvað segir sérfræðingurinn?
„Í grunninn er það sem fullyrt er þarna beinlínis rangt. Það að matur skemmist
þegar hann er hitaður er rangt. Eldaður matur er alls ekki næringarminni heldur
en sami matur óeldaður svo framarlega að eldunin sé ekki óþarflega mikil. Það
má heldur ekki gleyma því að ákveðin matvæli, út frá öryggissjónarmiðum, er
mikilvægt að elda enda lifa bakteríur hvað best við hitastig frá 20 gráðum og upp
í 60 gráður. Það eru ýmsar bakteríur sem geta valdið okkur skaða ef maturinn er
ekki hitaður eða eldaður nægilega vel. Grunn prinsippið er að þó að þú hitir mat
upp í ákveðið hitastig þá skiptir það í raun og veru ekki máli því ensímin sem sumir
hafa áhyggjur af að skemmist við eldun myndu hvort eð er skemmast þegar þau
komast í snertingu við mjög súrt umhverfi í maganum. Ensím í matvælum komast
ekki óskert í gegnum líkamann hvort sem matvælin eru elduð eða ekki. Meltingar-
ensím og magasýrur sjá til þess að brjóta hluti niður, jafnt prótein sem önnur efni
lík próteinum en ensím eru einmitt sett saman á sama hátt og prótein, þ.e.a.s. úr
amínósýrum,“ segir Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur.
„Það er að einhverju leyti satt að ef matur er hitaður upp í 60+ gráður og ef
matur er soðinn þá er möguleiki að þú missir ákveðna hluti frá matvælunum. Ef þú
sýður t.d. kartöflu óþarflega lengi þá er ljóst að það tapast eitthvað af C-vítamíni
eða öðrum vatnsleysanlegum vítamínum. Í stóra samhengi skiptir það ekki öllu
máli. Það er líka vert að minnast á að þessari hráfæðishugmyndafræði er hampað
eins og hún sé eitthvað allt annað en gengur og gerist og algerlega ný af nálinni. En
í raun þá eru áherslurnar að borða eins lítið unnin mat og hægt er og ekki sælgæti
eða annan sykurmikinn mat. En þetta eru einmitt þær ráðleggingar sem stjórnvöld
nota. Það sem er samt kannski alvarlegra með hráfæðið er að þarna er matvælum
hent út. Til dæmis eru flestum mjólkurvörum hent út en þá þarf að svara þeirri
spurningu hvaðan ætlum við að fá kalkið og D-vítamínið ef við sleppum algerlega
þessum matvælum? Þá þýðir ekki að segja að kalkið eigi að koma úr dökkgrænu
grænmeti því líkaminn vinnur það mjög illa þegar það kemur úr jurtaríkinu.
Varðandi basískt fæði, þá segir Steinar að líkaminn sé fullfær um að aðlaga sig
að súrum mat. „Menn eru alltaf að búa sér til ákveðna sérstöðu og þetta er ein
leið til þess; að segja að við eigum að borða þetta og hitt basískt. Líkaminn er hins
vegar svo frábært apparat að þegar þú borðar súran mat, þá er líkaminn fullfær
um að leiðrétta það ójafnvægi með þáttum sem eru basískir. Ef við fáum súrt fæði
þá sér líkaminn algerlega um að jafna það út – það er mjög góð stjórnun á þessum
þætti í líkamanum og betra væri markaðsaðilarnir myndu kynna sér líkamsstarfs-
semina betur áður en svona fullyrðingar eru settar fram.“
bæði innvortis og útvortis.
Hvernig: Blómadropunum hefur
verið raðað niður á orkubrautir líkamans
sem kínverskar lækningar/nálastung-
ur taka mið af. Þetta gerir okkur kleift að
taka inn sterka blómadropablöndu sem
losar um stíflu á ákveðinni orkubraut.
Orkubrautarkúrinn er tekinn inn á tveimur
dögum. Hann kemur orkunni af stað og
leysir úr læðingi þær tilfinningar sem
tengjast orkubrautinni. Þá er mikilvægt að
leyfa sér að losa um og henda út.
Hvar: Víða í heilsuvörubúðum og á
heilsunetsíðum
Verðhugmynd: 30 ml flaska á 3.500
krónur á viskan.is
Hvað segir sérfræðingurinn? „Orku-
brautirnar eru kunnuglegt þema í svona
kukli. Það er ekkert sem hefur verið sannað
með slíkar orkubrautir. Þetta eru gervi-
vísindi og ekkert í samhengi við önnur
fræði. Þetta stenst bara ekki skoðun,“
segir Svanur en bendir þó á að sumar olíur
hafi sýkladrepandi áhrif og gætu því haft
einhver áhrif á til dæmis sýkingu í eyrum.
Hann segir einnig að það sé ekki hægt að
segja að blómadropar séu skaðlegir en
sala þeirra til að laga fyrirbæri sem er ekki
til sé út í hött. „Ég veit ekki hvort þetta sé
endilega peningaplokk og kannski meinar
fólk vel en það skortir algjörlega ábyrgðar-
tilfinninguna. Býður bara eitthvað til sölu
sem er algjörlega óstaðfest og það finnst
mér vítavert. Það á ekki bara við þessa
dropa heldur margar slíkar vörur. Þetta er
að sjálfsögðu oft gert í atvinnuskyni, það er
deginum ljósara en hvort það sé gert til að
blekkja eða út af hreinni fáfræði er erfitt að
segja til um.“