Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Qupperneq 24
H inu unga lýðveldi var þröng- ur stakkur skorinn, erlend- ur togarafloti drottnaði á heimamiðum, útgerðir í Hull og Grimsby og hafnar- borgum meginlandsins hirtu arðinn af Íslendingum.“ Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í ávarpi sínu í sérblaði um þorska- stríðin sem almannatengslafyrirtæk- ið Athygli gaf út árið 2008. Blaðið hét Stríðið um miðin. Segja má að þessi söguskoðun Ólafs Ragnars á mikilvægi þorska- stríðanna þriggja og útfærslu fisk- veiðilögsögunnar sé nokkuð út- breidd og almenn í þjóðarsálinni. Flestir landsmenn telja að það hafi verið til góðs fyrir sjálfstæði Íslands og þjóðarbúið þegar fiskveiðilögsag- an var á nærri 30 ára tímabili, 1948 til 1976, færð út í 200 sjómílur. Fáir atburðir í sögu Íslands á tutt- ugustu öld eru þjóðinni eins mikið hjartans mál og þorskastríðin. Ís- lendingar líta svo á að þeir hafi brugðist við óréttlæti frá hendi stærri og valdameiri þjóða sem bjuggu yfir öflugri skipakosti og arðrændu hana með fiskveiðum á miðunum við landið. Samanburðurinn við Afríku DV hefur að undanförnu fjallað um fiskveiðar íslenskra útgerðarfyrir- tækja úti fyrir ströndum Vestur-Afr- íku. Að minnsta kosti fimm íslensk útgerðarfyrirtæki hafa veitt fisk úti fyrir ströndum Vestur-Afríku á liðn- um árum. Meðal annars er um að ræða stórútgerðina Samherja, Sjóla- skip, Úthafsskip, Sæblóm og útgerð- ina sem gerir út togarann Blue Wave, sem meðal annars er í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Veiðitækin sem not- ast er við eru stór; togarar og verk- smiðjutogarar: 120 metra skip, með meira en 50 manna áhöfn, sem taka á milli tvö og þrjú þúsund tonn af frystum fiski í lestar sínar. Veiðarnar fara fram á grundvelli samninga sem Evrópusambandið hefur gert við ríkisstjórnir Í Marokkó og Máritaníu en einnig semja útgerð- irnar beint við yfirvöld í þessum lönd- um í einhverjum tilfellum. Samherji hefur til að mynda bæði fengið veiði- heimildir vegna samninga Evrópu- sambandsins og eins vegna þess að fyrirtækið hefur sjálft samið við yfir- völd í ríkjunum. Tekjur íslenskra út- gerða af þessum veiðum eru mikl- ar. Til að mynda eru á milli 30 og 40 prósent af tekjum Samherja tilkomn- ar vegna þessara veiða, á þriðja tug milljarða króna. Samherji á og rek- ur níu skip sem stunda veiðarnar við vesturströnd Afríku. Arður hirtur af fátækum þjóðum Hagnaðurinn af veiðum Íslendinga við strendur Vestur-Afríku verður hins vegar ekki eftir í þeim löndum þar sem veiðarnar fara fram nema að litlu leyti. Greidd eru veiðigjöld til land- anna, annað hvort frá Evrópusam- bandinu eða beint frá útgerðunum, en þau eru lág miðað við þær tekjur sem útgerðirnar geta haft upp úr veið- unum. Til að mynda hefur Evrópu- sambandið greitt ríkisstjórn Marokkó um 36 milljónir evra fyrir veiðiréttindi fyrir um 120 skip úti fyrir ströndum landsins en bara tekjur Samherja af Afríkuveiðunum við Marokkó, Vest- ur-Sahara og Máritaníu nema um 140 milljónum evra. Líkt og Ólafur Ragnar nefndi í tilfelli þorskastríðanna er það því „erlendur togarafloti“ sem drottn- ar á heimamiðum þessara Afríku- þjóða og hirðir arðinn af þeim. Íslendingar, sem eru í sextánda sæti yfir ríkustu þjóðir miðað við verga þjóðarframleiðslu eru því að taka arð út úr nýtingu á auðlindum þjóða sem eru miklu fátækari en þeir – Marokkó er í 117. sæti yfir ríkustu þjóðir heims og Máritanía í því 148. Að hluta til er þetta gert í skjóli Evr- ópusambandsins. Líkt og fyrir þorskastríðin á mið- unum við Ísland þegar erlendar stór- þjóðir komu til veiða við Ísland fara íslenskar útgerðir nú til fátækari og vanþróaðri landa og veiða fiskinn í lögsögu þeirra. Þetta gerist án þess að viðkomandi þjóðir hagnist á því í rétt- um mæli miðað við arð íslenskra út- gerða af veiðunum . Munurinn er þó auðvitað sá að Íslendingar gera þetta í ljósi samninga við þessar þjóðir eða í gegnum Evrópusambandið á meðan Bretarnir stunduðu veiðar sínar að Ís- lendingum forspurðum, í ljósi sögu- legs réttar. Hart á móti hörðu Ísland hafði einungis verið sjálfstæð þjóð í fjögur ár þegar tekin var ákvörð- un um að færa fiskveiðilögsöguna út í fjórar sjómílur árið 1948. Sjálfstæðið frá Danaveldi var sótt í skjóli heims- styrjaldar og erlends hernáms, fyrst Breta og svo Bandaríkjamanna sem hjálpuðu Íslendingum að koma und- ir sig fótunum, bæði með atvinnu og erlendu fé og síðar Marshall-aðstoð- inni. Fram að seinni heimsstyrjöld- inni hafði Ísland verið fátæk þjóð í al- þjóðlegu samhengi; það var ekki fyrr en eftir síðara stríð sem hagur lands- ins tók að vænkast. Fiskveiðar, og auk- in stórvirkni í aflabrögðum útgerðar- fyrirtækja, átti ekki lítinn þátt í því. Bretar, sem veitt höfðu fisk við Ís- landsstrendur um aldir, mótmæltu útfærslu Íslendinga á landhelginni í fjórar mílur harðlega og sett var lönd- unarbann á íslenskan fisk þar í landi auk þess sem aðrar fiskveiðiþjóðir í Evrópu gagnrýndu aðgerðina. Með- al þeirra raka sem bresk stjórnvöld beittu fyrir sig var að Bretar hefðu öðl- ast sögulegan veiðirétt við Íslands- strendur vegna þess að þeir hefðu veitt þar til langs tíma – Lúðvík Jóseps son sjávarútvegsráðherra átti síðar eftir að gagnrýna þau rök með þeim orðum að slíkur veiðiréttur væri ekki til. Aukin harka færðist í deilurnar um útfærslu fiskveiðilögsögu Íslands á næstu ára- tugum eftir því sem Íslendingar færðu lögsöguna lengra frá landinu. Íslensk varðskip klipptu á troll breskra tog- ara sem veiddu innan lögsögunnar og Bretar beittu herskipum til ásiglinga á íslensk varðskip til að tryggja hags- muni sína. Hart mætti hörðu enda var mikilvægt fyrir Íslendinga að standa fast á sínu til að hið unga fátæka lýð- veldi gæti séð sér farborða. Þannig má líta á að þorskastríðin hafi verið bar- átta upp á líf og dauða fyrir Íslendinga – sem betur fer fyrir þá höfðu þeir bet- ur. Hin nýja sjálfstæðisbarátta Ólafur Ragnar forseti setti mikilvægi þessarar baráttu Íslendinga í sögu- legt samhengi í ávarpi sínu í Stríð- unum um miðin þegar hann und- irstrikaði efnahagslegt mikilvægt þorskastríðanna. Benti Ólafur Ragn- ar á að fiskveiðar erlendra fiskiskipa við Íslandsmið hefðu getað veikt undirstöður hins unga lýðveldis. Ólafur Ragnar kallaði baráttuna um miðin „hina nýju sjálfstæðisbaráttu“. „Það var óvissu háð hvort lýðveldið gæti framfleytt sér, hvort undirstöð- ur efnahagsins reyndust traustar, hvort sjálfstæðið yrði raunverulegt eða innantómt. Þá hófst vegferð sem með réttu má nefna hina nýju sjálf- stæðisbaráttu Íslendinga – leiðangur til að treysta lýðveldið í sessi, koma í veg fyrir að það brotnaði saman vegna arðráns útlendinga á íslensk- um miðum.“ Þorskastríðin stöðvuðu á endanum arðránið. Á sams konar hátt má segja að margar af þjóðum Afríku séu í sams konar stöðu og Ísland var í á fyrri hluta tuttugustu aldar. Þær rembast við að reyna að koma undir sig fót- unum, reyna að iðnvæðast almenni- lega, taka upp stórvirkari tækni sem geri þeim kleift að nýta auðlindir sínar betur, margar þeirra tiltölu- lega nýsjálfstæðar undan valdi þró- aðri og sterkari þjóða – Marokkó og Máritanía fengu sjálfstæði frá Frökk- um 1956 og 1960. Þessar þjóðir búa ekki yfir sömu þekkingu, reynslu og tækni í sjávarútvegi og við Íslend- ingar og aðrar iðnvæddar þjóðir sem veiða fisk með stórvirkum togurum við strendur þeirra. Hin „nýja sjálf- stæðisbarátta“ þessara Afríkuþjóða n Afríkuveiðar Íslendinga í sögulegu samhengi þorskastríðsins n Strandríki og úthafsveiðiþjóðir n Græða á Afríkuveiðum Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Hámark tvískinnungsins“ 24 Fréttir 11.–13. maí 2012 Helgarblað Tvöfeldni Guðni Th. segir tvöfeldni Íslendinga einnig hafa verið nokkra í Smugudeilunni þar sem Íslendingar voru sagðir vera orðnir að úthafsveiðiþjóð. Stærstir Samherji er með langstærstu ís- lensku útgerðina við strendur Vestur-Afríku. Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. „Þorskastríðið snérist um það að strandríkið fengi að njóta ávaxtanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.