Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Síða 25
gæti þá meðal annars falist í því að þær nýti sjálfar til fulls eigin auðlind- ir en selji ekki afnot af þeim fyrir lítið til annarra þjóða. Strandríkið njóti ávaxtanna Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræð- ingur og einn af helstu sérfræðingum landsins um þorskastríðin, segir að veiðar Íslendinga við strendur Vest- ur-Afríku séu „hámark tvískinnungs- ins“. „Í allri okkar baráttu fyrir vernd- un fiskmiðanna var rauði þráðurinn sá að strandríkið skyldi hafa fullan rétt á auðlindunum undan strönd- um þess. Auðvitað flækir það aðeins myndina að Evrópusambandið er að semja við yfirvöld í ákveðnum Afr- íkuríkjum um afnotarétt á þessum auðlindum.“ Guðni segir að í þorskastríðun- um hafi baráttan snúist um það að úthafsveiðiþjóðir eins og Þjóðverjar, Bretar, Japanir og Sovétmenn gætu ekki bara haldið á fjarlæg mið, sótt þann afla sem þeim sýndist og horf- ið svo á braut. „Þorskastríðið snérist um það að strandríkið fengi að njóta ávaxtanna […] Þessi umræða um tvöfeldni kom líka upp í Smugudeil- unni þar sem Norðmenn sökuðu okkur um hræsni; að við værum allt í einu orðin þessi mikla úthafsveiði- þjóð sem sækti á fjarlæg mið og hirti ekkert um ofveiði í Norðurhöfum og annað slíkt. Þá notuðum við einnig hugmyndina um að værum að öðl- ast sögulegan veiðirétt í Smugunni, líkt og Bretar höfðu gert hér við land. Lúðvík Jósepsson myndi líklega snúa sér við í gröfinni ef hann vissi að reyndum að réttlæta það að sækja afla hvar sem er undan ströndum annarra ríkja.“ Afríkuveiðar Íslendinga þýða því einnig að Íslendingar eru farnir að haga sér eins og úthafsveiðiþjóð, út- rásarfiskveiðiþjóð sem lætur sér ekki nægja sitt heimabrúk. Þáttur Evrópusambandsins Guðni segir hins vegar að ekki megi saka íslensk stjórnvöld um tvöfeldni þegar kemur að Afríkuveiðunum, um sé að ræða ákvörðun einstakra út- gerða að stunda þessar veiðar. „Sér- hagsmunirnir koma í ljós á ýmsum sviðum […] Þetta eru bara Samherji og ESB. Það á frekar að saka ESB um skammsýni,“ segir Guðni. Íslenskar útgerðir taka auðvitað ákvarðanir um þessar veiðar út frá sínum eigin hagsmunum með arðsemi að leiðar- ljósi í ljósi þeirra laga og reglna sem eru í gildi ef þær telja sig geta grætt á því. Hér hefur aldrei verið sagt að veiðar Íslendinga við Afríkustrend- ur séu í eðli sínu ólöglegar. En veið- ar Breta og annarra úthafsveiðiþjóða hér við land á síðustu öld voru það ekki heldur þegar þorskastríðin hóf- ust. Umræðan snýst um siðlega þætti og löglegt arðrán á auðlindum ann- arra þjóða. Annar angi af þessari umræðu er sá að íslensku útgerðirnar veiða í sumum tilfellum við Vestur-Afríku vegna samninga sem Evrópusam- bandið hefur gert við einstök ríki í skiptum fyrir fjármuni. Þetta á til dæmis við um Samherja sem veiðir þar vegna þessara samninga. Tvenns konar tvöfeldni Á sama tíma og Samherji veiðir við strendur Afríku vegna samninga Evrópusambandsins hefur forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvins- son, lýst því yfir að hann sé ekki hlynntur inngöngu Íslands í Evr- ópusambandið vegna þess að slíkt myndi fela í sér aukna samnýtingu íslensku fiskimiðanna með öðrum löndum Evrópusambandsins. Auk þess að veiða við Afríkustrendur í skjóli Evrópusambandsins held- ur Samherji einnig á miklum afla- heimildum í löndum innan sam- bandsins, til dæmis í Þýskalandi. Orðrétt hefur Þorsteinn Már sagt um þetta atriði:   „Sumir halda því fram að við munum hafa áhrif í sjáv- arútvegsmálum því Íslendingar séu svo stórir. Þetta er alrangt. Hvorki Þjóðverjar, Pólverjar, Englendingar né aðrir ætla að láta okkur hafa sér- stök áhrif í sjávarútvegsmálum um- fram það sem segir í reglum Evrópu- sambandsins.“  Þetta er algengt viðhorf í samfé- laginu og það atriði sem einna oftast er nefnt sem ástæða til að vera and- snúinn aðild Íslands að Evrópusam- bandinu. Hér að ofan má til dæmis sjá þessi rök í máli, Einars K. Guðfinns- sonar, fyrrverandi sjávarútvegsráð- herra. „Það er ekki síst með skírskot- un til þessa sem ég og margir aðrir eru mjög á varðbergi þegar menn fara að ræða um sameiginlega nýtingu auð- lindarinnar innan vébanda stórra ríkjasambanda eins og ESB.“ Morg- unblaðið, sem að hluta til er í eigu Samherja og annarra útgerðarrisa, hefur verið duglegt við að halda þessu sjónarmiði á lofti enda réttilega eitt af þeim atriðum sem taka þarf afstöðu til þegar kostir og gallar aðildar að sambandinu eru metnir. Tvískinnungurinn að þessu leyt- inu til er þá sá að á sama tíma og ís- lenskar útgerðir vilja nýta sér það sem Evrópusambandið getur veitt þeim í öðrum löndum þá vilja þær ekki gefa eftir notkunarrétt á fisk- veiðilögsögu Íslendinga til ríkja í Evrópusambandinu, líkt og aðild að því fæli í sér. Á ensku er slíkur hugsunarháttur orðaður með þeim frasa að menn vilji eiga kökuna og éta hana líka. Útgerðir vilja nýta sér kosti þess að vera ekki í Evrópu- sambandinu en einnig það sem þeir geta nýtt sér í skjóli sambandsins, án þess þó að ganga í það. Þetta er því líklega tvenns konar tegund af tvöfeldni. n n Afríkuveiðar Íslendinga í sögulegu samhengi þorskastríðsins n Strandríki og úthafsveiðiþjóðir n Græða á Afríkuveiðum „Hámark tvískinnungsins“ Fréttir 25Helgarblað 11.–13. maí 2012 Yfirráðin yfir auð- lindinni mikilvæg „Ef við hefðum ekki haft 200 mílna lögsögu værum við Íslendingar ekki að stunda þann sjávarútveg sem við gerum í dag og lífskjör okkar væru allt önnur. Það er ekki síst með skírskotun til þessa sem ég og margir aðrir eru mjög á varð- bergi þegar menn fara að ræða um sam- eiginlega nýtingu auðlindarinnar innan vébanda stórra ríkjasambanda eins og ESB. Ég er líka gríðarlega íhaldssamur þegar kemur að umræðu um að breyta lögum og reglum viðvíkjandi því að opna fyrir aðgengi útlendinga til fjárfestinga í íslenskum sjávarútvegi. Mér finnst að okkur, sem þekkjum til fortíðarinnar og erum nú starfandi í sjávarútveginum með einhverjum hætti, beri skylda til að halda á lofti þeim sjónarmiðum sem forverar okkar börðust fyrir – og góð reynsla hefur fengist af. Þar eru yfirráðin yfir lögsögunni auðvitað algjört úrslita- mál.“ Einar K. Guðfinnsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, í Stríðinu um miðin árið 2008. Gegn hnattrænni fiskveiðistjórnun „Þeim fullveldisréttindum innan efna- hagslögsögunnar, sem við börðumst fyrir í þorskastríðunum þremur og viðurkennd eru í hafréttarsamningnum, fylgja skyldur til skynsamlegrar, sjálfbærrar nýtingar fiskstofnanna sem þar er að finna. Best fer á því að strandríki fari með stjórnun fiskveiða innan lögsögu sinnar og að svæðis- bundnar fiskveiðistofnanir annist það hlutverk á úthafinu, en við hljótum hins vegar að hafna öllum tilraunum til að koma á hnattrænni fiskveiðistjórnun sem nokkuð hefur borið á undanfarin ár. Vænlegasta leiðin til þess að koma í veg fyrir slíkt er að halda áfram ábyrgri stjórn fiskveiða innan efnahagslög- sögunnar og virkri þátttöku í starfi svæðastofnana að því er úthafið varðar, enda er það í þágu framtíðarhagsmuna okkar sjálfra. Þannig minnumst við enn fremur best þeirrar miklu baráttu sem háð var fyrir framtíðarhagsmunum þjóðarinnar.“ Halldór Ásgrímsson, þá- verandi forsætisráðherra, á málstofu Hafréttarstofnunar Íslands, árið 2006. Varðskip og herskip Í Þorskastríðinu tókust íslensk varðskip á við bresk herskip sem voru miklu stærri og hraðskreiðari. Freigátan HMS Scylla sést hér sigla á varðskipið íslenska, Óðinn, árið 1976. Davíð gegn Golíat Verk- smiðjutogararnir sem Íslendingar nota við strendur Vestur-Afríku eru mikil ferlíki og geta tekið tvö til þrjú þúsund tonn af frystum fiski í lest sína. Heinaste, togari Samherja, sést hér ásamt sardínubát frá Máritaníu sem ekki er eins stórvirkur. „Þessi umræða um tvöfeldni kom líka upp í Smugudeilunni þar sem Norðmenn sökuðu okkur um hræsni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.