Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Qupperneq 30
30 Umræða 11.–13. maí 2012 Helgarblað
„Þetta var gamal
dags glassúrsnúður“
Aron Ólafsson: Hvernig getur
ríkisstjórnin réttlætt að halda áfram
aðlögunarferli inn í ESB þegar þjóðin er
á móti?
Össur: Sæll, Aron. Ísland er ekki í aðlögunar-
ferli. Eitt af því sem við náðum fram er að
þurfa ekki að aðlaga fyrr en þjóðin hefur
goldið jáyrði. Það var fyrsti samningasigur-
inn. Meirihlutinn vill ljúka samningnum.
Hrafnhildur Ragnarsdóttir: Hvernig
er verið að vinna að því að styrkja
samstarf Færeyja og Grænlands og
auka vægi okkar og þeirra er kemur að málum
norðurslóða?
Össur: Við styðjum báðar til áhrifa á norður-
slóðum. Eigum sérlega góða og vaxandi
samvinnu við Grænlendinga þar. Get þess
að Ísland hefur sérstaklega stutt rétt frum-
byggja til ákvarðana á norðurslóðum.
Torfi Símonarson: Hvaða skoðun
hefur þú á röddum þess efnis að
Kínverjar séu að reyna með
landakaupum á Íslandi að byggja upp
hernaðarlegan grunn á norðurslóðum til að vera
í góðri stöðu gagnvart t.d. Bandaríkjunum?
Össur: Fráleitt tel ég. Mál Núbós snýst ekki
lengur um kaup á 3% Íslands, heldur leigu
á 300 hekturum, á grundvelli fjárfestingar-
samnings sem þarf að staðfesta eftir tíu ár,
og rennur þar að auki út eftir 40.
Guðrún Jónsdóttir: Telur þú að
Íslendingar eigi að setja meira í
þróunaraðstoð – ef já – þá af hverju?
Össur: Já. Ég skammast mín fyrir að við
skárum niður í kreppunni. Þróunaraðstoð
ræður úrslitum um möguleika fátækustu
þjóðanna. Við erum með ríkustu þjóðum
og ber siðferðileg skylda til að aðstoða
örsnauða.
Ásgeir Einarsson: Styður Samfylkingin
eða þú aðskilnað ríkis og kirkju?
Össur: Ég hef gert það, enda utan
Þjóðkirkjunnar (í Fríkirkjunni) en í Samfó hef
ég aldrei verið spámaður.
Bjarki Hilmarsson: Er ekki kominn tími
til að íslensk stjórnvöld fordæmi mann-
réttindabrot Ísraela á herteknu
svæðunum í Palestínu?
Össur: Hei – í hvaða heimi býrðu, elsku
Bjarki? Engin ríkisstjórn utan Arabaheims-
ins hefur talað jafn svert. Má ég minna
á að Alþingi samþykkti tillögu mína um
viðurkenningu á Palestínu? Ég hef notað
allar ræður mína á Allsherjarþingum SÞ til
að styðja Palestínu, talað máli hennar hvar
sem ég kem, nú síðast á opnum fundi með
ráðherrum Norðurlanda í Noregi í sl. viku.
Það er ekkert sem ég er eins stoltur af og að
hafa verið á dekki þegar Ísland, eitt Vestur-
landa sl. 20 ár, viðurkenndi Palestínu. Það
var Íslandi til sóma.
Ásgeir Einarsson: Getur Samfylking
myndað ríkisstjórn með hvaða flokki
sem er á Alþingi eftir næstu kosningar?
Össur: Ef kraftaverk eru undanskilin gæti
hún tæpast myndað tveggja flokka stjórn
með nema einum. Mér finnst hins vegar
skemmtilegast í margflokka stjórnum, eða
minnihlutastjórnum.
Ómar Valdimarsson Sæll, Össur. Væri
ekki séns að hafa þjóðaratkvæða-
greiðslu um hvort það eigi að halda
þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi
viðræður við ESB?
Össur: Ertu að vera hótfyndinn á kostnað
eina alvörugefna stjórnmálamannsins í
landinu? Allt er hægt. Minn smekkur er fyrir
þjóðaratkvæðagreiðslu um fullkláraðan
samning.
Ragnheiður Pálsdóttir: Sæll, Össur.
Mig langar að forvitnast um það hvort
staða menningarfulltrúa ráðuneytisins
verði auglýst. Það er mikilvægt að manneskja
með vit og áhuga á menningarlífinu skipi þessa
stöðu.
Össur: Ég hef hug á því að gera tímabundna
tilraun með að flytja menningarþáttinn inn
í samstarf Íslandsstofu og kynningarmið-
stöðvanna. Ná þannig meiri slagkrafti í að
flytja orðstír skapandi Íslendinga út.
Viktor Valgarðsson: Telur þú
tímabært að skipta um forystu
Samfylkingarinnar? Hverjir sérðu fyrir
þér að leiði flokkinn í næstu kosningum?
Össur: Ég á enga kristalskúlu til að
skyggnast inn í framtíðina. Árni Páll er að
máta formannsbrækur, Katrín og Dagur eru
nefnd, fleiri langar, margir þeirra hæfir. En
formaðurinn heitir Jóhanna.
Guðrún Jónsdóttir: Össur, ertu
femínisti ?
Össur: Ég er alinn upp í skini
Rauðsokkahreyfingarinnar, og er af þeirri
kynslóð kalla sem amk. vill vera femínistar.
Þórunn Sveinbjarnar sagði að ég væri það
næstum.
María Þrastardóttir: Sérðu fyrir þér
að Samfylkingin geti unnið með
Sjálfstæðisflokki eftir kosningar eða
kemur yfirlýsing um samstarf eða kosninga-
bandalag við VG til greina?
Össur: Ég er á móti kosningabandalögum.
Ég gæti við vissar aðstæður unnið með
Sjálfstæðisflokknum, en tel líklegustu
niðurstöðuna félagshyggjustjórn þar sem
VG sæti á fletinu líka.
Þórarinn Einarsson: Hvað ætlar
Samfylkingin að gera ef þjóðin hafnar
aðild að ESB? Hefur hún þá nokkuð
fyrir stafni?
Össur: Hvort sem við vöknum upp innan
eða utan ESB eru verkefnin ærin við að
moka fjósið sem samstjórn Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknar skildi eftir – og gæti
haldið Samfó upptekinni í áratugi í viðbót.
Hins vegar tel ég ólíklegt að samningurinn
verði felldur að lokum – svo fremi við náum
niðurstöðu í sjó. Þar veldur ekki síst að aðild
er langbesta leiðin til að leysa gjaldmið-
ilsmálin. Án samstarfs við ESB um þau
sé ég fram á að gjaldeyrishöft verði örlög
okkar um langa hríð. Svo væri ekki verra að
fá hingað þær erlendu fjárfestingar sem
reynslan sýnir að fylgi aðild smáríkja.
Ragnheiður Ragnarsdóttir: Tvö
alsírsk börn voru nýlega dæmd í
fangelsi hérna, í hróplegu ósamræmi
við Barnasáttmála SÞ. Getur þú/ætlar þú að
aðhafast eitthvað í því máli?
Össur: Það á aldrei að setja börn í fangelsi.
Það er mín skoðun. Ég get ekki lofað þér
öðru en að ræða málið við hlutaðeigandi
félaga mína í ríkisstjórn.
Guðmundur Franklín Jónsson: Þú ert
mjög vinsæll innan Samfylkingarinnar.
Hefur þú hugsað þér að fara fram (Árni
Páll hefur lýst yfir löngun) gegn núverandi
formanni?
Össur: Ég nýt fráleitt sama stuðnings innan
Samfó og þú innan þíns – enda bara starfs-
maður á plani. Ég er saddur formannsdaga.
Það er afgreitt mál. Sorrí Stína.
Andrés Jónsson: Talað er um atgervis-
flótta úr stjórnmálum. Eru stjórn-
málamennirnir sem eru núna á þingi,
betri eða verri, heilt yfir, en þeir sem við höfðum
áður að þínu mati?
Össur: Þeir eru að minnsta kosti miklu orð-
ljótari en þeir sem áður vermdu bekkina.
Ég kalla ekki allt ömmu mína í þeim efnum,
en kjaftbrúkið í þinginu kemur m.a.s. mér í
opna skjöldu á stundum.
Ari Brynjólfsson: Veistu hvaðan
samsæriskenningin um samband
Samfylkingar og Jóns Ásgeirs á rætur
sínar? Gætir þú tjáð þig eitthvað um það mál,
hvort sem það er eitthvað á bak við það eður ei?
Össur: Ég hef verið húðskammaður fyrir að
segja að mér fannst Samfó hafa of mikla
glýju í augunum gagnvart nýja kapítalinu.
Jafnaðarmannaflokkar hér og erlendis
stóðu sig ekki í aðhaldshlutverkinu.
Kenningin sem þú nefnir spratt helst upp
á bloggsíðum Björns Bjarnasonar. Sjálfur
tapaði ég næstum formannssætinu fyrr
en ella fyrir samskipti min ill og hörð við
Baugsveldið.
Logi Björnsson: Ætlar ríkisstjórnin/
Alþingi ekkert að gera til að stöðva
innheimtu á gengistryggðum lánum?
Ef ekki, er búist við því að launafólk hafi efni á
að borga lögfræðingi til að verja hagsmuni sína?
Össur: Ég veit að glíman við Dróma er ekki
fullgengin og það er skelfilegt mál. En að
öðru leyti hélt ég að það væru engir að
innheimta gengislán sem ólögmæt voru
fundin.
Helgi Ingason: Finnst þér að það ætti
að vera hámarkstími sem menn geta
setið á Alþingi?
Össur: Pétur Ottesen sat í 40 ár og var
bestur undir lokin. Nei, mér finnst það ekki.
Þegar persónukjör verður upp tekið getur
þjóðin hæglega komið í veg fyrir slímusetur
þeirra sem flokkarnir hafa dálæti á.
Sigurður Sigurðsson: Eru mannrétt-
indabrot í Kína ekkert að bögglast fyrir
þér, Össur? Hvernig réttlætir þú
þjónkun og fyrirgreiðslu ákveðinna aðila innan
Samfylkingarinnar við Nubo? Er þetta ekki bara
dæmi um spillingu?
Össur: Ég hef sjálfur tekið upp mannrétt-
indi við Kína og hlustað á forsætisráðherra
gera slíkt hið sama með kraftmiklum hætti.
Nubo fær ekki aðra fyrirgreiðslu en lög
heimila öðrum.
Hallur Guðmundsson: Hvað ESB
varðar, er það raunhæfur möguleiki að
ætlast til þess að fá varanlegar
undanþágur eins og Samfylkingin hefur talað
fyrir eða eru þessar undanþágur bara hugsaðar
tímabundið til aðlögunar?
Össur: ESB er þekkt fyrir sérlausnir varðandi
stóra hagsmuni umsóknarríkja. Við munum
freista þeirra í nokkrum stórmálum. Sums
staðar verður væntanlega leitað eftir
tímabundnum aðlögunum. Það er heldur
ekki hægt að útiloka að samningahópar
okkar komist að þeirri niðurstöðu að í ein-
stökum málum, þar sem sérstaða okkar er
rík, verði óskað eftir undanþágum. Það mun
koma í ljós.
María Þrastardóttir: Ertu enn þeirrar
skoðunar að ekki eigi að virkja í neðri
hluta Þjórsár til að knýja álver í
Helguvík og er rétt að setja háhitasvæði á
Reykjanesfólkvangi í nýtingarflokk í
rammaáætlun.
Össur: Ef skoðun á laxarökum Orra Vigfús-
sonar sýnir að þau standast ekki finnst
mér líklegt að efri virkjanirnar tvær verði
gerðar í framtíðinni, en Urriðafoss ekki.
Hvað varðar Reykjanes þá er ég giska sáttur
við niðurstöðuna einsog hún liggur fyrir í
tillögunni í þinginu. Menn verða hins vegar
að gæta að sjálfbærni, og ganga ekki of hart
í nýtingunni.
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir:
Hvað þarf ég að bíða lengi eftir
ríkisstjórn sem vill ekki vera aðili að
hernaðarbandalaginu Nató?
Össur: Mér þykir líklegt, ef stjórnarskrár-
breytingarnar verða, þar sem opnað er
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sat fyrir svörum á Beinni línu DV.is á miðvikudag. Hann styður aðskilnað ríkis og kirkju
og er ánægður með tillögur stjórnlagaráðs.
Nafn: Össur Skarphéðinsson
Starf: Utanríkisráðherra
Aldur: 58 ára
Menntun: Doktorspróf í lífeðlisfræði