Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Side 31
Umræða 31Helgarblað 11.–13. maí 2012
Vinsæl
ummæli
við fréttir DV.is í vikunni
„Það mætti halda að
Hákon hafi skitið á ís-
lenska fánann, miðað
við viðbrögðin hérna :).“
Steingrímur Rúnar Guð-
mundsson í athugasemd við
skyndibitarýni Hákonar á DV.is.
Hákon rýndi þar skyndibitastaðinn
Subway sem fékk alls ekki góða dóma og
tóku margir upp hanskann fyrir staðinn.
„Í svona málum á
að heita ríflegum
fundarlaunum, og
bjóða köfurum aðgang að
svæðinu. Svona tankur hlýtur
að finnast ef nógu margir
reyna að leita.“
Hafþór Þórarinsson um frétt á
DV.is þess efnis að þúsund lítra
olíutankur lægi á botni Ytriflóa
Mývatns.
„Og verðlaunin
fyrir ósmekklegustu
ummæli ársins hlýtur
Bónus-Jóhannes!“
Heiða B. Heiðars við frétt á
DV.is þar sem Jóhannes í Bónus
sagði að það þyrfti bara að líta
á fjölmiðlamanninn Egil Helgason til að
átta sig á því að fjölskylda hans hefði mis
notað lágt vöruverð.
„Djöfull er gaman
þegar menn þora að
segja sannleikann
bravó Egill.“
Styrmir Már Sigmundsson
við frétt þar sem greint var frá
bloggi Egils Helgasonar. Egill
sagði það vera þjóðsögu að Jóhannes í
Bónus hefði verið vildarvinur alþýðunnar.
„Verð nú bara að
segja að mér finnst
jákvætt þegar menn
sem þekkja þennan heim af
eigin raun hvetja menn til að
halda sig frá honum.“
Steinar Immanuel Sörensson
við frétt á DV.is þar sem vitnað
var í gagnrýni Jóns stóra og
Ævars Arnar á kvikmyndina Svartur á
leik. Voru lokaorð Jóns og Ævars skilaboð
til ungs fólks um að halda sig frá því
líferni sem fjallað er um í kvikmyndinni.
„Jæja, þá er sá tími
ársins kominn að fólk
byrjar að alhæfa um
bifhjólamenn upp til hópa.
Um daginn svínaði maður á
fólksbifreið fyrir mig. Þessir
helvítis fólksbifreiðaökumenn
eru stórhættulegir og það er
kominn tími til að tala opin-
skátt um það.“
Styrmir Barkarson um frétt
á DV.is þar sem knapi kvartaði
yfir mótorhjólamanni sem ók
ógætilega fram hjá honum og dóttur
hans. Sagði knapinn slíka hegðun jaðra
við morðtilraun en atvikið átti sér stað
fimmtudaginn 3. maí og vakti töluverða
athygli á DV.is.
„Subway er svolítið
eins og útvarpsstöðin
Bylgjan. Ekki einu
sinni Jalapeno piparinn hefur
skýrt eða sterkt bragð. Litrófið
alveg frá grænu yfir í gult.
Smám saman er markaðurinn
að taka allt afgerandi burt
og „besta“ hluti niður í svona
lægsta samnefnara bragðs.“
Svavar Knútur við skyndibita
rýni Hákonar þar sem Subway
var tekinn fyrir.
07
04
10
36
31
39
32
„Þetta var gamal
dags glassúrsnúður“
á að ná fram þjóðaratkvæðagreiðslum
með tiltölulega greiðum hætti, þá gætirðu
hugsanlega fengið að kjósa um Nató í
framtíðinni.
Ásta Sigrún Magnúsdóttir: Hvaða
verkefni ertu stoltastur af á þínum ferli
sem stjórnmálamaður og hvar hefur
þér brugðist bogalistin?
Össur: Ég er stoltastur af Palestínu. Ég
skammast mín fyrir að hafa ekki verið
harðari gegn niðurskurðinum til þróunar
mála meðan kreppan reið yfir.
Týr Þórarinsson: Nú er sögulega lítill
stuðningur við þessa ríkistjórn og
vaxandi óánægja með ykkur. Hefur
aldrei hvarflað að ykkur að hætta og boða til
nýrra kosninga?
Össur: Nei. Þetta heitir lýðræði. Fólk kýs
stjórn til 4 ára. Þessi stjórn er að ná miklum
árangri. Hverja viltu? Stjórnarandstaðan
hefur minna fylgi en stjórnin.
Guðrún Konný Pálmadóttir: Sæll,
Össur, hvað hefur hrunið helst kennt
þér sem stjórnmálamanni?
Össur: Í fyrsta lagi að treysta ekki orðum
matsfyrirtækja, sem gáfu bönkum
og Íslandi toppeinkunn fram í rauðan
dauðann. Í öðru lagi að skipta mér meira
af verksviði annarra ráðherra. Í þriðja
lagi að vera gagnrýninn á okkar eigin
eftirlitsstofnanir. Í fjórða lagi hef ég velt
mjög fyrir mér hvort ríkisstjórnin eigi ekki
að vera fjölskipað stjórnvald, þar sem
ráðherrar eru samábyrgir... og verða að
fylgjast betur með hvers annars verkum.
Í fimmta lagi að oddvitastjórnmál eru
hættuleg.
Gísli Sigurður Gunnlaugsson: Nú ert
þú svolítið í neftóbakinu, hvernig finnst
þér umræðan um neftóbaksnotkun
Íslendinga búin að vera upp á síðkastið? Og ertu
fylgjandi banni á svokölluðu „snúsi“, eða
munntóbaki?
Össur: Reyklaust tóbak fer miklu betur með
heilsuna en reykt tóbak. Ég, ásamt Inga
Birni, Davíð Oddssyni, Halldóri Blöndal,
Ögmundi Jónassyni og Guðna Ágústssyni,
greiddi atkvæði gegn banninu. Ég var þá
formaður heilbrigðisnefndar þingsins og
varð auðvitað að hlíta banninu. Sama dag
hætti ég í snuffinu og fór í innlendu fram
leiðsluna. En þetta er viðkvæmt mál heima
og í þinginu...
Rafn Guðjónsson: Geturðu sagt mér,
af hverju er ekki hægt að leggja niður
verðtrygginguna nema að við göngum í
ESB?
Össur: Fræðilega er það hægt, en reynslan
sýnir að það er ekki gert. Menn í öllum
flokkum tala fjálglega um að afnema hana,
og halda betur á spöðunum í ríkisfjármálum
o.s.frv. En þeir hafa aldrei gert það, og á
þeirri reynslu byggi ég að þeir muni ekki
heldur gera það í framtíðinni. Þess vegna er
það einn af ávinningum aðildar að ESB að
við getum afnumið verðtrygginguna. Sam
hliða lækka vextir – og hví skyldum við ekki
með okkar öflugu fúndament í efnahags
lífinu stefna á þýska vexti? – Og við getum
afnumið gjaldeyrishöftin sem ella munu
skerða lífskjör okkar.
Illugi Jökulsson: Heill og sæll! Segðu
mér nú skorinort og fyrirvaralítið hvaða
skoðun þú hefur á stjórnarskrárfrum
varpi því sem við börðum saman nokkur, eitt
sumar á landinu bláa.
Össur: Ávinningur þess er meiri en gallarnir.
Þess vegna styð ég það. En ég er sammála
forsetanum um að það færir hans embætti
aukið vald. Það er galli sem ég vildi sjá
þingið breyta. Lifi byltingin!
Jónas Halldórsson: Er kreppan búin?
Össur: Já, það er sam
felldur vöxtur í efnahagslífinu. Við
nutum ríflega 3% vaxtar í fyrra. Spáð er
2,2–2,5% á næstu árum, en ég held að
hann verði nær 4%. Við erum með hæstu
þjóðum á okkar parti heims hvað varðar
vöxt, þorskurinn er á rymjandi uppleið,
loðnan fundin, ferðaþjónusta í sögulegri
sveiflu, og uppgangur á næsta áratug
við þjónustu og leit að olíu og gasi. Það
breytir ekki hinu, að enn eiga alltof margir
um sárt að binda eftir hrunið, og það er
stjórnmálamanna að halda áfram að
finna leiðir til að bæta stöðu þeirra. En
kreppan, sem afleiðing af bankahruninu,
er frá. Við eigum hins vegar eftir að vinna
niður snjóhengjuna – 1.200 milljarða
króna í eigu útlendinga – og leysa gjald
miðilsmálin. Það er verkefnið.
Konráð Jónsson: Sæll, Össur. Hvernig
snúður var þetta sem Sigurjón Þ.
Árnason gleypti hálfan í einum
munnbita? Heldur þú að þú getir leikið þetta
eftir honum?
Össur: Þetta var gamaldags glassúrsnúður,
skorinn í tvennt. Nei, ég get ekki leikið þetta
eftir. Það byggir á tilraun sem ég gerði, og
mistókst.
Gunnar Salvarsson: Þú fórst nýlega til
Malaví – breytti sú heimsókn að
einhverju leyti sýn þinni á þróunarsam
vinnu? Telurðu að vilji sé fyrir því á þingi að
hækka opinber framlög myndarlega á næstu
árum?
Össur: Já, hún breytti afstöðu minni. Mér
fundust okkar eigin vandamál ærið smá
í samanburði við stöðu þeirra. Ég taldi
heimkominn að aukin framlög ættu að
vera forgangsmál ríkrar þjóðar einsog
okkar. Ég tel að það sé vilji á Alþingi til
að hækka framlögin á næstu árum. Þar
hafa orðið kynslóðaskipti. T.d. gladdist
ég yfir hversu snaggaralega forysta
Sjálfstæðisflokksins talaði í málinu. Gott
hjá BB.
Pétur Þorsteinsson: Hefur
utanríkisráðherra fylgst með vaxandi
alþjóðlegri gagnrýni á stríðið gegn
fíkniefnum? Tekur ráðherrann að fíknistríð sé
líklegt til að skila árangri?
Össur: Ég tek eftir því að sumar þjóðir fara
aðrar leiðir, og lögleiða tiltekin fíkniefni.
Víða fylgjast menn með því, og munu
væntanlega skoða af því reynsluna.
Guðrún Jónsdóttir: Finnst þér að
stjórnmálaflokkar þurfi á ungliðahreyf
ingum að halda ?
Össur: Já. Þær eru oft samviska flokkanna,
og halda þeim við efnið. Sjálfur er ég alinn
upp á íhaldsheimili, reyndi að ganga í
Heimdall, en til allrar guðs lukku klikkaði
Kjartan Gunnarsson á því.
Hallur Guðmundsson: Sæll, Össur.
Skjaldborg um heimilin, sagði
forsætisráðherra forðum. Hvernig
túlkar þú þau orð?
Össur: Ég túlka þau þannig að hún hafi viljað
gera allt sem hún gæti til að lina þjáningar
þeirra sem blæddi eftir hrunið. Lilja Mós
setti fram sitt mat í gær á fésbók hvað það
er mikið: 230 milljarðar.
Fundarstjóri: Hvern ætlar þú að kjósa í
forsetakosningunum í sumar?
Össur: Það er hefð fyrir því að ég
gefi ekki upp minn kandídat fyrr en degi fyrir
kosninguna. Síðast var það Ólafur Ragnar
Grímsson.
Sigurður Gunnarsson: Sæll, Össur.
Hver er málefnalegastur á þingi í dag
að þínu mati? Fyrir utan sjálfan þig að
sjálfsögðu.
Össur: Fair play að ég nefni bara til sögunnar
stjórnarandstæðing: Það myndi vera Eygló
Harðardóttir.
Bárður og Lína: Eru tengsl á milli þín,
Össur, og aðstoðarmanns Nubo,
Halldórs Jóhannssonar?
Össur: Ég hef hitt hann í tengslum við Arctic
portal sem sett var upp í tíð forvera míns,
og hann kom með Nubo á fundinn sem ég
átti með honum – einsog kom fram í frétta
tilkynningu af þeim fundi.
Ómar Valdimarsson: Ókei, ein alvöru:
Hefur Ísland fengið vilyrði eða telur þú
að hægt sé að semja um að ECB haldi
ISK innan ákv. vikmarka, strax eftir hugsanlega
inngöngu í ESB (fyrir ERM II)?
Össur: Ég tel að við getum gengið í ERM
II jafnfljótt eftir formlega inngöngu og
ýmsar aðrar smáþjóðir – og þar munar
ekki nema örfáum mánuðum. Í því felst
að ECB héldi krónunni innan ákveðins
rúms. Fyrir þig og lesendur þína væri sér
staklega áhugavert að skoða samninginn
við Dani.