Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Page 34
34 Viðtal 11.–13. maí 2012 Helgarblað Þ að er sólbjartur dagur þeg- ar Ásdís Hjálmsdóttir hittir blaðamann á kaffihúsi. Sól- in lýsir upp föl andlit kaffi- húsagesta sem eru rétt að venjast hækkandi sól. Ásdís sker sig úr í hópnum, er björt yfirlitum, sterk- leg, sólbrún eftir útiæfingarnar og æfingabúðir erlendis og hún er áber- andi ákveðin í fasi. Hún fær sér grænt te. „Ég er bara eins og litlu börnin, hef aldrei kom- ist upp á lagið með að drekka kaffi. Finnst það bara vont,“ segir hún og brosir. Það er annasamt sumar fram undan og hún er full tilhlökkun- ar. Ásdís er á leið á Ólympíuleikana í London. Þangað hefur hún stefnt í mörg ár eins og sannri keppnis- manneskju sæmir. „Ég efaðist aldrei um að ég kæmist á Ólympíuleikana. Í rauninni má segja að ég eyði ekki tíma eða orku í að efast um markmið mín. Ég hef verið þannig síðan ég var lítið barn. Ef ég ætla mér eitthvað, þá geri ég það og fer áfram á hnefan- um. Það er rosalega spennandi sum- ar fram undan,“ segir hún og brosir. „Ég fer til Brasilíu að keppa í næstu viku. Svo fer ég á nokkur mót í byrjun júní og verð meira og minna á fleygi- ferð. Svo kem ég heim aftur og keppi heima og þá er Evrópumót í lok júní, áður en ég keppi á Ólympíuleikun- um. Það er fínt að fá svona upphitun í stórmótaumgjörð fyrir leikana.“ Með fullkomnunaráráttu Ásdís byrjaði að æfa íþróttir 10 ára gömul, byrjaði í badminton og ýms- um öðrum íþróttum. Hún tók hins vegar meðvitaða ákvörðun um að skipta yfir í frjálsar íþróttir í mennta- skóla og segir fullkomnunaráráttu sína hafa átt hlut í því. „Ég var barnið sem var í öllum mögulegum íþróttagreinum. Bad- minton átti þó helst huga minn. Ég fór að æfa frjálsar á sumrin um 12 ára aldur og þegar ég var kom- in í menntaskóla tók ég meðvitaða ákvörðun um að skipta alveg yfir í frjálsar. Það var erfið ákvörðun,“ segir hún frá. „Ég er með mjög mikla fullkomn- unaráráttu og finnst ég stöðugt þurfa að láta hlutina ganga upp. Í frjálsum íþróttum er allur árangur mælan- legur. Þú nærð ákveðnu markmiði og þannig er það skráð. Í badminton eru fleiri breytur sem hafa áhrif á ár- angurinn. Þú getur átt góðan leik, en samt tapað. Þetta hentaði mér illa. Enda hef ég verið hrikalega tapsár og skapstór síðan ég var lítil. Ef ég tap- aði, klúðraði bolta eða átti slæman leik sló ég mig oft með spaðanum í fótinn. Stundum braut ég spaðana og var oft með sár á fótunum. Ég stefndi alltaf á að komast á Ólympíuleika og í frjálsum eru þeir möguleikar meiri og skýrari. Það var kannski bara gott að ég skipti um íþrótt, kannski hefði ég farið mér að voða,“ segir hún og skellihlær. Hún fer stundum og tekur bad- mintonleik með vinum sínum. „Það er með því skemmtilegra sem ég geri og ég fylgist vel með félögum mínum í sportinu, svo sem Rögnu Ingólfs- dóttur. Hún þurfti einmitt að bíða eftir að heimslistinn yrði birtur til að vita hvort hún kæmist á leikana. Það er nýlega sem það kom í ljós.“ Var dekurdýr Ásdís er alin upp í Fossvoginum og er yngst fjögurra systkina. „Ég held að ég hafi verið svolítið erfið sem barn. Ég var litla dekurdýrið, kom langsíð- ust. Þau eru 11, 12 og 17 árum eldri en ég. Þegar ég fæddist var bróð- ir minn sem er næstyngstur 11 ára. Þegar ég var til að mynda 5 ára þá voru þau öll á gelgjunni. Ég held ég hafi verið klár krakki að mörgu leyti en gallinn var sá að uppeldið var orð- ið afslappaðra. Það var miklu strang- ara þegar þau voru að alast upp. Ég fékk allt upp í hendurnar og auðvi- tað voru þau ekki sátt við það. Ég leit líka svo upp til þeirra, vildi alltaf vera með þeim. Mér fannst æðislegt þeg- ar þau vildu leika við mig. Þegar vinir bróður míns komu heim og voru að spila tölvuleiki þá fékk ég að sitja og horfa á. Mér fannst það toppurinn á tilverunni. Að fá að sitja og horfa á nokkra 18 ára unglingsstráka spila tölvuleiki,“ segir hún og skellir upp úr. Missti föður og góðan vin Líf Ásdísar hefur ekki verið áfalla- laust. Árið 2006 féll faðir hennar fyr- ir eigin hendi. Föður hennar, Hjálmi Sigurðssyni var afar umhugað um að fylgjast með framförum dóttur sinn- ar um leið og hæfileikar hennar fóru að segja til sín. Hann studdi þétt við bak dóttur sinnar. Mætti á margar æfingar og hvert einasta mót þangað til hann lést eftir að hafa glímt við al- varlegt þunglyndi um árabil. Ásdís glímir enn við áfallið sem það var að missa föður og góð- an vin og finnst afar mikilvægt að ræða opinskátt um fráfall föður síns og sjúkdóminn sem dró hann til dauða. Heppin að kynnast honum náið Hún segist heppin að hafa fengið tækifæri til að kynnast honum náið þegar hún bjó ein með honum um tíma og heiðrar minningu hans á hverjum degi. „Mamma og pabbi skildu árið 2001 og um svipað leyti tók ég þá ákvörðun að hefja feril í frjálsum íþróttum, ég tók þá ákvörðun að búa með pabba um tíma. Þegar ég hugsa til baka finnst mér ég hafa ver- ið heppin að fá þennan tíma ein með honum áður en hann dó. Ég kynnt- ist honum náið og hann lagði allt sitt í að hjálpa mér og styðja við mig. Á þessum tíma var hann stoð og stytta og hann lagði sig allan fram og færði fórnir í því að leggja grunninn að framtíð minni. Hann var óþreytandi í að hvetja mig áfram og stóð með mér eins og klettur. Það var alveg sama hvað gekk á. Alltaf var hann mér við hlið. Ég held að ég heiðri minningu pabba á hverjum degi með því að halda áfram að gera það sem ég er að gera. Hann hafði svo brennandi áhuga á því sem ég var að gera. Það er ofboðslega erfitt að út- skýra fyrir öðrum hversu mikið hann studdi mig. Orð lýsa því ekki. Það eru margir foreldrar sem hafa gaman af því að mæta á öll mót en hann mætti á æfingar líka til að byrja með. Áður en ég fékk kastþjálfara og var að fara ein inn út á kastvöll að leika mér í þrjá, fjóra tíma, þá kom hann og ég var kannski að kasta kringlu og hann að kasta til baka. Hann vissi öll úrslit og var oft að skoða hvar ég væri í samanburði við önnur lönd. Hann var líkur mér að því leyti,“ segir hún og hlær. „Við vorum bæði með fullkomnunarár- áttu og alltaf að mæla allt út.“ Ásdís segir þau hafa verið afar náin. Faðir hennar var sá sem best skildi rússíbanareiðina sem fylgir keppnisskapinu. „Hann skildi mig svo vel. Hann vissi nákvæmlega hvað það var mikið áfall fyrir mig þegar ég meiddist. Meðan aðrir sögðu: Æ, æ, þetta grær áður en þú giftir þig, þá skildi hann tilfinningar mínar þeg- ar það þyrmdi svo illilega yfir mig við meiðsli og áfall að mér fannst lífið vera búið.“ „Ég held að ég heiðri minningu pabba á hverjum degi með því að halda áfram að gera það sem ég er að gera,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir afrekskona sem er á leiðinni á Ólympíuleikana. Kristjana Guðbrands- dóttir ræddi við Ásdísi um Ólympíuleikana og keppnisskapið og þá erfiðu lífreynslu að missa föður og góðan vin. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal H iðrar minningu föður síns „Ef ég tapaði eða átti slæman leik lamdi ég sjálfa mig með spaðanum í fótinn. Áfram með þig, lengra, lengra „Úff. Þessi sekúnda sem spjótið er í loftinu líður eins og heil mínúta og sérstaklega á svona stórum mótum. Það er ekki búið að gerast, spjótið er í loftinu, þú getur ekkert gert. Þannig að ég horfi á eftir spjótinu og stundum hugsa ég með öndina í hálsinum: Áfram með þig, lengra, lengra.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.