Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Side 35
Viðtal 35Helgarblað 11.–13. maí 2012 Þjóðarböl Sjálfsvíg föður hennar var henni afar erfitt áfall og hún segir bæði hann sjálfan og fjölskylduna hafa reynt að koma honum til hjálpar. „Þetta er hræðilegur sjúkdómur, þjóðarböl. Það er verst þegar þung- lyndið er það alvarlegt að fólk getur ekki sótt sér hjálp. Þannig var það með pabba. Hann bara gafst upp. Þetta var náttúrulega svakalegt áfall en hann var búinn að vera þunglynd- ur lengi.“ Er hún sjálf hrædd við að veikjast? „Ég hef ekki fundið fyrir þung- lyndi sjálf. En ég er með rosalega mikla fullkomnunaráttu. Ég legg allt í það sem ég geri og ég lifi mig inn í það. Þannig að það tekur rosalega á andlega þegar illa gengur. Til dæmis ef ég meiðist. Þá þyrmir svo yfir mig að ég kemst ekki hjá því að hugsa: Er ég að fara of langt niður? En ég hef samt aldrei verið hrædd við þung- lyndi. Kannski er ég það ekki vegna þess að þeir sem eiga aðstandend- ur sem eru þunglyndir eru öruggari hvað varðar að bregðast við og leita sér hjálpar.“ Ekki hægt að sleppa því að ræða málin Ásdís ræddi fyrst um missinn í viðtali hjá Hemma Gunn, sem þekkti föður hennar, og fann tilgang í því að ræða opinskátt um veikindi föður síns. „Hemmi þekkti pabba. Hann fór því aðeins inn á þetta og spurði mig áður hvort það væri í lagi. Mér finnst mjög mikilvægt að tala um þetta. Það er rosalega misjafnt hvernig fólk tekst á við lífsreynslu á borð við þessa. Sum- ir vilja grafa og gleyma allt erfitt, sópa undir mottuna og halda áfram. En málið er bara að maður veit að það eru fleiri að ganga í gegnum þetta. Ef það sitja bara allir og þegja hver í sínu horninu þá hefur enginn nógu góða hjálp í að takast á við vandann. Það er ekki hægt að sleppa því að tala um þetta,“ leggur hún áherslu á. Fór á æfingu daginn eftir Ásdís fann fyrir því að fólk forðað- ist að mæta henni eftir fráfall föður hennar. Hún mætti á æfingu strax daginn eftir og fann hvernig félag- arnir héldu sig til hlés. „Fólk veit ekki hvernig það á að vera og er hrætt við það hvernig sá sem er í sorg bregst við. Þetta eru til- finningar, eitthvað erfitt og þá er best að forðast bara að tala um það. Þessu fann ég fyrir. Ég fór á æfingu, strax daginn eftir. Ég hafði setið heima og grátið stanslaust í heilan sólarhring. Ég varð að komast út. Ég varð að hreyfa mig því ég gat ekki meir. Ég var með stanslausan hausverk og vildi fá útrás. Það var tekinn sveigur í kring- um mig í lyftingaklefanum. Sem var ekki stór,“ segir hún og hlær enda tal- ar hún ekki um málin af biturð. „Strákarnir vissu sérstaklega ekki hvernig þeir áttu að vera. Stelpurnar hins vegar komu til mín, föðmuðu mig og gáfu mér blóm. Þá voru aðrir sem vissu ekki af þessu sem komu og spurðu: Nei, vá, varstu að fá verðlaun? Þá þurfti ég að útskýra það.“ Þakklát Hemma Gunn „Þögnin er virkilega erfið þeim sem ganga í gegnum missi,“ útskýrir Ás- dís. „En nánd og hlýja nauðsynleg. Það var erfitt að koma út í fyrstu á meðal fólks. Sérstaklega í skólann. Maður fann svo sterkt fyrir því að fólk var að reyna að láta eins og venju- lega. En það er ekki hægt eftir svona. Lífið breytist. Allt er breytt. Ég fékk rosalega sterk viðbrögð eftir viðtal sem birtist í Fréttablaðinu stuttu eft- ir viðtalið hjá Hemma. Sérstaklega í fjölskyldu pabba. Þá hafði ekki mik- ið verið rætt um þunglyndið og þau áttuðu sig á því að þau væru ekki að ræða þetta. Þau hrósuðu mér fyrir að opna mig, sem mér fannst gott. Þetta var mikill léttir í sjálfu sér og mér finnst gott að Hemmi ákvað að biðja mig að ræða um þetta. Þetta var líka hrikalega erfitt fyrir mömmu, þau voru búin að vera saman síðan þau voru krakkar. Hún varð ólétt 16 ára. Þau giftu sig 19 ára og þótt þau hefðu skilið voru þau ofboðslega góðir vin- ir. Þetta tók rosalega á hana eins og okkur öll systkinin en ég held að það hafi hjálpað fjölskyldunni og fært hana saman, hversu mikið hefur ver- ið rætt um fráfall hans.“ Leyfði sér að gráta Fráfall föður hennar hefur styrkt hana semn manneskju og hún trúir því að það, að hún hafi hleypt tilfinn- ingum sínum út, hafi gert gæfumun- inn. „Það var alltaf verið að tala við mig um að ég ætti að vera að vinna úr áfallinu að missa pabba. Í fyrstu fannst mér það fáránlegt. Ég hugs- aði með mér: Hvernig á ég að vinna úr þessu? Það er engin niðurstaða sem ég sætti mig við í þessu máli, því ég vil bara fá pabba minn aftur. Ég sá ekki fram úr því að geta komist yfir áfallið. Ég vissi ekki hvernig ég átti að vinna úr þessu. Það sem ég ákvað að gera, var að bæla ekkert niður. Ekki að reyna að kaffæra mig í öðrum verkefnum og láta eins og þetta hefði ekki gerst. Ég fór ofboðslega oft upp í kirkjugarð og leyfði mér að gráta til þess að hleypa þessu öllu út. Það er það sem ég held í dag að sé að vinna úr þessu. Að tala, að leyfa sér að gráta og að hugsa um áfallið. Ekki að reyna að bæla tilfinningarnar niður. Þær koma alltaf aftur. Það var það sem ég gerði og að halda áfram.“ Gafst næstum því upp En það var auðvitað stundum erf- itt að halda áfram. Andlega álagið var mikið. Hana hrjáðu meiðsli og á tímabili var hún við það að gef- ast upp. En þá fann hún hvatningu í minningunni um föður sinn. „Hann var búinn að hjálpa mér svo mikið, leggja svo mikið á sig til að ég gæti gert þetta. Gefa mér tækifæri sem voru kannski ekki svo sjálfsögð fyrir mig. Það voru ótrúlegustu hlutir sem hann gerði fyrir mig. Ef ég færi og settist niður og ákvæði að hætta þá væri það allt til einskis. Ekki það að ég sé í þessu fyrir hann. Alls ekki. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. En þegar ég var langt niðri, eftir áfallið og eftir meiðslin, þá var þetta það sem hjálpaði mér við að toga mig upp aftur.“ Þjálfarinn í föðurstað Þjálfari Ásdísar hefur reynst henni mikil stoð og stytta eftir fráfall föður hennar sem henni finnst afar mikil- vægt. „Hann gekk mér nánast í föð- urstað og við erum mjög náin. Það náin að við getum hnakkrifist en svo er bara allt í góðu. Þetta eru ekki yfir- borðssamskipti. Við sýnumst ekki og ég held að þannig náum við árangri. Við eyðum engum tíma í vitleysu. Mér finnst þetta þægilegt. Við pabbi tókumst oft svona á.“ Minning sem öllu breytti Það virðist vera að allt sem Ásdís tek- ur sér fyrir hendur geri hún vel. Ný- lega lauk hún meistaranámi í lyfja- fræði. Ekki lét hún nægja að verða hæst á prófum – dúxa – heldur gerði sér lítið fyrir og fékk hæstu einkunn sem gefin hefur verið í lyfjafræðinni. „Þetta er keppnisskapið,“ segir Ásdís með bros á vör. „Ég hef metnað til að standa mig vel í skólanum og hef haft hann frá því ég var lítið barn.“ Reyndar á Ásdís minningu úr barnæsku sem hún segir hafa breytt öllu. „Mig minnir að kennarar mínir hafi haldið að ég væri lesblind í byrj- un skólagöngunnar því mér gekk svo illa að læra. Ég fékk lélegar einkunn- ir og nennti ekkert að læra. Ég held ég hafi verið átta ára þegar pabbi kom til mín og ræddi málin við mig. Það hafði verið foreldrafundur dag- inn áður og þá var það rætt að ég hlustaði ekki í tímum, tæki ekki eft- ir, nennti ekki að gera verkefnin og þar fram eftir götunum. Ég var auð- vitað með lélegar einkunnir eftir því. En pabbi var sniðugur. Í staðinn fyrir að skamma mig og segja mér að taka mig á þá las hann kvöldsöguna fyrir mig áður en ég fór að sofa, breiddi yfir mig og svo settist hann hjá mér. Ræddi málin og spurði mig einfald- lega hvort ég vildi verða „tossi“. Hann var ekkert að dæma mig, ekkert að ýta á mig. Einfaldlega að skoða hvert ég stefndi með þessu áframhaldi. Þetta var einkennandi fyrir hans hlýja og hvetjandi stuðning,“ segir Ásdís og það er ekki laust við að hún verði ögn klökk við frásögnina. „Þá fattaði ég eitthvað mikil- vægt. Ég hugsaði með mér að ég vildi standa mig vel. Ég hafði þenn- an metnað sjálf. Ég sá rosalega mikið um mig sjálf. Kláraði kannski heima- vinnuna alla á einum degi fyrir vik- una og fékk háar einkunnir.“ Meðan spjótið er í loftinu Senn líður að leikunum. Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvað fer í gegnum hugann þegar hún kastar spjótinu. „Það er misjafnt,“ segir Ás- dís. „Oft varðar það tæknileg atriði sem ég er að einblína á. En stund- um er það: Slakaðu á, keyrðu á þetta, negldu á þetta! Hvatningarhugsan- ir sem ég keyri markvisst í gegnum hugann.“ En þegar hún er búin að kasta? Hún hlær. „Úff. Þessi sekúnda sem spjótið er í loftinu líður eins og heil mínúta og sérstaklega á svona stórum mótum. Það er ekki búið að gerast, spjótið er í loftinu en þú get- ur ekkert gert neitt meira. Þannig að ég horfi á eftir spjótinu og stundum hugsa ég með öndina í hálsinum: Áfram með þig, lengra, lengra. Þetta er stundum svolítið erfið stund. Það koma tímar þar sem mér finnst ég ekki vera að standa mig nógu vel. Ég held að það sé eins með alla íþrótta- menn, þeir eru allir með fullkomn- unaráráttu. Það eru allir með svo mikinn metnað fyrir því að standa sig. Það er það sem fær okkur til að mæta á æfingu á hverjum degi. Að gera betur. En það er líka oft erfitt, því maður er oft ekki sáttur. Ég vil kasta lengra, mér finnst að ég geti alltaf gert betur. Það tók mig langan tíma að læra að vera sátt eftir mót. Það var pabbi sem kenndi mér það og ég reyni að muna eins vel og ég get að halda þessum tilfinningum í skefjum.“ Lestrarhestur Venjulegur dagur hjá Ásdísi er anna- samur dagur. Hún mætir á æfingu. Vinnur í Lyfju í Lágmúla til að öðl- ast starfsréttindi sem lyfjafræðingur. Fer í nudd og til kírópraktors en þess á milli les hún sér til afþreyingar. „Ég ákvað að gefa mér iPad í útskriftar- gjöf. Frá mér til mín,“ segir hún og hlær. Ég fór að hafa áhuga fyrir því að lesa fyrir svona tveimur árum. Ég var alltaf í mótþróa og sagðist ekki lesa neitt nema námsbækurnar. Ég vildi ekki sjá aðrar bækur og taldi mér trú um að ég hefði ekki ímyndunaraflið til þess að lesa skáldsögur. En svo bjó ég um tíma hjá bróð- ur mínum og hann átti bók sem mig hafði alltaf langað til að lesa. Það var Ein til frásagnar, og fjallar um konu sem lifði af helförina í Rúanda. Ég varð veik og tók upp bókina og las hana. Nú er ég komin með bakteríu og orðinn að sannkölluðum lestrar- hesti. Nú er ég að lesa Hunger Ga- mes, eins og annar hver Íslending- ur. Er nýbúin að lesa ævisögu Lance Armstrong og svo er ég í alls kyns pælingum. Las til dæmis The End of Overeating sem fjallar um ávana- bindandi áhrif matar. Ég er eigin- lega óstöðvandi í þessu,“ segir hún og hlær. „Hver veit hvernig þetta æði mitt endar en ég hef þó alla vega fundið leið til slökunar á milli æfinga. Ekki er vanþörf á.“ n Heiðrar minningu föður síns„Ég held að ég heiðri minningu pabba á hverjum degi. „Það tekur rosalega á andlega þegar illa gengur. Vill ræða um missinn „Þögnin er virkilega erfið þeim sem ganga í gegnum missi,“ útskýrir Ásdís. „En nánd og hlýja nauðsynleg.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.