Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Page 36
Úr Harvard í hátísku 36 Viðtal 11.–13. maí 2012 Helgarblað 100 þúsund viðskiptavinir „Í lok síðasta árs vorum við komin með yfir 100.000 með- limi víða í heiminum. Rúmlega 40 prósent viðskiptavina okkar versla aftur á síðunni eftir að hafa verslað einu sinni og margir versla reglulega og gjarnan mörgum sinnum í mánuði.“ „Ég held að það sem ég hafi lært sé að fylgja hjartanu og gera það sem mér þykir skemmtilegt í starfi – það er erfitt að verða mjög góður í einhverju nema því aðeins að njóta þess virkilega sem maður gerir. Áslaug Magnúsdóttir er einn eigenda og forstjóri fyrirtækisins Moda Operandi þar sem hægt er að panta hátískuvörur á netinu strax að loknum sýningum hönnuðanna. Áslaug er lögfræðingur, með meist- aragráðu í fyrirtækjalögfræði frá Bandaríkjunum og MBA-gráðu frá Harvard. Hún vann meðal annars hjá McKinsey, Baugi og Marvin Traub áður en hún stofnaði fyrirtækið. Áhugamálið? Tíska. É g hafði alltaf gaman af að skoða falleg föt en get ekki sagt að ég hafi haft meiri áhuga á tísku en flestar aðrar íslenskar ung- lingsstelpur,“ segir Áslaug sem býr í New York. Áslaug gekk í Verzlunarskóla Ís- lands. Hún hafði áhuga á að fara í viðskiptafræði eftir stúdentspróf en taldi á endanum að betra væri að reyna að breikka þekkingargrunninn með því að fara í lögfræði. Hún settist á skólabekk í lögfræði- deild Háskóla Íslands og hóf að námi loknu störf hjá Deloitte & Touche á Íslandi þar sem hún vann í rúm þrjú ár. Duke og Harvard Áslaug hóf meistaranám í fyrirtækja- lögfræði við Duke University í North Carolina árið 1997 og fór sonur hennar, Gunnar, með henni. Hún segir að upphaflega hafi hún ætlað að fara heim beint eftir námið og fara að vinna aftur sem lögfræð- ingur. „Það var eitthvað sem togaði í mig þegar til Bandaríkjanna var komið. Mér fannst ég þurfa að verja meiri tíma þar til að þróa nánar það sem ég hafði þá þegar aflað mér. Ég vildi prófa að starfa erlendis og taldi að það yrði auðveldara ef ég væri með viðskiptagráðu í viðbót við lögfræðina en lögfræði er svo tengd lögum og reglum hvers lands. Við- skiptafög höfðu heillað mig frá því ég var í Versló og ég taldi alltaf að það væri gott að hafa menntun í hvoru tveggja. Ég hef reyndar aldrei unnið aftur við lögfræði eftir viðskiptanám- ið en það nám kemur að góðum not- um til dæmis við samningagerð.“ Áslaug hóf nám í Harvard og var ákveðið að Gunnar færi aftur til Ís- lands og byggi hjá föður sínum. Hún útskrifaðist síðan með MBA- gráðu árið 2000. „Ég var ánægð með það nám sem ég stundaði í Duke, sem er mjög góð- ur og þekktur háskóli, og það var frá- bær reynsla að vera í Harvard. Besti hlutinn af náminu var allt frábæra fólkið sem ég kynntist þar. Harvard- hópurinn heldur fast saman og við hjálpum hvert öðru eins mikið og við getum. Margir þeirra sem útskrifuð- ust með mér fluttu til New York og ég hitti þau oft.“ Hún fann ástina í Harvard: Eiginmaður hennar heitir Gabriel Levy og var í sama námi. „Við kynntumst rétt fyrir útskrift; hann var á leið til New York og ég til London.“ Mikil ferðalög Áslaug flutti til London eftir útskrift frá Harvard og hóf störf hjá ráðgjaf- arfyrirtækinu McKinsey þar sem hún vann í þrjú ár. „McKinsey var ótrúlegur skóli og ég lærði mjög mikið af því að vinna þar. Vinnudagarnir voru langir og ég var endalaust að ferðast. Á þessum tíma fór ég yfirleitt á hverjum mánu- dagsmorgni til Þýskalands, Belgíu eða annarra landa þar sem beið mín verkefni og kom síðan yfirleitt til baka á fimmtudagskvöldum. Ég var síðan tvær til þrjár helgar í mánuði annaðhvort á Íslandi, þar sem son- ur minn var, eða í New York þar sem maðurinn minn var. Gunnar minn kom reyndar með mér þegar ég var að vinna verkefni í Amsterdam og á fleiri stöðum þegar hann var hjá mér á sumrin. Hann þurfti því að verja miklum tíma á hótelherbergjum.“ Hún segir að McKinsey hafi eigin- lega verið eins og viðskiptaskóli. „Ég lærði ótrúlega mikið um stefnumót- un og mannauðsstjórnun. Það var líka mikil reynsla að vinna í mörgum mismunandi löndum með viðskipta- aðilum þar. Þetta kenndi mér hversu mismunandi viðskiptamenningin er oft á milli landa og hvernig þarf að haga sér með ólíkum hætti á hverjum stað til að koma málum á framfæri.“ Í Katar Áslaug vann í fjóra mánuði í Katar á þessum tíma. „Þetta var rétt áður en seinna stríðið í Írak hófst. Ég var að vinna að verkefni fyrir símafyrirtæki landsins og bjó á Ritz Carlton hótel- inu á meðan. Hótelið var fullt af fjöl- miðlafólki sem var að vinna að frétt- um um ástandið í Miðausturlöndum. Það var mikil reynsla að vinna í Katar. Ég kom þangað á ramadan- tíma og voru allir arabarnir fastandi. Ég mátti hvorki borða né drekka fyr- ir framan þá og þurfti að fela vatns- flöskurnar mínar undir skrifborð- inu. Karlar og konur máttu ekki taka í hendurnar á hvert öðru og í sam- kvæmum voru sérstök karla- og kvennasvæði. Körlum og konum er þannig ekki leyft að verja tíma sam- an í samkvæmum – ekki einu sinni í brúðkaupum. Það eru sér karla- og konuveislur. Ég fór í skemmtilegar eyðimerk- urferðir á jeppum á meðan ég dvaldi þarna og var þetta svolítið líkt jeppa- ferðum í snjó. Jepparnir runnu niður sandinn eins og við værum á skíðum. Mér finnst landið vera skrýtið: Eyði- mörk og háhýsi.“ Katar er eitt ríkasta land í heimi og segir Áslaug íbúa þar búa við mik- inn lúxus. „Þeir kaupa til dæmis mik- ið af dýrum fatnaði og lúxusvarn- ingi. Ég hafði það mjög gott á meðan ég var þar, bjó á fallegu hóteli, sendi fötin í hreinsun, fór í nudd og sund á hótelinu og í „limo“ á skrifstofuna á hverjum degi. Ég var hins vegar orð- in hundleið eftir fjóra mánuði. Það var engin leið að eignast þarlenda vini. Konurnar höfðu varla tækifæri til að fara af heimilinu og samskipti kynjanna voru með þeim hætti að það var illhugsanlegt að eignast karl- kyns vini.“ Til Baugs Gabriel flutti til London eftir þriggja ára fjarbúð og þá sagði Áslaug upp hjá McKinsey og fór að vinna fyrir Baug þar sem hún vann í þrjú ár. „Baugsreynslan var líka mikilvæg. McKinsey var mjög fyrirtækjamiðað fyrirtæki en Baugur nýsköpunarmið- að. Það er mikilvægt fyrir mig í starfi mínu í dag að hafa upplifað þessa mismunandi aðferðafræði.“ Gullslegin einkaflugvél Áslaug hóf störf hjá Marvin Traub árið 2006 og tengdist það starf tísku- og lúxusgeiranum. „Marvin er oft kallaður „legend“ á bandaríska smásölumarkaðnum. Hann vann hjá Bloomingdales í 40 ár og þar af í 22 ár sem forstjóri. Hann stofnaði síðan ráðgjafarfyrir- tæki sem vann með tískuhönnuðum og smásölufyrirtækjum. Mig hefði ekki getað dreymt um betra starf til að kynnast heimi tískunnar á alþjóð- legum mælikvarða og þeim einstak- lingum sem reka helstu tískufyrir- tækin í Bandaríkjunum. Fyrsti fundurinn sem ég fór á með Marvin var með Harvey Wein- stein þar sem við vorum að skipu- leggja kaup hans á Halston. Næsta verkefni var að fljúga í gullsleginni 747 einkaflugvél spilavítiseigandans Sheldon Adelson til Makaó og Singa- púr þar sem hann var að setja upp verslanakeðjur. Ég vann í heilt ár með Andre 3000 úr hljómsveitinni Outkast og hjálp- aði honum að setja fatalínu á fót. Ég átti svo nokkra fundi með Kanye West sem var að vinna að nýrri fata- línu. Það var ótrúlegt hvað margir komu til Marvins þrátt fyrir að hann væri orðinn 85 ára á þessum tíma.“ Moda Operandi Áslaug ákvað að stofna sitt eigið fyr- irtæki eftir nokkur ár í tískuheim- inum. „Ég hef unnið með mörgum hönnuðum í gegnum árin sem hafa allir haft sömu sögu að segja – að þeir hanni mikið af fallegum hlutum sem neytandinn fær aldrei aðgang að vegna þess að tískuverslanir taki ekki þá áhættu að fjárfesta í þeim. Þær fjárfesta yfirleitt í því sem þær telja að flestir vilji kaupa en ekki endilega það sem verður líklegt til að verði í tísku á næstunni né það sem tímaritin hafa mestan áhuga á. Með stofnun Moda Operandi vildum við reyna að koma á nánari tengslum milli hönnuða og viðskiptavina og ná betra jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar.“ Áslaug stofnaði svo í fyrra fyrir- tækið, Moda Operandi – modao- perandi.com – ásamt Lauren Santo Domingo sem vann áður hjá Vogue. „Við leggjum áherslu á að gefa viðskiptavinum tækifæri til að panta nýjustu hönnun innan fárra daga frá tískusýningu. Fólk vill geta valið það sem því þykir fallegt og hefur áhuga á og vill tryggja sér vöruna strax á meðan hún er ný og spennandi.“ Rúmlega 40% versla aftur Unnið er með rúmlega 200 hönn- uðum sem hanna fatnað, töskur, skó og skartgripi. „Við vinnum bæði með stórum merkjum eins og Marc Jacobs, Fendi og Versace og ungum, hæfileikaríkum hönnuðum sem við kynnum stundum fyrir viðskiptavin- um okkar í fyrsta skipti.“ Reksturinn hefur orðið viða- meiri með tímanum og nú starfa um 40 manns hjá fyrirtækinu. „Ný- lega hafa hafið störf hjá okkur mjög reyndir einstaklingar sem unnu áður til dæmis hjá Bergdorf Goodman, Neiman Marcus, lúxusvefsíðunni Net-a-Porter, Marie Claire og Teen Vogue.“ Áslaug segir að viðtökur við- skiptavina hafi verið frábærar. „Í lok síðasta árs vorum við komin með yfir 100.000 meðlimi víða í heimin- um. Rúmlega 40 prósent viðskipta- vina okkar versla aftur á síðunni eftir að hafa verslað einu sinni og margir versla reglulega og gjarnan mörgum sinnum í mánuði. Moda Operandi var nýlega valið af tímaritinu Fast Company í þriðja sæti sem mesta nýsköpunartískufyr- irtækið í heiminum fyrir árið 2012. Financial Times tilnefndi Moda Operandi til verðlaunanna Boldness in Business þar sem verðlaunað var nýtt fyrirtæki sem þótti skara fram úr varðandi nýjar viðskiptaaðferðir og Harvard Business School skrifaði ný- lega námsverkefni um Moda Oper- andi sem er nú í námskrá skólans og var kennt í fyrsta skipti í janúar. Mér var boðið að vera viðstödd fyrstu kennslustundina og svara spurning- um úr sal. Það var mjög gefandi og gaman að koma aftur til Harvard. Ég var einnig aðalfyrirlesari fyrir 70 pró- fessora og forstjóra í boði Wharton, University of Pennsylvania, í mars sem var mikill heiður.“ Lúxuslíf í New York Það er nóg að gera hjá Áslaugu við rekstur stækkandi fyrirtækis. „Með nýtt fyrirtæki er lítill tími fyrir annað en vinnu. Frítíminn er dýrmætur og ég reyni að verja öllum frítíma með fjölskyldu og nánustu vinum. Við búum í fallegri byggingu í New York með æfingasal, danssal, sundlaug og heitum potti og ég nýti mér þessar aðstæður eins mikið og ég get. Mér þykir ótrúlega gott að slaka á í heita pottinum rétt áður en ég fer að sofa eftir langan og erfiðan vinnudag“. Sonurinn, Gunnar, lýkur fljót- lega stúdentsprófi frá Menntaskól- anum við Hamrahlíð og segir Ás- laug að hann ætli síðan að flytja til New York. „Hann er nýkominn með græna kortið og getur því unnið hér eða farið í framhaldsnám.“ Hún hefur lært mikið á þessum árum. „Ég hef átt svolítið óvenjuleg- an starfsferil og prófað nokkur mis- munandi starfssvið. Þetta var svolít- ið erfið leið því maður þarf að mörgu leyti að byrja upp á nýtt í hvert skipti sem maður breytir til. Ég er hins vegar þakklát fyrir það í dag að hafa þessa fjölbreyttu reynslu því á end- anum fann ég starfið sem ég elska. Ég held að það sem ég hafi lært sé að fylgja hjartanu og gera það sem mér þykir skemmtilegt í starfi – það er erfitt að verða mjög góður í ein- hverju nema því aðeins að njóta þess virkilega sem maður gerir.“ Svava Jónsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.