Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Blaðsíða 38
38 11.–13. maí 2012 Helgarblað
Stórafmæli
Stórafmæli
Ásdís Valdimarsdóttir húsmóðir 70 ára 12. maí
Telma Eldrún Dögg Magnúsdóttir marglistakona 30 ára 12. maí
54 ára 12. maí
Eric Singer, trommari hljómsveitarinnar Kiss.
51 ára 13. maí
Körfuknattleiksmaðurinn og vandræðagemsinn
Dennis Rodman reynir nú fyrir sér sem leikari og
atvinnumaður í glímu.
29 ára 11. maí
Holly Valance hóf ferli sinn í sjónvarpsþáttunum
Nágrönnum og gaf svo út sína fyrstu smáskífu, Kiss
kiss, árið 2002.
Reyndi ekki Íslands-
met í barneignum
É
g er Hólmavíkurmær,
fædd þar og uppalin.
Það var ótrúlega gott að
vera barn á Hólmavík og
ég ætlaði aldrei að flytja
þaðan í burtu. Þetta er para-
dís, á vetrum lékum við okk-
ur í snjónum, vorum ýmist á
sleðum eða skíðum og svo líka
bara að atast í sköflunum. Við
höfðum góðar skíðabrekkur
en að vísu ekki neinar lyftur
enda vorum við í fínu formi
til að labba á fjallið. Á sumrin
var margt að gera, við veidd-
um mikið á bryggjunni og svo
voru mamma og pabbi með
kindur og kýr. Það þurfti auð-
vitað að heyja fyrir bústofn-
inn. Þá var engin mjólk seld
í búðum og mikið um að fólk
væri með svona dýrahald í
þorpinu,“ segir Ásdís þar sem
hún horfir dreymin yfir höfn-
ina í Hafnarfirði með bernsku-
myndir í huga.
Hún byrjaði starfsferilinn
á símstöðinni á Hólmavík en
færði sig svo yfir í frystihúsið.
„Þar var fjörið og líka miklu
meiri tekjur. Þarna voru all-
ir krakkarnir og mjög mikil
vinna.“
Þegar Ásdís náði 16 ára
aldri flutti hún suður og enn
kom mjólkin í líf hennar því
hún réðst til starfa í mjólkur-
búðinni á Hrísateigi. Þar sem
húsmæður hverfisins áttu eins
konar fundarstað þegar þær
náðu sér í dreitilinn.
„Eftir tímann minn í
mjólkinni fór ég að vinna
hjá Landssímanum í Reykja-
vík. Það hét Langlínumið-
stöðin sem ég var hjá eða
bara 02, fólk hringdi þá í 02
til að panta símtöl út á land
enda ekki komnar sjálfvirkar
símstöðvar utan Reykjavík-
ur þegar ég byrjaði. Við urð-
um því að gefa samband og
skrá og tímamæla hvert sím-
tal. Reglulega komum við inn
í samtalið til að tilkynna fólki
hvað það væri búið að tala
lengi. Það kostaði þá að tala
í síma og verðið fór eftir því
hvað var talað langt út á land.
Það voru heldur ekki nærri öll
heimili með síma á þessum
árum þannig að við þurftum
oft að láta sækja fólk í símann.
Þá fór sendill með kvaðn-
ingu til fólks og það kom á
símstöðina þar sem símtalið
beið,“ segir Ásdís ljúfdreym-
inn að rifja upp þessa tíma
þegar hlutirnir voru einfald-
ari í sniðum.
Þegar börnin fóru að
koma í heiminn tók hún sér
hlé frá störfum utan heimilis
enda í nógu að snúast við að
sinna börnum og búi. „Það er
nú seigt í Pálsættinni þó ég
komist ekki nærri því að vera
eins og hún Guðrún amma
mín sem er sögð eiga flest-
ar fæðingar á Íslandi en hún
eignaðist 22 börn í hjóna-
bandi með sama mannin-
um. Mér hefur verið sagt að
þetta sé Íslandsmet. Við Þór
reyndum aldrei neitt að slá
þetta met ömmu minnar,“
segir hún og hlær sínum tæra
gleðihlátri.
Eftir að börnin stækkuðu
fór Ásdís að starfa hjá bæjar-
fógetanum í Hafnarfirði. „Ég
var að svara í símann og að
gefa út vegabréf og ökuskír-
teini. Það var gaman í öku-
skírteinunum, unga fólkið
var stundum bráðlátt og gat
lítið beðið með að fá réttind-
in í hendurnar. Það var svo
einlæg spenna og gleði í eft-
irvæntingu þeirra. Það mátti
ekkert bíða. Við kláruðum
alltaf þau sem áttu afmæli á
helgum eða helgidögum svo
þau gætu náð í skírteinin sín
á lögreglustöðina þegar dag-
urinn rann upp. Það var ekki
hægt að gera þeim það að láta
þau bíða.“
Ásdís tekur þessum tíma-
mótum fagnandi enda engu
að kvíða þegar heilsan er góð
og lífið í góðri lukku. „Það
verður ekki nein stórveisla. Ég
er búin að halda svo mikið af
afmælisveislum í gegnum tíð-
ina að það er ekki neinu við
það að bæta. Við verðum bara
í ljúfri ró með nánustu fjöl-
skyldu og fáum eitthvað gott
að borða,“ segir glaðlynda
konan af Ströndunum.
Fjölskylda
Ásdísar
n Foreldrar: Eybjörg Áskels-
dóttir húsfreyja f. 1910 – d. 1992
Valdimar Guðmundsson
húsasmiður f. 1910 – d. 2001
n Maki: Þór Gunnarsson
sparisjóðsstjóri f. 1940
n Barn: Anna Margrét Þórs-
dóttir viðskiptafræðingur f. 1966
n Maki Ólafur Gauti Hilmarsson
kerfisfræðingur f. 1967
n Börn: Hildigunnur Ólafsdóttir
f. 1993
Arnar Gauti Ólafsson f. 1998
Ylfa Margrét Ólafsdóttir f. 2003
n Barn: Þórdís Þórsdóttir kerfis-
fræðingur f. 1967
n Sambýlism: Jóhann G.
Jóhannsson hagfræðingur
f. 1964
n Börn: Hilmar Þór Dagsson
f. 1990
Gunnar Þór Dagsson f. 1997
Ásdís Dagsdóttir f. 1999
n Barn: Davíð Arnar Þórsson
tölvunarfræðingur f. 1971
n Maki: Ingibjörg Ólafsdóttir
sjúkraþjálfari f. 1971
n Börn: Ólafur Andri Davíðsson
f. 1999
Þór Breki Davíðsson f. 1999
Heiðar Bjarki Davíðsson f. 2007
n Systkin: Guðmundur
Valdimarsson bifvélavirki f. 1932
Flosi Gunnar Valdimarsson
smiður f. 1933
Bragi Valdimarsson sjómaður
f. 1935
Helga Guðrún Valdimarsdóttir
húsmóðir f. 1938
Sigrún Kristín Valdimarsdóttir
húsfreyja f. 1940
Laufey Valdimarsdóttir ritari
f. 1946
Valdís Valdimarsdóttir hár-
greiðslukona f. 1951
Erna Valdimarsdóttir kennari
f. 1954
É
g er landablanda, alin
upp um allt land. Tók
tíu bekki grunnskóla
í níu skólum. Í stuttu
máli er ég alin upp á Ís-
landi. Ég hef verið í sveit um
allt, líka í borg og bæjum, og
held að ég sé komin beint af
Snorra Sturlusyni eða bróður
hans,“ segir frumlega listakon-
an Eldrún geislandi af dulúð-
ugum húmor.
Nú er hún að ljúka námi
á listnámsbraut í FB þar sem
hún freistaði þess að ná tök-
um á ofvirkri sköpunargáfu
sinni. „Ég var að taka síð-
asta prófið áðan, þetta var
skemmtilegt, mér finnst svo
gaman að skapa. Mér er sama
hvað það er, ljóð og textar,
málverk og myndir, skipt-
ir ekki máli, svo finnst mér
gaman að skapa í tónum. Ég
hélt lokasýningu í Gallerí Tukt
með samnemendum mínum í
FB og ég er búin að fara með
hana til Grikklands og á með-
an hún var þar setti ég upp
aðra sýningu hér heima. Þá
var Eyjafjallajökull að gjósa
og ég var í ógeðslegum vand-
ræðum með að komast á milli
landa,“ segir hún og er mik-
ið niðri fyrir enda margt eftir
óskapað í heiminum.
„Þegar ég var lítil ætlaði
ég að verða fræg rokkstjarna
og geimfari, ætlaði út í geim-
inn til að sjá meira. Það er svo
mikið til sem er óséð og ég
vildi skoða það allt. Auðvitað
er ég alltaf rokkstjarna en þetta
með frægðina er eitthvað sem
kemur einhvern daginn. Ég er
að gera annað núna, ætla til
dæmis að verða Íslandsmeist-
ari í júdó á næsta ári. Eftir það
má kíkja frægðina,“ segir gegn-
umglöð fjöllistakonan.
Spurð um dag sem sitji
eftir í minni hennar þegar
sía gleymskunnar hefur far-
ið um þarf hún ekki að hugsa
lengi. „Ég var ung, líklega 10
ára, að ríða á söndunum fyr-
ir austan, ég var að passa og
með barn með mér á hestin-
um. Við fórum á harðastökki
í fjörunni eins og við værum
að ferðast um eilífðina. Við
þeystum inn í sólarlagið og
sáum Vestmannaeyjar úti við
sjóndeildar hringinn. Ég fann
hið fullkomna frelsi þarna í
fjörunni. Það var stórkostleg
upplifun,“ segir Eldrún slök af
góðri minningu.
Hún er ekki viss um hvernig
afmælisdagurinn verður, lík-
legt sé að hún muni eyða
deginum að nokkru leyti í að
skipta um skoðanir eða bara
hugsa og þá jafnvel borða kex
með því.
„Ég mun örugglega byrja
daginn á að fara og sjá strák-
inn minn keppa í júdó, hann
ætlar að verða júdókennari
þegar hann verður stór. Svo
fer ég kannski og skipti um
nokkrar skoðanir og jafnvel á
mótorhjólasýnwingu. Annars
er þetta bara spurningin um
að vera, eins og alla hina dag-
ana,“ segir þessi hugmynda-
framleiðandi og sköpunar-
smiður.
Tók tíu bekki grunnskóla í níu skólum
Merkis-
atburðir
11. maí
1311 64 musterisriddarar voru
brenndir á báli í Frakklandi fyrir
villutrú.
1661 Ragnheiður Brynjólfs-
dóttir í Skálholti sór eið um hrein-
lífi sitt. Sonur hennar, Halldór
Daðason, fæddist 40 vikum síðar.
1721 Kötlugos hófst með jarð-
skjálfta og miklum drunum, sem
heyrðust allt norður í Eyja-
fjörð. Gosmökkurinn sást víða að.
1777 Hannes Finnsson var
vígður Skálholtsbiskup 38 ára
að aldri. Hann gegndi biskups-
embætti til æviloka.
1812 Spencer Perceval, for-
sætisráðherra Bretlands, var
myrtur af John Bellingham í
anddyri breska þinghússins.
1911 Knattspyrnufélagið
Valur í Reykjavík var stofnað af
fjórtán strákum í KFUM.
1960 Ísraelskir leyniþjónustu-
menn handtóku þýska nasista-
foringjann Adolf Eichmann í Bue-
nos Aires í Argentínu.
1998 Indverjar framkvæmdu
þrjár kjarnorkutilraunir neðan-
jarðar. Í einni þeirra sprengdu
þeir vetnissprengju.
2001 Íslenska vefritið Bagga-
lútur hóf göngu sína.
2010 David Cameron tók við
embætti forsætisráðherra Bret-
lands.
12. maí
1191 Ríkharður ljónshjarta gekk
að eiga Berengaríu af Navarra og
hún var krýnd drottning sama
dag.
1882 Konur fengu takmarkað-
an kosningarétt til sveitarstjórna.
Eingöngu ekkjur og ógiftar konur
sem orðnar voru 25 ára máttu
kjósa, en giftar konur ekki.
1916 Hásetaverkfalli lauk eftir að
hafa staðið í tvær vikur. Þetta var
fyrsta verkfall á Íslandi sem bar
nokkurn árangur.
1926 Roald Amundsen flaug
yfir Norðurpólinn.
1935 Fyrsti golfvöllur á Ís-
landi var vígður í Laugardalnum.
1984 Oddur Sigurðsson setti Ís-
lands- og Norðurlandamet í 400
metra hlaupi: 45,36 sekúndur.
1990 Ásgeir Sigurvinsson lauk
ferli sínum sem atvinnuknatt-
spyrnumaður, en hann hófst 1973.
1999 Skoska þingið kom saman í
fyrsta skipti.
2008 Jarðskjálftinn í Sesúan
2008 átti sér stað.
2009 Samtök fullveldissinna voru
stofnuð gegn hugsanlegri aðild
Íslands að Evrópusambandinu.
13. maí
1776 Konungur gaf út tilskipun
um póstferðir á Íslandi, en slíkar
ferðir hófust þó ekki fyrr en 1782.
1934 Dettifossslagurinn á Siglu-
firði, sem var hörð viðureign verk-
fallsmanna og andstæðinga
þeirra vegna afgreiðslubanns á
skip Eimskipafélags Ís-
lands. Hæstiréttur felldi dóm
gegn verkfallsmönnum 1937.
1947 Sauðárkrókur varð kaup-
staður með lögum frá Alþingi.
1966 Íslenska rík-
ið keypti Skaftafell í Öræf-
um undir þjóðgarð sem var
opnaður tveimur árum síðar.
Jörðin er 1% alls Íslands.
1981 Mehmet Ali Agca skaut Jó-
hannes Pál páfa II á Péturs-
torginu í Róm.
2005 Blóðbaðið í Andijan: Her-
menn drápu hátt í 700 mótmæl-
endur í austurhluta Úsbekistans.
2007 Manchester United hamp-
aði níunda bikar sínum í ensku
úrvalsdeildinni.