Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Blaðsíða 42
Hvað er að gerast? Laugardagur Föstudagur Sunnudagur 12 maí 11 maí 13 maí Vortónleikar Baggalúts Baggalútur heldur vortónleika í Gamlabíói, en hljómsveitin fagnar því um þessar mundir að sjö ár eru liðin frá útgáfu hljómplötunnar Pabbi þarf að vinna. Tónleik- arnir hefjast kl. 21.00 og ætlar Baggalútur að slá upp mikilli kántríveislu með tilheyrandi húll- umhæi. Húsið opnar hins vegar kl. 18.00 og getur fólk hresst sig við fyrir tónleikana í glæsilegum salarkynnum á efri hæð Gamla bíós og notið skemmtiatriða og góðs félagsskapar. Tónlist allan daginn Vatnsmýrarhátíð Norræna hússins verður nú haldin í þriðja sinn í ár á laugardaginn. Hátíðin er sniðin að allri fjölskyldunni og leggur áherslu á svæðið í kringum Norræna húsið. Margt verður á dagskrá bæði inn í húsinu og fyrir utan. Hægt verður að njóta tónlistar allan daginn, gæða sér á veitingum frá DILL sem verður við grillið, skella sér á hestbak, moka í sandkassanum okkar, gera góð kaup í verslun Norræna hússins þar sem boðið verður upp á 20 prósent afslátt af norrænum barnavörum, fá af sér andlitsteikningu eða ljósmynd, fræðast um fuglafriðlandið í Vatnsmýrinni og fá persónulega leiðsögn um sýninguna Fólk í mynd sem nú stendur yfir og er í tengslum við List án landamæra. Dagskráin hefst kl. 13.00 og stendur til kl. 17.00 Stórtónleikar í Hörpu Í tilefni af Evrópuviku býður Evrópustofa stórtónleika í Eld- borgarsal Hörpu á sunnudag með European Jazz Orchestra og Stórsveit Reykjavíkur. European Jazz Orchestra er stórsveit hæfi- leikaríks ungs tónlistarfólks sem kemur víðs vegar að úr Evrópu og fer í árlegar tónleikaferðir undir merkjum dönsku samtakanna Swinging Europe og Evrópu- samtaka útvarpsstöðva með stuðningi frá Evrópusambandinu. Sveitin er í raun einstakt verk- efni í stöðugri mótun. Ár hvert kynnir hljómsveitin til leiks nýja tónlistarmenn, ný tónverk eftir fremstu tónskáld Evrópu, nýjan hljómsveitarstjóra og nýja efnis- skrá. Stórsveit Reykjavíkur mun leika nýja og nýlega tónlist sem samin hefur verið sérstaklega fyrir hljómsveitina. Annarsvegar verða flutt verk eftir Agnar Má Magnússon, Hilmar Jensson og Kjartan Valdemarsson af nýjustu plötu sveitarinnar; HAK sem valin var jazzplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum nú nýverið. Hinsvegar verður flutt svíta finnska tónskáldsins Eero Koivistoinen Tví- söngur, en hún byggir á íslenskum þjóðlagastefjum. Tónleikarnir, sem hefjast klukkan 20.00, eru gestum að kostnaðarlausu en nauðsynlegt að tryggja sér miða á heimasíðu Hörpu. 42 11.–13. maí 2012 Helgarblað Menning m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g „Sannkallaður landsbyggðarblús“ Þorpið Bubbi „Lágstemmd en áhrifamikil baráttusaga íslenskrar náttúru“ Baráttan um landið eftir Helenu Stefánsdóttur. V ið tökum virkan þátt í sýningunni með því að taka okkar fyrstu fyrirfram ákveðnu dansspor,“ segir Daníel Ágúst Haralds- son, meðlimur í hljómsveit- inni GusGus um sýninguna Á vit... sem er samstarfsverk- efni hljómsveitarinnar og Ís- lenska dansflokksins og er sett upp í tengslum við Listahá- tíð í Reykjavík. Í sýningunni eru sameinaðir kraftar ólíkra listforma en jafnframt verða frumsýndar stuttmyndir Reynis Lyngdal og Katrínar Hall. Uppspretta verksins er sameinaður sköpunarkraftur hópsins með dansara íslenska dansflokksins í fararbroddi ásamt nýrri frumsaminni tón- list frá GusGus. „Skemmtileg áskorun“ Aðspurður hvernig hljóm- sveitarmeðlimum hafi gengið að ná danssporunum, segir Daníel Ágúst það hafa gengið vel. „Þetta er nú ekkert flókið sko, við erum náttúrulega að syngja og eitthvað að hreyfa okkur með dansstraumnum í sýningunni. Við fljótum með. Við erum ekkert að dansa neitt flókinn dans. Það er nú ekki hægt að ætlast til þess, enda eru þau ekki að gera neinar kúnstir á tónlistarsviðinu.“ Fjórir meðlimir GusGus taka þátt í sýningunni og níu dansarar frá Íslenska dans- flokknum. GusGus hefur áður unnið fyrir Íslenska dansflokkinn en ekki með þessum hætti. Hljómsveitin hefur ekki áður tekin virkan þátt í sýningu með danslist og er því að þreyta frumraun á því sviði. Daníel Ágúst segir mjög gaman að taka þátt í sýningunni og fá tækifæri til koma fram með öðrum hætti en venjulega. Það sé skemmtileg tilbreyt- ing að fá að dansa. „Jú, það er miklu skemmtilegra, það er mjög spennandi og skemmtileg áskorun fyrir okkur.“ Svipmyndir úr lífinu Daníel Ágúst lýsir sýningunni sem innra ferðalagi og jafnvel ytra líka. „Þetta eru nokkrar svipmyndir úr þeim aðstæð- um sem maður lendir í, í líf- inu. Þær eru bæði innhverfar og úthverfar. Það er allt frá mjög úthverfum partíglaumi til innhverfrar íhugunar og ástands. Þetta tekur á lífinu í sinni fjölbreyttustu mynd.“ Þar sem þrettán einstak- lingar koma fram í verkinu er oft mikið „húllumhæ“ á sviðinu, eins og Daníel Ágúst kemst að orði, og margt í gangi í einu í tengslum við þá túlkun sem á sér stað hverju sinni. Hann segir samstarfið hafa gengið eins og í sögu og á síð- ustu æfingu virtist allt vera að smella saman. „Þetta verður mjög skemmtileg sýning held ég og spennandi,“ segir Daníel Ágúst sem vill þó ekki gera of mikið úr dansafrekum sínum og hljómsveitarinnar. „Fólk má ekki gera sér allt of miklar væntingar um að við séum að dansa einhver flókin dans- atriði. Við svona brimum á þeirra öldum. Svona smá fyrir- fram ákveðnar hreyfingar,“ út- skýrir hann hlæjandi. Dansararnir fá ekki að syngja Emilía Benedikta Gísladóttir er einn dansaranna í sýning- unni. Hún tekur undir með Daníel Ágústi og segir sam- starf dansflokksins og hljóm- sveitarinnar hafa gengið mjög vel. Það sé mjög skemmti- legt að vera með GusGus á dansæfingum. „Þau eru voða skemmtileg og eru með fullt af hugmyndum fyrir dansinn. Þau öll eru alveg til í allt og finnst örugglega svolítið gam- an að því að fara aðeins út úr venjulega tónleikaforminu.“ Þrátt fyrir að tónlistarmenn sýningarinnar spreyti sig á dansi kemur það ekki í hlut dansaranna að þenja radd- böndin. Emilía viðurkennir þó hlæjandi að auðvitað hefði það átt að vera þannig. „Þeir syngja því þeir eru góðir í því og við dönsum meira því við erum góð í því. Við reynum samt að vera ein heild,“ útskýrir hún. Dansflokkurinn semur verkið Emilía segir það nokkuð nærri lagi hjá Daníel Ágústi að lýsa verkinu sem innra ferðalagi. „Það eru þarna alls konar mannleg móment í verkinu sem fólk ætti að kannast við.“ Hún vill þó ekki segja of mikið frá verkinu til að hafa ekki áhrif á upplifun áhorfenda. „Við erum með það mjög skýrt hvernig við vinnum þetta og með skýra n Sýningin Á vit... er samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins og hljómsveitarinnar GusGus „Við brimum á þeirra öldum“ Samstarfsverkefni Meðlimir hljómsveitarinnar GusGus spreyta sig á dansi í sýningunni Á vit... sem sett er upp í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Húllumhæ Daníel Ágúst segir að oft sé margt í gangi á sviðinu í einu og mikið „húllumhæ“. Til í allt Emilía Benedikta segir GusGus hafa verið til allt og jafnvel komið með hugmyndir fyrir dansarana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.