Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Page 46
Skipuleggur ofurhlaup á Esjunni
n Áhuginn á fjallahlaupum eykst sífellt
H
laupadrottningin Elísabet
Margeirsdóttir stendur fyrir
Mt. Esja Ultra Trail ofur
hlaupinu, ásamt fleirum,
sem haldið verður í fyrsta skipti
laugardaginn 23. júní næstkom
andi. Hlaupið verður upp og niður
Esjuna og eru þrjár vegalengdir í
boði; 14, 35 og 70 kílómetrar. Eða 2,
5 og 10 ferðir upp og niður Esjuna.
„Margir geta farið eina ferð upp
á Esju en nú ætlum við að bjóða
fólki að taka þátt í þessu hlaupi,
þessari áskorun, og fara tvær ferð
ir. Bara til þess að fá svona smá
nasaþefinn af því hvernig þetta
er. Svo eru fimm ferðir og tíu ferð
ir. Fimm ferðir eru góðar til dæm
is fyrir fólk sem er að undirbúa sig
fyrir Laugaveginn eða eru í undir
búningi fyrir lengri hlaup. Svo eru
tíu ferðir sem er fyrir þá allra hörð
ustu og við vonum að þetta verði
bara góð keppni og að við fáum
einhverjar kempur til að taka þátt,“
segir Elísabet. Hugmyndin að
hlaupinu kviknaði í fyrra en áhug
inn á fjallahlaupum er sífellt að
aukast. „Það hefur myndast þéttur
kjarni sem stundar ekki bara svona
ofurhlaup heldur líka í fjalllendi,“
útskýrir hún.
Elísabet veit um nokkra sem
nú þegar hafa ákveðið að taka þátt
í tíu ferða hlaupinu en vonast til
að fleiri bætist í hópinn. Þá seg
ist hún finna fyrir miklum áhuga
á styttri vegalengdunum, sérstak
lega tveggja ferða hlaupinu, og
gerir ráð fyrir miklum fjölda í því.
„Allir þeir sem eru vanir að
ganga á fjöll ættu hiklaust að prófa
að fara tvær ferðir og þeir sem eru
að hlaupa bæta bara við einni léttri
fjallgöngu á viku við hlaupapró
gramm og þá verður þetta ekkert
mál.“
Sjálf byrjaði Elísabet að hlaupa
fyrir tæpum tíu árum og prófaði
fyrsta utanvegahlaupið árið 2008.
„Síðan hef ég algjörlega heillast af
svona fjallahlaupum. Að fara yfir
einhverja fallega leið í óbyggðum
eins hratt og maður getur.“
Opnað verður fyrir skráningar í
hlaupið á hlaup.is eftir helgina. Þar
er einnig að finna frekari upplýsing
ar, sem og á Facebooksíðunni face
book.com/esjaultra. solrun@dv.is
46 Lífsstíll 11.–13. maí 2012 Helgarblað
Þ
að er ekkert áfengi drukkið
eins mikið úr stút á Íslandi og
bjór. Hvort sem fólk er heima
hjá sér, í útilegu eða niðri í
bæ, drekka flestir bjórinn sinn
beint úr flöskunni eða dósinni án
þess að hugsa sig tvisvar um. En
er eitthvað gagn í að nota glas? Já,
tvímælalaust. Ástæðan er fyrst og
fremst bragðsins vegna. Bjór, eins
og léttvín, er lifandi vara, hann
breytist og oft batnar hann með
snertingu við loft. Rétt glas getur
gert heilan helling fyrir bragð
ið, rétt eins og við drekkum vín
úr sérstökum vínglösum til að fá
besta bragðið er ráðlagt að drekka
bjór úr sérstökum bjórglösum svo
hann njóti sín sem best. En hvern
ig glös á að nota? Ekki er allur bjór
eins, til dæmis eru til ale, lager,
hveiti, ávaxta og pilsnerbjórar,
og allir hafa þeir sín sér einkenni
og njóta sín best í ákveðnum
glasategundum.
Hveitibjórglös: Hveitibjór bragðast
best þegar hann freyðir vel, þess vegna
eru glösin mjó að neðan og breikka tals-
vert að ofan.
Pint-glös: Algengustu glösin eru án
efa pint-glös. Þau eru meðal annars
notuð á flestum veitingahúsum til að
selja stóran bjór (50 cl.) úr krana. Það
er auðvelt að dæla í þau og auðvelt
að drekka úr þeim. Glösin eru breið að
neðan og breikka aðeins út að ofan. Þau
henta best fyrir ale-, lager- og stout-bjór.
Pilsnerglös: Það þekkja allir
pilsnerglös og ansi margir eiga örugg-
lega nokkur heima
hjá sér. Glösin
eru löng, mjó að
neðan og breikka
mjög að ofan og
að sjálfsögðu er
best að nota þau
fyrir pilsnerbjór.
Bjórkönnur
með hand-
fangi (Beer
stein): Aðal-
lega notaðar í
Þýskalandi og framleiddar úr gleri, leir,
silfri, postulíni og guð má vita hverju!
Glösin eru mjög breið að neðan og
mjókka að ofan. Þegar svartidauði var
að breiðast út í Evrópu voru lok sett á
könnurnar svo að húsflugur (sem voru
smitberar svartadauða) kæmust ekki í
bjórinn!
Flautuglös: Löng og mjó glös aðal-
lega notuð fyrir belgískan ávaxta bjór,
loftbólurnar í bjórnum streyma stöðugt
í glösunum og þar af leiðandi gefur það
stöðugan ávaxtailm úr bjórnum.
Goblet- og chalice-glös: Stór skál á
löngum og mjóum fæti, fyrst og fremst
notuð fyrir bragðmikinn og þungan
bjór eins og þýskan Doppelbocks og
belgískan bjór eins og Chimay. Munurinn
á milli goblet og chalice er sá að goblet-
glösin eru framleidd úr þunnu og fínlegu
gleri en chalice úr þykku gleri.
Tulip-glös: Glös á fæti sem eru breið í
botninum, mjókka í miðjunni og breikka
aðeins út að ofan. Skoskur bjór, barley-
bjór og aðrir bjórar sem eru ilmríkir njóta
sín best í svona glösum.
Bjórframleiðendur búa til sér-
stök glös fyrir bjórinn sinn.
Bjórframleiðendur eru í auknum
mæli farnir að sér framleiða glös
fyrir sinn bjór. Þetta er ekki bara
gert í auglýsingaskyni, það segir
sig sjálft að ef bjórinn nýtur sín
betur í glösum þá verður meira
keypt af þeim. Hér til hliðar eru
nokkrir vel valdir bjórar og glösin
sem þeir passa best í. Skál!
Ath. Ein góð ástæða til að nota
glas yfir sumarið er að geitungar
eru jafnhrifnir af bjór og fólk, og
ekki er óalgengt að þeir skríði ofan
í dósina eða flöskuna til að fá sér
smá! Vegna þess að erfitt er að sjá
í gegnum glerið eða dósina, hefur
fólk verið stungið í góminn þegar
það hefur reynt að fá sér bjór að
drekka!
Skipta bjórglös máli
upp á bragðið?
Heilluð af fjallahlaupum Elísabet hljóp
sitt fyrsta utanvegahlaup árið 2008 og
heillaðist í kjölfarið af fjallahlaupum.
n Gunnlaugur hljóp fyrsta maraþonið 48 ára n Boltinn fór að rúlla eftir að hann tók þátt í þriggja kílómetra skemmtiskokki fyrir tilviljun
É
g var 42 ára þegar ég hljóp
skemmtiskokk fyrir tilviljun.
Ég vissi alveg að ég væri eng
inn hlaupari og hafði aldrei
hugsað um það sem neitt sem
lægi fyrir mér,“ segir Gunnlaugur
Júlíusson, langhlaupari með meiru.
Í kjölfarið fylgdu fleiri tilviljanir
og hlaupin undu upp á sig. Gunn
laugur, sem verður sextugur í haust,
hleypur nú yfir 100 kílómetra í ein
um rykk án þess að blása úr nös.
Hann hefur síðustu ár tekið þátt
í fjölmörgum hlaupum um allan
heim, allt upp í 245 kílómetra hlaup
sem tók tvo sólarhringa. Þegar hann
hleypur sem mest hleypur hann um
5.000 kílómetra á ári.
„Þegar ég hljóp fyrsta maraþonið
48 ára gamall þótti það nú algjör fá
sinna af svo gömlum manni að vera
að hlaupa maraþonhlaup. Mað
ur fékk svona leyfi til að fara í þetta
eina hlaup og svo væri það bara
búið,“ segir Gunnlaugur hlæjandi.
Fjölskyldan veitti honum leyfið með
semingi, hún vildi ekki að hann færi
að drepa sig á þessu eða eyðileggja
á sér fæturna. En eftir fyrsta hlaupið
var ekki aftur snúið, hlaupabakterí
an hafði tekið sér bólfestu í Gunn
laugi af alvöru. Fjölskyldan varð
að sætta sig við það. „Þetta kenndi
manni bara það að maður á ekk
ert að hlusta á aðra heldur gera það
sem mann langar til að gera sjálfur.“
Stökk út í djúpu laugina
Skemmtiskokkið sem Gunnlaugur
hljóp fyrir tilviljun á sínum tíma var
aðeins þrír kílómetrar og það fannst
honum ansi langt. „Ég var afar stolt
ur,“ segir hann glettinn. „Þetta er
bara svona að einhvers staðar verð
ur maður að byrja og svo bara þróast
hlutir áfram.“ Það að fara að hlaupa
var því aldrei meðvituð ákvörðun
hjá Gunnlaugi, heldur þróuðust
málin bara þannig fyrir röð tilvilj
ana.
„Svo er maðurinn kominn á
þann hjalla að maður áttar sig á því
að þetta liggur fyrir manni og þá fer
maður að hugsa öðruvísi.“
Gunnlaugur var þó búinn að
hlaupa ansi mikið áður en hann
gerði sér grein fyrir því að hlaup
in lægju fyrir honum. Þar á meðal
nokkur 100 kílómetra hlaup. Það var
ekki fyrr en hann ákvað að stökkva
út í djúpu laugina og hlaupa fyrsta
100 mílna hlaupið (160 kílómetra)
að þetta fór að renna upp fyrir hon
um. Þá fór hann í fyrsta skipti að æfa
sig markvisst og skipulega, en fyrir
það hlaup undirbjó hann sig í fimm
mánuði.
„Þetta gekk mjög vel og var gríð
arlega gaman og þá eiginlega fór ég
að átta mig á því að þetta væri alveg
geranlegt og lægi fyrir mér.“ Það er
óhætt að segja að Gunnlaugur hafi
þar hitt naglann á höfðið.
Tvö stór hlaup í sumar
Í sumar stefnir hann á tvö stór
hlaup. Annað er Grand Union Race,
um 230 kílómetra hlaup á milli
Birmingham og London. Hlaupa
leiðin er ómerkt og þurfa keppend
ur að styðjast við kort. Gunnlaug
ur segir að í raun sé um hálfgerðan
ratleik að ræða en keppendur hafa
46 klukkutíma til að ljúka hlaup
inu. Hitt hlaupið sem Gunnlaugur
stefnir á er heimsmeistaramót í sól
arhringshlaupi sem haldið verður í
Póllandi í september.
Gunnlaugur lítur á hlaupin sem
ævintýri. „Í fyrsta lagi að finna hvað
„Fólk getur meira en það heldur“
Kláraði Spartathlon Gunnlaugur varð að hverfa frá úr hlaupinu vegna hita árið 2007. Hann fann lausn á því hvernig hann gæti undirbúið
sig betur og tók aftur þátt árið 2008. Þá gekk allt eins og í sögu.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
Stefán
Guðjónsson
Vísdómur
um vín