Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Síða 47
maður ræður við miklar áskoranir
með skipulagningu og góðum und-
irbúningi. Svo andlegi styrkurinn,
hausinn skiptir ekki síður máli. Ég er
búinn að fara í gegnum tvö tveggja
sólarhringa hlaup og það er ekkert
alltaf auðvelt, en maður bara lærir
og áttar sig á að þetta er ekki síður
hausinn en skrokkurinn.“
Hann notar einmitt höfuðið
mjög mikið akkúrat þegar hann er
að hlaupa og vinnur eftir ákveðinni
aðferðafræði. „Maður skiptir þessu
öllu niður í áfanga. Maður hugsar
næstu fimm kílómetrana, næstu tíu
kílómetrana, hvað ætla ég að borða,
hvenær á að skipta um föt og fylgist
með hraðanum. Stundum er næsti
áfangi bara næsta drykkjarstöð þeg-
ar maður er í svoleiðis hlaupum. Svo
er bara að reikna og reyna að átta sig
á því hvort plönin gangi upp. Ég er
eiginlega hættur að hafa útvarp eða
eitthvað í eyrunum, mér finnst það
bara trufla mig. Maður er bara einn
með sjálfum sér og vinnur sig svona
í gegnum hlutina.“
Stofnaði félag 100 km hlaupara
Hlaupin hafa gefið Gunnlaugi margt
fleira en heilbrigða sál í hraustum
líkama. Hann hefur kynnst heil-
miklu af fólki síðan hann fór að
hlaupa af alvöru, en í kringum hlau-
paíþróttina er mjög stórt samfélag.
Þá hefur hann í tengslum við hlaup-
in ferðast út um allan heim, jafnvel á
staði sem honum hefði aldrei dottið
í hug að ferðast til.
„Þetta kennir manni bara það
að ef mann langar til að gera eitt-
hvað þá á maður að takast á við
það, ekki vera hræddur við að tak-
ast á við nýjar áskoranir. Ef maður
hugsar fyrirfram: Ég get þetta ekki,
þá getur maður það örugglega ekki,
en ef maður hugsar: Ég geri það sem
maður get, þá er það möguleiki.
Gunnlaugur segir hlaupaíþrótt-
ina sífellt verða vinsælli. Árið 2004
stofnaði hann ásamt fjórum öðrum
félag 100 kílómetra hlaupara. Nú
eru í félaginu yfir fimmtíu manns.
Tók þátt í ofurhlaupi í steikjandi
hita
Það hefur aðeins einu sinni kom-
ið fyrir að Gunnlaugur þurfti að
hætta í hlaupi. Það var árið 2007 í
Spart athlon ofurhlaupinu, þar sem
hlaupið er á milli Aþenu og Spörtu,
um 245 kílómetra vegalengd. Þar á
meðal yfir tvö fjöll. Mjög heitt var á
þessum tíma og Gunnlaugur varð
að hætta keppni eftir 150 kílómetra,
því hitinn var að bera hann ofur-
liði. „Ég man að mér leið svo djöful-
lega að ég gat ekki með nokkru móti
ímyndað mér hvað drægi menn í að
fara í þetta hlaup tvisvar. Allt í lagi
að villast inn í það einu sinni, en
að fara í það aftur, það gat ég bara
ekki skilið. En svo morguninn eftir
þegar maður var búinn að sofa þá
fór maður að hugsa hvernig mað-
ur gæti búið sig betur undir hlaup-
ið.“ Gunnlaugur fór aftur í hlaup-
ið ári síðar og þá gekk allt eins og í
sögu. Hann undirbjó sig með því að
hlaupa kappklæddur á hlaupabretti
í Laugum, með stillt á mesta halla.
„Svo bara böðlaðist maður áfram og
fór í saunu á eftir og þetta bara virk-
aði. Partur af þessu er að finna lausn
á þeim vandamálum og erfiðleikum
sem maður veit að geta komið upp
á,“ útskýrir hann.
Þrátt fyrir að hafa tekið þátt í
mörgum ofurhlaupum vill Gunn-
laugur ekki meina að hann sé neinn
ofurmaður, hann sé bara venjulegur
maður. „Þetta er nefnilega málið, að
fólk getur miklu meira en það held-
ur.“
Mataræðið skiptir miklu máli
Gunnlaugur hefur verið mjög hepp-
in hvað meiðsli varðar og þakk-
ar hann það að hluta til mataræð-
inu sem hann tók í gegn fyrir fimm
til sex árum. „Ég borða eins lítið og
ég get af mat sem ég veit að er ann-
aðhvort lélegur eða gerir manni
ekki gott. Ég reyni að borða góðan,
hollan mat. Sleppi kökum og sykri
og „junk food“ og borða ekki hvítt
hveiti eða eitthvað sem er bara inni-
haldslaus kolvetni.“
Hann finnur fyrir því á löngum
hlaupum að það er honum algjör-
lega gagnslaust ef hann freistast
til þess að fá sér brauð eða pítsur.
Finnst það í raun vera fölsk orka.
„Það dugir ekkert annað en staðgóð
beisik fæða. Það skiptir svo miklu
máli þegar maður er með skrokk-
inn í miklu álagi að slíta honum að
hann fái næringu til að byggja sig
upp aftur.“ Undirstaðan í mataræði
Gunnlaugs er kjöt, fiskur, grænmeti
og ávextir.
Skipuleggur ofurhlaup á Esjunni Búin að brenna 15 hamborgurum
n Áhuginn á fjallahlaupum eykst sífellt n Lilja Katrín notar forritið Endomondo sem hún segir „súpereinfalt“
L
ilja Katrín Gunnarsdóttir, rit-
stýra Séð og heyrt, fylgir nokk-
uð stífri hlaupadagskrá þessa
dagana en hún er að undir-
búa sig fyrir þátttöku í hálfmaraþoni
í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar.
Hún hefur tvisvar hlaupið tíu kíló-
metra ásamt systur sinni en ákvað
að setja markið hærra í ár. „Ég skráði
bara mig og systur mína og lét hana
ekkert vita. Ég lét smá pressu á okk-
ur og og fann hlaupaprógramm á
netinu sem snýst um hvernig á að
hlaupa hálfmaraþon á undir tveimur
tímum. Ég veit ekki hvort ég næ því
en þetta er allavega gott prógramm.“
Lilja segir að sér gangi prýðilega að
fylgja dagskránni sem nær yfir tólf
vikur og lýkur á hálfmaraþoni. Hún
er nú á fimmtu viku.
Til að halda utan um hlaupin náði
Lilja sér í forritið Endomondo, sem
hún einfaldlega hlóð niður í Andro-
id-snjallsímann sinn. Forritið er
einnig fáanlegt fyrir iPhone. Um er
að ræða einfalda fría útgáfu af forrit-
inu sem Lilja segir að sé „súperein-
falt“ að nota. „Í þessari fríu útgáfu
eru ekkert svo margir möguleikar. Þú
velur bara hvaða sport þú iðkar og
svo geturðu sett þér markmið, ann-
aðhvort tíma- eða kílómetramark-
mið, og forritið lætur þig vita þegar
þú ert búinn að ná þínum markmið-
um,“ útskýrir hún.
Samkvæmt hlaupadagskránni á
Lilja að hlaupa fjórum sinnum í viku
en hún viðurkennir að hún nenni
því ekki alltaf. „En svo er þetta alltaf
voða gaman þegar maður byrjar og
það er mjög gaman með þetta Endo-
mondo-forrit, þú færð svo ítarlegar
upplýsingar eftir hvert hlaup. Og þú
getur líka stillt það þannig að þú ferð
svona „pepptalk“ eftir hvern kíló-
metra.“
Notandinn getur svo flett upp í
forritinu og séð hvað hann er bú-
inn að hlaupa mikið á ári og brenna
mörgum hitaeiningum. „Svo getur
maður séð hvað maður er búinn að
brenna mörgum hamborgurum!“
Lilja segir þann valmöguleika eigin-
lega vera eitt það besta við forritið.
„Ég held ég sé búin að brenna ein-
hverjum fimmtán á þessu ári,“ segir
hún hlæjandi. solrun@dv.is
Lífsstíll 47Helgarblað 11.–13. maí 2012
Reynir
Traustason
Baráttan
við holdið
H
ópur ungra
manna geyst-
ist á ógnar-
hraða upp
jökulinn. Það var
ekki hægt annað en
að dást að snerpunni
þar sem haldið var áleiðis upp á
hæsta tind Íslands. Þetta var lík-
lega í 1.100 metra hæð. Hópurinn
minn var að fara í línu sem kallað
er. Vegna sprungusvæðisins er fólk
bundið saman og þannig gengið
upp þá 1.100 metra sem eftir eru.
100 manna hópi Ferðafélagsins
hafði verið skipt upp í litlar grúppur
sem hver hafði sinn fararstjóra. Við
vorum í hópnum sem lagði síðast af
stað upp fjallið. Og þegar við vorum
búin að tengjast böndum þá geyst-
ust ungu mennirnir að.
V
ið siluðumst
upp fjallið. Fyrir
aftan okkur voru
snarfararnir eld-
snöggir að koma sér í
línu. Svo var stokkið af
stað. Fyrr en varði tóku þeir fram
úr okkur. Í línunni okkar var fólk
um og yfir miðjum aldri. Við litum
það ekki alvarlegum augum að vera
stungin af með þessum hætti. Anna
Lára fararstjóri ítrekaði við sitt fólk
að það skipti mestu máli að halda
sama góða tempóinu. Hún hló við
þeim sem hlupu fram úr. „Við erum
skjaldbakan en þetta er hérinn,“
sagði hún og hló svo undir tók í
kyrrð jökulsins.
S
kyndilega sáum við að hrað-
lest hinna ungu stöðvaðist
um það vil 200 metrum fyrir
framan okkur. Þar hófst nokkur
rekistefna sem gat bent til þess að
eitthvað hefði komið upp á. Fyrr en
varði silaðist Skjaldbakan fram úr
Héranum. Í návígi séð var augljóst
að þeir fótfráu voru sprungnir. Laf-
móðir og eldrauðir af
áreynslunni sögð-
ust þeir vera að fá
sér vatnspásu, rétt
eins og það hefði
verið skipulagt.
V
ið pjökkuðumst áfram. Aftur
undan sást hvar Hérinn tók
aftur stökkið. Hraðlestin
áfram upp snarbrattan jökul-
inn. Og Skjaldbakan laut í lægra
haldi þar sem másandi ungmennin
geystust áfram. En svo gerðist það
aftur. Þeir stöðvuðu og þar sem við
siluðumst fram hjá þeim var tautað
um vatnspásu. Svona leið dagurinn.
Hérinn tók á harðaspretti fram úr
Skjaldbökunni að minnsta kosti sex
sinnum. Og þetta var eins og í ævin-
týrinu: „Hér er ég,“ skrækti Skjald-
bakan í hvert sinn sem hún þramm-
aði fram úr örþreyttum Héranum.
Fararstjórinn hló svo öll línan hrist-
ist. Það var gaman að vera skjald-
baka í kapphlaupi við héra.
Í
1.800 metra hæð skildu loksins
leiðir alveg. Skjaldbakan silaðist í
áttina að Hvannadalshnjúk. Veðr-
ið var orðið slæmt og færið afleitt.
Það kyngdi niður snjó og frostið beit
í nef og vanga. Fólkið í línunni þurfti
að brjótast áfram í slæmu færi sem
var á mörkum þess að vera ófærð.
En áfram silaðist línan þar til við
náðum að rótum Hnjúksins. Þá bár-
ust af því fréttir að þeir sem komust
á undan upp væru í alvarlegum
vandræðum í bratta og blindu.
Öllum var snúið við. Skjaldbakan
silaðist til baka og tæplega 1.900
metra niður jökul og fjall. Ekkert
sást til Hérans en heimildir herma
að hann hafi á endanum skilað sér
til byggða, úrvinda. „Komumst þótt
hægt fari,“ sagði Anna Lára og glotti
við tönn þegar Skjaldbakan mjakað-
ist niður fyrir snjólínu.
Hérinn og
Skjaldbakan
Ætlar hálfmaraþon Lilja Katrín æfir
stíft fyrir hálfmaraþon í Reykjavíkur-
maraþoninu og heldur utan um hlaupin
með forritinu Endomondo.
n Gunnlaugur hljóp fyrsta maraþonið 48 ára n Boltinn fór að rúlla eftir að hann tók þátt í þriggja kílómetra skemmtiskokki fyrir tilviljun
„Fólk getur meira en það heldur“
Góð ráð:
n Vera þolinmóður og ekki fara of geyst
af stað.
n Það tekur tíma að venja líkamann við
aukið og breytt álag.
n Setja sér raunsæ markmið.
n Borða hollan mat – líkaminn er það
sem þú borðar.
n Mundu að þú getur meira en þú heldur.
n Lærðu af öðrum.
Algeng mistök:
Fara of geyst af stað – sinafestingar og
brjósk í liðunum þarf að harðna til að
þola álagið.
Gefa sér ekki tíma – fara strax í löng
hlaup.
Speki í boði Gunnlaugs:
Bera virðingu
fyrir þeim síðasta
„Ég hef stundum sagt að það séu tveir
sem maður á að bera virðingu fyrir í
hlaupum. Það er auðvitað sá sem vinnur
og svo sá sem kemur síðastur. Hann
hefur dálítið hugrekki að fara í hlaup
vitandi það jafnvel að hann verður
síðastur af öllum. Hann er kannski að
byrja og allt það en lætur sig samt hafa
það og taka þátt í hlaupum. Ef enginn
vill vera síðstur þá verður ekkert hlaupið.
Hlaup standa saman af öllum en ekki
bara þeim sem vinna.“
Fyrsti sigur Íslendings Árið 2009 sigraði Gunnlaugur fyrstur Íslendinga alþjóðlegt ofur-
hlaup í Borgundarhólmi. Hlaupið var í 48 klukktíma.
Í Suður-Afríku Árið 2010 varð Gunnlaugur
fyrsti hlauparinn í heimi til að ljúka klassísku
ofurhlaupunum fjórum.
208 kílómetrar á bretti Hann var
fyrstur Íslendinga til að hlaupa 100
kílómetra á bretti árið 2009. Árið 2010 setti
hann svo Norðurlandamet í hlaupi á bretti.
Hljóp í 24 klukkutíma 208 kílómetra.