Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Blaðsíða 48
48 Lífsstíll 11.–13. maí 2012 Helgarblað
Þrálátur hósti gæti verið lungnakrabbi
n Stjörnurnar taka þátt í vitundarvakningu um lungnakrabbamein
Þ
rálátur hósti getur verið merki
um lungnakrabba vilja bresk-
ir sérfræðingar meina. Þar í
landi hefur verið boðað til vit-
undarvakningar um sjúkdóminn en
lungnakrabbamein dregur fleiri Breta
til dauða en nokkurt annað krabba-
mein. Heilbrigðisráðherrann, Paul
Burstow, segir mikilvægt að fólk þekki
einkenni krabbameins í lungum og
geti þannig bjargað lífi sínu. „Skila-
boð þessarar herferðar eru einföld; ef
þú ert með hósta lengur en í þrjár vik-
ur skaltu fara til læknis,“ segir Burstow
en vonast er til að herferðin, Be Clear
on Cancer, bjargi um 1.300 mannslíf-
um á ári.
Ýmsar stjörnur sem hafa misst
ættingja vegna sjúkdómsins hafa lagt
lóð sitt á vogarskálarnar til að vekja at-
hygli á sjúkdómnum. Þar á meðal er
leikarinn Ricky Gervais, söngkonan
Jenny Frost og knattspyrnuþjálfarinn
Sir Alex Ferguson sem missti báða
foreldra sína úr lungnakrabbameini.
„Pabbi var 66 ára þegar hann lést
og mamma var aðeins 64 ára. Pabbi
var greindur með lungnakrabba-
mein viku eftir að hann hætti að
vinna og var dáinn innan tólf mán-
aða. Mamma sem hafði reykt alla ævi
var einnig greind með lungnakrabba
og lést nokkrum árum á eftir pabba,“
sagði Ferguson í viðtali.
Lungnakrabbamein hefur áhrif á
33 þúsund manns í Bretlandi á hverju
ári en flestir sem greinast eru yfir 55
ára aldri. Þegar krabbinn er greind-
ur snemma eru 80% líkur á að sjúk-
lingurinn verði á lífi fimm árum eftir
greiningu en sú tala lækkar niður í 7%
þegar veikindin eru greind seint.
Of löng
meðganga
hættuleg
Samkvæmt nýrri rannsókn eru
börn sem fæðast eftir 42. viku
meðgöngu líklegri til að þjást af
ýmsum heilsufarslegum vanda-
málum í framtíðinni. Rannsókn-
in var framkvæmt í Hollandi en
niðurstöður hennar birtust í Int-
ernational Journal of Epidemio-
logy. Fylgst var með 5.000 börnun.
Niðurstöðurnar gefa í skyn að ein-
staklingar sem fæðast eftir langa
meðgöngu séu líklegri til að grein-
ast með ADHD í æsku. Hanan El
Marroun, sérfræðingur við barna-
og unglingageðdeildina við Eras-
mus MC-Sophia í Rotterdam og
stóð að rannsókninni, segir að
börn sem fæðist eftir settan dag
séu jafn líkleg til að þjást af heilsu-
farsvandamálum og börn sem
fæðist fyrir tímann.
Karrý gegn
krabbameini
Breskir vísindamenn rannsaka
hvort efni í karrýi geti drepið
krabbameinsfrumur í ristli. Neysla
á curcumin, sem finnst í túrmer-
ik-kryddi, er talið hafa mikinn
heilsufarslegan ávinning. Rann-
sóknir gefa til kynna að efnið
hægi á vexti krabbmeins og hafi
jákvæð áhrif á einstaklinga sem
hafa fengið heilablóðfall eða þjást
af andlegri hrörnun. Nú stendur
yfir rannsókn á sjúkrahúsum í Lei-
cester þar sem curcumin er gefið
með hefðbundnu lyfjunum. Yfir
40 sjúklingar taka þátt í rannsókn-
inni en fyrri rannsóknir sem fram-
kvæmdar voru á dýrum gefa góða
von. Um það bil 40 þúsund ein-
staklingar eru greindir með ristil-
krabba í Bretlandi árlega.
42 prósent
of feit 2030
Árið 2030 verða 42% Bandaríkja-
manna of feit, samkvæmt spám
Lýðheilsustöðvar Bandaríkjanna.
Þrátt fyrir svo hátt hlutfall er offita
þjóðarinnar í hægari vexti en áður.
Fyrir nokkrum árum var því spáð
að hlutfallið yrði 51% svo ljóst er
að breytingar á lífsstíl og mataræði
skila sér í þjóðfélagið með betri
heilsu.
Í rannsókninni vekur það enn
fremur athygli að það eru konur
sem eru að taka sig á meðan offita
eykst meðal ungra karla.
Stjörnur vekja athygli Stjörnur sem hafa misst nákominn ættingja úr krabbameininu
taka þátt í herferðinni sem nefnist Be Clear of Cancer.
F
yrirsætan fyrrverandi og
raunveruleikastjarnan Kelly
Killoren Bensimon úr þáttun-
um The Real Housewives Of
New York City hefur gefið út
sjálfshjálparbókina I Can Make You
HOT! – The Supermodel Diet. Kelly,
sem er 44 ára, vakti mikla athygli
þegar hún gekk til liðs við raunveru-
leikaþáttinn. Hún ákvað að gefa út
bókina eftir að hafa fengið óteljandi
fyrirspurnir frá aðdáendum um það
hvernig hún héldi sér í formi, hvaða
líkamsrækt hún stundaði, hvaða mat
hún borðaði, hver sæi um hár henn-
ar, hvar hún keypti föt sín og hvernig
hún hagaði barnauppeldinu.
Kelly segist hafa valið titil bókar-
innar til að vekja athygli. HOT! sé í
raun skammstöfun fyrir „healthy op-
tions today!“ eða „heilbrigða valkosti
í dag!“ Í bókinni lýsir hún matarplani
ofurfyrirsætu en sjálf byrjaði hún í
bransanum 15 ára.
„Ég var alltaf mjög hávaxin og
grönn. Samt fékk ég alltaf að heyra að
ég væri of þung. Ég var aldrei ánægð
með mig. Í dag veit ég að það besta
fyrir útlit mitt er að hugsa vel um
mig,“ segir Kelly sem segist búa yfir
aðferð til að missa eitt kíló á viku á
heilbrigðan máta.
„Matarplan ofurfyrirsætu á ekki
að snúast um að svelta sig. Það á
að snúast um að hugsa vel um sig.
Ef ég tek því rólega,
hangi með vinkonun-
um, drekk mikið vatn
og borða hreinan mat
fæ ég iðulega að heyra
hvað ég líti vel út dag-
inn eftir. Ekki hugsa um
líkama þinn sem bíla-
leigubíl! Komdu fram við
hann eins og Ferrari!“
segir Kelly sem á tvær
dætur með franska tísku-
ljósmyndaranum heims-
fræga Gilles Bensimon.
Kelly skiptir vikunni
upp í þrjá og fjóra daga.
Þrjá daga er algjört bann
við olíu, sykri, áfengi,
salti, hnetum og koffeini.
Og það er bannað að
svindla. Hina fjóra dagana
borðar Kelly allan venjulegan mat.
Hún borðar alltaf stórar og orkumikl-
ar máltíðir í hádeginu til að endast
út daginn en litlar léttar
máltíðir á kvöldin. Kelly
segir skammtastærðir
skipta máli en hún legg-
ur til að kjöt sé borðað
á salatdiskum og salat á
venjulegum matardisk-
um.
Kelly leggur einnig til
að fólk tyggi matinn allt
upp að átta sinnum í stað
þess að tyggja aðeins
þrisvar, fjórum sinnum
og að fólk stingi upp í sig
tyggigúmmíi strax eft-
ir matinn svo það narti
síður þegar gengið er frá
eftir matinn.
Kelly er ekki með
próf í næringarfræði en
í bókinni kemur hún
með ráð sem hafa hentað henni best
í gegnum tíðina.
indiana@dv.is
n Segist kunna aðferð til að missa eitt kíló á viku á heilbrigðan máta
Léttist án þess
að svelta sig
Þriggja daga matarplan
n Taktu út olíu, áfengi, sykur, hnetur, salt
og koffein – og ekkert svindl!
n Fáðu þér tvö glös af grænum Kelly-safa
(sjá uppskrift fyrir neðan).
n Hádegisverður samanstendur af
brúnum hrísgrjónum, kjúklingi og
grænmeti.
n Í kvöldmatinn er magurt kjöt, kjúklingur
eða rækjur með gufusoðnu spínati og
kreistið safa úr sítrónu yfir.
n Drekktu vatnsglas eftir kvöldmatinn og
kreistu safa úr sítrónu í vatnið.
n Breyttu skömmtunum. Notaðu salat-
disk fyrir kjötið og matardisk fyrir salatið.
n Tyggðu matinn átta sinnum í stað þess
að tyggja þrisvar, fjórum sinnum.
n Burstaðu tennurnar eða fáðu þér tyggi-
gúmmí strax að máltíð lokinni til að þú
nartir síður.
n Drekktu átta til tíu glös af vatni á dag –
meira magn getur valdið vatnseitrun.
n Taktu fjölvítamín daglega.
n Gerðu 20 auðveldar æfingar á hverjum
degi – hjólaðu, gakktu, farðu í jóga eða
pilates.
n Sofðu í átta klukkutíma á hverri nóttu.
n Hugsaðu vel um þig. Farðu í hand-
snyrtingu, farðu í heitt bað, notaðu
skrúbb og barnaolíu, þurrkaðu hárið með
hárþurrkara, málaðu þig og settu á þig
kinnalit.
Grænn Kelly-safi
n 8 fersk mintulauf, söxuð
n 4 steinseljulauf, söxuð
n Grænkál, saxað
n 1 bolli af söxuðu brokkolí
n 1 tsk. af nýkreistum sítrónusafa
n 1/2 bolli af nýkreistum appelsínusafa
n 1 bolli vatn
n Henda öllu saman í blandara
25 mínútna hreyfing Kelly
n Hlauptu rólega í 18 mínútur.
n Sippaðu í tvær mínútur.
n Fimm mínútna teygjuæfingar.
Glæsileg Kelly er 44 ára og neitar að
svelta sig. Hún borðar alltaf orkumikinn
hádegismat en léttan kvöldverð.
Raunveruleika-
stjarna Kelly ákvað að
skrifa bókina eftir að hafa
fengið fjölda fyrirspurna
frá aðdáendum sem vildu
fá að vita hvernig hún lifir
lífinu.