Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Síða 50
50 Lífsstíll xxx xxx Deilarinn Eins og ræðinn leigubílstjóri n Deilarinn kann ekki á „delete“-takkann og skammast sín ekki fyrir nokkurn skapaðan hlut. Hann setur inn truflandi persónulegar myndir úr eigin lífi. Til dæmis röntgenmynd af eigin ristli úr nýlegri læknisskoðun. Hann er svolítið eins og leigubílstjórinn sem ákveður að segja þér frá smáatriðum úr eigin lífi í langri leigubílaferð til Keflavíkur. Kynningarfulltrúinn Þarf að vera úti! n Kynningarfulltrúinn hefur nýlega „líkað“ við eigin athugasemd eða færslu. „Þetta „like“-ar sig ekki sjálft,“ sagði einn þekktasti kynningarfulltrúi landsins, Andrés Magnússon, eftir að hafa líkað við eigin athugasemd. Hann virðist fara á alla viðburði sem honum er boðið á og á hverjum degi setur hann inn að minnsta kosti 10 færslur, fréttir, tilkynn- ingar og greinar sem snúa að hans eigin lífsviðurværi. Kynningarfulltrúinn veit það ekki, en við felum hann á Facebook. Hann fær tækifærið ef hann kemur með eina persónulega færslu. Þangað til þarf hann að vera úti. Alfræðingurinn Nærist á ótta og samsæriskenningum n Alfræðingurinn er að taka alla Facebook á taugum. Ef það er banvænt og hættulegt þá er hann með allt á hreinu. Vandinn er sá að jafnvel það allra meinlausasta er banvænt í hans augum. Ryk, bananar, gæludýr, ást og kynlíf, hamborgarar! Alfræðingurinn nærist á ótta og breiðir hann út af alefli á Facebook. Reglulega birtir hann greinar frá miðlum sem eru vægast sagt vafasamir og efnið er ávallt í þessum dúr: Aspirín drepur, jóga drepur eða eyðni smitast með smápen- ingum. En einu gleymdi alfræðingurinn sem er alveg örugglega banvænt til lengdar: Leiðindum! Tjúllaði kommentarinn Refsivöndur samfélagsins n Kommentaranum tekst illa að hemja bælda reiði og gremju. Makinn er farinn frá honum, kötturinn líka og hann borgar þrefalt meðlag. Til að fá útrás finnst kommentaranum hann knúinn til að segja reiðilegt álit sitt á sem flestu er fer miður í samfélaginu. Hann fer eins og refsivöndur um fréttamiðlana og hamrar á lyklaborðið í hástöfum þar sem hann úthúðar sam- borgurum sínum. Hann getur illa greint mun á raunveruleika og netheimum og myndi líklegast verða ansi sneyptur yrði hann neyddur til að takast á við sömu álitamál maður á mann. Ofurkonan eða heljarmennið Hlífið okkur n „Hljóp 10 kílómetra í morgun og er með ljúffengar muffins í ofninum. Best að setja fæturna upp í loft meðan ég legg lokahönd- ina á meistaraprófsverkefnið :-)“ Einhvern veginn svona gæti stöðufærsla ofurkonunnar hljómað. Ofurkonan veit það ekki en í hvert skipti sem hún setur inn ofurfærslu, missir önnur kona hárið (með handafli). Enginn er svona fullkominn og þeir ófullkomnu gnísta tönnum yfir sléttu og felldu yfirborði ofurfólksins á Facebook. Heljarmennið er á svipuðum slóðum. Birtir ef til vill nokkrar myndaraðir af þeim að keppa á járnkarlinum. Eitthvað fyrir félaga þeirra með bjórvambir til að gráta yfir á góðu föstudagskvöldi. Ofurfólk. Hlífið okkur. Við erum mannleg. Hvaða týpa ert þú? n Sex algengar týpur á Facebook Aðrar týpur: 6. Njósnarinn n Segir aldrei neitt. Setur aldrei at- hugasemdir við færslur. Líkar ekki við færslur … en les allt. Og gæti jafnvel minnst á gamlar stöðufærslur við þig ef þú mættir honum í raunveruleikanum. 7. Rauðvínslegni Facebook- notandinn n Æ,æ,æ. Langar tilfinningaþrungnar stöðufærslur og tíðar athugasemdir koma upp um hinn meyra og rauðvín- slegna Facebook-notanda. 8. Dramafíkillinn n Stöðugar sviptingar í einkalífinu fara ekki framhjá nokkrum manni. „Single“. „In a relationship“. Sambandsstaðan er eins og íslenskt veðurfar. 9. Leikjafíkillinn n Leikjafíkillinn vaknar klukkutíma fyrr á morgnana til þess að gefa tölvuteikn- uðum dýrum að borða í Farmville. Hann er með stöðuna á hreinu í Mafia Wars og er jafnvel ögn pixlaður í raunveru- leikanum. 10. Hvatningarverksmiðjan n Sumir dæla úr sér hvatningu og hóli linnulaust. Sæta spæta, skrifa þeir undir mynd af vinkonu. Sakn-ást-knús eru regluleg skilaboð til vina og þótt atlotin til vinanna séu vel meint þykir öðrum svartsýnni notendum nóg um. kristjana@dv.is S tór hluti Íslendinga nýtir sér samskiptaforritið Face­ book og margir virðast ekki getað án þess verið. Alls eru um eða yfir 500 millj­ ónir notendur samskiptaforritsins um heim allan. Notkun þeirra sem nýta sér Facebook getur verið mjög upplýsandi um hvaða mann þeir hafa að geyma og hvað drífur á daga þeirra. Hvaða týpa ert þú á Facebook?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.