Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Qupperneq 62
Gleði og sorg
n Þórunni Ernu líst vel á Gretu Salóme
M
ér líst mjög vel á lagið og
hefur litist vel á það síðan
í keppninni hérna heima.
Ég var mjög glöð með þessi
úrslit. Greta Salóme er góður tón-
listarmaður og dugleg stelpa,“ segir
Þórunn Erna Clausen leikkona um
framlag Íslendinga til Eurovision en
íslenski hópurinn heldur til Bakú um
helgina. Eins og allir muna sungu
Vinir Sjonna lagið Coming Home í
fyrra en Þórunn Erna samdi textann
við lagið og hélt utan um allan undir-
búning.
Þrátt fyrir að Greta eigi eftir að
bera hitann og þungann af íslenska
atriðinu hefur Þórunn Erna eng-
ar áhyggjur. „Þetta verður álag en
hún getur þetta alveg,“ segir hún og
bætir við að ef hún eigi að gefa Gretu
einhver ráð þá sé það helst að vera
einlæg og opin. „Hún er alveg með
þetta. Lagið er líka svo skemmtilega
þjóðlegt og íslenskt. Þetta var í eitt af
fáu skiptunum sem ég hefði verið til
í að heyra lagið sungið á íslensku. Ég
held að það hefði ekki minnkað lík-
urnar á sigri. Hins vegar er ég sátt við
þýðinguna. Þar tókst líka vel til.“
Þórunn Erna ætlar að fylgjast vel
með keppninni. „Ég hef heyrt að
lögin í ár séu upp til hópa leiðinleg
– sem er gott fyrir okkur,“ segir hún
og bætir við að íslenski hópurinn eigi
skemmtilegar stundir framundan.
„Þrátt fyrir að þessi tími í fyrra hafi
verið mjög erfiður var þetta á sama
tíma með því yndislegra sem ég hef
upplifað. Það er einkennilegt hvernig
þetta tvennt getur farið saman – erf-
itt og yndislegt, sorglegt og skemmti-
legt. Þetta var ógleymanlegt.“
62 Fólk 11.–13. maí 2012 Helgarblað
Hittust með
tvíburana sína
Fjórar þekktar tvíburamæður
hittust með hópinn sinn á dög-
unum. Þetta voru þær Guðrún
Tinna Ólafsdóttir, dóttir forseta Ís-
lands, leikkonurnar Tinna Hrafns-
dóttir og Birna Hafstein og Katrín
Júlíusdóttir ráðherra. Mæðurnar
smelltu að sjálfsögðu mynd af
hópnum glæsilega á Facebook.
Börnin átta bera öll sterk íslensk
nöfn en dætur Birnu heita Hall-
gerður Júlía og Úlfhildur Erna.
Börn Tinnu Ólafs heita Grímur
Fannar og Fanney Petra. Synir
Tinnu Hrafns heita Jökull Þór og
Starkaður Máni og drengir ráð-
herrans voru skírðir Pétur Logi og
Kristófer Áki.
Komst inn í
annan skóla
DV greindi frá því fyrir stuttu
að íslenski leikarinn Alexander
Briem hefði komist inn í hinn
virta breska leiklistarskóla Central
School of Speech and Drama. Í
viðtalinu við Alexander kom fram
að hann hefði sótt um inngöngu í
fleiri skóla og nú hefur komið í ljós
að hann hefur einnig fengið inn-
göngu í East 15-leiklistarskólann
sem þykir ekki minni heiður. Það
er því ljóst að Alexanders bíður
stór ákvörðun. Í báðum skólum er
um mastersnám að ræða en Alex-
ander útskrifaðist af leiklistarbraut
Kvikmyndaskóla Íslands árið 2010.
Þess má geta að hann er sonur
Sigríðar Pétursdóttur kvikmynda-
sérfræðings.
Bjartmar blæs til
sextugstónleika
Þ
að er bara svo andskoti
furðulegt að ég finn bara
ekkert fyrir því, ég bara næ
því ekki. Og pæli ekkert í því.
Ég bara pæli í því að knúsa
lífið hvern einasta dag, maður,“ segir
tónlistarmaðurinn Bjartmar Guð-
laugsson sem heldur upp á sex-
tugsafmæli sitt í næsta mánuði með
pompi og prakt. Hann heldur stór-
tónleika í Háskólabíói laugardags-
kvöldið 16. júní þar sem hann, fjöldi
gesta og frábærir tónlistarmenn,
munu fara yfir langan og farsælan
tónlistarferil kappans. Og Bjartmar
lofar því að það verði mikið um dýrð-
ir.
„Þetta verður bara „happening“,
við verðum ekki bundin af neinu. Ég
spila „live“ og ég neitaði að fá ein-
hvern tónlistarstjóra til að njörva
þetta niður í einhverja kafla. Ég er
með athyglisbrest og kann ekkert svo-
leiðis. Þetta verður frelsi út í eitt. Ég
ætla að virkja fólkið líka, það er 17.
júní daginn eftir og við erum enn eina
ferðina að halda upp á það að vera
frjáls frá Dönum. Ég vil að fólk syngi
og skemmti sér og fari þarna út í al-
sælu,“ segir Bjartmar en tónlistarfer-
ill hans hefur gengið í endurnýjun líf-
daga undanfarin misseri síðan hann
gaf út plötuna Skrýtin veröld ásamt
Bergrisunum. Og hann upplýsir það
í fyrsta skipti í samtali við DV að ný
plata sé væntanleg í haust. „Ég er að
vinna rosalega hart að henni núna.
Hvort sem hún verður með Bergris-
unum eða bara ég sóló, þá kemur
plata í haust.“
Og sú plata verður ekki eina út-
gáfa Bjartmars í ár. Á afmælisdag-
inn hans, þann 13. júní, stendur til að
gefa út þriggja diska viðhafnarpakka
sem mun innihalda 60 af bestu lögum
hans sem valin hafa verið af sérlegum
sérfræðingum auk þess sem veglegur
mynda- og sögubæklingur mun fylgja
pakkanum. „Og það verða tvö ný lög
á henni,“ bætir hann við. „Ég er bara
fyrst og fremst í því að búa til nýtt efni.
Segja mína sögu í ljóðum og lögum og
þakka fyrir að vera til.“
Bjartmar verður bissí í sumar þar
sem fram undan er þétt dagskrá og
býst hann við að vera á faraldsfæti um
allt land. Framtíðin er björt hjá Bjart-
mari og gæfan hefur snúist honum í
vil frá því fyrir nokkrum árum þegar
hann gekk í gegnum dimma dali. En
hefði hann búist við því þá að ná sex-
tugsaldri og vera aftur kominn á topp-
inn?
„Á tímabili hefði ég bara ekki haft
áhuga á því. Svo bara fæ ég heilsuna
og það er ekkert sjálfgefið, og fyrir þá
gjöf þakka ég hverja einustu mínútu
sem ég á ólifaða með því að vinna
úr því sem ég hef í þessu lífi. Því að
sinna ekki hæfileikum sínum er líka
tortíming.“
Hægt er að tryggja sér miða á af-
mælistónleika Bjartmars í Háskóla-
bíói á midi.is.
mikael@dv.is
n Mikið um dýrðir í Háskólabíói 16. júní n „Frelsi út í eitt“
Sextugur í sérflokki Bjartmar Guðlaugsson heldur upp á sextugsafmælið með stórtónleikum í Háskólabíói þann 16. júní. Mynd: SiGtryGGur Ari