Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Qupperneq 64
Allt fram-
sóknar-
menn hjá
FÍB?
„Þá göngum
við bara lengra“
n „Þá göngum við bara lengra í
næsta skrefi, Ögmundur!“ segir Gísli
Tryggvason stjórnlagaráðsfulltrúi sem
gerir ræðu Ögmundar Jónassonar á al-
þjóðlegri ráðstefnu um samfélags-
áföll, lýðræði og umbreytingaskeið
að umtalsefni á Facebook. Ögmund-
ur gagnrýndi tillögur stjórnlagaráðs
að breyttri stjórnarskrá – þær gengju
ekki nægjanlega langt. Gísli varar
Ögmund við að bregða fæti fyrir til-
lögurnar. „Ekki taka þátt í að bregða
fæti fyrir fyrstu heildarendurskoðun
stjórnarskrárinnar frá 1874 – sem
beðið hefur verið eftir frá stofnun
lýðveldis og margoft strandað á mál-
þófi og stagli.“
Frumsýna
á Borginni
n Vinkonurnar Anna Lilja Johansen
og Manuela Ósk Harðardóttir frum-
sýna nýja fatalínu sína, Malla
Johansen, á Hótel Borg á laugar-
dag. Munu þær stöllur hafa unnið
um dágott skeið að línunni en
mikil leynd hefur hvílt yfir því
hvað hún hefur að geyma. Sam-
kvæmt heimildum DV eru fötin
unnin úr ítölskum gæðaefnum og
saumuð á Ítalíu. Ein vinsælasta
og farsælasta fyrirsæta landsins,
Tinna Bergsdóttir, sem er búsett
erlendis flaug heim til þess að sitja
fyrir á myndum fyrir línuna. Tinna
gerði sér lítið
fyrir og litaði
hárið dökkt
fyrir mynda-
tökuna en
hún hafði
verið ljós-
hærð um
nokkurt
skeið.
Afmælisgleði
á Austri
n Fréttamaðurinn góðkunni Breki
Logason ætlar að halda upp á 30 ára
afmælið sitt með pomp og prakt
um helgina. Breki, sem áhorfendur
Stöðvar 2 ættu að þekkja af skjánum,
ætlar að leggja undir sig skemmti-
staðinn Austur fyrir afmælis-
gleðina. Heyrst hefur að mikil eftir-
vænting sé á meðal
vina og kunn-
ingja Breka sem
ku vera gleði-
pinni mikill. Að
sögn samstarfs-
manns Breka,
fréttamannsins Þor-
bjarnar Þórðarson-
ar, verður þetta
hvorki meira né
minna en „partý
ársins“ samkvæmt
Facebook-síðu
hans.
K
annski þeir séu bara svona
forspáir eða kannski er ég
bara að leysa hana Katrínu
af í tvíburafríinu án þess að
vita af því,“ segir Vigdís Hauksdóttir
þingkona sem fékk á fimmtudag
bréf frá FÍB. Bréfið var stílað á Vig-
dísi Hauksdóttur iðnaðarráðherra
en eins og flestir vita þá gegnir
Oddný G. Harðardóttir því emb-
ætti á meðan Katrín Júlíusdóttir er
í fæðingarorlofi.
„Ég fór í pósthólfið mitt í morg-
un eins og vani er, þingmenn hafa
hver sitt pósthólf með sínu nafni og
þar rak ég augun í þetta bréf. Það er
samt svolítið skrýtið því að þetta er
á póstlista og nöfnin okkar eru ekki
einu sinni nálægt hvort öðru á list-
anum,“ segir Vigdís og viðurkennir
að hún hefði nú ekkert á móti því að
gegna embættinu.
„Það versta er að við erum að
ræða hérna í þinginu sameiningu
ráðuneyta og það er tillaga um að
sameina iðnaðarráðuneytið at-
vinnumálaráðuneytinu. Þannig ef
það verður samsett þá verður ekk-
ert úr þessu, en ef stjórnarandstað-
an hefur betur í þessu máli þá kem-
ur iðnaðarráðuneytið til með að
standa,“ segir Vigdís sem þótti at-
vikið skondið.
Þegar blaðamaður náði tali af
Vigdísi þá var hún einmitt nýstigin
úr ræðustól þar sem var verið að
ræða sameiningu ráðuneytanna.
Vigdís segir stemminguna á þingi
ekki vera upp á marga fiska. „Hún
er ekki góð. Þetta er keyrt hér áfram
af hörku og forgangsröðunin hér er
algjörlega út í hött. Staðan er mjög
slæm að mínu mati, forgangsröð-
unin hjá þessari ríkisstjórn er ekki
góð.“ viktoria@dv.is
Iðnaðarráðherra í einn dag
n Þingkonan segir FÍB kannski vera forspátt
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 11.–13. MAÍ 2012 54. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr.
Vigdís með bréfið Hér er Vigdís með
bréfið sem hún fékk sent.