Fréttablaðið - 14.12.2015, Side 4
Kláraðu jólagjafa-
kaupin á einum stað.
Í Bóksölu stúdenta
finnur þú meira
en þig grunar.
í Bóksölu stúdenta
Háskólatorgi - www.boksala.is
Innflutt snakk úr niðurneiddum kartöflum ber 59 prósenta toll. FréttablaðIð/SteFán
Iðnaður Tollur á snakk er með síð-
ustu dæmum um verndartoll fyrir
iðnaðarframleiðslu úr innfluttu
hráefni hér á landi. Á þetta bendir
Ólafur Stephensen, framkvæmda-
stjóri Félags atvinnurekenda
(FA). Félagið birti nýverið skýrslu
um matartolla.
Félagið fagnaði skömmu eftir
mánaðamótin nefndaráliti meiri-
hluta efnahags- og viðskipta-
nefndar þar sem lagt var til að tollar
verði felldir niður af snakki. Nú hafi
Willum Þór Þórsson, þingmaður
Framsóknarflokks sem sæti á í
nefndinni, sagt að í kjölfar mikilla
viðbragða frá innlendum snakk-
framleiðendum þurfi nefndin að
skoða „víðtækari hagsmuni“.
Í umfjöllun á vef FA segir að ofur-
tollar á innflutta matvöru séu yfir-
leitt réttlættir með því að verið sé
að vernda innlenda búvörufram-
leiðslu. „Það getur ekki átt við um
snakktollana. Innlendir snakk-
framleiðendur, Iðnmark og Þykkva-
bæjar, anna aðeins litlu broti
Gætu sparað neytendum 162 milljónir
innanlandsmarkaðar fyrir snakk.“
Í kartöflusnakkið þeirra sé notað
lítið sem ekkert af innlendum kart-
öflum. „Heldur er það eftir því sem
næst verður komist að stærstum
hluta búið til úr innfluttu kartöflu-
Dæmi um úthlutun
Grindavíkurhöfn
103 milljónir
Siglufjarðarhöfn
80 milljónir
Sandgerðishöfn
40 milljónir
Þorlákshafnarhöfn
40 milljónir
Fjárlög Í breytingatillögu meiri-
hluta fjárlaganefndar er gerð tillaga
um að 400 milljónum verði varið
aukalega í svokallaðan hafnabóta-
sjóð til endurnýjunar og dýpkunar í
löndunarhöfnum. Páll Jóhann Páls-
son, þingmaður Framsóknarflokks-
ins, hafði umsjón með þessum
verkþætti meirihlutans að sögn for-
manns fjárlagnefndar. Alls fara 103
milljónir í lagfæringar á höfninni í
Grindavík, heimabæ Páls Jóhanns,
þar sem fyrirtæki í eigu eiginkonu
hans, áður í eigu hans sjálfs, gerir út
skip til veiða.
Í þessum tillögum meirihluta
fjárlaganefndar er lagt til hvert fjár-
veitingarnar fara. „Þarna erum við
að vinna eftir þeirri samgönguáætl-
un sem var lögð fram af innanríkis-
ráðherra á síðasta þingi,“ segir Páll
Jóhann. „Einnig er unnið í samráði
við minnisblað siglingasviðs Vega-
gerðarinnar sem telur brýnt að fara
í framkvæmdir á höfnum landsins.“
Umrædd samgönguáætlun var
ekki samþykkt á síðasta þingi og
féll á tíma. Samgönguáætlun hefur
ekki verið lögð fyrir þetta þing þótt
hún hafi verið tilbúin síðastliðið
sumar.
Grindavíkurhöfn fær hæstu
fjárveitinguna í þessari aukafjár-
veitingu, eða 103 milljónir. Siglu-
fjarðarhöfn fær 80 milljónir króna.
Hafnir í Sandgerði og í Þorláks-
höfn fá rúmar 40 milljónir hvor til
endurbóta. Samkvæmt lögum um
hafnabótasjóð greiðir ríkið meiri-
hluta kostnaðar við endurbætur
á höfnunum en sveitarfélagið það
sem upp á vantar.
Brynhildur Pétursdóttir, fulltrúi
minnihlutans í fjárlaganefnd,
undrast vinnulag meirihluta fjár-
laganefndar. „Breytingatillögur
meirihlutans vekja upp margar
spurningar og ég hef verulegar efa-
semdir um vinnubrögðin svo ekki
sé meira sagt. Við höfum alls konar
verkferla við að útdeila almannafé
til að gæta jafnræðis. Þetta eru
safnliðir ráðuneyta, samkeppnis-
sjóðir, sóknaráætlun landshluta
og samgönguáætlun svo eitthvað
sé nefnt og við eigum að setja fé í
þessa fjárlagaliði og laga þá hnökra
ef einhverjir eru í stað þess að ein-
staka þingmenn taki að sér að deila
út fé. Við vitum ekkert hvað liggur
að baki mjög mörgum breytingatil-
lögum og alveg óháð því hvort ég
er sátt við verkefnin eða ekki þá er
ekki hægt að sætta sig við þannig
verklag.“ sveinn@frettabladid.is
Unnið eftir ósamþykktri áætlun
Fjárlaganefnd leggur til að auka fé í hafnabótasjóð. Páll Jóhann Pálsson segir unnið samkvæmt samgöngu
áætlun sem enn á eftir að koma fyrir þingið. Heimahöfn Páls í Grindavík fær hæstu fjárveitinguna.
Samgönguáætlun fór til þings í lok maí á síðasta þingi en ekki náðist að samþykkja hana. Því er í raun engin samgönguáætlun í
gildi. Meirihluti fjárlaganefndar vinnur samt sem áður eftir þeirri áætlun. FréttablaðIð/VIlhelM
neskaupstaður Ekki verður gerð
krafa um að sá sem tekur við rekstri
gamla félagsheimilisins Egilsbúðar í
Neskaupstað haldi þar úti veitinga-
sölu. Núverandi rekstraraðili hefur
hætt matsölu í hádeginu vegna
dræmrar aðsóknar að því er kemur
fram í minnisblaði sem bæjarstjórinn
lagði fyrir bæjarráð Fjarðabyggðar.
Bæjarstjórinn segir að með öflugri
starfsemi megi hefja Egilsbúð aftur
til vegs og virðingar. „Því er lagt til að
vægi hugmynda um samkomuhald í
samningskaupalýsingu vegi þyngra
en verðþáttur í endanlegu mati á
þeim rekstraraðila sem verður fyrir
valinu.“ – gar
Ekki krafa um
veitingar
sjávarútvegur Uppsjávarveiðiskipið
Faxi RE var afhent nýjum eigendum,
Vinnslustöðinni hf. í Vestmanna-
eyjum, á fimmtudag. Skipið, sem nú
heitir Kap VE, fór til síldveiða fyrir
vestan land um helgina eftir að hafa
tekið veiðarfæri um borð.
Salan á Faxa RE er liður í endur-
nýjun uppsjávarveiðiskipa HB
Granda en nýsmíðarnar Venus NS
og Víkingur AK, sem nú er á leið til
landsins frá Tyrklandi, koma í stað
þriggja eldri skipa. – shá
Faxi til Eyja
tillaga um 400 milljóna aukafjárveitingu
mjöli sem ber lága eða enga tolla.“
Hagsmunir neytenda séu hins
vegar umtalsverðir. Niðurfelling
59 prósenta tolls á snakk úr kart-
öflum myndi spara neytendum 162
milljónir króna. - óká
Breytingatillögur
meirihlutans vekja
upp margar spurningar og ég
hef verulegar efasemdir um
vinnubrögðin
svo ekki sé
meira sagt.
Brynhildur Péturs-
dóttir, þingmaður
Bjartrar framtíðar.
nýsköpun „Okkar hugmynd er sprey
sem úðað er í hárið á börnum og
það breytir um lit ef barnið er með
lús. Þetta er ekki til á markaði í dag.
Spreyið á bæði að greina lúsina og
vera meðferð á sama tíma,“ segir
Guðrún Andrea Friðgeirsdóttir, dokt-
orsnemi í lyfjaþróun í háskólanum
í Nottingham á Englandi. Guðrún,
ásamt fjórum öðrum konum, sigruðu
breska nýsköpunarkeppi í líftækni á
dögunum. Þetta er í fyrsta skipti sem
háskólinn vinnur keppnina.
Guðrún Andrea kláraði grunnnám í
lyfjafræði í Háskóla Íslands. Þá fór hún
til Uppsala í Svíþjóð í meistaranám. Í
dag er hún á þriðja ári í doktorsnámi í
háskólanum í Nottingham.
„Verkefnið fólst í því að koma
með hugmynd að einhverju sem við
gátum þróað og selt. Við bjuggum til
viðskiptaáætlun og þurftum að gera
áætlun um það hvernig okkur yrði
veitt einkaleyfi,“ segir Guðrún Andr-
ea en keppnin er mikilvægur liður í að
þjálfa unga vísindamenn í nýsköpun
og keppast nemendur um að koma
með bestu hugmyndina og útfæra
hvernig hægt sé að koma vörunni á
markað.
Guðrún Andrea ítrekar að spreyið sé
ekki til í alvöru og að það sé ekki búið
að þróa það alla leið. „Hugmyndin er
þannig ekki orðin að veruleika en það
er alveg hugsanlegt að það gæti gerst.“
Í verðlaun fékk lið Guðrúnar
Andreu 2.500 pund og bikar. „Síðan
fáum við að fara á Brice-nýsköp-
unarkeppnina sem haldin er í Texas
í Bandaríkjunum en sú keppni er
sú flottasta í heimi,“ segir Guðrún
Andrea. - ngy
Sigraði nýsköpunarkeppni á Englandi
Spreyið á að greina lúsina og vera með-
ferð á sama tíma. FréttablaðIð/SteFán
árborg Ungmennaráð Árborgar
vill að sveitarfélagið leggi áherslu á
að viðburðir fyrir ungmenni verði
til staðar á bæjarhátíðum. Undan-
farin ár hafi ekki verið mikið um
viðburði fyrir aldurshópana 14 til
16 ára og 16 til 18 ára á bæjarhá-
tíðum.
„Það er góð forvörn að hafa við-
burði fyrir þennan aldurshóp á
bæjarhátíðum. Það dregur úr heim-
ilissamkvæmum og þar með eykur
öryggi, kemur í veg fyrir óvæntar
uppákomur og dregur úr áfengis-
notkun. Til að mynda má setja þá
kröfu á aðstandendur bæjarhátíða
að ungmenni á þessum aldri skuli
koma að undirbúningi og fram-
kvæmd hátíða,“ segir ungmenna-
ráðið. – gar
Vantar viðburði
fyrir 14 til 18 ára
Ungmennaráð vill verjast áfengis-
drykkju. FréttablaðIð/aFP
Síðan fáum við að
fara á Brice nýsköp-
unarkeppnina sem haldin er
í Texas í Bandaríkjunum en
sú keppni er sú flottasta í
heimi.
Guðrún Andrea Friðgeirsdóttir, doktors-
nemi í lyfjaþróun
1 4 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m á n u d a g u r4 F r é t t I r ∙ F r é t t a b l a ð I ð
1
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
A
C
-9
F
4
4
1
7
A
C
-9
E
0
8
1
7
A
C
-9
C
C
C
1
7
A
C
-9
B
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
1
3
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K