Fréttablaðið - 14.12.2015, Side 18

Fréttablaðið - 14.12.2015, Side 18
http://www.seeklogo.net Setti nýtt ÍSlandSmet meðal Stóru Stjarnanna Hrafnhildur lúthersdóttir bætti Íslandsmetið sitt í 100 metra bringusundi meðal stjarnanna í keppni Bandaríkjanna og evrópu á mótinu duel in the pool í indiana- polis. Hrafnhildur synti á 1:05,92 mínútum og bætti gamla metið sitt um tuttugu hundraðshluta en það setti hún 13. nóvember. Hrafn- hildur endaði í sjötta sæti í sundinu alveg eins og í 200 metra bringu- sundinu þar sem hún var hálfri sekúndu frá metinu. eygló ósk Gústafs- dóttir var talsvert frá sínu besta í 200 metra bak- sundi. Bandaríska liðið vann duel in the pool 2015, fékk 155 stig á móti 107 en evrópsku stelpurn- ar unnu þó sínar greinar 68-63. Hvað gerði Gylfi? Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjun- arliði Swansea sem tapaði á móti City. Gylfi lék allan leikinn og þótti besti maður Swansea á mörgum miðlum þar á meðal Wales Online og daily mail. Stærstu úrslitin nýliðar Bourne mouth fylgdu eftir sigri á Chelsea á Brúnni um síðustu helgi með því að vinna 2-1 sigur á manchester united sem þýðir að þeir eru nú ofar í töflunni en Chelsea. Hetjan Odion ighalo tryggði öðrum nýliðum, Watford, 1-0 útisigur á Sunderland sem kemur liðinu upp í 7. sæti. ighalo hefur skorað 10 af 18 deildarmörkum Watford. Kom á óvart newcastle vann sinn annan leik í röð og varð enn fremur fyrsta liðið til að vinna tottenham síðan 6. ágúst og það á White Hart lane. Í dag 19.45 Lazio - Sampdoria Sport 20.00 Leicester - Chelsea Sport 2 22.00 Messan Sport 2 Jæja við erum að fara vinna riðilinn. Getum unnið alla þessa leiki. Með hjálp @ Silfurskeidin og tolfunnar. Máni Pétursson @Manipeturs Nýjast Norwich 1 – 1 Everton Crystal Palace 1 – 0 Southampton Man. City 2 – 1 Swansea Sunderland 0 – 1 Watford West Ham 0 – 0 Stoke Bournemouth 2 – 1 Man. United Aston Villa 0 – 2 Arsenal Liverpool 2 – 2 West Brom Tottenham 1 – 2 Newcastle Efst Arsenal 33 Man. City 32 Leicester 32 Man. Utd. 29 Tottenham 26 C. Palace 26 Watford 25 Neðst Bournem. 16 Newcastle 16 Chelsea 15 Swansea 14 Norwich 14 Sunderland 12 Aston Villa 6 Það á að gefa börnum brauð… Saint-Denis (París) Marseille Annecy Enska úrvalsdeildin Tekur 67.394 manns Íslendingar öruggir með 13.400 miða A-riðill: Frakkland, Albanía, Rúmenía, Sviss Guardian: 6. sæti (Léttastur) B-riðill: England, Wales, Slóvakía, Rússland Guardian: 4. sæti C-riðill: Þýskaland, Norður-Írland, Pólland, Úkraína. Guardian: 2. sæti (Næsterfiðastur) D-riðill: Spánn, Tyrkland, Tékkland, Króatía Guardian: 1. sæti (Erfiðastur) E-riðill: Belgía, Írland, Svíþjóð, Ítalía. Guardian: 3. sæti F-riðill: Portúgal, Ísland, Ungverjaland, Austurríki Guardian: 5. sæti (Næstléttastur) Riðlarnir og erfiðleikastuðlarnir Hér verða höfuðstöðvar íslenska landsliðsins á meðan á keppnini stendur. Leið Undanriðillinn var jafnvel sterkari! Áfram Ísland. Teitur Örlygsson @@teitur11 Saint- Étienne Ísland Austurríki 22. júNÍ STADE DE FrANCE Austurríki er í 10. sæti á FIFA-listanum, hefur hækkað um 13 sæti frá því í janúar. Annað Evrópumótið (2008) Stærstu stjörnurnar: David Alaba (Bayern München), Marko Arnautović (Stoke) og Marc Janko (Basel). Portúgal er í 7. sæti á FIFA-listanum og er í sama sæti og í janúar. Sjöunda Evrópumótið (1984, 1996-2012) Stærstu stjörnurnar: Cristiano Ronaldo (Real Madrid), Nani (Fener- bahce) og Pepe (Real Madrid). Ungverjaland er í 20. sæti á FIFA-listanum, hefur hækkað um 25 sæti frá því í janúar. Þriðja Evrópumótið (1964, 1972) Stærstu stjörnurnar: Zoltán Gera (Ferencv- áros), Gábor Király (Haladás) og Balázs Dzsudzsák (Bursaspor). 81.338sæti / ISL 16.250 Guardian = Samkvæmt styrkleikamati Guardian. Ísland Ungverjaland 18. júNÍ STADE VéLoDromE 67.394 sæti / ISL 13.400 Ísland Portúgal 14. júNÍ GEoFFroy-GuIChArD 42 .000 sæti / ISL 8.000 Íslands á EM 2016 Fótbolti Íslenskt knattspyrnu- áhugafólk upplifði stóran draum í september þegar íslenska karla- landsliðið tryggði 300 þúsund manna þjóð sæti á sínu fyrsta stór- móti í karlafótboltanum og knatt- spyrnuguðirnir fylgdu því eftir með að setja íslenska liðið í algjöran draumariðil þegar dregið var í riðl- ana í París um helgina. landsliðsþjálfararnir verða eflaust uppteknir við væntinga- stjórn næstu mánuðina því skiljan- lega var íslenska þjóðin komin á flug eftir að íslenska liðið lenti í riðli þar sem liðið er í dauðafæri til að komast áfram í sextán liða úrslitin. Portúgal, ungverjaland og austurríki eru vissulega erfiðir mótherjar en það var enginn auð- veldur andstæðingur í pottinum. minnug þess þegar við vorum að fara að vinna eurovison í Bergen 1986, taka gullið á ólympíuleik- unum í Seúl 1988 og vinna Hm á heimavelli 1995 þá er það ekkert nýtt að væntingar íslensku þjóðar- innar missi allt jarðsamband. Það er ekki hægt að fara að bóka sæti í sextán liða úrslitunum strax en það breytir þó ekki því að þetta var algjör draumadráttur. Það er ekki nóg með að and- stæðingarnir eru allt lið sem Ísland getur barist við á jafningjagrund- velli, þá er staðsetning leikjanna hentug og það ættu að vera til miðar fyrir íslenska stuðningsfólk- ið. tveir fyrstu leikirnir fara fram stutt frá höfuðstöðvum íslenska liðsins og sá þriðji á hinum stór- glæsilega Stade de France. Það er ekki slæmt að mæta „eins manns liði“ Cristianos ronaldo í fyrsta leik og svo bíða tvö lið sem hafa ekki mikla reynslu af stórmótum síðustu áratugi. Það má því búast við að fjöl- margir Íslendingar sækist eftir miðum þegar umsóknargluggi fyrir miða á leiki Íslands verður opnaður í dag en hann er opinn til 18. janúar. Öll miðasalan fer fram í gegnum ueFa og ef eftirspurn er meiri en framboðið verður happ- drætti. Íslendingar fá 20 prósent af miðum í boði á hverjum leikstað og við erum heppin af því að strákarn- ir okkar spila á tveimur af stærstu völlunum. Íslenskir ríkisborgarar, búsettir á Íslandi eða erlendis, og erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi geta sótt um „íslensku“ miðana. Það kemur síðan í ljós í febrúar hvort menn hafa fengið miða en þangað til er um að gera sér að skoða og skipuleggja ferðlög og gistingu í Frakklandi. ooj@frettabladid.is Dauðafæri eftir draumadrátt Íslenska karlalandsliðið mætir einum besta fótbolta- manni heims og tveimur fornfrægum fótboltaþjóð- um í mikilli sókn í úrslitakeppni EM næsta sumar. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sex mörk fyrir íslenska landsliðið í undankeppninni en aðeins hann og Austurríkismaðurin marko janko (7 mörk) náðu því af leik- mönnum sem munu spila í F-riðlinum á Em 2016. 1 4 . D e S e M b e r 2 0 1 5 M Á N U D A G U r18 S P o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð Sport 1 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 A C -A 9 2 4 1 7 A C -A 7 E 8 1 7 A C -A 6 A C 1 7 A C -A 5 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.