Fréttablaðið - 14.12.2015, Qupperneq 6
– fyrst og fremst ódýr!
Fylgstu með
Jóladagatali Krónunnar.
Ný tilboð til jóla.
Fylgstu með Jóladagatalinu á facebook síðu Krónunnar – Jólaleikur í hverri viku
379kr.pk.
Konfekt epli í poka, 1,36 kg
299kr.kg
Verð áður 399 kr. kg
Rauð jólaepli frá Bandaríkjunum.
*Gildir 14. - 16. desember
25%afsláttur
Hlaupandi jólasveinar
Viðskipti Bjarni Benediktsson, fjár-
málaráðherra hyggst leggja fram
frumvarp um skattaívilnanir til
einstaklinga vegna kaupa á hluta-
bréfum í litlum fyrirtækjum í vexti
á þessum vetri. Kauphöllin vill inn-
leiða skattafrádrátt fyrir einstak-
linga til hlutabréfakaupa í skráðum
félögum og er fjármálaráðuneytið
með það mál í vinnslu.
Í ræðu sinni á tækni- og hug-
verkaþingi þann 4. desember síð-
astliðinn sagðist Bjarni Benedikts-
son fjármálaráðherra hafa skoðað
mögulegar útfærslur á beitingu
skattaívilnana vegna hlutabréfa-
kaupa í sprotafyrirtækjum.
„Ég hef skoðað mögulegar
útfærslur á beitingu slíkra íviln-
ana, sérstaklega hvernig hægt sé
að koma í framkvæmd skattaíviln-
unum til einstaklinga vegna kaupa
á hlutabréfum í litlum fyrirtækjum
í vexti en í okkar vinnu komu fram
hugmyndir að tilteknum skil-
yrðum, sem slík fjárfesting þarf að
uppfylla, sem snúa að fjárfesting-
unni sjálfri, formi félagsins sem
fjárfest er í og svo skilyrðum sem
einstaklingurinn sjálfur þarf að
uppfylla til að fá afsláttinn," sagði
hann á þinginu. Unnið verður að
gerð frumvarps á grunni vinnu
starfshóps um þessi mál og er það
áætlun Bjarna að leggja það fyrir
þingið á þessum vetri.
Fram kom á síðasta ári í skýrslu
Kauphallarinnar, Aukin virkni
og gagnsemi íslensks verðbréfa-
markaðar, um tillögu á úrbótum
að áhugi væri á því að endurvekja
skattafrádrátt fyrir einstaklinga
vegna hlutabréfakaupa sem ríkti
fyrir hrun. Þar segir að skattafrá-
dráttur væri til þess fallinn að
hvetja til sparnaðar og fjárfestingar
í íslensku atvinnulífi og að einstak-
lingar héldu hlutabréfum til lengri
tíma.
Páll Harðarson, forstjóri Kaup-
hallarinnar, telur tillögur starfs-
hópsins vera skref í rétt átt og að
skattafrádráttur fyrir einstaklinga
vegna hlutabréfakaupa væri til
hagsbóta fyrir bæði almenning og
atvinnulíf.
„Að okkar mati er eðlilegt að
ákvæðin um ívilnanir endurspegli
leiðbeiningar eftirlitsstofnunar
EFTA þar sem bent er á að þær ættu
að ná til fjárfestinga í félögum sem
skráð eru á markaðstorgum, eins og
Nasdaq First North. Þannig yrðu
allar nauðsynlegar upplýsingar
uppi á borðum fyrir fjárfesta. Þessi
aðgerð myndi greiða fyrir aðgangi
fyrirtækja að fjármagni og stuðla að
vexti. Hún yki að sama skapi sparn-
aðarmöguleika fjárfesta og hvetti til
langtímafjárfestingar. Auk þess er
gert ráð fyrir að um tiltölulega lágar
fjárhæðir yrði að ræða fyrir hvern
einstakling þannig að áhættu yrði
stillt í hóf,“ segir Páll
saeunn@frettabladid.is
Skattafrádráttur til
hlutabréfakaupenda
Bjarni Benediktsson boðar skattaívilnanir til einstaklinga vegna kaupa á hluta-
bréfum í sprotafyrirtækjum. Forstjóri Kauphallarinnar telur tillögurnar skref í
rétta átt en ættu einnig að ná til fjárfestinga í félögum sem eru skráð á markaði.
Veður Viðgerð er að mestu lokið
á háspennulínum Landsnets eftir
óveðrið sem gekk yfir landið í byrjun
vikunnar. Beint tjón fyrirtækis-
ins vegna veðursins er í tilkynningu
sagt vera 120 milljónir króna.
Haft er eftir Guðmundi Inga
Ásmundssyni, forstjóra Lands-
nets, að brýnt sé að hefjast handa
við styrkingu meginflutningskerfis
fyrirtækisins. Notendur hefðu orðið
fyrir minna straumleysi í fárviðrinu
ef kerfisstyrkingar sem félagið vill
ráðast í hefðu verið komnar til fram-
kvæmda.
„Það voru eingöngu eldri flutnings-
línur með trémöstrum sem skemmd-
ust. Stærri línurnar okkar, sem eru
bæði nýrri og með stálgrindarmöstr-
um, stóðust veður álagið, eins og til
dæmis á Hallormsstaðarhálsi þar
sem vindstyrkurinn fór yfir 72 metra
á sekúndu í hviðum,“ segir hann.
Mest var tjónið á Vestfjörðum þar
sem 20 möstur í flutningskerfinu
gáfu sig vegna vindálags og ísingar í
Breiðadalslínu 1 í Dýrafirði. - óká
120 milljónir fuku út í
buskann hjá Landsneti
Svona var ástandið við þjóðveginn í Blönduhlíð þar sem möstur í Rangárvallalínu 1
brotnuðu í óveðrinu í byrjun vikunnar. Mynd/LandSnet
Eingöngu eldri
flutningslínur með
trémöstrum skemmdust.
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri
Landsnets.
Í okkar vinnu komu
fram hugmyndir að
tilteknum skilyrðum, sem
slík fjárfesting þarf að
uppfylla, sem snúa að
fjárfestingunni sjálfri, formi
félagsins sem fjárfest er í og
svo skilyrðum sem einstak-
lingurinn sjálfur þarf að
uppfylla til að fá
afsláttinn.
Bjarni Benediktsson
fjármálaráðherra
Maraþon í Madríd Um tíu þúsund manns tóku þátt jólamaraþoni í Madrid á Spáni í gær í jólasveinabúningi.
Mótið var haldið í fjórða sinn og hafa aldrei fleiri tekið þátt. nORdICPHOtO/Getty
1 4 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m Á N u d A G u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð
1
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
A
C
-B
3
0
4
1
7
A
C
-B
1
C
8
1
7
A
C
-B
0
8
C
1
7
A
C
-A
F
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
1
3
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K