Fréttablaðið - 14.12.2015, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 14.12.2015, Blaðsíða 46
Kia Soul SUV Í Soul fyrir jól — Kia Soul á frábæru verði Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/kiamotorsisland ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Kia á Íslandi. Reynsluaktu hátíðlegum Kia Soul Kia Soul bíður þín í Öskju. Komdu og prófaðu. Kia Soul — 1,6 dísil, 6 gíra, beinskiptur,128 hö. Verð frá 3.490.777 kr. Kia Soul er glæsilegur á að líta. Hann er þægilegur í akstri, rúmgóður og þú situr hátt í honum. Soul hefur ótal spennandi eiginleika eins og hita í stýri og sætum, loftkælingu, bakkmyndavél, bakkskynjara, 4,3" litaskjá og 16" álfelgur. Þú getur fengið Soul sem rafbíl eða disilbíl, sjálfskiptan eða beinskiptan — og á alveg frábæru verði. 7 ára ábyrgð fylgir öllum nýjum Kia bílum. 7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Það er ekki oft sem íslenskum óperu- og leikhúsunnendum gefst þess kostur að sjá barna- og jólaóperur. Annað kvöld verður frum- sýnd í Salnum í Kópavogi ein slík á vegum Tónlistarskóla Kópavogs og er það Anna Júlíana Sveinsdóttir söng- kennari sem hefur veg og vanda af leikstjórn sýningarinnar. Hún segir að hér sé á ferðinni barna- og jólaóperan Amahl og næturgestirnir eftir Gian Carlo Menotti. „Gian Carlo Menotti var fæddur á Ítalíu árið 1911 en flutti síðar til Bandaríkjanna. Hann samdi bæði textann og tónlistina að óperunni fyrir NBC sjónvarpsstöðina og var hún frumflutt 24. desember 1951. Þetta er fyrsta óperan sem samin var sérstaklega fyrir sjónvarp í Ameríku og sáu hana fimm miljónir manna og síðan hefur hún verið flutt um heim allan og nokkrum sinnum á Íslandi. Menotti, sem ólst upp á Ítalíu, samdi líka textann en hann og bróðir hans höfðu vanist því að kóngarnir þrír, Melkior, Kaspar og Baltasar, færðu þeim gjafir að næturlagi fyrir jól en ekki jólasveinninn eins og tíðkaðist í Ameríku þar sem Menotti bjó á þeim tíma. Sagan fjallar um fatlaða drenginn Amahl og fátæka móður hans. Hann er úti að spila á flautu og sér leiðar- stjörnuna á björtum himni og segir mömmu sinni frá því en hún trúir honum ekki. Vitringarnir þrír, með fullt af gulli og gjöfum, knýja dyra og biðja um húsaskjól á leið þeirra til Betlehem að sjá nýfædda Jesúbarnið. Þegar allir eru sofnaðir undrast móð- irin allt þetta gull á meðan hún og Amahl svelta og verða að fara út og betla. Hún freistast til að taka smá gull og þá vaknar þjónn vitringanna, ræðst á hana og kallar hana þjóf um leið og Amahl reynir að verja mömmu sína. Vitringarnar vakna og segja henni frá Jesúbarninu og móðirin vill skila gull- inu aftur og Amahl ætlar að gefa Jesú hækjuna sína. Þegar hann réttir þeim hækjuna læknast hann og fær mátt í fótinn, getur hoppað, hlaupið og dansað. Allir gleðjast yfir þessu krafta- verki og vitringarnir taka Amahl með til Betlehem til að hitta Jesúbarnið.“ Anna Júlíana segir að það sé ákaf- lega mikilvægt fyrir þá sem eru í söngnámi og stefna jafnvel að því að gerast atvinnusöngvarar síðar meir að öðlast reynslu. „Aðalhlutverkið hjá okkur er til að mynda í höndum Andra Páls Guðmundssonar sem er aðeins fjórtán ára gamall. Þetta er erfitt hlutverk en hann stendur sig með stakri prýði eins og allir sem að sýningunni koma þannig að við erum farin að hlakka til þess að fá áhorfendur. Það verður frumsýning annað kvöld kl. 18 og svo er áætluð önnur sýning kl. 20 næsta fimmtudag. Sýningin tekur aðeins um klukku- stund, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.“ magnus@frettabladid.is Fyrsta óperan samin fyrir sjónvarp  Annað kvöld verður frumsýnd í Salnum í Kópavogi barna- og jólaóperan Amahl og næturgestirnir eftir Gian Carlo Menotti sem hann samdi sérstaklega fyrir sjónvarp. Hluti söngvarann sem flytja barna- og jólaóperuna í Salnum í Kópavogi. 1 4 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m Á N U d A G U r26 m e N N i N G ∙ F r É T T A b L A ð i ð menning 1 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 A C -B 3 0 4 1 7 A C -B 1 C 8 1 7 A C -B 0 8 C 1 7 A C -A F 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.