Fréttablaðið - 14.12.2015, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 14.12.2015, Blaðsíða 21
Bókajól 14. desember 2015 Kynningarblað Jólin eru tími bókanna enda fáar gjafir sem lifa jafn lengi og vel eins og góð bókargjöf. Edda útgáfa sér- hæfir sig í útgáfu bóka og áskrift- arklúbba með efni frá Disney og fleiri aðilum. Úrvalið í jólapakk- ann er því mikið að sögn Maríu B. Johnson, markaðsstjóra Eddu út- gáfu. „Við leggjum mikinn metnað í að færa fjölskyldum töfra Disney með fjölbreyttu og vönduðu lesefni. Fjöldi slíkra bóka er á boðstólum fyrir þessi jólin eins og endranær. Af mörgum góðum má meðal ann- ars nefna Matreiðslubókina mína og Mikka og Frozen-bækurnar.“ Bókin sem sló í gegn Matreiðslubókin mín og Mikka kom fyrst út árið 1979 og sló ræki- lega í gegn hjá ungum sem öldnum. „Margir Íslendingar eiga vafa- laust góðar minningar tengd- ar bókinni enda var hún til á nánast hverju heimili hér áður fyrr og kenndi nánast heilli kynslóð að elda. Nú er bók in loksins fáanleg aftur í takmörkuðu upplagi enda hefur reglulega verið haft sam- band við okkur undanfarin ár og spurt út í bókina.“ Að sögn Maríu eiga krakk- arnir sem elduðu upp úr bókinni áður fyrr örugglega góðar minning- ar tengdar þeirri eldamennsku enda hófu margir matreiðsluferil sinn með þessa góðu bók sér við hlið. „Nú eru margir þessara sömu krakka orðnir foreldrar sjálfir og því auð- vitað tilvalið að lauma bókinni í jóla- pakkann í ár og endurvekja gömul kynni. Það er ekki ónýtt að hefja matreiðsluferilinn á Pönnukökum frá Undralandi, Eggjasnapsi bjarn- arins Balla, Ostborgurum Jóakims, Muffins dverganna sjö eða öðrum spennandi og ljúffengum réttum.“ Ekkert lát á vinsældum Frozen-vörurnar úr samnefndri kvikmynd njóta enn gífurlegra vin- sælda og virðist ekkert lát á þeim að sögn Maríu. Edda býður upp á tvær stór- skemmti- legar bækur fyrir jólin sem byggja á kvikmyndinni. „Fyrst má nefna Frozen Veislubókina sem inniheldur 22 frábærar Frozen- veisluhugmyndir um hvernig hægt er að halda veislu sem væri boðleg hinum konunglegu systrum, Önnu og Elsu. Bókin er glæsilega mynd- skreytt og hugmyndirnar auðveldar og skemmtilegar. Það er svo sannar- lega hægt að skipuleggja veislu ald- arinnar með svona bók enda í henni t.d. hugmyndir að boðskortum, skreytingum, veitingum og leikjum.“ Nytsamleg bók Frozen Hár & föndur er hugmynda- og föndurbók sem inniheldur leið- beiningar um hvernig á að gera glæsilegt hárskraut í anda prinsess- anna í Arendell. „Þessi bók hefur verið mjög vinsæl hjá okkur. Með henni er t.d. hægt að læra að láta hárið líta út fyrir að vera þykkara, hvernig á að nota bursta, greiður og krullujárn og hvernig er best að skreyta hárið með slaufum, borðum og blómum. Sannarlega nytsamleg bók í jólapakkann fyrir ungar stúlk- ur og um leið foreldra.“ Bækurnar fást bókabúðum og öðrum verslunum sem selja bækur og einnig á www.edda.is. Allar nán- ari upplýsingar má finna á www. edda.is og á Face book undir Edda útgáfa. Jólagjafir sem gleðja börnin Fátt gleður meira en góð bókargjöf um jólin. Edda útgáfa býður landsmönnum upp á gott úrval bóka fyrir jólin. Matreiðslubókin mín og Mikka er nú aftur fáanleg vegna fjölda fyrirspurna og Frozen-bækurnar eru sívinsælar og góðar í jólapakkann. arnbjörn Kristinsson (t.v.) hjá Setbergi gaf út Matreiðslubókina mína og Mikka árið 1979. nú er hún endurútgefin af Eddu útgáfu undir stjórn Jóns axels Ólafssonar. Frozen-bækurnar eru sívinsælar í jólapakkann. 1 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 A C -C B B 4 1 7 A C -C A 7 8 1 7 A C -C 9 3 C 1 7 A C -C 8 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.