Fréttablaðið - 14.12.2015, Qupperneq 42
Elskulegur faðir okkar,
Andrés Þórarinsson
sem lést 17. nóvember í Svíþjóð,
verður jarðsunginn frá Nygårdkyrkan
í Åmål fimmtudaginn 17. desember
kl. 14.00.
Ingi, Arnar og Guðlaugur synir hins látna og fjölskyldur.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamamma, amma og langamma,
Herdís Ingibjörg Einarsdóttir
Gullsmára 11, Kópavogi,
lést á líknardeild LHS í Kópavogi
8. desember síðastliðinn. Útför hennar
fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn
17. desember kl. 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
líknardeild LHS í Kópavogi.
Birgir Ísleifsson
Einar Birgisson Lára Hafsteinsdóttir
Linda Birgisdóttir Óskar Júlíusson
Birgir Birgisson Berglind Jack
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og vinur,
Gunnhildur Kristjánsdóttir
lést á Hrafnistu mánudaginn 7.
desember. Útförin fer fram frá
Árbæjarkirkju miðvikudaginn 16.
desember kl. 15.00.
Sigrún Baldursdóttir Gunnbjörn Marinósson
Árni Þormar Baldursson Valgerður F. Baldursdóttir
Magnús Baldursson Áslaug Arna Stefánsdóttir
Hörður Einarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
bróðir og afi,
Kristján Þorgeir Magnússon
flugstjóri,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 15. desember kl. 15.
Jóhann Svavar Bl. Þorgeirsson Guðrún J. Halldórsdóttir
Davíð Blöndal Þorgeirsson Guðrún Ólafsdóttir
Kristín Diljá Þorgeirsdóttir
Jóhann Magnús Magnússon
Marinó Már Magnússon
og barnabörn.
Ég man vel eftir því þegar þær komu hingað fyrst,“ segir Ólafur Þór Jóelsson, tölvu-leikjasérfræðingur og stjórn-andi þáttarins GameTíví.
Fyrstu tölvurnar komu hingað til lands
í lok septembermánaðar en eiginlegur
útgáfudagur tölvunnar hér á landi var
18. nóvember. Fyrir nákvæmlega tveim
áratugum voru því margir í Skífunni,
að kaupa PlayStation-leikjatölvur sem
jólagjafir.
Þegar dagblöð frá þessum tíma eru
skoðuð kemur í ljós hverslags bylting
þetta var í áhuga á leikjatölvum. „Já,
þegar PlayStation kom út, jókst áhuginn
á leikjatölvum til muna. Áhuginn hafði
dvínað árin áður en hún kom út, eftir að
hafa verið mjög mikill þegar NES-tölvan
frá Nintendo og Sega Mega Drive voru
gríðarlega vinsælar. Þegar PlayStation
kom út var Sega Dreamcast vinsælasta
leikjatölvan, en PlayStation tók strax
fram úr henni,“ útskýrir Ólafur.
Óvænt útspil
Ólafur segir að það hafi komið mörgum
á óvart þegar Sony tilkynnti að fyrir-
tækið ætlaði að hasla sér völl á leikja-
tölvumarkaðinum. „Þetta var nokkuð
óvænt útspil. En þetta var gæfuspor
fyrir Sony, það er engin spurning um
það. Play Station-tölvurnar hafa verið
afar sterkar í Evrópu og Asíu, í þessa tvo
áratugi. Microsoft er svo mjög sterkt í
Bandaríkjunum, en fyrirtækið hefur
keppt við Sony með Xbox-leikjatölv-
unum sínum. Nintendo hefur svo átt
misjafna daga, en Wii-tölvan sló vel
í gegn. Þó verður að viðurkennast að
helsta baráttan er á milli PlayStation og
Microsoft.“
Vel tekið
Oft er því fleygt fram að Íslendingar taki
vel í nýjungar. Það átti líka við um Play-
Station-leikjatölvuna. Hún þótti seljast
vel hér á landi. En upphaflega voru pant-
aðar 50 tölvur sem seldust upp nokkuð
fljótlega. Nokkur fyrirhöfn var að fá
vélar til sölu hér á landi, því hún seld-
ist svo vel um allan heim. Nokkuð var
um að tölvur væru pantaðar um borð í
togara, á þessum tíma. Markaðssetning
Sony gekk út á að kynna að leikjatölvur
væru líka fyrir fullorðna, sem þykir sjálf-
sagður hlutur í dag.
Í íslenskum fjölmiðlum á þessum tíma
var mikið gert úr hlut Ólafs Jóhanns
Ólafssonar, sem var á forstjóri Sony
Interactive Entertainment þegar tölvan
kom út. Hann stýrði markaðssetning-
unni á vélinni og barðist hatramlega
fyrir því að verðinu á henni yrði haldið
undir 300 Bandaríkjadölum, sem þýddi
lítinn hagnað fyrir Sony. Í stað þess sá
Ólafur fyrir sér að fyrirtækið myndi
hagnast á sölu leikja og hugbúnaðar. Var
þessu líkt við sölu á rakvélum og rak-
vélarblöðum. Óhætt er að segja
að herbragð Ólafs hafi virkað.
Mikil þróun
„Þessi þróun, frá því að fyrsta Play-
Station-tölvan kemur út og fram til
dagsins í dag, hefur verið ótrúleg. Áður
voru þetta eingöngu leikjatölvur, en nú
eru þessar vélar orðnar miðstöð afþrey-
ingarinnar á heimilum. Fólk getur farið á
netið í þessum vélum, horft á Blu Ray og
alls kyns sjónvarps-forrit. Hægt er fara á
Youtube, Spotify og tengja tölvurnar við
snjallsímana. Við í Game-
Tíví sendum til dæmis
stundum út í beinni
þegar við spilum
leiki, þá er það bara
gert í gegnum Play-
Station-vélina. Hún
þjónar allskyns
þörfum, þó svo að
meginfúnksjónin sé
spilun leikja.“
k j a r t a n a t l i @
frettabla-
did.is
Frá leikjatölvu til
miðstöðvar afþreyingar
Tveir áratugir eru liðnir frá því að fyrstu PlayStation-leikjatölvurnar komu hingað til
lands. Ólafur Þór Jóelsson tölvuleikjasérfræðingur rifjar upp skemmtilega tíma.
Þessi þróun,
frá því að
fyrsta PlayStation-
tölvan kemur út
og fram til
dagsins í dag,
hefur verið
ótrúleg. Áður
voru þetta
eingöngu
leikjatölvur, en
nú eru þessar
vélar orðnar
miðstöð
afþreyingar-
innar á heim-
ilum.
Ólafur Þór Jóelsson
1542 María Stúart verður drottning Skotlands.
1287 Grandi milli Norðursjávar og grunns stöðuvatns í Hollandi
gefur sig og veldur fimmta stærsta flóði sögunnar. 50 þúsund
manns láta lífið.
1890 Eyrarbakkakirkja er vígð. Altaristafla hennar er eftir Lovísu
Danadrottningu, máluð árið 1891.
1910 Vísir til dagblaðs í Reykjavík hefur göngu sína. Vísir og Dag-
blaðið sameinuðust 26. nóvember 1981.
1911 Roald Amundsen kemur á suðurpólinn.
1934 Golfklúbbur Reykjavíkur er stofnaður undir nafninu Golf-
klúbbur Íslands.
1935 Um mestallt Ísland geysar fárviðri og verður mikið mann-
tjón. Tuttugu og fimm manns farast, símalínur slitna niður og
skemmdir verða á húsum.
1939 Sovétríkin eru rekin úr Þjóðabandalaginu vegna innrásarinn-
ar í Finnland en það stríð var síðar nefnt Vetrarstríðið.
1977 Ofviðri samfara stórflóði veldur tjóni víða á suðurströnd Ís-
lands, til dæmis á Stokkseyri. Þetta voru talin mestu flóð á tuttug-
ustu öldinni
1989 Í Síle eru haldnar fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í sextán
ár.
2003 Saddam Hussein finnst falinn í byrgi nálægt Tikrit í Íran og
var tekinn höndum af Bandaríkjaher.
Merkisatburðir
Hér má sjá tvo drengi spila tölvuleiki á tíunda áratug síðustu aldar. Fréttablaðið/Getty
1 4 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m Á N U d A G U r22 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð
tímamót
1
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
A
C
-9
0
7
4
1
7
A
C
-8
F
3
8
1
7
A
C
-8
D
F
C
1
7
A
C
-8
C
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
5
6
s
_
1
3
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K