Fréttablaðið - 14.12.2015, Side 8

Fréttablaðið - 14.12.2015, Side 8
Vina del Mar Gefðu góðar minningar í jólagjöf! Kauptu 5.000 kr. gjafabréf og þú færð andvirði 7.000 kr. Kauptu 10.000 kr. gjafabréf og þú færð andvirði 15.000 kr. Kauptu 20.000 kr. gjafabréf og þú færð andvirði 30.000 kr. VILDARVERÐ FRÁ:149.- Verð: 199.- Sími: 540 2050 | pontun@penninn.is GOTT ÚRVAL AF VÖNDUÐUM GJAFAPOKUM! vildar- afsláttur 25% Tilboðsverð gilda frá 11. desember, til og með 13. desember. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl. Iðnaður og efnanotkun 2.112 Samgöngur 811 Landbúnaður 656 Sjávarútvegur 478 Úrgangur 226 Rafmagn og hiti 178 ✿ Losun gróðurhúsaloft- tegunda á Íslandi 2013 5% 11% 4% 47 % 18% 15% *Mælt í kílótonnum af CO2 ígildum. Samkvæmt tölum Umhverfisstofnunar. ÁStRaLÍa Áttatíu börn eða einn af hverjum fjórum nemendum í Bruns- wick grunnskólanum í Melbourne í Ástralíu hafa fengið hlaupabólu á síðastliðnum tveimur vikum. Skólinn er sá eini í Viktoríufylki sem hefur beðið foreldra um að virða mismunandi skoðanir þegar kemur að bólusetningum barna. Bólusett börn í skólanum eru 73 prósent samanborið við 90 prósent á fylkisvísu. Engum skóla í Viktoríufylki er heimilt að neita barni um skóla- vist ef það er ekki bólusett. Hins vegar eru foreldrar skyldugir að láta skólayfirvöld vita um bólusetningar barna sinna. -srs Fjórðungur nemenda skólans fékk hlaupabólu Skólinn hefur beðið foreldra um að bera virðingu fyrir mismunandi sjónarmiðum varðandi bólusetningu. Fréttablaðið/Vilhelm UmhveRfI „Ég held að ég geti ekki sagt að það séu nokkur einustu vonbrigði. Ég er búinn að fylgjast með þessu í yfir tíu ár og ég hef aldrei verið á fundi þar sem hefur verið jafn ríkur samkomu- lagsvilji og jákvætt andrúmsloft,“ segir Hugi Ólafsson, formaður samninga- nefndar Íslands í loftslagsmálum. Parísarsamkomulagið svokallaða var samþykkt með lófataki að lokinni loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna Cop21 sem hófst þann fyrsta desember síðastliðinn. Samkomulagið tekur gildi árið 2020 þegar tímabil Kýótó-bókunarinnar rennur sitt skeið. Ísland var með undanþágu frá Kýótó-bókuninni sem heimilaði umframlosun á 1600 þúsund tonnum af koltvísýringi svo hægt væri að byggja upp stóriðju. Hugi segir að nú spili Ísland í sama leik og aðrar þjóðir. „Við erum með sambærileg mark- mið og önnur Evrópuríki og ekki með neinar sérstakar undanþágur.“ Alls koma 195 ríki að Parísarsam- komulaginu sem dekkar ríflega níu- tíu prósent af losun gróðurhúsaloft- tegunda í heiminum í dag. Hvert ríki setur sér eigin aðgerðaáætlun til að ná markmiðum um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda svo halda megi hlýnun lofthjúpsins innan við 2°C. „Samningurinn er fyrst og fremst grunnur og ótímasettur. Flest ríki hafa verið að setja sér markmið til 2030 sem svo er gert ráð fyrir að verði reglulega endurskoðuð,“ segir Hugi. Hann segir markmið Íslands vera að finna í sókn- aráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslags- málum en þau verði svo útfærð betur. Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- ráðherra segir erfitt að segja til um hvaða breytingar íslensk fyrirtæki og almenningur þurfi að gera til að Ísland nái eigin markmiðum. „Okkar skylda er jafn rík og annarra þjóða. Það sem ég segi og hef sagt er að fyrst og fremst þarf að eiga sér stað hugarfarsbreyting. Við höfum náð efsta sæti í jafnréttis- málum í heiminum, auðvitað var það barátta, en það þurfti hugarfars- breytingu. Nákvæmlega sömu hugar- farsbreytingu þarf núna um loftslags- málið,“ segir Sigrún. Svandís Svavarsdóttir, þing- kona Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra, segir að næsta verkefni sé að sýna að gjörðir fylgi orðum. „Við höfum tekið mjög skýrt undir þrjú megináherslumál Náttúru- verndarsamtaka Íslands sem er í fyrsta lagi að Ísland verði sjálft að draga úr losun um fjörutíu prósent. Í öðru lagi að Ísland verði kolefnishlutlaust 2050 og í þriðja lagi liggur mælikvarðinn um hvort við meinum eitthvað sem við segjum á Drekasvæðinu,“ segir Svandís og að það sé fullkominn tvískinnungur að halda áfram undirbúningi vinnslu og rannsókna fyrir olíuborun. Einn helsti vísindamaður og akti- visti heims á sviði loftslagsmála, James Hansen, gefur lítið fyrir samkomu- lagið í samtali við the Guardian. „Það er kjaftæði af þeim að segjast geta náð hlýnun niður fyrir 2°C og reyna svo að gera betur á fimm ára fresti. Á meðan jarðefnaeldsneyti heldur áfram að vera ódýrasta eldsneytið þá munum við halda áfram að nota það.“ snaeros@frettabladid.is Heimavinnan nú að ná markmiðum COP21 Loftslagsráðstefnan í París fór fram úr væntingum ráðamanna og embættis- manna. Samkomulagið er það fyrsta sem segir að öll ríki verði að draga mark- visst úr losun gróðurhúsalofttegunda. Stefnt er að undirritun í apríl á næsta ári. aðalritari Sameinuðu þjóðanna, ban Ki-moon og forseti Frakklands François hollande féllust í faðma í lok ráðstefnunnar í París á laugardag. alls eiga 195 ríki Sameinuðu þjóðanna þátt í samkomulaginu. Fréttablaðið/ePa Hvað felst í samkomulaginu? l Markmið er um að halda hlýnun lofthjúpsins innan við tvær gráður á Celsius. l Losun gróðurhúsalofttegunda skal ná hámarki eins fljótt og auðið er og síðan minnka þannig að losun af mannavöldum nái jafnvægi við upptöku kolefnis úr andrúms- loftinu. l Farið verður yfir stöðuna á fimm ára fresti og markmið ríkja endurnýjuð. l Markmið þróunarríkja um minnkun losunar verða fjármögnuð um allt að hundrað milljarða dollara fram til ársins 2020 og haldi áfram eftir það. l Öll ríki þurfa að reiða fram bókhald um nettólosun gróðurhúsaloft- tegunda, þó krafan sé vægari fyrir þróunarríki. l Brugðist verður við þeim skaða sem fátæk ríki verða fyrir vegna nei- kvæðra áhrifa loftslagsbreytinga. 1 4 . d e S e m b e R 2 0 1 5 m Á N U d a G U R8 f R é t t I R ∙ f R é t t a b L a ð I ð 1 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 A C -C 6 C 4 1 7 A C -C 5 8 8 1 7 A C -C 4 4 C 1 7 A C -C 3 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.