Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2015, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 14.12.2015, Qupperneq 16
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Stefán Máni eins og hann gerist bestur! „Fer lega góður spennu­ lestur.“ Auður Haralds á RÚV „Óhugnanlega vel skrif­ uð, vel flétt uð og spenn­ andi saga.“ BB í Fréttablaðinu Opið bréf til forseta Íslands. Sæll herra Ólafur Ragnar. Takk fyrir góð störf sem forseti á undanförnum tæpum 20 árum. Framlag þitt til beins lýðræðis á Íslandi með tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum fyrir þína tilstuðlan verður lengi í minnum haft. Þá varstu öflugur talsmaður okkar þjóðar þegar mest varði. Þú hefur gert margt gott sem forseti, en sumt síður, eins og gengur. Tuttugu ár eru langur tími – sérstaklega fyrir einn mann á forsetastóli. Um leið og ég þakka þér góð og gagnmerk störf vildi ég líka nefna við þig að mér þykir sem nú sé kominn tími til að þú látir af embætti. Vildi segja þér það umbúðalaust. Þú sagðir sjálfur í kosningabarátt- unni 1996 að átta ár sem forseti væri hæfilegur tími. Nú hefurðu setið í embætti tólf árum betur. Þú ert sá núver- andi þjóðkjörni þjóðarleiðtogi í Vestur-Evrópu sem ert þaulsetnastur. Í Evrópu allri hefur Alexaner Lúkasjenkó í Hvíta Rússlandi einn setið lengur. Ekki viljum við bera okkur saman við hann. Það er hægt að skilja rök þín fyrir því að sérstakar aðstæður árið 2012 hafi kallað á veru þína eitt kjörtímabil í viðbót. Slíkar aðstæður eru ekki fyrir hendi nú. Ekkert í stöðu stjórnmála eða þjóðmála hérlendis á þessum tíma- punkti kallar á að þú verður forseti fjögur ár í viðbót. Að fara fram einu sinni enn er of langt gengið. Í gestaþætti Hávamála er mælst gegn því að menn séu of þaulsetnir. Mikilvægt er að þekkja sinn vitjunartíma. Þetta á við þig sem aðra. Enginn er ómissandi. Ég vil einnig gjarnan að þú látir okkur vita sem fyrst að nóg sé komið. Þá er ég m.a. að hugsa til alls þess góða fólks sem hefði áhuga á að bjóða sig fram næsta sumar. Það þarf tíma til að taka svo stóra ákvörðun sem framboð til forseta er. Það þarf líka tíma til að undirbúa framboð. Ég veit að það er fjöldi öflugra einstaklinga sem gæti tekið þetta verkefni að sér. Ég skora á þig að taka af öll tvímæli um að nú sé komið gott í næsta nýársávarpi. Ágæti herra Ólafur. Nú þegar mér þykir að leiðarlokum komið hjá þér vildi ég ítreka þakkir mínar fyrir það góða sem þú gerðir fyrir land og þjóð. Hafðu það sem best. Eigum við ekki að fara að segja þetta gott, Ólafur? Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlög- maður Ég skora á þig að taka af öll tvímæli um að nú sé komið gott í næsta nýársá- varpi. Af öllu því sem við reynum að kenna börn-unum okkar er ekkert eins mikilvægt og það að vera góð manneskja. Að breyta rétt gagnvart öðrum og láta sig varða um líf og líðan náungans. Að gæta bróður síns eins og einhver kynni að orða það. Með sama hætti viljum að okkar sé minnst með því að sagt verði um okkur „hann var góður maður“ eða „hún var góð kona“. Það eru eftir- sóknarverð eftirmæli. Eftirsóknarverð en svo sannarlega ekki gefins því við getum þurft að hafa fyrir þeim á hverjum degi. Leggja okkur fram um að breyta rétt með líf og hagsæld annarra að leiðarljósi. Því gott fólk getur líka átt það til að gera ekkert og öll vitum við eins vel og Edmund Burke hvað það getur haft í för með sér þegar góðir menn gera ekkert. Og eftir því sem okkur er falið meira vald þá vex ábyrgðin. En sá sem sækist eftir valdinu hlýtur að vilja axla ábyrgð. Axla þá ábyrgð að gæta bróður síns. Í liðinni viku var tuttugu og sjö einstaklingum vísað úr landi. Þar á meðal voru tvær albanskar fjölskyldur með tvö langveik börn. Gríðarlegrar óánægju gætir í samfélaginu með þessa ákvörðun Útlendinga- stofnunnar enda erfitt að sjá að þarna sé mannúð höfð að leiðarljósi. Viðbrögð Hróðmars Helgasonar barnalæknis, efasemdir um gæði heilbrigðiskerfisins í Albaníu og möguleikar barnanna til einhvers eða betra lífs eru þungur áfellisdómur yfir þessari ákvörðun. Ákvörðun þar sem þröngt túlkað regluverk og haml- andi lagarammar eru ofar lífi og velferð ungra barna. Í því er fólgin mikil smán fyrir íslenskt samfélag. Þessi smán er okkar allra því þessi ákvörðun er tekin í nafni okkar allra. Í nafni þjóðarinnar. Þjóðar þar sem þó þrátt fyrir allt þúsundir andæfa, gagnrýna og mótmæla þessari ákvörðun og eru fyrir vikið upp- nefnd „góða fólkið“ eins og þar sé á ferðinni einhver hópur fólks sem telur sig betra en aðra. En þetta er bara venjulegt fólk sem vill breyta rétt. Hvernig getur það verið slæmt að vilja vera góður? Samfélag þar sem góð- mennska er höfð á orði fólki til hnjóðs hlýtur að vera á skelfilegum villigötum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra er æðsti yfirmaður Útlendingastofnunnar en hún telur engu að síður að hún hafi ekki getað haft nokkur áhrif á framvindu málsins. Að ábyrgðin fylgi ekki valdinu og að hún sé aðeins, eins og hún orðar það sjálf, „birtingarmynd málsins“ en ábyrgðin sé alls ekki hennar. Það er skiljan- legt að hún vilji ekki bera ábyrgð á því að senda þessi börn út í óvissuna. Slík ábyrgð hlýtur að vera þungur kross að bera. En hvort sem Ólöfu líkar það betur eða verr þá er hún fulltrúi okkar þjóðarinnar og því ber henni að axla þessa ábyrgð. Taka málið upp og sjá til þess að þessi börn sem við sendum úti í óvissuna verði færð hingað heim í skjól og öryggi og fái hér bestu læknisaðstoð sem völ er á endurgjaldslaust. Og við sem þjóð þurfum að gera meira af því að breyta rétt og láta okkur varða um bræður okkar og systur í umheiminum. Við sem þjóð viljum nefnilega geta horft framan í heiminn og sagt kinnroðalaust að það búi gott fólk á Íslandi. Gott fólk Við sem þjóð viljum nefnilega geta horft framan í heiminn og sagt kinn- roðalaust að það búi gott fólk á Íslandi. Með boltann á lofti Loftslagsráðstefnan í París fór ekki fram hjá neinum nema forsætisráðherra á laugardag. Fjörutíu mínútum eftir að sögulegur loftslagssamningur var samþykktur með lófataki í París setti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eftirfarandi færslu á Facebook: „Ánægður með riðlana á EM. Þetta þýðir að við getum mætt Frakklandi í 8-liða úrslitum, Þýskalandi í undanúrslitum og Englandi í úrslitaleiknum … og það með því að ná bara 2. sæti í riðl- inum.“ Efndir fylgi orðum Samkvæmt tölum Umhverfis- stofnunar átti iðnaður 47 prósent af losun gróðurhúsa- lofttegunda á Íslandi árið 2013. Skagfirðingurinn Gunnar Bragi Sveinsson fagnaði samkomu- laginu á Twitter í gær og sagði að nú skipti verulegu máli að efndir fylgdu orðum. Það liggur fyrir tillaga í fjárlagafrumvarpi næsta árs um að leggja til þrjá- tíu milljónir í undirbúning fyrir álver í Skagafirði. Það er spurning hvort efndirnar felist ekki í því að fella þá tillögu út. Ísland hefur tæplega efni á frekari stóriðju ef ríkisstjórnin ætlar ekki að spila út súkku- laðikúluspjaldinu á alþjóða- vettvangi. snaeros@frettabladid.is 1 4 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m Á N U d A G U r16 s k o ð U N ∙ F r É T T A b L A ð i ð SKOÐUN 1 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 A C -9 5 6 4 1 7 A C -9 4 2 8 1 7 A C -9 2 E C 1 7 A C -9 1 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.