Fréttablaðið - 14.12.2015, Page 17

Fréttablaðið - 14.12.2015, Page 17
Stelpur stjórna – Málþing í Ráðhúsi Reykjavíkur Mánudaginn 14. desember stendur Reykjavíkurborg fyrir málþingi í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á fæðingardegi Ingibjargar H. Bjarnason undir yfirskriftinni Stelpur stjórna. Málþingið er hluti af 100 viðburðum sem Reykjavíkurborg stendur að í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því íslenskar konur hlutu kosningarétt. 15.00 Setning málþings: Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks setur þingið. 15.05 Erindi: Auður Styrkársdóttir forstöðumaður Kvennasögusafns fjallar um stjórnmálaþátttöku kvenna síðustu 100 ár. 15.25 Pallborðsumræður- sætustu sigrar og stærstu áskoranir í borgarstjórn. Í pallborði eru: Hanna Birna Kristjánsdóttir frá Sjálfstæðisflokki, Sigrún Magnúsdóttir frá Framsóknarflokki, Svandís Svavarsdóttir frá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði, Guðrún Ögmundsdóttir frá Samfylkingu og Guðrún Jónsdóttir frá Kvennaframboðinu sem munu ræða sína sætustu sigra og stærstu áskoranir. Hver fær 7 mínútur á framsögu. 16.15 Umræður og fyrirspurnir Fundarstýra: Sirrý Arnardóttir sjónvarpskona á Hringbraut 16.30 Stelpur filma og Stelpur rokka skemmta Allir velkomnir Ein af forsendum þess að okkur líði bærilega í þessu samfélagi er sú að við getum borið traust til stjórn- sýslunnar – þó ekki væri nema svo- lítið. Dæmin sanna að við eigum það til að kjósa til þings fólk sem er misvel þeim vanda vaxið. Þegar allt í einu eru komnar í valdastöður manneskjur sem augljóslega eiga ekkert erindi þangað ríður á miklu að í stjórnsýslunni – í kerfinu – séu vandaðir embættismenn sem hafa almannahag að leiðarljósi og starfa í anda þeirra laga sem störf þeirra lúta, en túlka ekki bókstafinn of ein- strengingslega. Fráleitur málarekstur Tveir atburðir í síðustu viku voru átakanlegur vitnisburður um að mis- brestur er á þessu og full ástæða fyrir almenning að hafa vara á sér gagnvart stjórnsýslunni hér á landi. Við sáum tvö dæmi um ákvarðanir sem urðu til einhvers staðar inni í nafnlausum myrkviðum kerfisins, en voru teknar af manneskjum af holdi og blóði, og ofbuðu báðar réttlætiskennd og sómatilfinningu almennings. Báðar ákvarðanirnar sýna okkur „kerfið“ sem fjandsamlegt, dyntótt, óskiljanlegt og óútreiknanlegt. Fyrra tilvikið varð til löngu fyrr – og fyrir alltof löngu – þegar menn á vegum lögreglu og síðar saksóknara ákveða að halda til streitu fráleitum málatil- búnaði á hendur Ástu Kristínu Andrés- dóttur hjúkrunarfræðingi löngu eftir að augljóst var að sakargiftir stóðust ekki. Rannsókn leiddi fljótlega í ljós að hún bar ekki sök á dauða sjúklings – og þótt svo hefði verið myndi þar hafa verið við mannfæð og glæpsamlegt álag að sakast. Og nær að draga fjárlaganefnd fyrir dóm. En þótt sakleysi Ástu lægi fljótlega fyrir var málið engu að síður látið malla áfram í óskiljanlegu ferli hjá yfirvöldum og í heil þrjú ár vofði þessi fráleita ákæra yfir Ástu. Málinu var réttilega vísað frá í héraðsdómi og Ásta Kristín sýknuð af öllum ákærum, en samt hefur ekki enn frést af því að saksóknari ætli að falla frá áfrýjun til Hæstaréttar, rétt eins og þar á bæ þyki mönnum ekki nóg að gert, drátturinn ekki hafa verið alveg nægur, og enn skuli Ásta dregin á því að fagna endan- legum lyktum þessa ömurlega máls – enn sé einhver þar innandyra sem ekki getur horfst í augu við að hafa tekið ranga ákvörðun um ákæru. Enn hef ég ekki séð neinn í fjölmiðlum þurfa að svara fyrir þennan málatilbúnað. „En það bar til um þessar mundir …“ Hitt málið er svo óskaplegt að vart er hægt að tala um það. Langveikur drengur frá Albaníu er rekinn út á guð og gaddinn. Ekki er ráðgast við lækna. Að mati „kerfisins“ hafði hann það ekki alveg nógu slæmt til að íslensk miskunn næði til hans. Fjölskyldan var dregin á svari og smám saman vakna vonir um að hún fái hér skjól, enda mælir allt með því og ekkert gegn því– en nei: það stendur í fyrsta boðorðinu hjá Útlendingastofnun að aldrei megi veita Albönum skjól. Þeir hafa það víst svo gott í Albaníu – þar er nefnilega svo mikil einkavæðing. Fjölskyldan hafði komið sér vel fyrir í grónu hverfi, heimilisfaðirinn vel lát- inn múrari í góðri stöðu, börnin í skóla; og drengurinn þarf á læknisþjónustu að halda. Því er þessi albanska fjöl- skylda komin hingað: þau deila ekki skoðun Ásdísar Höllu sem hefur látið hafa eftir sér að albanskt heilbrigðis- kerfi sé „ljósárum á undan okkar“, af því að þar er svo mikil einkavæðing. Engu var líkara en að lögð væri áhersla á sem óhugnanlegasta svið- setningu á því myrkraverki að vísa þessu nauðleitarfólki burt frá Íslandi. Þetta var eins og uppsetning Útlend- ingastofnunar á sinni útgáfu af helgi- leiknum sem við vorum látin leika á aðventunni í Vogaskóla þegar ég var barn. „En það bar til um þessar mund- ir…“ Myndin af litla drengnum með tusku bangsann sinn á leið út í myrkrið og kuldann verður greypt í minni okkar allra um ókomin ár og mun í hvert sinn sem hún kemur í hugann vekja með okkur sára skömm yfir því að vera Íslendingar; að hafa látið Útlendingastofnun fara sínu fram af slíkri rangsleitni, í okkar nafni. Augljóst er að þar innan veggja er starfað eftir einstrengingslegum túlkunum á fremur einstrengingslegum lagabókstaf, sem þó gefur svigrúm til að veita fólki hæli hér á landi af mannúðarástæðum, auk þess sem barnasáttmáli SÞ ætti þarna að koma til álita.Slíkar ástæður eru ekki taldar ná til langveikra barna að mati þessarar stofnunar. Við þurfum að fara að endurskoða þá römmu einangrunarhyggju sem liggur til grundvallar stefnu Íslendinga í innflytjendamálum því að hún endur- speglar ekki þankagang samfélagsins. Við þurfum að endurskoða þá reglu að enginn megi flytjast til Íslands, nema vera annaðhvort á vegum starfsmanna- leigu eða vera kvótaflóttamaður undan stríði, vandlega valinn. Sigurður Nordal talaði um „vanda þess og vegsemd að vera Íslendingur“. Haldist Útlendingastofnun uppi að starfa áfram óáreitt í þeim ómannúð- lega forneskjuanda sem aftur og aftur gengur fram af þjóðinni, fer að verða tímabært að tala um vanda þess og vansæmd að vera Íslendingur. Íslensk menning þolir alls konar fólk. Hér er nóg pláss. Sú menning sem einungis þrífst í einangrun og fásinni er dauðanum merkt og á ekki framtíð fyrir sér. Sú menningarþjóð sem ekki þolir sambýli við annars konar venjur, siði, átrúnað og listir stendur ekki undir nafni sem slík. Það er hvorki vandi né vegsemd að vera Íslendingur. Það þarf ekki annað til en að búa hérna. Vandi og vegsemd Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í dag Myndin af litla drengnum með tuskubangsann sinn á leið út í myrkrið og kuldann verður greypt í minni okkar allra um ókomin ár og mun í hvert sinn sem hún kemur í hugann vekja með okkur sára skömm yfir því að vera Íslendingar; að hafa látið Útlendingastofnun fara sínu fram af slíkri rangsleitni, í okkar nafni. Lestur er algjör tímaþjófur. Við sem erum svo heppin eða óheppin að hafa alist upp í til- tölulega skjálausu umhverfi, með enga farsíma eða iPad-a, gátum fátt annað leitað en í bókina þegar foreldrarnir slökktu á sjónvarpinu og ráku okkur upp í rúm. Reyndar er alveg öruggt að margir krakkar í dag vaka fram eftir við lestur á skemmtilegum ævintýrabókum, sumir eyða jafnvel verðmætum tíma sem ætti að fara í að leika úti með félögum, eða klára dæmin í skóla- bókunum, í að lesa einhverja vitleysu á borð við Andra Snæ eða Astrid Lind- gren. Lestur, eins praktískur og hann er, hefur nefnilega alltaf verið afþrey- ing, og það er auðveldast að læra að lesa þegar það er gaman. Það vekur hjá okkur ugg ef auka á vægi prófa á kostnað sköpunar í skóla- starfi. Það er auðvitað alltaf hægt að troða krökkum í ákveðið mót og þjálfa nógu marga í að taka próf sem síðan hækka þá ákveðin meðaltöl, en lestur er meira en bara lesskilningur. Besta leiðin til að tryggja að krakkar haldi áfram að lesa, og auki þar með læsi sitt, hlýtur að vera að gefa þeim rými til að skemmta sér og skapa. Ef lestrargleðin grípur krakka er ansi snúið að koma í veg fyrir að þau lesi sér til yndisauka. Síðan má líta til efnahagslegra raka, ef það þarf endi- lega að byggja þetta á slíku. Veltið fyrir ykkur hvernig krakkar það eru sem verða að frumkvöðlum framtíðarinnar. Í Kína var áratuga- gömlu banni á vísindaskáldskap aflétt í von um að ungir lesendur yrðu að eldri frumkvöðlum. Ef þið viljið menningarleg rök veltið þá fyrir ykkur hvaðan rithöfundar framtíðar- innar eiga að koma og hvort mánað- arleg próftaka verði til að auka áhuga krakka á bókmenntum eða ekki. Ef þið viljið mannleg rök, veltið þá fyrir ykkur hvort rétt sé að ræna einhvern ánægjuna af lestri. Aukin próftaka mun ekki skila betri nemendum út í lífið þótt niður- stöður í Pisa-prófum kunni að lagast örlítið. Aukið listrænt starf í skólum, auk öflugri skólabókasafna og aukins sjálfstæðis kennara mun til lengri tíma litið skila meiri árangri. Gagn- rýn og skapandi hugsun vegur þyngra en 0,02 hærra meðaltal á stöðluðum samanburðarlista. Lestur á undir högg að sækja. Við búum ekki í skjálausum heimi, og meira að segja þegar við vorum ungir menn var Gameboy og Nin- tendo þegar farið að éta upp dýr- mætan lestrartíma. Við vorum heppnir að hafa góðar bækur nálægt okkur sem biðu þolin- móðar. Þótt framboð á afþreyingu sé meira enn nokkurn tíma áður þá eru þessar bækur og fleiri þarna enn þá. Það er mikilvægt að skrifa nýjar og fjölbreyttar íslenskar bækur fyrir ungt fólk,og að hvetja ungt fólk til að skrifta. Ekki til að svara prófspurn- ingum heldur til ánægju. Þeim sem finnst skemmtilegt að lesa og skrifa ná á endanum öllu hinu. Líka prófunum. Gleymum ekki gleðinni Aukin próftaka mun ekki skila betri nemendum út í lífið þótt niðurstöður í Pisa-prófum kunni að lagast örlítið. Kjartan Yngvi Björnsson og Snæ björn Brynjarsson rithöfundar s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 17M Á n u d a g u R 1 4 . d e s e M B e R 2 0 1 5 1 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 A C -A 4 3 4 1 7 A C -A 2 F 8 1 7 A C -A 1 B C 1 7 A C -A 0 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.