Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.11.2015, Blaðsíða 11

Fréttatíminn - 06.11.2015, Blaðsíða 11
Barnavernd nú með í 90% útkalla Greinilega aukning árið 2011 endurspeglar tilraunaverkefni Barnaverndarstofu sem hófst í byrjun árs 2011. Það fól í sér nýtt verklag þar sem starfsfólk fór inn á heimili þegar upp komu ofbeldismál til að fylgja málunum eftir með þjónustu og sálfræði- legri aðhlynningu fyrir börn. Verkefnið leið síðar undir lok. Í janúar á þessu ári hóst nýtt samstarfsverkefni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkur- borgar, “Saman gegn ofbeldi”. Verkefnið er tilraunaverkefni til eins árs. Samkvæmt Steinunni Bergmann, starfsmanni hjá Barnavernd Reykjavíkur hefur verkefnið í sjálfu sér ekki breytt verklagi starfsfólks mikið enda hafi stofnunin margra ára reynslu af sjónarhorni barnsins í þessum aðstæðum. Verkefnið hafi þó gert það að verkum að hlutverk stofnunarinnar sé skýrara og skilgreindara. Hér áður fyrr hafi lögreglan kallað eftir aðstoð Barnaverndar í 2-3% tilfella, yfirleitt 10 dögum eftir að útkallið átti sér stað. Í dag fari starfsfólk Barnaverndar með í 90% útkalla. 150% aukning á heimilisofbeldis- málum eftir breytt verklag Frá því að lögreglan á höfuðborgar- svæðinu ákvað síðastliðinn janúar að fylgja fordæmi lögreglunnar á Suður- nesjum og innleiða nýtt verklag vegna heimilisofbeldismála hafa 469 slík mál komið á borð lögreglu. Það eru um 50 mál á mánuði miðað við 20 mál á mán- uði áður en verklaginu var breytt. Ein af þeim nýjungum sem átakið stendur fyrir er að nú geta þolendur heimilisof- beldis fengið neyðarhnapp til notkunar ef ofbeldismaðurinn nálgast og það sem af er ári hafa sex brotaþolar fengið neyðarhnapp og þrír eru í notkun í dag. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlög- reglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og fyrrverandi yfirlögfræðingur lögreglu- stjóraembættisins á Suðurnesjum, hef- ur yfirumsjón með innleiðingunni. Alda sagði í samtali við Fréttatímann að fjölgun mála á höfuðborgarsvæðinu megi að hluta til rekja til nýs verklags en einnig til nýrra og víðari skilgrein- inga á heimilisofbeldi. Þar að auki hafi umræðan um heimilisofbeldi aukist sem geri það að verkum að tilkynning- um um ofbeldið fjölgi. Kannski hafi fólk meiri trú á því í dag að eitthvað verði gert í málunum þegar tilkynnt er um heimilisofbeldi. „Að mínu mati hefur verklagið sannað gildi sitt svo um munar og lögregla í sam- vinnu við félagsþjónustu og barnavernd er á réttri leið í þá átt að bæta þjónustu við bæði þol- endur og gerendur í heimilisofbeldis- málum.“ Fjöldi tilkynninga til Barnavernd- arstofu vegna heimilisofbeldis í Reykjavík: Heildarfjöldi 2010: 140 tilkynningar Heildarfjöldi 2011: 203 tilkynningar Heildarfjöldi 2012: 87 tilkynningar Heildarfjöldi 2013: 122 tilkynningar Heildarfjöldi 2014: 133 til kynningar Heildarfjöldi frá jan. til sept. 2015 159 tilkynningar Breytt verklag Ein af ástæðum þess að lögreglan á Suður- nesjum ákvað árið 2013 að leggja áherslu á heimilisofbeldismál var sú að fá mál náðu framgöngu í réttarkerfinu. Árið 2011 voru sett lög um nálgunarbann og brott- vísun af heimili en þeim var sjaldan beitt því ofbeldinu var ekki fylgt eftir, hvorki af lögreglu né félagsmálayfirvöldum. Eftir að verklaginu var breytt leggur lögreglan og félagsþjónustan áherslu á að afla sem mestra gagna strax á vettvangi og viku síðar mætir lögreglan aftur á heimilið til að fylgja málinu eftir. Önnur nýjung er innleiðing neyðarhnappsins. Allar þessar breytingar hafa gert það að verkum að í dag hefur tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgað, mun fleiri einstaklingar fá á sig nálgunarbann og mun fleiri eru fjarlægðir af heimilum sínum. Framhald á næstu opnu Kolvetnaskert Ko lve tn as ke rt Nýtt skyr með sítrónusælu er sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Kolvetnaskert, fitulítið, próteinríkt og dásamlegt á bragðið. 1 5 -1 8 6 2 -H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA samfélagið 11 Helgin 6.-8. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.