Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.11.2015, Page 32

Fréttatíminn - 06.11.2015, Page 32
Egill segir þó þessa mynd hanga yfir Stuðmönnum sem blár skuggi í vissum skilningi. „Vinsældir myndarinnar urðu til þess að margt af því sem á eftir kom féll í skuggann af vinsældum myndar- innar. Ekki þar fyrir að myndin stendur auðvitað fyrir sínu og við erum stoltir af vinsældum hennar.“ Sjómaður siglir um höf Egill tók þá ákvörðun, ásamt Tinnu konu sinni, á síðasta ári að láta langþráðan draum verða að veruleika. „Í algeru brí- aríi buðum við í gamla seglskútu sem við sáum á sölu í Hollandi. Skútan leit vel út við fyrstu sýn og allt virtist virka eins og til var ætlast, þrátt fyrir háan aldur, en henni fylgdi engin saga frá fyrri eigendum og það setti okkur ögn út af laginu. Eftir að hafa ráðfært okkur við sérfróða aðila þarna ytra, ákváðum við að bjóða umtalsvert lægri upphæð en sett var upp, þar sem það fylgdi kaup- unum augljós áhætta. Með það fórum við heim og gerðum okkur svo sem engar vonir. Svo leið tíminn og nokkrum vikum síðar fáum við upphringingu þar sem við erum spurð hvort við höfum enn áhuga á bátnum. Eftir andvökunótt ákváðum við að láta slag standa, við lifum bara einu sinni, ekki satt, og til hvers eru draumar ef þeir daga bara uppi og fá aldrei að rætast,“ segir hann. „Bátur er fljótandi fyrirbæri sem aldrei er kyrr og við vissum sem var að með þessari ákvörðun værum við í raun að hefja nýjan kafla í lífi okkar og við vorum bæði tilbúin til þess. Tinna var nýhætt sem þjóðleikhússtjóri og við sáum fram á að geta gefið þessum nýja fjölskyldumeð- limi þann tíma sem til þyrfti,“ segir Egill. „Ég hafði tekið pungapróf í Stýrimanna- skólanum fyrir einhverjum 13 árum, en það er meira en að segja það að stökkva bara um borð og sigla af stað. Það kom á daginn að Tinna er mjög sjóhraust og í henni er sjómannsblóð eins og mér. Ég fór til Hollands snemma í vor og sigldi skútunni við annan mann út á Norður- sjóinn og upp Kílarskurðinn til Dan- merkur, þar sem hún var tekinn í slipp,“ segir Egill. „Rúmum mánuði síðar vorum við Tinna bæði komin út og fylgdum eftir síðustu viðgerðum og endurbótum og í lok júní var hún tilbúin til sjósetningar. Fyrst fórum við í skemmri ferðir en lögðum svo upp frá Egernsund á suður Jótlandi og sigldum upp með vestur- ströndinni og síðan fyrir Sjálandsodda, niður Eyrarsundið og upp Eystrasaltið og þaðan í skerjagarðinn sænska allt upp til Stokkhólms. Við vorum á sjó í 10 vikur, að vísu lögð- um við alltaf að á kvöldin, en þetta var mikil eldskírn og ákaflega gaman. Við lentum í allskonar veðrum. Allt upp í sjö til átta metra ölduhæð þar sem við vorum eina skipið á sjó, og mér leist stundum ekkert á blikuna,“ segir hann. „En við stóðum þetta af okkur og vorum stolt og ánægð þegar við lögðum að höfn eftir tólf tíma barning. Aldan í Kattegat getur ver- ið varasöm, en við tækluðum þetta mjög vel, þó ég segi sjálfur frá. Við lentum líka í barningi á Eystrasaltinu þar sem við vorum í einhverjum 18 metrum. En við fengum líka okkar skammt af ánægju og gott betur en það. Því verður ekki lýst með orðum þegar maður er kominn út á sjó og búinn að slökkva á vélinni. Vindur- inn er í seglunum og maður líður hljóð- laust um hafið, og stefnan getur verið hver sem er, hvert sem hugurinn leitar. Nú er báturinn við höfn í Smálönd- unum í Svíþjóð og draumurinn er að sigla meira og ferðast víða. Okkur langar að fara vatnaleiðina niður Evrópu. Þar eru nokkrir kostir í boði en við erum helst að stefna á að fara frá Pétursborg niður í Kaspíahafið og þaðan yfir í Svartahafið og svo inn í Miðjarðarhafið. Sigla svo þaðan til Madeira og niður að vestur- strönd Afríku og vonandi komumst við af stað sem fyrst,“ segir Egill. „Það fylgir því frelsistilfinning að vera á sjó, fyrir utan það hvað mér finnst það gott. Það er dálítið eins og að fara heim í jóðlífið. Þar sem maður er aldrei kyrr, og það er nota- leg þreyta sem fylgir því að hafa verið úti á opnu hafi að takast á við náttúruöflin í heilan dag.“ Alltaf að „Ég er að verða 63 ára gamall og mér finnst síðustu 20 ár hafa liðið mjög hratt,“ segir Egill. „Ég býst við því að næstu 20 líði enn hraðar. Við erum að komast á þann stað að geta ráðið meira okkar tíma og það er hrífandi hugmynd að dvelja meira til sjós,“ segir hann. „Hvað varðar tónlistina þá dreymir mig alltaf um að gera meiri músík og það hefur lengi legið í loftinu að ég muni setja saman ein- hverskonar band. Það þarf að vera band sem á endanum spilar músík sem væri eftir minni forskrift, auðvitað í samvinnu við þá sem mundu nenna að vera með mér. Ég hef það alltaf í bakhöndinni. Svo hef ég líka hugsað til þess að mað- ur má ekki heldur vera að þvælast mikið fyrir þeim sem nýir eru,“ segir hann. „Það er mikið af ofboðslega skemmti- legum hlutum að gerast í tónlistarlífinu í dag. Bæði í poppi og í djassinum. Mér líður afskaplega vel að sjá alla þessa grósku en það kitlar mann alltaf að vera með. Allt hefur sinn tíma í þessu og það er ómögulegt að vita hvaða skref maður tekur næst. Það er gaman að sjá þessa nýju tónlist, sem er alvarlega hugsuð, fá það brautargengi sem hún fær. Þá hugsa ég „Það er ennþá von.“ Svoleiðis efni tekur meiri tíma og það sem er erfitt er að fólk hefur ekki tímann. Það vill geta tileinkað sér allt og vita það fyrirfram hvort eitthvað sé gott, í stað þess að kom- ast að því sjálft. Maður þarf að finna það rétta fyrir sig sjálfan. Þetta er leit og það er ekki hægt að lifa lífinu eftir einhverri forskrift. Ef maður ætlar að lifa eftir því þá er það hol hamingja.“ Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is 3.250.000 kr. Kia cee’d SW 1.6 Árgerð 2013, ekinn 34 þús. km, dísil, 128 hö, beinskiptur. 2.350.000 kr. Kia Rio LX 1.4 Árgerð 2014, ekinn 19 þús. km, dísil, 90 hö, beinskiptur. 6.450.000 kr.3.950.000 kr. Kia Sorento LuxuryKia cee’d EX 1.6 Árgerð 2014, ekinn 43 þús. km, dísil, 198 hö, sjálfskiptur. Árgerð 2014, ekinn 12 þús. km, dísil, 128 hö, sjálfskiptur.4.690.000 kr. Kia Sportage EX Árgerð 2013, ekinn 38 þús. km, dísil, 136 hö, sjálfskiptur. 42.777 kr. á mánuði* 51.777 kr. á mánuði* 30.777 kr. á mánuði* 84.777 kr. á mánuði* Afbo rgun aðe ins: 61.7 77 k r./mán .* *Mánaðargreiðsla m.v. 70% bílalán í 72 mánuði. Vextir 9,25% og árleg hlutfallstala kostnaðar er frá 10,72-10,83%. **Ábyrgð er í 7 ár frá skráningardegi bifreiðar. ÁRA ÁBYRGÐ Notaðir ÁRA ÁBYRGÐ Notaðir ÁRA ÁBYRGÐ Notaðir ÁRA ÁBYRGÐ Notaðir ÁRA ÁBYRGÐ Notaðir NOTAÐIR BÍLAR www.notadir.is Kletthálsi 2 110 Reykjavík 590 2160 Opnunartími: Virka daga 10–18 Laugardaga 12–16 Allt að 7 ára ábyrgð fylgir notuðum Kia**Ábyrgð fylgir! „Vinsældir myndarinnar urðu til þess að margt af því sem á eftir kom féll í skuggann af vinsældum myndarinnar. Ekki þar fyrir að myndin stendur auðvitað fyrir sínu og við erum stoltir af vinsældum hennar,“ segir Egill Ólafsson. Ljósmynd/Hari Egill og Tinna ásamt börnum, tendabörnum og barnabörn- um í skerja- garðinum í Stokkhólmi síðasta sumar. Báturinn sést við bryggju. Ljósmynd/Gunnur Von Matérn 32 viðtal Helgin 6.-8. nóvember 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.