Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.11.2015, Qupperneq 56

Fréttatíminn - 06.11.2015, Qupperneq 56
56 Helgin 6.-8. nóvember 2015 B láu augun þín, blika djúp og skær... Þessi texti, við vinsælt lag Hljóma, sem Ólafur Gaukur samdi á sínum tíma er auðvitað fyrir löngu orðinn klassík og við erum búin að heyra þetta lag býsna oft. Augun eru glugginn að sálinni sagði einhver og líklega er það rétt að þau gefa manni ansi mikla innsýn í líf og líðan einstaklingsins. Við getum séð gleði og hamingju, en einnig sorg og myrkur með því einu að virða þau fyrir okkur og umgjörð þeirra. Hver þekkir það ekki að sjá glampann í augum einhvers og skynja strax tengingu við þann einstak- ling. Það er ekki að ósekju að talað er um að ná augnsambandi sem er sterkara en flest önnur samskipti sem við eigum við aðra. Margir halda að við notum augun til að sjá, en það er einungis að hluta til rétt. Þau virka eiginlega eins og myndavél sem tekur við ljósi í gegnum linsuna og brýtur það á ákveð- inn máta. Ljósið þarf svo að berast að sjón- himnunni þar sem það umbreytist í rafboð, þau berast síðan með sjóntaugum að svæði sem kallast sjónheilinn eða visual cortex og fyrst þar verður myndin sem við sjáum til. Þannig að myndvinnslan, ef svo mætti kalla, fer fram í heilanum og þess vegna getum við séð myndir og dreymt án þess að hafa augun opin. Augun eru býsna flókin líffæri, viðkvæm og margvísleg vandamál geta hrjáð þau. Við sem sjáum erum svo vön því að við hugsum oft ekki nægjanlega vel um þau og finnst það alveg sjálfsagt að geta horft á bíómynd, lesið bók eða einfaldlega horft út í náttúruna. Það er langt frá því að vera það og eru margir sem þurfa gleraugu eða viðlíka leiðréttandi tól til að geta sinnt daglegum störfum. Hér einu sinni var algengt að fá sýkingar í augun og gátu þær leitt til blindu. Í dag er algeng- ara að fá einfaldari veirusýkingar sem valda óþægindum en ganga yfirleitt niður án með- ferðar og eftirkasta. Eftir því sem við eldumst breytast aug- un og þá geta myndast ský á augasteinum, glákan getur stungið sér niður með auknum augnþrýstingi og svo geta margir lífsstíls- og bólgusjúkdómar haft veruleg áhrif. Þar má nefna sem dæmi sykursýki, sjúkdóm með eyðileggjandi áhrif á sjónina ef blóðsykurs- tjórnun er ábótavant. Ef við horfum á sjón sem mengi augna, sjóntauga og heila þá er augljóst að blæðingar, blóðtappar og æxli í heila geta einnig leitt til verulegra sjóntrufl- ana eða jafnvel blindu þó ekkert ami að aug- unum sjálfum. Þar sem augun eru eitt mikilvægasta og verðmætasta skynfæri okkar er sárgrætilegt að sjá til einstaklinga án hlífðargleraugna með slípirokkinn, logsuðutækið, flugeldana og þannig mætti lengi telja. Augnslys við vinnu eða íþróttir eru algengasta orsök blindu í ungu fólki og mætti í flestum tilvikum koma í veg fyrir þau með réttri vörn, ekki gleyma því! Bláu augun þín PISTILL Teitur Guðmundsson læknir Unnið í samstarfi við Doktor.is. Hvað er gláka? 1 Hvíldu þig frá skjávinnu reglulega á 20 mínútna fresti í a.m.k. 20 sekúndur. 2 Notaðu sólgleraugu. 3 Hlífðargleraugu eru skylda. 4 Borðaðu hollt. 5 Láttu skoða þig ef þú ert með endurtekin óþægindi í augum. 6 Passaðu hreinlæti við linsunotkun. 7 Þekktu ættarsögu þína varðandi sjúkdóma sem herja á augun. 8 Kynntu þér aukaverk-anir lyfja sem þú tekur með tilliti til augnanna. 9 Endurnýjaðu maskar-ann þinn reglulega (líftími er ca. 3 mánuðir). 10 Farðu reglulega í augnskoðun og þrýstimælingu eins og við á. Er þér illt í eyrunum? Miðeyrnabólga gæti verið ástæðan. Miðeyrnabólga er oftast kölluð eyrnabólga í daglegu tali og er bólga í slímhimnu miðeyrans af völdum bakteríu- og/eða veirusýkingar. Hún er mun algengari hjá börnum en fullorðnum. Miðeyrnabólga kemur þegar bakteríur berast með kokhlust frá nefkoki upp í miðeyra. Hættan á eyrnabólgu er mest þegar kokhlustin er stífluð vegna kvefs. Eyrnasuð Tugir milljóna manna og kvenna um allan heim þjást af eyrnasuði. Um er að ræða stöðugan tón fyrir öðru eða báðum eyrum sem dynur á sjúklingn- um allan sólarhringinn, allt árið. Erfitt er að lýsa eyrnasuði fyrir þeim sem aldrei hafa fengið það sjálfir en því hefur verið lýst sem suði, hringingu, öskri, hvísli, klið eða öðru þvílíku. Eyrnasuð er ekki sjúkdómur heldur sjúkdómseinkenni og því getur reynst erfitt að finna meðferð gegn eyrnasuði. Orsakir eyrnasuðs: n Mikill hávaði n Bakteríusýking í miðeyra n Veirusýking í innra eyra n Æxli í heyrnartaug n Sjúkdómar í kjálkalið n Eyrnamergur Allir sem þjást af stöð- ugu eyrnasuði ættu að fara í rannsókn hjá háls- , nef- og eyrnalækni. Þekktu einkennin: n Verkur og þrýstingur í eyra n Minnkuð heyrn. n Pirringur (getur verið eina sjáanlega einkennið hjá ungbörnum þar sem þau geta ekki tjáð sig). n Oft hiti en eyrnabólga getur verið til staðar án hita. n Ef útferð kemur úr eyra er það merki um að hljóð- himnan hefur sprungið. Hún grær hins vegar fljótt og enginn skaði hlýst af. Þegar þrýstingur er of mikill í auganu, nefnist það gláka. Þessi hækkaði augn- þrýstingur veldur dauða taugafrumnanna í sjóntauginni. Þetta leiðir aftur til að sjónsviðið skerðist og seinna meir sjón- skerðingu og blindu ef ekkert er að hafst til að koma í veg fyrir þessa þróun. Þekktu einkennin: Hægfara gláka: n Sjónsviðið skerðist og blindir blettir myndast í því. n Blindu svæðin stækka og með tímanum sér maður einungis með skörpu sjóninni í miðju sjónsviðinu. n Erfiðleikar með litarskyn. n Léleg nætursjón. Bráðagláka: n Mött hornhimna vegna bjúgmyndunar sem leiðir til sjón- skerðingar. n Verkur í auga og höfuðverkur. n Ljósfælni. n Roði í auga. n Aukin táramyndun. n „Regnbogasjón“ í kringum ljós. Hár þrýstingur í auga Skemmdir á sjóntaug Skert sjónsvið 10 hollráð fyrir augun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.