Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Qupperneq 4
ÚTGERÐIN STENDUR UNDIR VEIÐIGJALDI 4 Fréttir 14. janúar 2013 Mánudagur n Forsendur Deloitte varðandi veiðigjaldið langt frá raunveruleikanum 2011 A fkoma íslenskra sjávarút- vegsfyrirtækja (EBIDTA) var umtalsvert betri á síðasta ári en talið var í útreikningum um veiðigjöld, eða tæplega 80 milljarðar króna í stað 72 milljarða. Þessi tala kom fram í riti Hagstofunnar um hag veiða og vinnslu sem út kom þann 20. desember síðastliðinn. Þar kom einnig fram að hreinn hagnaður sjávarútvegarins hafi numið tæplega 60 milljörðum króna árið 2011. Endurskoðendafyrirtækið Deloitte hefur unnið töluvert mikið fyrir Landssamband íslenskra útvegs- manna (LÍÚ) á undanförnum árum. Haustið 2009 mat Deloitte áhrif fyrn- ingarleiðar á stöðu sjávarútvegs á Ís- landi. Niðurstaða skýrslunnar var sú að líklegt væri að fyrningarleið setti flest núverandi sjávarútvegsfélög í þrot og afskrifa þyrfti stóran hluta af skuldum þeirra, sem þýddi tap fyrir bankakerfið. Gerði endurskoðenda- fyrirtækið ráð fyrir því að EBIDTA- hagnaður sjávarútvegarins árið 2010 yrði 35 milljarðar króna. Raunin varð hins vegar 65 milljarða króna hagn- aður. Hæpnar forsendur Deloitte Þá vann Deloitte einnig umsögn um áhrif veiðigjalds á sjávarútveginn að beiðni LÍÚ. Skilaði endurskoðenda- fyrirtækið Alþingi umsögn sinni til í apríl 2012. Í þeirri umsögn gerði Deloitte ráð fyrir því að miðað við þær forsendur sem fyrirtækið gaf sér yrði handbært fé frá rekstri sjávarút- vegsins árið 2010 einungis jákvætt um 600 milljónir króna. Eins og sjá má í töflum með fréttinni nemur handbært fé frá rekstri tugum milljarða króna árið 2011 sama hversu háar forsendur eru settar inn. Árið 2011 greiddi útgerðin einungis 3,5 milljarða króna í veiðigjald. Sé notast við þær forsendur sem Deloitte gaf sér í um- sögn um veiðigjald í apríl 2012 varð- andi vaxtakostnað og fjárfestingar nam handbært fé frá rekstri nærri 40 milljörðum króna árið 2011, var nærri sextíufalt hærra en Deloitte gerði ráð fyrir í sínum útreikningum fyrir 2010. Ef settar eru inn þær forsendur að útgerðin greiddi 19,5 milljarða króna í veiðigjald líkt og upphaflega stóð til yrði handbært fé frá rekstri jákvætt um 20 milljarða króna árið 2011 og nærri 30 milljarða króna sé miðað við þá lendingu sem loks var farin en tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldinu eru taldar verða um 13 milljarðar króna árið 2012. Steingrímur efaðist um útreikninga Deloitte Ýmsir hafa lýst efasemdum sínum um að forsendur Deloitte varðandi áhrif veiðigjaldsins á sjávarútveginn eigi við rök að styðjast. Þannig lét Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- og nýsköpunar- ráðherra hafa eftir sér að forsendur Deloitte væru hæpnar og óljósar. Þá sakaði Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður Steingríms, Þorvarð Gunnarsson, framkvæmdastjóra Deloitte um það í grein í Fréttablað- inu í apríl 2012 að vera talsmaður út- gerðarinnar. Einnig sagði Huginn að ekki kæmi nægilega skýrt fram hvort kynning Deloitte á mögulegum áhrif- um veiðigjalds væri kostuð af LÍÚ eða útgerðarmönnum. „Slíkt skiptir þó máli enda gæti einhver talið að búið væri að kosta fyrirtækið til áróðurs- herferðar,“ segir í grein Hugins. Framkvæmdastjórinn stendur við forsendur DV hafði samband við Þorvarð Gunnarsson, forstjóra Deloitte, og sendi honum þær töflur sem DV styðst við í grein sinni um áhrif veiðigjaldsins í blaðinu í dag. Hann vildi ekki játa að þær forsendur sem endurskoðenda- fyrirtækið gaf sér hefðu verið hæpnar. „Þær forsendur sem Deloitte studdist við varðandi vexti og fjárfestingar voru og eru mjög eðlilegar og voru alls ekki of brattar,“ segir í svari frá Þorvarði. Þannig gefur hann lítið fyrir það að handbært fé frá rekstri hjá sjávarút- vegsfyrirtækjum hafi verið sextíufalt hærra árið 2011 en Deloitte gerði ráð fyrir í sínum útreikningum fyrir árið 2010. Það er þrátt fyrir að stuðst sé við forsendur Deloitte um vaxtakostnað og fjárfestingu sem sumir telja of hátt. „Afkoma sjávarútvegs í heild sinni var mjög góð árið 2011 en skiptist hins vegar mjög misjafnt á fyrirtæki eftir tegund veiða og vinnslu eins og skýrt kom fram í erindi mínu á síðasta aðal- fundi LÍÚ. Þar kom jafnframt fram að EBITDA-framlegð sjávarútvegsfyr- irtækja á árinu 2011 var samtals 73 milljarðar króna. Þar er um að ræða öll fyrirtæki, sem hefur verið úthlutað aflaheimildum, byggt á úrtaki sem náði yfir 88 prósent af heildarúthlutun. Gögn Hagstofunnar byggja hins vegar á stærra mengi, þar sem hjá þeim eru einnig fiskvinnslur án útgerðar og út- gerðir án aflaheimilda, þar með talið strandveiðar. Það er því eðlilegt að þeirra niðurstöður um afkomu sjávar- útvegs séu eitthvað hærri en okkar,“ segir Þorvarður aðspurður um afkomu sjávarútvegarins á Íslandi árið 2011. n Mótmælt við Austurvöll Útgerðin hefur mótmælt auknum álögum harðlega. Hún virðist þó ráða vel við þær. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Forsendur Deloitte varðandi veiðigjaldið og raunstaðan 2011 Spá Deloitte 2010 Fyrsta tillaga Rauntillaga 2011 EBIDTA-hagnaður 65.938 83.641 83.641 83.641 Reiknaðir vextir -21.960 -21.960 -21.960 -21.960 Reiknaðir skattar -4.884 -4.884 -4.884 -4.884 Fjárfestingar -19.758 -19.758 -19.758 -19.758 Veiðigjald -23.513 -19.5001 -13.0002 -3.7003 Skattasparnaður 4.844 4.844 4.844 4.844 Handbært fé frá rekstri 667 22.423 28.923 38.223 *Allar tölur í milljörðum króna. 1)Upphafleg tillaga um veiðigjald. 2)Endanleg tala veiðigjalds. 3)Greitt veiðigjald 2011. Stendur við útreikninga Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte, gefur lítið fyrir það að svo virðist sem sjávarútvegur- inn eigi tugi milljarða króna afgangs í handbæru fé þrátt fyrir tilkomu veiðigjaldsins. Hann segir útreikninga Deloitte ekki hafa verið of bratta. Telja ásakan- irnar ekki þungar „Okkur var kunnugt um þetta en Björt hefur farið vandlega yfir þetta með okkur og við sjáum nú ekki að í þessu felist mjög þungar ásakanir,“ sagði Guðmundur Steingrímsson í samtali við Frétta- blaðið aðspurður hvort stjórn Bjartrar framtíðar myndi aðhaf- ast eitthvað vegna umfjöllunar DV um missætti innan stjórnar Geðhjálpar. Í helgarblaði DV var fjallað um það að Björt Ólafs- dóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi, væri með- al annars sökuð um að hafa fals- að kjörgögn, hafa blekkt stjórn og ráðið vinkonu sína í starf fram- kvæmdastjóra og smalað fólki inn í samtökin til þess að hljóta kjör til formanns. Guðmundur segir stjórn flokksins ekki munu að- hafast neitt vegna málsins. „Við í Bjartri framtíð blöndum okkur ekki í þetta, en hvetjum alla til þess að kynna sér hlið Bjartar,“ sagði hann einnig. Annar flugdólgur Karlmaður sem lét ófriðlega var yfirbugaður af farþegum í vél Icelandair frá Washington til Keflavíkur á miðvikudaginn í síð- ustu viku. Á Vísi er maðurinn sagður hafa hundsað tilmæli um að halda kyrru fyrir í sæti sínu í lendingu og að hafa auk þess áreitt aðra farþega. Endaði það með því að maðurinn var yfirbugaður og tveir farþegar héldu honum í sæti sínu meðal vélin lenti. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem slíkt atvik á sér stað í vél Icelandair en í fyrra atvikinu var flugdólgur- inn límdur niður og fjallað var um atvikið bæði í hérlendum sem og mörgum erlendum fjölmiðlum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.