Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Page 6
6 Fréttir 14. janúar 2013 Mánudagur
„Ertu ekki rosa þröng?“
n Íslenskir karlmenn klæmast við 12 ára stúlkubarn í Málinu á Skjá Einum í kvöld
Þ
að er líklegra að stúlka í 10.
bekk á Íslandi árið 2013 hafi
verið misnotuð kynferðislega
en að hún hafi reykt sígar-
ettur. Þetta kemur fram í nýrri rann-
sókn sem UNICEF á Íslandi lét gera
og er meðal þess sem fram kemur í
fréttaskýringaþættinum Málinu á
Skjá Einum í kvöld, mánudag. Það
má gera ráð fyrir að tvö þúsund og
fimm hundruð stúlkur sem hafa náð
fimmtán ára aldri á hverjum tíma á
Íslandi hafi orðið fyrir misnotkun.
Við undirbúning þáttarins var
notast við tálbeitu í þeim tilgangi
að lokka fram fullorðna, menn sem
voru tilbúnir til stefnumóts við 12 ára
stúlkubarn, í þeim tilgangi að stunda
með því kynlíf. Fjölmargir fullorðn-
ir íslenskir menn klæmdust að fyrra
bragði við það sem þeir töldu 12
ára gamalt barn. Á meðal þess sem
mennirnir spurðu stúlkuna um var:
„Ertu ekki rosa þröng?“, „Hefur þú
tottað?“ og „Mig langar að sýna þér
hann og sjá þig“.
Einn mannanna sem mætti á
stefnumót við tálbeituna samþykkti
að koma í viðtal hjá Sölva Tryggva-
syni, umsjónarmanni þáttarins. Í
viðtalinu segir maðurinn að reynslu-
leysi viðkomandi hafi verið það sem
helst hafi höfðað til hans.
„Þegar þetta tækifæri kom veit ég
ekki hvað snappaði í mér … það var
eitthvað sem sagði mér að ég gæti
komist upp með þetta,“ segir mað-
urinn meðal annars í viðtalinu, þar
sem hann viðurkennir að reynslu-
leysi barna sé það sem höfði helst til
hans. Þátturinn hefst klukkan hálf tíu
í kvöld. n
Sérstakur ákærir
tvo „tæknimenn“
n Sérfræðingar sem skrifuðu upp á viðskiptin ákærðir líka„Tæknimennirnir í
viðskiptunum sem
til rannsóknar eru virðast
eiga verulega á hættu að
verða ákærðir líka.S
érstakur saksóknari hefur á
síðustu mánuðum ákært tvo
„tæknimenn“, einn lögmann
og einn endurskoðanda, fyr-
ir aðkomu þeirra að meint-
um lögbrotum á sviði viðskipta.
Ákærurnar í málunum tveimur
beinast gegn þeim Lýði Guðmunds-
syni, kenndum við Exista, og Eiríki
Sigurðs syni, sem yfirleitt er kenndur
við verslanirnar 10-11. Lögmað-
ur Lýðs, Bjarnfreður Ólafsson, og
endurskoðandi Eiríks, Hjalti Magn-
ússon, eru einnig ákærðir í málun-
um ásamt umbjóðendum sínum.
Lýður og Bjarnfreður eru ákærðir fyr-
ir brot á hlutafélagalögum en Eiríkur
og Hjalti vegna skattalagabrota –
ákæran gegn þeim tveimur síðar-
nefndu var þingfest í síðustu viku.
Skrifuðu upp á viðskiptin
Ákærurnar gegn þeim Bjarnfreði
og Hjalta eru áhugaverðar fyrir þær
sakir að um er að ræða menn úr
þeim tveimur starfsstéttum, lög-
fræðinga og endurskoðenda, sem
yfirleitt unnu tæknivinnuna, fræði-
lega þáttinn, í útfærslum á þeim við-
skiptagjörningum sem sérstakur sak-
sóknari rannsakar. Í þessum tveimur
tilfellum voru þeir Bjarnfreður og
Hjalti ekki aðilar að málunum sem
þeir eru ákærðir fyrir; þeir áttu ekki
peningana sem um ræddi í viðskipt-
unum, hluti í þeim félögum sem áttu
hlut að máli eða fleira í þeim dúr:
Þeir voru hins vegar sérfræðingar
sem veittu sérfræðiþjónustu til aðila
sem ákærðir hafa verið fyrir lögbrot.
Bjarnfreður og Hjalti hafa nú einnig
verið ákærðir fyrir hlutdeild sína í
þessum meintu lögbrotum.
Sérstakur saksóknari hefur gert
húsleit á nokkrum lögfræði- og
endurskoðunarskrifstofum síðast-
liðin ár til að leggja hald á gögn sem
tengjast rannsóknum embættisins.
Meðal annars hefur farið fram hús-
leit hjá Logos, lögmannstofu Bjarn-
freðs, Fulltingi, lögmannsstofu
Kristins Hallgrímssonar sem kom að
viðskiptum sjeiksins Al-Thanis, sem
og á endurskoðendaskrifstofunum
PwC, Deloitte og KPMG.
Ef marka má þær tvær ákærur
gegn þessum tæknimönnum sem
litið hafa dagsins ljós hjá sérstökum
saksóknara, og þegar litið er til þess
að tiltölulega fáar ákærur hafa verið
gefnar út enn sem komið er, má ætla
að fleiri ákærur gegn tæknimönnum
muni koma frá embættinu. Tækni-
mennirnir í viðskiptunum sem til
rannsóknar eru virðast eiga verulega
á hættu að verða ákærðir líka.
Farið fram á tveggja ára dóm
Líkt og komið hefur fram í DV er
Lýður Guðmundsson ákærður fyrir
brot á hlutafélagalögum í hluta-
fjáraukningu Exista í lok árs 2008.
Hann gæti átt yfir höfði sér tveggja
ára fangelsisdóm verði hann fund-
inn sekur. Lýður og lögmaðurinn
Bjarnfreður greindu ranglega frá því
til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra að
greitt hefði verið að fullu fyrir 50
milljarða króna hlutafjáraukningu
hjá Exista þegar sannleikurinn er sá
að aðeins einn milljarður hafði ver-
ið greiddur. Fyrir vikið náðu Bakka-
bræður að halda yfirráðum sínum
yfir Exista lengur en ella þar sem
talið var að þeir hefðu lagt félaginu
til 50 milljarða af nýju hlutafé.
Eiríkur Sigurðsson er ákærður
fyrir skattalagabrot. Fyrir að hafa
vantalið tekjur sínar um 800 millj-
ónir króna árið 2007. Fyrir vikið
kom hann sér hjá að greiða rúm-
lega 80 milljónir króna í skatta það
árið. Tekjur Eiríks á þessum tíma,
sem voru tilkomnar vegna viðskipta
með framvirka samninga með
gjaldeyri, námu rúmum milljarði
króna. Hjalti er ákærður fyrir hlut-
deild í brotinu. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Tæknimenn ákærðir Tveir tæknimenn,
lögfræðingur og endurskoðandi, voru ákærðir
af embætti sérstaks saksóknara síðast-
liðna mánuði. Ólafur Hauksson, sérstakur
saksóknari, sést hér yfirgefa dómsalinn eftir
þingfestingu annars málsins. Mynd SigTryggur ari
Stálu
sjónauka
Brotist var inn í Sjónvarpsmið-
stöðina aðfaranótt sunnudags
og þaðan stolið sjónauka. Lög-
regla hafði hendur í hári þeirra
sem eru grunaðir um verknað-
inn en þar voru á ferðinni fjór-
ir einstaklingar undir áhrifum
vímuefna. Fjórmenningarnir
voru einnig grunaðir um tvö
innbrot á laugardagskvöldið.
Ökumaður bifreiðarinnar er
einnig talinn hafa ekið undir
áhrifum fíkniefna og voru all-
ir farþegar í mjög annarlegu
ástandi og með talsvert af fíkni-
efnum á sér. Þau hafa öll kom-
ið við sögu lögreglu áður, en
einn maður í hópnum er einnig
grunaður um rán í Breiðholti á
laugardag.
Hringdi 200
sinnum í 112
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu handtók konu á heimili
sínu á laugardagskvöld vegna
margendurtekinna sím-
hringinga í Neyðarlínuna. Kon-
an hefur stundað það að ónáða
starfsfólk Neyðarlínunnar með
ónauðsynlegum símhringingum
um tíma en af því getur skapast
hætta nái fólk í raunverulegri
neyð ekki inn. Í gærnótt hringdi
konan um það bil 200 sinnum í
Neyðarlínuna á klukkustundar
tímabili og hlaust af því mikil
truflun fyrir starfsfólk Neyðar-
línunnar. Í tilkynningu sem
lögregla sendi frá sér segir að
konan hafi verið vistuð í fanga-
geymslu til að tryggja starfsfólki
Neyðarlínunnar starfsfrið.
16 ára ölvað-
ur undir stýri
Lögregla stöðvaði bifreið rétt
fyrir klukkan ellefu á laugar-
dagskvöld. Þar voru mæðgin á
ferðinni, en drengurinn var að-
eins fjögurra ára og í farþegasæti
við hlið bílstjóra. Móðir hans
reyndist vera án ökuréttinda og
var för hennar stöðvuð. Nóg var
að gera hjá lögreglunni og voru
nokkrir teknir í kjölfarið við ölv-
unarakstur, bæði við Hringbraut
og Höfðabakka. Einn þeirra sem
var gripinn var sextán ára. Hann
var ölvaður og eðli málsins sam-
kvæmt bílprófslaus. Viðkomandi
ók á grindverk í Kópavogi, en
tveir aðrir jafnaldrar hans voru í
bifreiðinni. Foreldrar hans voru
kallaðir til og segir lögreglan að
málinu sé lokið.
Samþykkti viðtal
Reynsluleysi var það
sem heillaði manninn
sem vildi stunda
kynlíf með 12 ára
stúlkubarni.