Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Qupperneq 11
aftur handtekinn tveimur dögum
seinna vegna tveggja annarra lík-
amsárása sem hann var sakað-
ur um að hafa framið í félagi við
Óskar Þór Gunnlaugsson. Önnur
þeirra líkamsárása var á unga konu
sem var farþegi í bíl með þeim en
þeim var gefið að sök að hafa marg-
sinnis slegið hana og sparkað svo á
sá og öxl hennar tognaði. Við vitna-
leiðslur kvaðst hann saklaus af
þeirri árás. „Ég hafna þessu,“ sagði
hann og sagði ástæðuna skýra. „Ég
legg ekki hendur á kvenfólk,“ sagði
hann þrátt fyrir að hafa ráðist á
ungu móðurina á Eiðistorgi þegar
hann var 11 ára ásamt bróður sín-
um. Verjandi Stefáns fór fram á það
fyrir dómi að tekið yrði tillit til erf-
iðrar æsku Stefáns við ákvörðun
refsingar og sagði þá bræður hafa
átt erfiða æsku. Foreldrar þeirra
hafi ekki verið góðar fyrirmyndir
og kvöldsögur bræðranna hafi
verið um ofbeldi og drykkju. Hann
sagði Stefán hafa beðið um að fá að
ljúka afplánun fyrri dóms í með-
ferð en verið neitað um það vegna
agabrota. „Hann fékk ekki hjálp
því hann hafði verið óþekkur en
hann hefur verið óþekkur allt sitt
líf,“ sagði verjandinn fyrir dómi og
sagði að þegar hann hefði losn-
að úr fangelsi vegna fyrri dóms
hefði hann fyrst um sinn reynt að
standa sig enda þá nýorðinn fað-
ir. Fíknin hefði fellt hann og eftir
það hefði allt farið á verri veg. Stef-
án fékk þriggja ára dóm fyrir eina
líkamsárásina sem hann játaði á
sig að mestu en sýknaður af hinum
tveimur, meðal annars vegna þess
að vitni breyttu framburði sínum
fyrir dómi.
Lítið virðist hafa farið fyr-
ir Stefáni undanfarin ár en síð-
asti dómur sem hann fékk, þar til
dómurinn sem hann fékk á föstu-
dag féll, var árið 2004.
Þvinguð með ógn, aflsburði
og ofbeldi
Í dómnum yfir Stefáni Loga og
Þorsteini segir að þeir hafi með
ógn, aflsburði og ofbeldi komið
fram vilja sínum og þvingað stúlk-
una til samræðis. Þótti sannað að
hún hefði verið áreitt um tíma og
að mennirnir hefðu flutt stúlk-
una nauðuga í burtu. Með tilliti til
alvarleika brotsins, langs brotafer-
ils Stefáns; en hann hefur alls hlot-
ið átta refsidóma og fjórum sinnum
gengist undir sektarrefsingu, var
hann dæmdur í fimm ára fangelsi
líkt og áður segir. Þorsteinn fékk
fjögur ár og sex mánuði og þeim er
gert að greiða stúlkunni tvær millj-
ónir í skaðabætur. Sálfræðingur
segir óvíst um bata konunnar en
ljóst er að atvikið hafi haft alvarleg
og víðtæk áhrif á hana en hún hef-
ur þjáðst af áfallastreituröskun eftir
nauðgunina. n
Fréttir 11Mánudagur 14. janúar 2013
n Langur afbrotaferill Stefáns Loga Sívarssonar nær aftur til ársins 1992 n Dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir hrottafengna nauðgun
Bílaverkstæði
Varahlutaverslun
Smurstöð
Dekkjaverkstæði
Bremsur,
spindilkúlur,
stýrisendar,
o.fl., o.fl.
Allar gerðir
bætiefna fyrir
vél, drif
og gírkassa
www.bilaattan.is
Allt á einum stað
Löng afbrotasaga skeLjagrandabróður
Brotasagan
1992 - Börðu unga móður
Fyrstu afskipti lögreglu af bræðrunum
voru árið 1992 en þá gengu þeir í skrokk á
ungri móður á Eiðistorgi. Móðirin reyndi
að vernda börn sín sem voru að halda
tombólu en bræðurnir höfðu hrellt
börnin, stolið tombólupeningunum og
hrækt á tombóluborðið.
1997 – Árás á Rauða ljóninu og
áramótbrennu
Þegar Stefán Logi var 16 ára réðst
hann á starfsmann Rauða ljónsins
á Eiðistorgi. Stefán kýldi manninn
ítrekað og stal að lokum farsíma hans.
Bræðurnir létu svo næst til skarar
skríða á áramótabrennu á Ægissíðu
áramótin þar á eftir. Þá varð maður
á sextugsaldri fyrir barðinu á báðum
bræðrunum sem réðust að honum og
veittu áverka.
1998 - Sex dómar og ofbeldi
Bræðurnir stunduðu innbrot árið eftir
og fengu dóma fyrir sex þeirra. Þann
23. apríl réðust bræðurnir svo á mann í
Hveragerði. Stefán Logi kýldi síðar það
sama ár tönn úr manni við meðferða-
stöðina Vog.
2002 - Skeljagrandahryllingurinn
Þetta ár voru Skeljagrandabræður
dæmdir í fangelsi fyrir stórfellda
líkamsárás en fórnarlamb þeirra var þá
skilið eftir í blóði sínu í nágrenni heimilis
þeirra. Stefán Logi hlaut tveggja ára
fangelsi og Kristján Markús þriggja og
hálfs árs.
2003 - Á reynslulausn
Stefáni var sleppt úr haldi á reynslu-
lausn eftir að hafa afplánað tvo þriðju
tveggja ára dóms.
2004 - Ofbeldið heldur áfram
Stefán Logi var handtekinn fyrir
líkamsárás á ungan dreng í byrjun apríl.
Sleppt að loknum yfirheyrslum. Tveimur
dögum síðar var hann handtekinn vegna
tveggja annarra líkamsárása í félagi við
Óskar Þór Gunnlaugsson. Stefán Logi
fékk þriggja ára dóm fyrir líkamsárásina
á drenginn en var sýknaður af hinum
brotunum.
2011 Nauðgun
Í nóvember 2011 nauðgaði hann ásamt
Þorsteini Birgissyni 19 ára stúlku. Stef-
án hafði kynnst stúlkunni í söluturni
og áreitt hana í kjölfarið. Þeir sóttu
stúlkuna á skemmtistað við Hlemm
og fóru með hana á heimili Þorsteins
við Lindargötu þar sem þeir þvinguðu
hana til samfara og munnmaka.
2013 - Fimm ára fangelsi
Stefán Logi er dæmdur í fimm ára
fangelsi fyrir nauðgunina í nóvember
2011. Þorsteinn fær fjögurra ára og sex
mánaða dóm.
Margdæmdur
Stefán Logi hefur
verið margdæmdur
fyrir ofbeldisverk sín
og glæpi.
Skeljagrandabræður Mikið var fjallað
um ofbeldisglæpi Stefáns og bróður hans
í fjölmiðlum fyrir nokkrum árum og þeir
kallaðir Skeljagrandabræðurnir.
„Hann fékk ekki hjálp
því hann hafði verið
óþekkur en hann hefur
verið óþekkur allt sitt líf.