Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Blaðsíða 14
Sandkorn F ylgi Vinstri-grænna hefur ekki mælst lægra í nærri áratug. Samkvæmt síðustu mælingum Þjóðarpúls Gallup mælist flokkurinn nú með um níu pró- senta fylgi. Vinstri-grænir voru einn af sigurvegurum alþingiskosninganna 2009 þegar flokkurinn hlaut 22 pró- sent atkvæða og náði inn fjórtán þing- mönnum. Eftir stormasamt ríkisstjórnarsam- starf með Samfylkingunni er ljóst að sex af þeim fjórtán þingmönnum sem náðu kjöri til Alþingis vorið 2009 munu ekki verða í framboði fyrir flokkinn í komandi kosningabaráttu. Allt eru það sterkir einstaklingar sem áttu stóran þátt í velgengni Vinstri-grænna í síð- ustu alþingiskosningum. Nýir fram- bjóðendur flokksins sem nú bjóða sig fram eru langt því frá að teljast jafn frambærilegir og sexmenningarnir. Forysta flokksins, með þau Steingrím J. Sigfússon og Katrínu Jakobsdóttur í fararbroddi, er þó sterk enda hafa stuðningsmenn Vinstri-grænna verið ánægðir með störf þessara tveggja ráð- herra. En hvað ætla þeir sem veittu Vinstri-grænum atkvæði sitt í síð- ustu alþingiskosningum að kjósa í staðinn? Flokkurinn var stofnaður árið 1999 sem róttækur andófsflokk- ur – sá eini sinnar tegundar hérlendis. Líklega eru margir landsmenn búnir að gleyma því hversu hart þingmenn flokksins börðust gegn ýmsum stórum málum á þingi á árunum fyrir banka- hrunið. Enginn flokkur lýsti yfir jafn mikilli andstöðu við innrásina í Írak, einkavæðingu bankanna, byggingu Kárahnjúkavirkjunar, afnám regluverks og sívaxandi ójöfnuð í þjóðfélaginu sem meðal annars fólst í ofurlaunum íslensku bankastjóranna sem og lækk- un skatta hjá ákveðnum hópi fólks á kostnað annarra. Eftir á að hyggja dylst fáum að varnarorð Vinstri-grænna voru á rökum reist – bankahrunið sem skall á haustið 2008 er lifandi sönnun þess. Segja má að það henti flokki eins og Vinstri-grænum ekkert sérstak- lega vel að vera í ríkisstjórn enda felst það í eðli róttækra andófsflokka að í ríkisstjórnar samstarfi verði slíkir flokk- ar nær alltaf að slaka á róttækri stefnu sinni að einhverju leyti. Í tilfelli Vinstri- grænna var það ekki á sviði umhverfis- mála heldur þurfti flokkurinn að gefa eftir í Evrópumálum. Það sem er hins vegar merkilegt er að Vinstri-grænir eru á móti aðild að Evrópusambandinu á allt öðrum forsendum en aðrir flokkar hérlendis. Framsóknarflokkurinn er á móti að- ild sem byggist að stórum hluta á ótta íslenskra bænda við að missa störf sín við inngöngu í ESB. Sjálfstæðis- flokkurinn er á móti aðild sem byggist að stórum hluta á því að íslenskir út- gerðarmenn óttast að missa yfirráð sín yfir 200 mílna lögsögu Íslands. Bændur og útgerðarmenn flokkast báðir sem sérhagsmunahópar. Andúð Vinstri-grænna í garð ESB byggist hins vegar að mestu á því að sambandið sé miðstýrt risaveldi sem berjist fyrir hönd heimskapítalista en þó má segja að áhrif bænda séu nokkur innan Vinstri-grænna. Viðhorf Vinstri- grænna til ESB er því meira í takti við kenningar Karls Marx sem á lítið sam- merkt með andúð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins á ESB. Enginn annar flokkur hefur lýst yfir viðlíka viðhorfum til ESB á Íslandi og Vinstri- grænir. Hér er ekki verið að hvetja fólk til þess að kjósa Vinstri-græna enda er það ekki hlutverk fjölmiðla. Fólk ætti hins vegar að velta því fyrir sér hvort það sé endilega hollt fyrir Ísland að flokkur eins og Vinstri-grænir verði of lítill á næsta kjörtímabili. Skortur á gagnrýnni hugsun var ein helsta orsökin fyrir bankahruninu en Vinstri- grænir voru þeir einu sem beittu henni af fullum krafti á Alþingi á tímum góð- ærisins. Ef Sjálfstæðisflokkurinn er aftur að komast í ríkisstjórn, eins og flestar skoðanakannanir benda sterklega til, eru Vinstri-grænir sá stjórnmálaflokkur sem er líklegastur til þess að geta veitt þeim aðhald, líkt og fyrir bankahrunið. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hundsaði ítrekað aðvaranir Vinstri-grænna á árunum 2003 til 2007. Það gerði líka ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar- innar sem tók við á því herrans ári 2007. Sama þótt sumt fólk sé ekki sam- mála neinum af stefnumálum Vinstri- grænna þó hljóta allir að vera sam- mála um það að fátt er eins slæmt og of sterk meirihlutastjórn með veika gagnrýnislausa stjórnarandstöðu. Ís- land þarf áfram á Vinstri-grænum að halda – hvort sem fólki líkar það betur eða verr. Fornir fjendur n Á föstudagsmorguninn mættust fornir fjendur, þeir Sigurður G. Guðjónsson lög- maður og Sigurjón M. Egilsson ritstjóri og fóru í bróðerni yfir fréttamál vikunnar. Sú var tíðin að þeir stóðu þétt saman að útgáfu Blaðsins sem Sigurður átti en Sigur- jón ritstýrði. Upp úr sauð þegar Sigurjón réð sig sem ritstjóra DV og yfirgaf Sigurð fyrirvaralítið. Var þá hótað lögsókn og eldar loguðu. En nú er ekki lengur vík milli vina og átök fortíðar eru gleymd. Finnbogi iðrast n Hugsjónamaðurinn Finnbogi Vikar fór á fleyg- iferð út úr Dögun eft- ir að hafa stefnt hraðbyri í framboð fyrir flokkinn. Upp úr sauð þegar Finn- bogi bar fram vantrausts- tillögu á Andreu Ólafsdóttur á framkvæmdastjórnar fundi. Vildi hann að hún viki sem kosningastjóri Dögunar vegna þess að hún er í fram- boði. Setti Finnbogi tillögu sína á Facebook og allt varð vitlaust. Finnbogi baðst síð- ar afsökunar og sagði af sér trúnaðarstörfum hjá Dögun. Og til að kóróna allt lokaði hann Facebook-síðu sinni. Bubba saknað n Finnbogi Vikar er ekki sá eini sem fer í fússi út af Facebook. Stutt er síð- an alþýðu- listamað- urinn Bubbi Morthens lenti uppi á kant við Egil Helgason sjónvarps- mann á Facebook. Átökin voru bæði stutt og snörp en þau tóku augljóslega á Bubba sem lokaði síðu sinni. Margir sakna Bubba af þessum vettvangi enda sér hann mál oft með gagn- rýnum hætti og fer algjör- lega ótroðnar slóðir í mál- flutningi. Komment ráðherrans n Kjarnakonan Vigdís Hauks- dóttir er ófeimin við að láta fólk heyra það. Þingkonan var í viðtali við Fréttatím- ann um liðna helgi þar sem hún lýsti hótunum og einelti í sinn garð. Sagði hún hóp þingmanna reyna að gera grín að henni. Þá upplýsti hún að Össur Skarp- héðinsson utanríkisráðherra ynni gegn henni með því að vera á bak við athugasemdir sem birtust um hana á sam- félagsmiðlum. Össur hefur ekki brugðist við. Maður var svolítið mikið á sloppnum Ég er ekki með kynfærum Ólafur Darri segir mikla nekt í kvikmyndinni XL. – DV Rósa Guðmundsdóttir segir ástina kynlausa. – DV Ísland þarfnast VG „Það sem er hins vegar merkilegt er að Vinstri-grænir eru á móti aðild að Evrópu- sambandinu á allt öðrum forsendum en aðrir flokkar hérlendis. E inn af þeim málaflokkum sem hafa verið hvað fyrirferðarmest- ir í starfi mínu sem innanríkis- ráðherra, áður dómsmála- og mannréttindaráðherra, er málefni útlendinga, einkum er lýtur að mál- efnum útlendinga utan EES. Hafa málefni einstaklinga nokkrum sinn- um ratað í fréttir en þau eru þó að- eins brotabrot af þeim málum sem koma til kasta ráðuneytisins. Nú- gildandi lög um útlendinga voru sett árið 2002 að undangengnum miklum deilum á Alþingi. Síðan þá hefur lög- unum nokkrum sinnum verið breytt, enda hafa orðið miklar breytingar á málaflokknum, þar með talið vegna þátttöku Íslands í EES-samstarfinu og Schengen-samstarfinu. Uppi eru skiptar skoðanir um hvort núgildandi lög nái nægilega vel utan um málefni fólks sem hér vill setjast að en einnig hvernig beri að túlka lögin. Sl. föstudag samþykkti ríkisstjórn frumvarp mitt til nýrra heildarlaga um útlendinga. Er í frumvarpinu gert ráð fyrir viðamiklum breyting- um og leyfi ég mér þar helst að nefna breytingar á dvalarleyfaflokk- um annars vegar og breytingar á málsmeðferð umsækjenda um al- þjóðlega vernd, eða hælisleitenda, hins vegar. Dvalarleyfaflokkar og búsetuleyfi Í frumvarpinu er gert ráð fyrir nýjum dvalarleyfaflokkum til að ná betur utan um aðstæður þeirra sem hing- að flytja. Áherslan er m.a. á að skýra rétt aðstandenda fólks sem hér býr til að setjast að hjá ættingjum sínum. Þar á meðal má nefna möguleika allra námsmanna á að geta haft börn sín hjá sér meðan þeir stunda nám hér á landi. Við breytingarnar er m.a. höfð hliðsjón af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins en samningurinn leggur þær skyldur á herðar aðildarríkjanna að setja alltaf hagsmuni barns í fyrsta sæti þegar mál sem þau varða eru með- höndluð. Þá er í frumvarpinu lagt til að réttindasöfnun til búsetuleyfis fylgi einstaklingi, en ekki dvalarleyfi, en eins og staðan er núna stendur einstaklingur sem breytir um dvalar- leyfi, t.d. þar sem hann giftir sig, á núllpunkti gagnvart búsetuleyfi. Alþjóðleg vernd Í málefnum umsækjenda um alþjóð- lega vernd, sem skv. núgildandi lög- um kallast hælisleitendur, eru lagðar til viðamiklar breytingar á málsmeð- ferð, en hún hefur sætt gagnrýni, m.a. vegna þess hversu málsmeðferðar- tími er langur. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að málsmeðferðartími eigi að jafnaði ekki að vera lengri en sex mánuðir. Yrði þetta mikil breyting frá því sem nú er. Þá er gert ráð fyrir að leiða í lög að taki meðferð máls lengri tíma en 18 mánuði skuli viðkomandi umsækjandi eiga rétt til að fá dvalar- leyfi af mannúðarástæðum, þótt niðurstaða í máli hans verði á end- anum neikvæð, að því gefnu að tafir í málsmeðferð séu á ábyrgð stjórn- valda, ekki umsækjandans sjálfs. Sú framkvæmd að saksækja og dæma alla umsækjendur um alþjóð- lega vernd sem koma til landsins með fölsuð skilríki verður lögð af, verði frumvarpið að lögum og þykir það betur í samræmi við Flóttamanna- samning Sameinuðu þjóðanna. Loks er nánar útfært hvaða réttindi um- sækjendur um alþjóðlega vernd eiga meðan á málsmeðferð stendur og kveðið skýrar á um málsmeðferð þegar börn eiga í hlut. Sjálfstæð kærunefnd Samkvæmt núgildandi lögum eru ákvarðanir Útlendingastofnunar kær- anlegar til innanríkisráðuneytisins. Íslensk stjórnvöld hafa sætt gagnrýni fyrir þetta fyrirkomulag, m.a. af hálfu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins, þegar kemur að umsóknum um alþjóð- lega vernd, þar sem ráðuneytið sé úr- skurðaraðili í málefnum undirstofn- unar. Í þessu vegast á ólík sjónarmið og á móti þessu mætti benda á að ráðherraábyrgð er meginreglan á Ís- landi. Með tilliti til þeirra viðamiklu hagsmuna sem eru í húfi fyrir um- sækjendur um alþjóðlega vernd er þó í frumvarpinu gert ráð fyrir að setja á laggirnar sjálfstæða kærunefnd. Umsækjendur um alþjóðlega vernd munu geta komið fyrir nefndina og fylgt máli sínu eftir, en þetta fyrir- komulag er í samræmi við það sem tíðkast í Noregi og Danmörku. Til að tryggja að öll sérhæfing haldist á einum stað er jafnframt gert ráð fyrir að önnur mál á grundvelli laganna verði í flestum tilfellum kæranleg til þessarar kærunefndar. Tímabært skref Verði þetta frumvarp að lögum fel- ast í því mikilvæg skref á átt að betri réttarstöðu umsækjenda um alþjóð- lega vernd hér á landi og einnig skýr- ari ákvæði um dvalar- og búsetuleyfi og rétt þeirra sem hér búa. Vegna þeirra öru breytinga sem eiga sér stað í málaflokknum er nú tímabært að stíga þetta skref, samfélaginu til hagsbóta. Ný útlendingalög í augsýn Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 14. janúar 2013 Mánudagur Leiðari Annas Sigmundsson as@dv.is „Í frumvarpinu er gert ráð fyrir nýjum dval- arleyfaflokkum til að ná betur utan um aðstæður þeirra sem hingað flytja. Kjallari Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.