Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Síða 15
 Við vorum rænd barnæskunni Það kannast flestir við þetta Erna Agnarsdóttir var send níu ára á Kumbaravog. – DVThelma Ásdísardóttir segir flest bæjarfélög eiga dónakall. – DV Jöfnuður og skuldir Spurningin „Já, ég horfði á Kastljósið. Mér finnst það bara viðbjóður.“ Alexander Arnarsson 17 ára nemi „Já. Það er hneyksli.“ Eva Lára Hauksdóttir 36 ára móðir Luciano Becerra 34 ára vinnur á Búllunni „Já, mér finnst það ógeðslegt.“ Alena Elísa da Silva 16 ára nemi „Já. Mér finnst það ótrúlega sorglegt og sorglega ótrúlegt.“ Gestur Baldursson 38 ára plötudólgur „Já, ég hef nú séð það í Kastljósinu. Mér finnst það bara ótrúlegt og hálf ógeðslegt.“ Jóhann Örn Kjartansson 18 ára nemi Hefurðu fylgst með málinu um Karl Vigni? 1 Harðlega gagnrýndir fyrir að nafngreina barnaníðing DV var á sínum tíma gagnrýnt harðlega fyrir nafngreina barnaníðing á Patreksfirði. 2 „Var í stöðugu harki, að reyna að redda mér“ Árið 2007 var ekki gott ár fyrir Guðmund Steingríms- son, sem ræddi lífið og tilveruna í helgarblaði DV. 3 „Líf mitt breyttist þennan dag. Ég vissi að mér yrði aldrei bjargað“ Tina Renton, lærði lögfræði og kom stjúpföður sínum, sem misnotaði hana sem barn, í fangelsi 17 árum eftir brotin. 4 Nakin á klósetti við kökuát Leikkonunni Lenu Dunham er gjarnan stillt upp sem andstæðu grindhoraðra stallsystra sinna í Hollywood. 5 „Ég varð að læra að fyrirgefa“ Rósa Guðmundsdóttir sagðist í helgarblaði DV hafa orðið að breytast til að lifa. 6 „Það eru mörg bæjarfélög sem eiga dónakall“ Thelma Ásdísardóttir hjá Drekaslóð segir að barnaníðingar leynist víða. Mest lesið á DV.is K annanir, jafnt sem tilfinning okkar sem hér búum, sýna að Ís- lendingar eru upp til hópa eitt- hvað sem kalla mætti jafnaðar- menn, hvar í flokki sem þeir standa. Flest viljum við öflugt velferðarkerfi, gott mennta- og heilbrigðiskerfi fyrir alla þegna og hóflegan launamun. Í rannsókn Jóns Gunnars Bernburg á viðhorfi Íslendinga til ójöfnuðar kem- ur fram að rúm 80% aðspurðra vilja að munur á æskilegum launum í há- og láglaunastörfum sé í mesta lagi þrefaldur. Við viljum sem sagt jöfn tækifæri en að fólk fái fremur hóflega umbun fyrir erfiði sitt, menntun og ábyrgð. Raunin er þó önnur og launa- munur mun meiri. Flestir virðast líka sáttir við að hið opinbera noti skatta og bætur til að jafna kjör fólks eftir þörfum. Nokkuð almenn sátt virðist ríkja um að þeir sem hafa hærri tekjur greiði meira til samfélagsins en aðrir fái fjárhagslegan stuðning, svo sem barnabætur. Það kerfi sem við höfum komið okkur upp til þessa er flókið og áherslur vinstri og hægri flokka yfirleitt útfærsluatriði. En svo kom hrun En svo hrundi allt og ný gerð ójöfnuð- ar birtist okkur. Byrjað var á að tryggja allar innistæður svo fjármagnseigend- ur þyrftu ekki að hafa áhyggjur. Vegna gengisfalls krónunnar hækkuðu verð- og gengistryggðar skuldir heimilanna. Frá áramótum 2007/2008 til ágúst- mánaðar 2012 hækkuðu eftirstöðvar verðtryggðra fasteignaskulda heimil- anna um 384,2 ma.kr. eða 38,2% vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs. Ætla má að þessi tala sé nú komin upp fyrir 40%. Á sama tíma hafa laun að- eins hækkað um tæp 24% að jafnaði. Skuldarar eru því flestir í vondum mál- um og eignir „sjálfhverfu kynslóðar- innar“ hafa þurrkast út. Flest gengis- tryggð lán voru sem kunnugt er dæmd ólögleg og þótt bankarnir dragi lapp- irnar við endurútreikninga má telja líklegt að áður en yfir lýkur muni þeir sem þar skulda geta unað við sitt eftir rúmlega fjögurra ára baráttu. Eftir stendur að fólk með venjuleg verð- tryggð lán og þeir sem tóku gengis- tryggð lán hjá Íslandsbanka (en þau hafa ekki verið dæmd ólögleg) sitja eftir með sárt ennið. Velferðarkerfi andskotans Eftir hrunið tók við vinstri stjórn sem lofaði okkur skjaldborg um heimilin en sagði svo sem ekkert um það hvernig hún ætti að vera. Hófst svo viðbygging við velferðarkerfið þar sem þeir sem þurftu fengu einhvers konar hjálp. Þær aðgerðir voru í fullri sátt við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn en heimilin voru ekki spurð. Þar hófst óréttlætið fyrir alvöru. Öll úrræðin sem boðið hefur verið upp á miðast við hve miklu hægt er að ná af fólki án þess að það gefist upp á að borga. Skuldaúrræðin koma ágætlega út fyrir þá sem tóku allt á 100% lánum og áttu því í raun aldrei neitt. Ástæðan fyrir því að þeir fengu lánin háu var mikil greiðslugeta. Þeir voru nefnilega með há laun. Margir þeir sem höfðu með sparnaði og útsjónarsemi tekist að eignast dá- góðan hluta í fasteigninni sinni með því að spara fyrir útborgun og greiða sam- viskusamlega af lánum í gegnum tíð- ina eru ekki svo heppnir. Eignarhlutur þeirra og þar með ævisparnaðurinn er í mörgum tilfellum gufaður upp og eignastaðan jafnvel neikvæð. Hækkun- in á íbúðarláninu jafngildir oft og tíðum margra ára launum og þá á alveg eftir að taka tillit til þess að hinn stökkbreytti höfuðstóll heldur auðvitað áfram að safna vöxtum og verðtryggingu. Raunverulegt dæmi Hjón sem ég þekki skulduðu um 19 milljónir í íbúðinni sinni í árslok 2007 í gengistryggðu láni sem tekið var árið 2004 hjá Íslandsbanka. Í árslok 2012 stendur lánið í um 36 milljónum. Hækkunin nemur um 17 milljónum eða nærri tvöföldun á láninu. Sem bet- ur fer er fólkið vel menntað og í góð- um stöðum. Það hefur því getað haldið áfram að greiða en tekjur þeirra eru um 650 þúsund á mánuði eftir skatta. Það gerir 7,8 milljónir á ári. Það myndi því taka þau rúm tvö ár að vinna bara fyrir þeirri hækkun sem nú er skollin á lánið, færi hver einasta útborguð króna í að greiða af því. Lánið er nú verðtryggt og ber seðlabankavexti sem eru um það bil verstu kjör sem bjóðast á húsnæðislánum í heiminum í dag. Þau kjör voru ákvörðuð af Alþingi Ís- lendina með lögum 151/2010, kennd- um við Árna Pál Árnason sem lagði þau fram. Lánið hefur alltaf verið í skil- um en í nokkra mánuði strax eftir hrun greiddu hjónin einungis vexti. Þessum hjónum bjóðast í raun engin úrræði. Árna Páls-lögin skiluðu einungis 5% lækkun á höfuðstól en mun verri vaxtakjörum og þótt eignin sé yfir- skuldsett er hún undir 110% ennþá. Og þótt þau geti greitt finnst þeim staðan hvorki sanngjörn né réttlát. En þau fá þó auknar vaxtabætur. Þannig hefur hin „norræna velferðarstjórn“ ákveðið að niðurgreiða vaxtaokur fjármála- fyrirtækjanna í gegnum heimilin. Misheppnuð velferð Staðan er óásættanleg. Þetta vandamál verður ekki leyst með smáskammta- lækningum á borð við vaxtabætur eða einstaklingsmiðuð úrræði í gegnum umboðsmann skuldara. Það er ekki hægt að búa í samfélagi sem læt- ur slíkt óréttlæti viðgangast og hér er lýst. Ráðast þarf á rót vandans, leið- rétta lánin og koma hér á eðlilegu húsnæðis lánakerfi. Það hljóta allir sannir jafnaðarmenn, hvar í flokki sem þeir eru, að sjá. Tignarlegur svanur Það hefur ekki farið illa um fuglana sem haldið hafa til á Reykjavíkurtjörn undanfarna daga. Veðurguðirnir hafa verið í tiltölulega góðu skapi. Hlýtt hefur verið á landinu og fuglarnir braggast vel. Þó svolítið hafi fryst og snjóað á sunnudag er útlitið til lengri tíma milt. Mynd pREssphoTos.bisMyndin Umræða 15Mánudagur 14. janúar 2013 Ég skrifaði hana í rosalegu kasti Guðmundur Steingrímsson segir árið 2007 ekki hafa verið gott fyrir hann. – DV Kjallari Margrét Tryggvadóttir „Ráðast þarf á rót vandans, leiðrétta lánin og koma hér á eðli- legu húsnæðislánakerfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.