Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Side 4
4 Fréttir 13. mars 2013 Miðvikudagur Jón varði ríkisstjórnina falli n Vantrauststillaga Þórs Saari felld J ón Bjarnason, fyrrverandi þing- maður Vinstri grænna og ráð- herra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sat hjá við at- kvæðagreiðslu um vantrauststillögu gagnvart ríkisstjórninni á mánudag. Þrjátíu og tveir greiddu atkvæði gegn vantrauststillögu Þórs Saari en 29 voru henni hlynntir. Tillagan var studd af þingmönnum Hreyfingar- innar, Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins. Tveir þingmenn Bjartrar framtíðar og Jón Bjarnason vörðu stjórnina falli. Þór lagði fram tillöguna vegna stjórnarskrármálsins en hann og aðr- ir þingmenn Hreyfingarinnar hafa gert þá kröfu að stjórnarskrármálið hljóti afgreiðslu í þeirri mynd sem það er fyrir þinglok. Árni Páll Árna- son, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Guðmundur Steingríms- son, formaður Bjartrar framtíð- ar, hafa lagt til að breytingar ákvæði stjórnarskrárinnar verði breytt til að hægt sé að afgreiða breytingar á næsta þingi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sem studdu tillöguna gerðu það hins vegar flestir á öðrum forsendum en Þór. Í umræðum um tillöguna lýstu þingmenn stjórnarandstöðunnar hver á fætur öðrum því yfir að þeir styddu vantraust vegna annarra verka ríkisstjórnarinnar. Jóhanna Sigurðardóttir sagði að tillagan væri heimskuleg og Stein- grímur J. Sigfússon sagði að Þór væri að leiða Sjálfstæðisflokk og Fram- sóknarflokk til valda. „Þetta er stór- brotið. Tillagan gengur út á að leiða Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk til valda, núna strax, fyrir kosningar,“ sagði hann í umræðunum. n Ósáttur borgarstjóri: „Dónaskapur og frekja“ „Þetta er algjörlega óþolandi dónaskapur og frekja,“ segir Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, um bifreiðaeigendur sem hafa lagt bílum sínum ólöglega þvers og kruss um borgina. „Þetta er ekki ásættanleg hegðun í siðmennt- uðu samfélagi,“ segir borgarstjór- inn á Facebook-síðu sinni, en hann vísar þar til myndar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér fyrr á þriðjudag, með þessum skilaboðum: „Þessir ungu menn, fyrirmyndarvegfarendur, áttu erfitt með að skilja aðgangs- hörku ökumanna þessara bifreiða á dögunum og sendu okkur því þessa mynd. Þótt við séum að flýta okkur og þótt að ekkert stæði sé laust alveg við innganginn, er stundum gott að velta fyrir sér að allar okkar gjörðir hafa afleiðingar. Er sanngjarnt að þessir vegfarend- ur þurfti að þvælast út á götu, ein- faldlega vegna þess að ökumenn þessara bifreiða fundu sér ekki löglegt stæði? Látum þetta ekki henda okkur. Leggjum löglega.“ Jón vill breyta því hvernig tekið er á slíkum „subbuskap“ og vill auknar heimildir til að draga bíla á brott. „Við erum að vinna að því að fá heimild frá innanríkisráðu- neytinu sem gefur Bílastæðasjóði leyfi til að láta draga burt ólöglega lögðum ökutækjum á kostnað eiganda. Vonandi verður það til að útrýma þessum hvimleiða og hættulega plebbaskap,“ segir hann. Laun hækka Regluleg laun voru að meðaltali 0,8 prósentum hærri á fjórða ársfjórðungi 2012 en í ársfjórð- ungnum á undan. Frá fyrra ári hækkuðu laun um 4,8 prósent að meðaltali, hækkunin var 5,1 pró- sent á almennum vinnumarkaði og 4,0 prósent hjá opinberum starfsmönnum. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofa Íslands birti á þriðjudag. Þar kemur fram að frá fyrri ársfjórðungi hafi mest hækkun reglulegra launa mælst í fjármálaþjónustu, lífeyrissjóð- um og vátryggingum, eða um 1,3 prósent. Sat hjá Jón Bjarnason greiddi ekki atkvæði með tillögunni. Ekki skoðað tölvu- póst þingmanna n Annar innherjasvikadómurinn sem fellur í máli hjá sérstökum E ftirlitsaðilar eins og Fjármála- eftirlitið hafa ekki látið reyna á heimild sem þeir hafa til að óska eftir aðgangi að tölvu- pósti Alþingismanna eða starfsmanna hins opinbera vegna rannsókna á meintum efnahagsbrot- um sem tengjast hruninu. Tölvu- póstur er gjarnan mikilvæg heimild í rannsóknum eftirlitsaðila á efnahags- brotum, til dæmis í ákæru sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi starfs- manni Glitnis, Friðfinni Ragnari Sig- urðssyni. Dæmdur fyrir innherjasvik Glitnismaðurinn fyrrverandi var dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir innherjasvik í Héraðsdómi Reykjaness á mánudaginn. Friðfinn- ur seldi hlutabréf sem hann átti í Glitni fyrir rúmlega nítján milljónir króna í aðdraganda hrunsins 2008, nánar tiltekið í mars, apríl og septem- ber 2008. Þótti dómaranum í málinu sannað að upplýsingarnar sem með- al annars komu fram í tölvupósti Frið- finns Ragnars um vitneskju hans um slæma stöðu Glitnis á þessum tíma nægjanlega góðar til að ljóst væri að honum hafi verið kunnugt um að bankinn ætti í erfiðleikum. Í lok mars 2008 sagði Friðfinnur meðal annars í tölvupósti sem bar yf- irskriftina „Enn versnar það“: „Það er fokið í flest þegar erlendir bankar neita að eiga í spot viðskiptum við okkur. Þá er ekki mikið traust eftir. Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei séð áður, en ég er svo sem búinn að sjá margt sem ég hef aldrei séð áður síð- ustu vikurnar.“ Friðfinnur er annar einstaklingur- inn sem dæmdur er fyrir innherjasvik á grundvelli ákæru frá sérstökum sak- sóknara í kjölfar íslenska efnahags- hrunsins. Hinn er Baldur Guðlaugs- son, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Bjarni seldi skömmu áður Líkt og DV hefur greint frá seldu Bjarni Benediktsson, núverandi formað- ur Sjálfstæðisflokksins, og faðir hans, Benedikt Sveinsson, 57,5 milljón- ir hluta í Glitni. Sölu hlutabréfanna bar upp í febrúar 2008, skömmu áður en Friðfinnur Ragnar seldi bréfin sem hann átti í Glitni fyrir rúmar 19 millj- ónir. Stærstur hluti þessara bréfa feðganna, rúmlega 50 milljónir hluta, var í eigu föður Bjarna. Þegar Bjarni svaraði fyrirspurn DV um hlutabréfasölu sína í bankanum sagði hann að bréfin hefðu verið seld í nokkrum skömmtum í febrúar 2008. Líkt og DV hefur greint frá kom Bjarni að endurfjármögnun á hlutabréfum í Glitni í gegnum eignarhaldsfélagið Vafning í þessum sama mánuði. „Umrædd hlutabréf voru seld smám saman í febrúarmánuði 2008.“ Um var að ræða 7 milljónir hluta í Glitni sem Bjarni seldi fyrir samtals 120 milljónir króna. Því var um að ræða sölu sem var rúmlega 100 milljónum krónum hærri en sala Friðfinns Ragnars á bréf- um sínum. Ástæða endurfjármögnunarinnar á Glitnisbréfunum í gegnum Vafning var sú að bandaríski bankinn Morgan Stanley vildi ekki lengur fjármagna eignarhaldsfélagið Þátt International, sem var í eigu Mile stone og Einars og Benedikts Sveinssona, vegna þess að hlutabréfaverð í Glitni hafði lækk- að svo mikið. Glitnir tók því við fjár- mögnuninni á hlutabréfum félagsins og notaði meðal annars til þess eignarhaldsfélagið Vafning. Geta séð póst til þriðja aðila Ef grunsemdir eru uppi um að þingmenn, eða aðrir opinberir starfsmenn, hafi nýtt sér innherja- upplýsingar í viðskiptum með fjár- málaafurðir fyrir hrunið 2008 þá hafa eftirlitsaðilar hins vegar ekki nýtt sér þá heimild að geta fengið aðgang að tölvupósti þeirra beint. Aftur á móti geta þessir eftirlits- aðilar væntanlega séð tölvupóst frá þessum þingmönnum, eða opin- berum starfsmönnum, sem ratað hefur til aðila utan stjórnkerfisins, til dæmis starfsmanna fjármálafyrir- tækja. Fjármálaeftirlitið og embætti sérstaks saksóknara hefur aðgang að tölvupósti starfsmanna fjármála- fyrirtækja, líkt og komið hefur fram opinberlega. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Þá er ekki mikið traust eftir Skoðuðu ekki póst þingmanna Eftirlitsaðilar hafa ekki nýtt sér heimild í lögum til að skoða tölvupóst þingmanna. Starfsmaður Glitnis, Frið- finnur Ragnar Sigurðsson, var á mánu- daginn dæmdur fyrir innherjasvik eftir að hann seldi bréf í Glitni frá mars til september 2008. Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, seldi bréf sín í Glitni skömmu áður en Friðfinnur byrjaði að selja sín bréf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.