Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Qupperneq 8
8 Fréttir 13. mars 2013 Miðvikudagur Víða hallar á konur Færri konur sitja á þingi en karlar, færri konur eiga sæti í opinberum nefndum og ráðum, konur eru sjaldnar framkvæmdastjórar sveitarfélaganna, færri eru héraðs- dómarar, forstöðumenn ríkisstofn- ana, og þegar kemur að því að vera framkvæmdastjóri fyrirtækja eru konur almennt mun færri. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í bæklingi, á vegum Hagstofunnar, Jafnréttisstofu og velferðarráðuneytisins, sem ber heitið Konur og karlar á Ís- landi 2013. Þar kemur líka fram að konur eru almennt með lægri mánaðarlaun en karlar á almenn- um vinnumarkaði og að kon- ur eru í færri áhrifastöðum þrátt fyrir að vera að jafnaði með meiri menntun. Þátttaka kynjanna á vinnu- markaði er nánast jafn mikil, kon- ur eru litlu færri. Barnlaus hjón stærsti hópurinn Í tölum Hagstofunnar, Jafnréttis- stofu og velferðarráðuneytisins kemur fram að algengasta fjöl- skyldumynstrið er barnlaus hjón. Af öllum fjölskyldum eru barnlaus hjón 37,9 prósent. Fólk sem á börn í hjónabandi telur 29 prósent allra fjölskyldna. Einstæðar mæður eru 14,8 prósent allra fjölskyldna og einstæðir feður 1,4 prósent. 12,5 prósent fjölskyldna eru pör í óvígðri sambúð með börn en í 4,2 prósentum tilvika er fjölskyldu- mynstrið óvígð sambúð án barna. Fleiri athyglisverðar upplýs- ingar koma fram í bæklingnum. Árið 2011 voru rúmlega fjögur þúsund konur í fæðingarorlofi með börn, en rétt rúmlega þrjú þúsund feður, en stærsti hluti þeirra sem voru í fæðingarorlofi voru í leyfi frá vinnumarkaði. Fjórðungur sætir kynferðisofbeldi Athygli vekur að 42 prósent kvenna á aldrinum 18–80 ára hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi af hendi karla, að því er fram kem- ur í sama riti. Þrjátíu prósent hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi en 24 prósent kynferðisofbeldi. Fjögur prósent höfðu orðið fyrir ofbeldi undangengna 12 mánuði (haustið 2007 til 2008). Þegar horft er til ofbeldis í nán- um samböndum segjast 22 pró- sent kvenna hafa sætt ofbeldi af einhverju tagi. 20 prósent hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi í nánu sambandi og sex prósent fyrir kynferðisofbeldi. Fékk 400 milljóna lán hjá Straumi n Björn Leifsson er laus undan kröfum þrotabús Þreks ehf. L íkamsræktarfrömuðurinn Björn Leifsson í World Class mun, samkvæmt heimildum DV, aðeins greiða hluta af þeim kröfum sem kröfuhafar gerðu í þrotabú Þreks ehf. Félagið hélt utan um rekstur World Class-líkams- ræktarstöðvanna og varð gjaldþrota í september 2009. Kröfurnar í búið námu um 2,2 milljörðum króna. DV hefur hins vegar ekki heimildir fyrir því hversu stóran hluta af kröfunum Björn og Hafdís Jónsdóttir, eiginkona hans og skráður eigandi World Class í dag, munu greiða til þrotabúsins. Fellt niður með samkomulagi Síðasta málið af fjórum sem þrota- búið höfðaði gegn Laugum ehf., félaginu sem keypti eignir Þreks ehf. í aðdraganda gjaldþrots þess, var fellt niður með samkomulagi í Hér- aðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn mánudag. Að sögn Sigurbjörns Þorbergssonar, skiptastjóra búsins, eru „kröfuhafar sáttir við lyktir máls- ins,“ eins og hann orðar það. Má ætla að Björn hafi einnig verið sáttur við niðurstöðuna fyrst samkomulag náðist í málinu. Sigurður G. Guðjónsson, lögmað- ur Björns Leifssonar, neitaði að tjá sig um málið þegar eftir því var leit- að. Hann sagðist vera bundinn trún- aði um samkomulagið við þrotabúið. DV hafði einnig samband við Björn Leifsson til að ræða við hann um málið en fékk þau skilaboð að hann vildi ekki ræða við blaðið. Keypt á 25 milljónir Forsaga málsins er sú að Björn og Hafdís keyptu rekstur líkamsrækt- arstöðva World Class út úr Þreki ehf. í gegnum Laugar ehf. í septem- ber 2009 á 25 milljónir króna. Áttu kaupin sér stað sama dag og Þrek fór í þrot. Sjálfur vildi Björn þó meina að hann hefði greitt 274 milljón- ir króna fyrir reksturinn með yfir- töku á skuldbindingum gagnvart viðskiptavinum. Þrotabú Þreks ehf., sem nú heitir ÞS69 ehf., fór fram á að sölunni yrði rift á þeim forsendum að líkams- ræktarveldið hefði verið selt of lágu verði til of tengdra aðila. Í kring- um fyrirtöku málsins fyrir héraðs- dómi vorið 2011 lét Sigurbjörn hafa eftir sér að kaupsamningurinn væri hreinn gjafagerningur. Samkvæmt heimildum DV hefur þrotabúið nú sæst á að líta á skuld- bindingar Lauga við viðskiptivini sem hluta af greiðslu fyrir rekstur- inn. Að öðrum kosti hefðu viðskipta- vinir World Class getað gert kröfur í þrotabúið og krafist endurgreiðslu á líkamsræktarkortum. Sjónarmið Björns hafa því verið tekin gild hvað það varðar. Heimildirnar herma að samkomulag á milli kröfuhafanna og Lauga feli þó í sér frekari peninga- greiðslur. 400 milljóna króna lán frá Straumi Þá á hins vegar eftir að útskýra hvað- an fjármunirnir sem greiddir voru til búsins komu. Ljóst er að greiðslurnar til þrotabúsins eru það háar að þær liggja vart á glámbekk hjá Birni og Hafdísi. Þegar veðbókarvottorð World Class-líkamsræktarstöðvarinnar á Seltjarnarnesi er skoðað kemur fram að húseignin var veðsett fyrir nýju láni hjá ALMC hf., áður Straumi- Burðarási, upp á 400 milljónir króna í janúar síðastliðnum. Fasteignin er í eigu Lauga ehf. og hvíla nú henni veðbönd upp á 1.140 milljónir króna. Þess ber að geta að húseignin úti á Nesi var áður að hluta til í eigu þrota- búsins. Reksturinn metinn á um milljarð Hugsanlegt er að umrætt lán frá ALMC hafi farið í að ganga frá samkomulagi við kröfuhafa þrota- bús Þreks. Má því ætla að Björn hafi hugsanlega greitt tæpar 700 milljónir fyrir rekstur World Class þegar upp er staðið. Þá er reiknað með áður- nefndri yfirtöku skuldbindinganna gagnvart viðskiptavinunum sem og láninu frá ALMC. DV greindi frá því árið 2011, sam- kvæmt heimildum, að dómskvadd- ir matsmenn hefðu komist að því að rekstur líkamsræktarveldisins væri um 800 til 1.000 milljóna króna virði. Eftir því sem DV kemst næst hefur reksturinn verið metinn nokkrum sinnum eftir það. Allar matsgerðirnar munu hafa verið hafðar að leiðarljósi þegar upphæð sem var ásættanleg fyrir báða aðila var reiknuð út. Fjármagnaði útrásina til Danmerkur Athyglisvert er að ALMC láni Birni nú 400 milljónir króna í ljósi þess að bankinn stefndi honum vegna hátt í milljarðs króna skuldar árið 2011. Var sú skuld tilkomin vegna útrásar World Class til Danmerkur sem Straumur-Burðarás fjármagnaði árið 2006. ALMC er eignaumsýslu- félag sem heldur utan um eignirnar sem áður voru í eigu Straums- Burðaráss og á félagið meðal annars 100 hluti í fjárfestingarbankanum Straumi – heildareignir félagsins nema um einum milljarði evra í dag. Straumur-Burðarás, Björn og viðskiptafélagi hans lögðu 2,3 millj- arða króna, á þáverandi gengi, í kaup á danska líkamsræktarfyr- irtækinu Equinox árið 2006. Æv- intýrið fékk ekki farsælan endi en rekstrarfélag World Class, Þrek ehf., varð eins og áður sagði gjaldþrota árið 2009. Má því ætla að stór hluti skuldanna í félaginu sem Björn er að greiða nú sé tilkominn vegna útrásarævintýrisins sem Straumur- Burðarás tók þátt í og höfðaði svo mál vegna. Nú hefur arftaki Straums fjármagnað móðurfélag World Class með láni upp á 400 milljónir króna. Heldur rekstrinum óbreyttum Straumur-Burðarás keypti meðal annars kröfu Kaupþings á hendur Birni og fyrrverandi viðskiptafélaga hans til að nálgast persónulegar ábyrgðir. En Björn lýsti því yfir í október 2009, vegna umfjöllun- ar um málið, að Straumur-Burða- rás hefði þrýst á hann að taka á sig frekari persónulegar ábyrgðir vegna rekstur Equinox. Þá lýsti Björn því jafnframt yfir að tækist ALMC ætl- unarverk myndi það þýða persónu- legt gjaldþrot hans. World Class myndi hins vegar standa áfram sterkum fótum, enda reksturinn öruggur í nýju félagi. Björn er nú laus allra mála hjá þrotabúinu og heldur eftir rekstri World Class óbreyttum. n „Kröfu- hafar sáttir við lyktir málsins Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Heldur World Class Björn Leifsson heldur líkams- ræktarstöðinni World Class eftir fjögurra ára stapp og málaferli. Móðurfélag World Class fékk 400 milljóna króna lán frá Straumi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.